Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 31
31 gegn krabbameini. Áður var talið að ónæm- iskerfið starfaði óháð heildarstarfseminni, en vísindamenn eru að komast á þá skoðun að svo sé ekki. Dr. Robert Ader, sálfræðiprófess- or við háskólann í Rochester, hefur gert til- raunir sem sýna að unnt er að þjálfa dýr til að stjórna ónæmisvörnum sínum með huganum. Þessar tilraunir Aders geta haft víðtækar afleiðingar: ef að þvi kemur að unnt verður að þjálfa menn i að styrkja ónæmisviðbrögð sin eru minni líkur á þvi að þeir fái sjúkdóma á borð við krabbamein. Visindamönnum er nú þegar ljóst að þegar streita þjáir okkur veik- ist ónæmi okkar; þeir sem þjást af þunglyndi eða sorg eru auðveidari bráð fyrir alvarlega sjúkdoma eins og krabbamein. Með þvi að ráða bót á streitunni — hvort sem það er með því að skokka i hádeginu eða taka sér frí frá vinnu siðari hluta dags til að lesa góða bók uppi í rúmi — má stuðla að þvi að styrkja ónæmiskerfið. Þótt interferon-lyfin (rúmlega tuttugu tegundir eru þekktar) hafi hlotið mesta umfjöliun varðandi varnir líkamans gegn krabbameini, framleiðir likaminn sjálf- ur fleiri varnarlyf, sem gefa góðar vonir. Sem dæmi má nefna: — Thymosin, hormón sem kemur frá hóstakirtlinum. Það voru dr. Allan L. Gold- stein og starfsbróðir hans sem greindu þenn- an hormón, og vinnur Goldstein, sem er for- stöðumaður lifefnafræðideildar George Washington háskólans, nú að frekari rann- sóknum á honum. Thymosin er nú notað til að styrkja ónæmi krabbameinssjúklinga, og gæti komið að gagni við að fyrirbyggja krabba- mein. — Oncostatin, eggjahvituefni sem likami krabbameinssjúkra framleiðir sjálfkrafa. Oncostatin stöðvar vöxt krabbameins, sér- staklega i krabbameinsfrumum i brjóstum og lungum. Það var dr. George J. Todaro, sem lengi starfaði við rannsóknir á vegum Nation- al Cancer Institute en fluttist til Seattie árið 1983, sem uppgötvaði Oncostatin. Todaro, sem einnig uppgötvaði krabbameinshvetjandi efni sem hann nefnir aðeins æxlishvata, vonar að i framtiðinni verði unnt að stöðva krabbamein með þvi að láta i frumurnar meira af oncost- atini en æxlishvata. — DHA (dehydroepiandrosterone), horm- ón sem minna er af hjá konum með krabba- mein f brjósti, virðist áhrifamikill við að koma i veg fyrir ýmsar tegundir krabbameins, að sögn dr. William Regelsons, sem er pró- fessor i lyflækningum við læknaháskóla Virg- inia í Richmond. Þið vitið það senniiega nú þegar að sólin getur valdið krabbameini, aðallega húð- krabba. En séuð þið sóldýrkendur ættuð þið einnig að vita að sóibruni getur dregið úr getu ónæmiskerfisins til að berjast gegn krabba- meini. Dr. Raymond Daynes, vísindamaður við vefja- og meinafræðideiid Utah-háskóla, hefur komizt að þvi að útfjólubláir geislar — samskonar geislar og sóiin sendir frá sér — draga úr getu tilraunadýra til að verjast krabbameinsæxlum. Ef þið treystið ykkur ekki til að hætta að sóla ykkur á góðviðrisdög- um, hyljið ykkur þá undir barðamiklum hött- um, siðum sloppum og sólhlífum. Flestir húðsjúkdómalæknar eru eindregnir hvetjend- ur notkunar áburða sem útiloka sólargeislana — og andvigir þessari Coppertone-brúnku. Bólusetningarefni gegn krabbameini? Ákjósanlegasta vopnið i baráttunni gegn krabbameini væri bóiusetningarefni, sem efldi varnir likamans gegn sjúkdómnum. Bóiusetningarefni hafa að mestu ótrýmt ýms- um hættuiegum sjúkdómum eins og bólusótt, lömunarveiki, mislingum og gulu. En öðru máli gegnir um krabbamein, og bólusetn- ingarefni gegn krabbameini hljómar eins og orðatiltæki úr vísindaskáldsögu. Fyrir um 20 árum hóf dr. Ariel Hollinshead prófessor, sem starfaði við visindalegar rann- sóknir i lyflækningadeild George Washington háskólans, að kanna möguleika á að þróa bólusetningarefni gegn krabbameini. Eins og svo margir hæfir visindamenn hóf hún rannsóknirnar með tilraunum á dýrum. Hún rannsakaði heilbrigðar frumur og sýktar frumur. Hún kannaði litróf liffæranna til að sjá hvaða vefir voru eðlilegir og hverjir ekki. Hollinshead notaði i fyrstu hamstra og mýs við rannsóknir sinar; nú er svo komið að læknar viða um land eru farnir að reyna bólu- setningarefni hennar á krabbameinssjúkling- um til að sjá hvort það hefur hvetjandi áhrif á likamann til að berjast gegn sjúkdómnum. Einna athyglisverðast er að eftir tveggja áratuga rannsóknir er Hollinshead nú að þvi komin að reyna bólusetningarefni sin á þeim sem eru i efsta hættuflokki, en hafa ekki feng- ið krabbamein, til að sjá hvort bólusetningar- efnin hjálpi til við að koma í veg fyrir mynd- un krabbameins. Hún bíður nú heimildar matvæia- og lyfjayfirvalda til að fá að reyna bólusetningarefni sitt gegn lungnakrabba- meini á starfsmönnum skipasmiðastöðvar i San Francisco, sem bæði reykja mjög mikið og vinna með asbest. Hún hefur einnig þróað bólusetningarefni gegn krabbameini i eggja- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 stokkum, blöðru, ristli, blöðruhálsi og brjóst- um og gegn illkynja húðæxlum. Þróun bólusetningarefna gegn krabbameini getur verið öllum mikilvæg, en ekki sízt þeim sem hætt er við þeim afbrigðum meinsins, sem núverandi lækningaaðgerðir ráða ekki við. Sem dæmi má nefna að ekkert afbrigði krabbameins i lungum, að einu sjaldgæfu af- brigði undanskildu, læknast með þeim aðferð- um sem nú er beitt, þ.e. lyfjagjöf og geislun; Ekki heldur krabbamein i ristli, segir Holl- inshead. Og, segir hún, bólusetningarefni gegn krabbameini i eggjastokkum yrði sér- lega nytsamlegt vegna þess að „krabbamein i eggjastokkum er mjög illkynjað afbrigði krabbameins í konum — það breiðist út um allt“. Þótt vísindastörf hennar hafi verið krefj- andi og erfið, og stundum valdið vonbrigðum, hafa rannsóknir Hollinshead nú fengið góðan stuðning með tækniframförum á sviði rann- sókna á erfðavísum (genum), sem gera henni kleift að vinna meira af þeim efnum sem hún þarf að nota við framleiðslu á bólusetningar- efnunum, auk þes sem það tekur skemmri tíma. Þessi tækniframför, segir hún, „veitir okkur gifurlega reynslu f að sníða bólusetn- ingarefni fyrir framtíðina“. Virtir vfsindamenn eru nú að gera tilraunir með bóiusetningarefni Hollinsheads f krabba- meinsstofnununum f sex borgum í Banda- rfkjunum, og auk þess f Kanada, Frakklandi, Japan og Þýzkaiandi. Dr. Hugh R. K. Barber, forstöðumaður fæðinga- og kvensjúkdóma- deildar Lenox Hill sjúkrahússins í New York, hafði áður unniö að sjálfstæðum rannsóknum á svipaðan hátt og Hollinshead, og vinnur nú með henni að tilraunum með bóiusetningar- efni gegn krabbameini f eggjastokkum. Hann álftur að bólusetning gegn krabbameini geti orðið að veruieika innan tveggja áratuga. Hollinshead telur að þar sem krabbameinið sjálft virðist vera sjúkdómur á mörgum stig- um og keðjuáhrifum, geti bólusetningarefni hennar komið að mestum notum þegar þau eru notuð ásamt öðrum aðgerðum til að koma í veg fyrir krabbamein, svo sem breyttum lifnaðarháttum. „Það væri dásamlegt ef við gætum beitt sameinuðum aðgerðum," segir hún. Henni er það vel ljóst að hugmyndin um tilraunir með bólusetningarefni gegn krabba- meini á mönnum, sem ekki hafa enn sýkzt af krabbameini, beina aukinni athygli að störf- um hennar. „Við erum nú á mjög spennandi tímamótum,“ segir hún. SjilfsköanuB brjóaU er sjilfaögð rarnar- riðatöfun. Ariel Hollinshead er að ávinna sér vaxandi virðingu vfsindamanna, sem stöðugt fylgjast með störfum hennar með svonefndu „eftirliti jafningja". „Þetta krefst styrks, en það verður að taka alla gagnrýni til greina," segir hún. „Þeir virða mig; það er það eina sem skiptir mig máli.“ Hún varar sig á þvf að tala ekki af of mikilli bjartsýni um framtfð bólusetningar gegn krabbameini. Þegar einhver segir við hana á mannamótum: „Halló læknir — hve- nær tekst þeim að lækna krabbamein?“, svar- ar hún um hæl: „Halló — hvenær tekst þeim að lækna veirur?“ Hún bendir á að afbrigði krabbameins séu jafn mörg og afbrigði veiru- sjúkdóma; suma veirusjúkdóma má lækna, aðra ekki. En hún hefur það mikla trú á fram- ieiðslu sinni að hún vill sækja um einkaleyfi á sumum efnunum, og hún er að leita að einka- aðila, sem gæti veitt áframhaldandi tilraun- um hennar fjárhagslegan stuðning. Krabbameinsskodun Ein bezta leiðin til að koma f veg fyrir krabbamein er að fara regiulega f læknisskoð- un, sem getur fundið krabbameinið á algjöru frumstigi — f sumum tilfellum áður en meinið hefur sezt að i frumunum. Auk þess sem kon- ur ættu að rannsaka brjóst sfn sjálfar mánað- ariega, ráðieggur bandaríska krabbameins- sambandið að konur á aldrinum 20—40 ára fari í krabbameinsskoðun á þriggja ára fresti, þar sem eftirfarandi athuganir eru gerðar: — Móðurlífsskoðun og sýnitaka úr þekju- frumum í leghálsi (eftir að tvær sýnitökur með árs millibili hafa sýnt ósýktar frumur). — Röntgenskoðun á brjóstum hjá konum á aldrinum 35—40 ára. Þegar konur eru komnar yfir fertugt ráðleggur krabbameinssamband- ið að auk þess sem konur skoði sjálfar brjóst sín mánaðarlega, fari þær árlega í krabba- meinsskoðun þar sem eftirfarandi athuganir eru gerðar: — Læknisskoðun á brjóstum, og röntgen- skoðun á brjóstum árlega eða annað hvert ár hjá konum innan við fimmtugt, en árlega hjá þeim sem komnar eru yfir fimmtugt. — Móðurlifsskoðun árlega og sýnitaka úr þekjufrumum i leghálsi að minnsta kosti á þriggja ára fresti. — Skoðun á sýni úr slfmhúð legsins við tiðalok ef krabbameins hefur gætt i fjölskyld- unni. Reghibundin akoiun er ein beatn leiiin tíi ramnr. Hjá bæði körlum og konum ráðleggur krabbameinssambandið digital(fingur)- skoðun á endaþarmi árlega hjá þeim sem komnir eru yfir fertugt til að leita krabba- meins í endaþarmi eða ristii; ieit að blóði i hægðum árlega hjá þeim sem eru yfir fimm- tugt; skoðun með endaþarmssjá á þriggja til fimm ára fresti eftir að tvær árlegar skoðanir hafa ekki sýnt neina krabbameinssýkingu. Stundum er læknum fært að finna krabba- mein i blöðruhálskirtli með þreifingu. „Menn vilja helzt ekki ræða um krabba- mein; þeir eru feimnir við að ræða um blóð f hægðum og krabbamein f endaþarmi,“ segir dr. DeWitty. Engu að sfður, segir þessi skurð- læknir, ætti ekki að víkja sér undan reglu- bundnum krabbameinsskoðunum aðeins vegna þess að málið er ekki skemmtilegt um- ræðuefni. Reyndar geta læknar nú meðhöndl- að verðandi krabbamein á auðveldari hátt — til dæmis með þvf að eyða verðandi krabba- meinsfrumum í leghálsi með LASER-geislum, eða fjarlægja æxli úr ristli áður en það verður illkynjað með þar til gerðum tækjum. Það verða sennilega sérfræðingar á borð við Ariel Hollinshead, sem skrá lokakafla sögu krabbameinsvarna, vfsindamenn sem vinna við frumurannsóknir f rannsóknastofum. Enginn veit i rauninni enn hvort allsherjar bólusetningarherferð gegn krabbameini er framkvæmanleg eða gagnleg. En fyrst um sinn getum við öll dregið úr hættunni á krabbameini með nytsamlegum aðgerðum, sem geta haft fórnir i för með sér, en veita okkur meiri vellfðan. Við getum einnig kennt börnum okkar heilbrigðari lífsvenjur ailt frá því þau eru mjög ung. Það er ekki allra meina bót, og það getur ekki breytt erfðum, en það er ein leið til að bæta lffslfkur okkar. Það er, þegar allt kemur til alls, um lffið að tefla. (Úr the Washingtonian. Dreifing: The Los Ángeles Times.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.