Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 51 Almar Grímsson á framkvæmda- stjórnarfundi hjá Alþjódaheil- brigðismálastofnuninni, en þar skipar hann sæti fyrir hönd allra Norðurlandanna. Rætt við Almar Grímsson, fulltrúa Norðurlanda hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, en hann tók við rekstri Apóteks Hafnarfjarðar nú um áramót Apótekin ættu að gera meira af því að fræða fólk um lyf Almar Grímsson lyfjafræðingur tók við rekstri Apóteks Hafnarfjarðar nú um áramótin en hann tekur þar við af Sverri Magnússyni sem verið hefur með apótekið í rúm- lega þrjá áratugi. Almar var um nokkurt skeið deildar- stjóri í heilbrigðis— og tryggingamálaráöuneytinu en gegndi síðan stöðu deildarstjóra lyfjamála í Evrópuskrif- stofu Alþjóðaheilbrigöisstofnunarinnar, WHO. Hann skip- ar nú sæti fulltrúa Norðurianda í stjórn Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Blm. Mbl. ræddi við Almar Grímsson á dögunum og byrjaöi ég á því að spyrja út í feril hans fyrr á árum. * Eg tók stúdentspróf í Mennta- skóla Reykjavíkur 1960 og hóf verknám í Holts Apóteki sama ár, sagði Almar. Að ári hóf ég svo verknám í Sct. Matthæus Apotek í Kaupmannahöfn, en fór svo í lyfjafræði í háskólanum í Kaupmannahöfn og þaðan út- skrifaðist ég 1965. Ég starfaði um þriggja ára skeið sem lyfja- fræðingur hjá Reykjavíkur Apó- teki en var svo ráðinn yfirlyfja- fræðingur hjá Apóteki Austur- bæjar og gegndi því starfi til 1971. Þá var ég skipaður deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Störf hjá Alþjóða- heilbrigðismála- stofnuninni Árið 1979 var mér veitt orlof frá störfum til að gegna starfi deildarstjóra lyfjamála í Evr- ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn. Því starfi gegndi ég fram á mitt ár 1982, en var síðan ráðunautur í alþjóða- heilbrigðismálum og lyfjamálum hjá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu. Er hér var komið var mér boð- ið að taka að mér starf fulltrúa í stjórn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, en ríkisstjórnin ákvað að taka boði um að skipa fulltrúa þar fyrir hönd Norður- landanna. Starf þetta er bundið samstarfi Norðurlanda við Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina sem meðal annars felur í sér að eitt Norðurlandanna eigi jafnan sæti í stjórn stofnunarinnar. Árið 1983 kom að því að ísland skyldi skipa þetta sæti og var ég settur til að gegna starfi fulltrúa tslands til þriggja ára. — Hver eru helstu störf full- trúanna? Þeir sitja framkvæmdastjórn- arfundi sem haldnir eru reglu- lega tvisvar á ári en þar er fjár- hagsáætlanir stofnunarinnar til umfjöllunar. í öðru lagi fer þar fram mat og endurskoðun á ein- stökum starfsemisþáttum stofn- unarinnar. Til dæmis um mál sem nýlega hafa verið tekin fyrir má nefna sérstakt verkefni um dreifingu nauðsynjalyfja til þriðja heims- ins en hvað varðar Vesturlönd hefur það valdið áhyggjum hvernig staðið er að kynningu lyfja og hvernig þau eru auglýst. Þá er stjórnin jafnframt ráð- gefandi fyrir aðalframkvæmda- stjóra Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um hvers konar framkvæmdaatriði. — Hver eru helztu vandamál- in sem fengist er við? Satt að segja veldur pólitíkin alltaf nokkrum erfiðleikum því alltaf er nokkuð um að ýmsir að- iljar reyni að nota sér stofnun- ina pólitískt, og koma alltaf upp nokkur mál í því sambandi. Nú hefur ríkisstjórn Kúbu t.d. boð- ist til að halda næsta þing Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í Havana, en þingið hefur jafnan verið haldið í Genf í Sviss fram til þessa. Það gefur auga- leið að erfitt er fyrir Banda- ríkjamenn að sætta sig við slíka ráðstöfun. En mergurinn máls- ins er auðvitað að stofnunin veikist af átökum sem þessum. Hingað til hefur sem betur fer tekist að halda stofnuninni fyrir utan pólitísk átök að mestu. — Er þetta fullt starf? Nei, hér er um að ræða starf sem nemur einum fjórða úr árs- starfi. Pulltrúar þurfa að sækja tvo fundi árlega og stendur hver um sig um hálfs mánaðar tíma. Starfsemi Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunarinnar Þá þarf að jafnan að fara nokkrar stuttar ferðir ár hvert í sambandi við það sem er að ger- ast hjá stofnuninni. Við höfum það að sjálfsögðu hugfast að okkar sæti í stjórn- inni er jafnframt sæti allra Norðurlandanna — við þurfum því að leita samstöðu hinna Norðurlandanna um einstök mál en sé ágreiningur er það okkar að ákvaða hvaða afstaða er tek- in. — Tengist starf stofnunarinn- ar íslandi að einhverju leyti? Verkefni Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar númer eitt hefur jafnan verið að gera átak í heilbrigðismálum þriðja heims- ins. Hins vegar snýr starfsemi skrifstofunnar, sem er á vegum stofnunarinnar í Evrópu, nokkuð að okkur. Þar er m.a. fengist við alþjóðlega sjúkdómsskráningu, sem stofnunin vinnur að. Þaðan hefur mikið verið leitað til okkar varðandi svonefnda faraldsfræði (epidemology) t.d. varðandi krabbameinsrannsóknir. Vegna þess hve landið er lítið er haft á orði að það sé eins konar vinnu- stofa í faraldsfræði og þykir t.d. starfsemi Krabbameinsfélagsins hér mjög merkileg erlendis. Svo fleira sé tínt til vann ég hér að verkefni í samvinnu við hin Norðurlöndin fyrir nokkrum árum og fól það i sér að koma saman mælingakerfi á notkun lyfja. Þetta mælingakerfi hefur þegar komið að miklu gagni hér gagnvart lyfjum sem misnotuð hafa verið. Þetta mælingakerfi hefur Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin nú tekið upp. Forvarnir Við höfum eins og aðrar aðild- arþjóðir Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar gengist inn á þá stefnu að beina starfi heil- brigðisþjónustu yfir í forvarnir. Þetta felur í sér að horft er í eigin barm og reynt að leita allra ráða til að uppræta þá þætti sem valda sjúkdómum. Þar má nefna skaðvalda s.s. reykingar, rangt mataræði og áfengisneyslu. Hér er að sjálfsögðu um langtíma- verkefni að ræða og er því ætlað- ur tími allt fram til aldamóta. Á síðasta ári undirritaði Matthías Bjarnason heilbrigð- ismálaráðherra samning við Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina um forvarnir, en Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðu- neytisins annaðist undirbúning þessa verkefnis. Þetta sam- vinnuverkefni felur í sér sam- vinnu við 9 aðrar þjóðir, undir forystu stofnunarinnar. í þessu verkefni felst að efla skal forvarnir í hverju landi með því að koma þekkingu til al- mennings um það hvernig koma má í veg fyrir sjúkdóma. Ef við tökum dæmi — að koma þeirri þekkingu á framfæri við al- menning að reykingar valdi ekki einungis krabbameini heldur og hjartasjúkdómum og margskon- ar kvillum. Framtíðarmarkmið- ið er svo að fá sem allra flesta til að taka þátt í átaki til að bæta heilsufar og stemma stigu við sjúkdómum. — Hvernig líst þér svo á að taka við apótekinu hér í Hafnar- firði? Mér líst mjög vel á það en það er að sjálfsögðu nokkur breyting frá því að vera i embættis- mennsku — þó starf lyfsala sé líkt embætti að því leyti að mað- ur er skipaður í það. Ég tek hér við af merkismanni, Sverri Magnússyni, sem hætti fyrir aldurs sakir. Kann ég forvera mínum miklar þakkir fyrir hversu vel hann hefur byggt allt upp hérna. En þrátt fyrir þessa skipun hefur heilbrigðisráðherra falið mér að gegna fulltrúastarf- inu hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni fram til 1986 er eitt- hvert annað Norðurlandanna tekur það sæti er ísland skipar nú. Vandamál vardandi lyfjanotkun — Hvað um starfsemi apóteka hér á landi — er umbóta þörf? Ég tel að apótekin ættu að gera meira af því að fræða fólk um lyf sem það er að taka inn. Hef ég í hyggju að vinna að endurbótum hvað þetta varðar. Þá eru mjög mörg vandamál varðandi lyfjanotkun sem apó- tekin hljóta að láta til sfn taka. Til dæmis má nefna að þó lyf séu vel stöðluð þá er fólk það ekki, og lyfjaskammtur sem hæfir einum þarf alls ekki að hæfa öðrum. Þetta á sérstaklega við um lyfja- töku aldraðra og er mér mjög i mun að bæta þjónustu við þann þjóðfélagshóp. Annars leggst þetta mjög vel í mig að taka hér til starfa. Ég er búinn að búa hér í Hafnarfirði allt frá því ég lauk prófi og hef kunnað vel við mig hér — það má segja að ég sé loksins kominn heim. — bó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.