Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 32
I 32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Raforkubúskapur — öryggi og arðsemi Allt frá landnámi hafa ís- lendingar byggt afkomu sína á tveimur „lífbeltum": hið innra belti er gróðurmoldin — hið ytra fiskimiðin. Báðar þess- ar auðlindir hafa nýtingarmörk; höfuðstól, sem ekki má ganga á eða rýra. Þess vegna höfum við á síðustu áratugum horft æ meir til þriðju auðlindarinnar, orkunnar í fallvötnum og jarð- hita. Einnig á þeim vettvangi þarf að þræða hinn gullna með- alveg, sem byggir hvorutveggja á öryggi og arðsemi. Varamaður í stjórn Lands- virkjunar — á vegum Alþýðu- bandalagsins — hefur formlega sett fram harða gagnrýni á orkustefnu og orkuframkvæmd- ir liðinna ára og áratugar, vegna meintrar offjárfestingar í orkukerfinu og ónógs trúnaðar við arðsemissjónarmið. Tvennt vekur einkum athygli í þessari gagnrýni. í fyrsta lagi hlýtur hún að hluta til að beinast að hæstráðanda orkumála í land- ifiu 1978—1983, Hjörleifi Gutt- ormssyni, sem stýrði ráðuneyti orkumála á þessu tímabili. í annan stað sá nýi tónn, a.m.k. í herbúðum Alþýðubandalagsins, um arðsemi sem hinn eina og sanna vegvísi í framkvæmdum landsmanna. Þessi nýi tónn er fagnaðarefni. Hitt er verra, að „röksemdirnar", sem varamað- urinn tínir til máli sínu til stuðnings, eru í veigamiklum at- riðum innantómar og steyptar í mót pólítísks áróðurs. í orkuskorti, sem hér sagði til sín 1979—1981 og kom m.a. fram í niðurskurði á sölu og skömmt- un orkunnar, setti Landsvirkjun sér þá öryggiskröfu, að hér skuli jafnan tiltækar 250 GWst á ári í orkuöflunarkerfinu, umfram það sem orkuspá gerir ráð fyrir. Við þessa ákvörðun var horft til hliðstæðra öryggiskrafna á Nýja-Sjálandi, þar sem aðstæð- ur eru um margt svipaðar og hér; sem og þeirrar staðreyndar, að orkugetuútreikningar höfðu ekki reynzt eins traustir og áður var talið. Á fyrrnefndum skömmtunar- tíma orkunnar var miklu fé var- iö til framleiðslu á raforku með olíu, þ.e. innfluttum orkugjafa, sem að sjálfsögðu hafði áhrif á gjaldeyris-, viðskipta- og skuldastöðu okkar við umheim- inn. Þá verður að horfa til þess að orkustaðan hefur verið hag- stæð um árabil vegna góðs vatnsbúskapar, þ.e. vegna mik- illar úrkomu. Við verðum hins- vegar að vera við því búin að tryRgja orkuöryggi einnig í þurrum árum, en munur orku- framleiðslu milli slæmra og góðra vatnsára er geysimikill, eða allt að 500—600 gígawatt- í stundir, að dómi Landsvirkjun- ar. Enginn vafi er á því að ingtenging raforkukerfisins um landið, sem nú er loks lokið, með og ásamt fyrrnefndri ör- yggisákvörðun Landsvirkjunar, hefur stóraukið raforkuöryggi heimila og fyrirtækja i landinu. Þær öryggiskröfur, sem Landsvirkjun byggir orkustefnu sína að hluta til á, verða að telj- ast eðlilegar. Það er hinsvegar út í hött að þær hafi hækkað raforkuverð í landinu óeðlilega, þar eð smærri virkjanir, sem Alþýðubandalagið hefur einkum augastað á til að ná meintu jafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar orkunnar, hefðu leitt til mun dýrari orku, án þess að fyrirbyggja tímabundna um- framframleiðslu. Hitt er eðlilegt, enda standa ákvarðanir Landsvirkjunar til þess, að áætlun virkjunar- framkvæmda verði endurskoð- uð, m.a. í ljósi þess að nýjar upplýsingar benda til minni inn- lendrar orkueftirspurnar á næstu árum en áætlanir Orku- spárnefndar, sem birtar vóru 1983, stóðu til. Þessi endurskoð- un hófst í desembermánuði sl. og Iýkur væntanlega í endaðan febrúarmánuð. Það sem helzt er um rætt er að hægja á fram- kvæmdum við kvíslaveitur (5. áfanga), fresta aukningu miðl- unar í Þórisvatni, og endurmeta framkvæmdahraða við Blöndu- virkjun, en þessi atriði öll eru enn á athugunar- og umræðu- stigi. Ötullega er nú unnið að því að leita samstarfsaðila um frekari uppbyggingu á orkufrekum iðn- aði. Þá er rætt um stækkun ál- versins í Straumsvík, nýtt álver annars staðar og kísilmálm- verksmiðju í Reyðarfirði. Stað- an í orkumálum auðveldar okkur þessa samninga, en jafn- framt verðum við að vera raunsæir í verðlagningu. Hagvöxtur eða verðmæta- vöxtur í þjóðarbúskapnum, sem er forsenda batnandi lífskjara, hefur að langdrýgstum hluta verið sóttur til sjávarútvegs á liðnum áratugum, fyrst og fremst með tæknivæðingu veiða og vinnslu. Aflatakmarkanir, sem byggðar eru á fiskifræði- legum rannsóknum og niður- stöðum, útiloka, að æskilegur hagvöxtur verði i sama mæli áfram sóttur til sjávarútvegs, a.m.k. í næstu framtíð. Þess- vegna hefur verið horft til nýrra atvinnugreina, s.s. lífefnaiðnað- ar, rafeindaiðnaðar, fiskeldis og stóriðju, sem jafnframt skapaði markaðs- og arðsemisforsendur nýrra stórvirkjana. Það er ánægjuefni að talsmenn Al- þýðubandalags, flokksgervings tregðulögmálsins, skuli tylla tám sínum á lífskjaragildi arð- seminnar, jafnvel þótt í áróð- urslegum látbragðsleik sé. tanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna settu svip sinn á fyrri hluta vik- unnar. Fjölmiðlamenn komust að þeirri niður- stöðu, að ráðherrarnir væru að ræðast við í fullri alvöru í Genf. Af hverju drógu fjölmiðlamennirnir þessa ályktun? Jú, séð var til þess, að þeir fengju sem minnst að vita af því sem þeim George Shultz og Andrei Gromyko fór á milli. Eftir viðræðurnar liggur ljóst fyrir, að fulltrúar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna ætla að taka þráðinn upp að nýju í afvopnunarmálum. Sérfróðir menn frá hvorum tveggja taka á næst- unni til við að ræða um það hvernig unnt sé að stemma stigu við fjölgun langdrægra eldflauga, meðaldrægra eldflauga og varnarkerfa úti í geimnum. Því hefur verið haldið á loft af ýmsum til dæmis af fréttamönnum íslensku ríkisfjölmiðlanna, að hinn nýi þáttur í samskiptum risaveldanna sem nú er að hefjast eigi rætur að rekja til sinna- skipta hjá Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta. Erfitt er að greina skynsamleg rök fyrir fullyrðingum af þessu tagi. Það voru Sovétmenn sem riftu viðræð- um um afvopnunarmál undir árslok 1983. Sovétmenn hafa hafnað öllum til- lögum Bandarikjamanna um niðurskurð kjarnorkuvopna, hvort heldur þau eru langdræg eða meðaldræg. Aðdragandi viðræðnanna í Genf var hlaðinn talsverðri spennu. Þeir sem lít- inn áhuga hafa á alþjóðamálum gætu kannski dregið þá ályktun af öllu bram- boltinu vegna þessa tveggja daga fund- ar, að hann væri eitthvert einsdæmi; Málum er síður en svo þannig háttað. Utanríkisráðherrar risaveldanna hafa oft hist. Fulltrúar þeirra hafa áður efnt til fjölmargra funda um afvopnunar- mál. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa gert með sér ýmsa samninga um takmörkun kjarnorku- vopna í einu eða öðru formi. Varnarkerfi í geimnum Nýmælið í þeim afvopnunarviðræðum sem fyrir dyrum standa er það, að nú á ekki aðeins að ræða sóknar-kjarnaorku- vopn heldur einnig varnarkerfi gegn langdrægum eldflaugum, en bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafa slík kerfi í undirbúningi. Og að ýmsu leyti standa Sovétmenn þar feti framar en Bandaríkjamenn. Það er hin banda- ríska áætlun á þessu sviði sem átt er við þegar rætt er um geimvopn Reagans, „stjörnustríð" hans og fleira í þeim dúr. Sovétmenn hafa hamrað á því undan- farna mánuði, að nauðsynlegt sé að takmarka bandarísk geimvopn, það sé algjört sovéskt skilyrði. Þeir sem muna eftir aðdraganda þess, að fulltrúar risaveldanna settust niður til að ræða um takmörkun á meðal- drægum eldflaugum, hljóta að sjá að þráðurinn í áróðri Sovétmanna er sá sami nú og þá. Atlantshafsbandalags- ríkin samþykktu í desember 1979 tví- þætta áætlun er fól í sér að meðaldræg- ar, bandarískar kjarnorkueldflaugar yrðu fluttar til Vestur-Evrópu á árinu 1983 ef ekki hefði tekist samkomulag við Sovétmenn fyrir þann tíma um að þeir fjarlægðu meðaldrægar eldflaugar sín- ar sem ógna ríkjum Vestur-Evrópu. Þá sögðust Sovétmenn ekki setjast til samninga nema Atlantshafsbandalags- ríkin hættu við áform sín, Bandaríkja- menn mættu ekki eignast meðaldrægar kjarnorkueldflaugar í Vestur-Evrópu. Ætlun Sovétmanna var að einoka þenn- an jiátt kjarnorkuvígbúnaðarins. Ymislegt bendir til að hið sama sé upp á teningnum þegar til nýrra varn- arkerfa eða geimvopna er litið. Sovét- menn hafa verið að smíða vopn af þessu tagi. Ronald Reagan lýsti því f frægri ræðu sinni um þessi mál í mars 1983, að með nýju strategísku varnar-frumkvæði Bandaríkjamanna (Strategic Defense Initiative) yrðu kjarnorkuvopn í raun gerð óvirk. Þau myndu missa gildi sitt. Bæði þessi hugmynd og framkvæmd hennar hefur sætt gagnrýni. Reagan segist ekki ætla að ganga lengra en koma af stað rannsóknum svo að eftir- menn sínir í Hvíta húsinu hafi tækni- legar forsendur til að ákveða hvort framleiða eigi ný vopnakerfi af þessu tagi. Um slíkar rannsóknir sé ekki unnt að semja við Sovétmenn. Kremlverjum er ljóst, að þeir stand- ast Bandaríkjamönnum ekki snúning í þessu efni frekar en öðrum, þar sem beinlínis kemur til keppni milli ríkj- anna, hvað svo sem líður sovésku for- skoti. Nú segja Sovétmenn sem sé enn og aftur: Við skulum semja um það sem ykkur tilheyrir en látum okkar vopn í friði. Þetta komust þeir ekki upp með í viðræðunum um meðaldrægu eldflaug- arnar, þrátt fyrir dyggan stuðning há- værra afla í lýðræðisríkjunum. Þetta mega þeir ekki komast upp með nú. Of mikil kynning Þegar fjölmiðlamenn fengu engar fréttir af viðræðum utanríkisráðherr- anna i Genf á mánudag og þriðjudag, drógu þeir þá ályktun að rætt væri sam- an í alvöru. Sé þessi niðurstaða færð yfir á umræður um ríkisstjórnina og stjórnmálaástandið hér á landi undan- farna daga ætti ályktunin að verða sú að ekkert markvert gerist í málefnum ríkisstjórnarinnar. Of mikil kynning á málum, sem ekki eru fullmótuð, getur haft öfug áhrif. Ljóst er að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hleypti nýju lífi í um- ræðurnar um stöðu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna með áramóta- ávarpi sínu á gamlárskvöld. Þar impr- aði forsætisráðherra bæði á nauðsyn þess, að gerðar yrðu breytingar á stjórnarstefnunni og gerð yrði upp- stokkun í stjórnarráðinu. Síðan vakti NT, málgagn forsætisráðherra og Framsóknarflokksins, máls á því að uppstokkun í stjórnarráðinu fylgdi breyting á skipan manna í ráðherrasæti og sagði að þar kæmi jafnt til álita að skipta um ráðherra Framsóknarflokks- ins sem Sjálfstæðisflokksins. Jónatan Þórmundsson, prófessor, benti á það í vel rökstuddri grein hér í blaðinu á fimmtudag, að hvað sem liði vilja manna til að breyta stjórnarráðs- lögunum, færi illa á því að gera slíkt í tengslum við pólitískar sviptingar af því tagi sem hér um ræðir. I forystugrein NT á miðvikudag kom vel í ljós í hvaða ógöngur menn rata þegar þeir ímynda sér að með því að breyta reglugerð um Stjórnarráð íslands sé unnt að gera tvo ráðherra verkefnalausa, eins og það var orðað. Jafn lítt ígrundaðar pólitískar vangaveltur eru sem betur fer sjaldséð- ar í dagblöðunum, og er þá mikið sagt. Löggjöfin um Stjórnarráð íslands er frá 1969. Hún var samin og samþykkt eftir mikinn stöðugleika í íslenskum stjórnmálum, þegar viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafði setið í 10 ár við völd. Þessi lög eru auð- vitað ekki frekar alfullkomin en önnur mannanna verk. En þau fjalla um við- kvæmt og flókið efni sem ástæðulaust er að hrófla við í fljótræði vegna stund- arhagsmuna í pólitískri dægurbaráttu. Er enginn vafi á því, að sá háttur, sem nú virðist á döfinni hjá einhverjum, er ekki til að flýta fyrir því að nauðsynleg samstaða náist um breytingar. Markmið í efnahagsmálum Stjórnarstefnan í efnahagsmálum beið skipbrot í kjaraamningunum á ný- liðnu hausti. Um það er ekki deilt. Spurningin snýst um það núna hvort aftur tekst að ná sömu stefnu og stjórn- arflokkarnir voru sammála um við gerð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 33 REYKJAVlKURBRÉF laugardagur 12. janúar Morgunblaðið/Arni Sœbera stjórnarsáttmálans vorið 1983. Á þeirri leið eru gamalkunn sker. Verðbólgu- hraðinn er of mikill. Viðskiptahallinn er of mikill. Ekki er nægilega mikið til skiptanna til að fullnægja óskum allra. Ríkissjóður býr við hallarekstur. Inn- lendan sparnað þarf að auka og draga úr erlendum lántökum o.s.frv., o.s.frv. 1. júní næstkomandi rennur út bannið við verðtryggingu launa, sem sett var með bráðabirgðalögum við mvndun rík- isstjórnarinnar í maí 1983. A það mun reyna hvort samstaða er um að fram- lengja það. Kjarasamningar verða enn á döfinni í ár. Ósamið er við sjómenn og engin einföld lausn í sjónmáli þar. Ný- genginn kjaradómur um laun alþing- ismanna og æðstu embættismanna rík- isins verður óhjákvæmileg viðmiðun í öllum umræðum um kjaramál. Úrræðin eru einnig gamalkunn. Menn vona, að sú breyting verði á þessu ári, að þriggja ára samdráttarskeiði í þjóðar- búskapnum sé lokið. Það er mikilvæg breyting, sem gefur vonir um að meira verði til skiptanna. En mestu skiptir að friður haldist í þjóðlífinu, að sættir ná- ist á vinnumarkaði og menn deili ekki svo hart á þeim vettvangi, að allir tapi að lokum eins og í haust. Skipbrot stjórnarstefnunnar á rætur að rekja til þess, að ríkisstjórninni tókst ekki í haust að veita þá forystu í þjóð- málum sem dugði til að friður héldist og sættir tækjust án dýrkeyptra átaka. Ríkisstjórnin ræður yfir margvíslegum hagstjórnartækjum en þau duga skammt, ef þeim er ekki beitt af lagni. Því verður ekki neitað, að óbilgirni við- semjenda ríkisstjórnarinnar var mikil. Og sökin er síður en svo öll hjá stjórn- arherrunum. Nú hlýtur þess að verða beðið með mestri eftirvæntingu, hvort stjórnarflokkunum tekst að skapa nýjan flöt á samstarfi við aðila vinnumarkað- arins. Takist það ekki stefnir allt í sama farið. Þurfi að stokka upp í ríkisstjórn- inni til að ná þessu markmiði eiga menn að segja það skýrt og skorinort en ekki vera með fánýtar vangaveltur um upp- stokkun á Stjórnarráði íslands og gefa til kynna að hún skipti sköpum um lausn aðkallandi þjóðmála á líðandi stund. Stjóm Reykja- víkurborgar Um svipað leyti og Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, tók að dusta rykið af tillögunum um breyt- ingar á stjórnarráðinu, sem hann kynnti fyrst í desember 1983, samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur verulegar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar. Að þessu máli hafði verið unnið undir forystu Markúsar Arnar Antonssonar og skilaði hann því fullbúnu, áður en hann tók við störfum útvarpsstjóra nú um áramótin. Vinstrisinnar í borgarstjórn hafa reynt að gera þessar breytingar tor- tryggilegar. Á þeim fjórum árum sem þeir höfðu meirihluta í borgarstjórn- inni, 1978 til 1982, einkenndist stjórn höfuðborgarinnar af sundurlyndi og glundroða, þar sem menn reyndu að skjóta sér undan ábyrgð til skiptis. All- ar breytingar sem þá voru gerðar mið- uðu að því að draga úr virkni stjórn- kerfisins og auka á nefndafarganið. Samhentur meirihluti sjálfstæð- ismanna undir forystu Davíðs Oddsson- ar, borgarstjóra, hefur tekið öðru vísi á málum. Stjórnkerfisbreytingin miðar að því að gera kerfið skilvirkara; fækka í nefndum og sameina undir eina stjórn þá málaflokka sem eiga samleið. Best hefur það sýnt sig við fjármála- stjórn Reykjavíkur á liðnu ári, hve mik- ils virði það er, að markvisst sé haldið á málum og áætlanir gerðar af raunsæi. Staða borgarsjóðs gagnvart viðskipta- banka sínum, Landsbankanum, hefur sjaldan eða aldrei verið jafn góð við ára- mót og nú. I vetur var hjá því komist að taka erlent rekstrarlán til að fleyta borgarsjóði yfir tekjurýrustu mánuðina. Hefur það ekki gerst um langt árabil. Fyrirtæki borgarinnar standa betur en áður og þannig mætti áfram telja. Sjálfstæðismenn hafa þó ekki hækkað skatta á borgarbúum. Þvert á móti lækkuðu þeir fasteignaskatta um rúm 15% I ársbyrjun 1983 og útsvar úr 11,88% í 11% á síðasta ári. Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur nú boðað að útsvar lækki í 10,8% í ár. Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki er unnt að standa að stjórn landsmála með jafn markvissum hætti og hér er lýst. Hluti af skýring- unni felst í því, að glundroðinn á Al- þingi hafi í för með sér svipað ef ekki sama stjórnleysis-ástand og ríkti í borg- arstjórn Reykjavíkur á vinstri stjórnar- árunum þar. Álltof mörg tækifæri gef- ist til að skjóta sér undan ábyrgð eða skella skuldinni á aðra, enda eru til- burðir í þá átt mikið einkenni á mál- flutningi þingmanna, hvort heldur þeir ræða um samherja eða andstæðinga í pólitíkinni. Nýr útvarpsstjóri Á þeim 55 árum sem Ríkisútvarpið hefur starfað hafa aðeins þrír menn gegnt störfum útvarpsstjóra á undan Markúsi Erni Antonssyni sem tók við embættinu nú um áramótin. Þeir eru Jónas Þorbergsson sem var útvarps- stjóri frá 1930 til 1953, Vilhjálmur Þ. Gíslason frá 1953 til ársloka 1967 og Andrés Björnsson frá 1968 til síðustu áramóta. Þessir embættismenn hafa hver um sig verið betur þekktir meðal þjóðarinnar en flestir embættismenn aðrir, enda felst það í starfi útvarps- stjóra að hafa meira beint samband við fólkið í landinu en aðrir opinberir starfsmenn. Með Andrési Björnssyni kveður síð- asti útvarpsstjórinn sem starfar við þær aðstæður allan sinn feril, að Ríkisút- varpið hefur einkarétt í útvarpsrekstri í landinu. Andrés fór ekki í launkofa með þá skoðun sína, að hann sá ýmsar hætt- ur því samfara fyrir Ríkisútvarpið að einkaréttur þess yrði afnuminn. Ráð hans í því efni byggjast á langri reynslu í baráttu fyrir öflugri stöðu útvarpsins sem stofnunar. Markús Örn Antonsson hefur hins vegar um árabil verið í hópi þeirra sem telja eðlilegt að afnema ein- okun ríkisins á öldum ljósvakans. Stjórnmálaandstæðingar Markúsar Arnar hafa með ýmsu móti reynt að gera skipun hans í embættið tortryggi- lega. Ekki hafa þeir haft erindi sem erf- iði í því efni. Málefnalegar forsendur fyrir slíkum árásum eru engar. Því miður hefur það dregist á Alþingi, að frumvarpið að nýjum útvarpslögum, þar sem ríkiseinokunin er afnumin, nái fram að ganga. Hitt er ljóst að það verð- ur ekki tafið til lengdar, að þessi mikil- væga breyting verði gerð. Þess sjást nú ýmis merki að einstaklingar og samtök þeirra eru að búa sig undir frjálsræði á þessum vettvangi. Ekki er vafi á því að handagangur verður í öskjunni, þegar að frelsinu kemur. Ekki á öllum eftir að heppnast jafn vel að keppa við hina gamalgrónu ríkisstofnun. Með því verð- ur fylgst með athygli hvernig Ríkisút- varpið býr sig undir nýja tíma á næstu vikum og mánuðum. „Þegar fjöl- miðlamenn fengu engar fréttir af við- ræðum utan- ríkisráðherr- anna í Genf á mánudag og þriðjudag, drógu þeir þá ályktun að rætt væri saman í alvöru. Sé þessi niður- staða færð yfir á umræður um ríkisstjórnina og stjórnmála- ástandið hér á landi undan- farna daga ætti ályktunin að verða sú, að ekkert mark- vert gerist í málefnum rík- isstjórnarinn- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.