Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 59 Athugasemd við athugasemd forstjóra Landsvirkjunar t Morgunblaðinu í dag er birt athugasemd frá Halldóri Jóna- tanssyni forstjóra Landsvirkj- unar og Jóhanni Má Maríussyni aðstoðarforstjóra við greinar- gerð, sem undirritaður sendi stjórn Landsvirkjunar í síðustu viku. í tilefni af þessari athuga- semd vill undirritaður taka fram eftirfarandi: 1. Athugasemd forstjóranna má skilja svo, að greinargerð- inni hafi verið komið á framfæri við þingflokka áður en stjórn- inni barst hún í hendur. Hið rétta er, að stjórnarmenn Landsvirkjunar fengu greinar- gerðina í hendur sl. mánudag. Á miövikudag sendi ég afrit af skýrslunni til formanna þing- flokka. Þetta taldi ég sjálfsagða skyldu mína í svo veigamiklu máli, þar sem ég starfa í umboði Alþingis að málefnum Lands- virkjunar. 2. Mál þetta er engan veginn nýtt af nálinni eins og ætla mætti af viðbrögum forystu- manna Landsvirkjunar. Á stjórnarfundum 1. júlí 1983, 17. nóvember 1983, 12. apríl 1984, 10. maí 1984 og 4. október 1984, eða öllum þeim stjórnarfundum Landsvirkjunar, sem ég hef set- ið, hef ég vakið máls á þeim meginatriðum, sem greinargerð- in fjallar um. Jafnframt hef ég ítrekað óskað eftir sérstökum umræðum í stjórninni um þær forsendur, sem lagðar hafa verið til grundvallar við mat á virkj- anaþörf Landsvirkjunar. Við- brögð hafa hins vegar ekki verið á þann veg, sem ég hafði kosið, hvorki varðandi hið svokallaða 250 Gwst umframgetuskilyrði eða framkvæmdaþörf Lands- virkjunar á hverjum tíma. 3. í athugasemd sinni segja forstjórarnir, að það sé gjör- samlega út í hött, að orkuverð til almenningsveitna sé allt að 50% hærra vegna umframorku- getu í kerfinu. Rétt er að upp- lýsa í þessu sambandi að við umræðu um álsamningana á Al- þingi á sl. hausti lögðu þeir sjálf- ir fram útreikninga, þar sem þetta kemur fram. í greinargerð, sem ber heitið „Nokkur minnisatriði varðandi kostnaðarverð raforku úr kerfi LV“ dagsett 3. október 1984 kemur fram þeirra niður- staða, að kostnaðarverð á raf- orku til almenningsveitna á ár- inu 1983 hafi verið 19 mill/kvst. Sama ár þurftu almenningsveit- ur hins vegar að greiða 34 mill/kvst fyrir orkuna, eða um 80% hærra verð en nemur út- reiknuðu kostnaðarverði. Þegar beðið var um skýringar á þess- um mismun svöruðu forstjór- arnir því þannig, að útreikn- ingar Landsvirkjunar miðuðust við fulla orkunýtingu og mis- munurinn stafaði fyrst og fremst af umframorku i kerfinu en að öðru leyti vegna þess, að stóriðj- an hefði greitt nokkru lægra orkuverð á árinu 1983 en sam- svaraði kostnaðarverði til henn- ar. Umframorkuna töldu þeir hækka orkuverðið til almenn- ingsveitna um rúmlega 40%, sem er sama niðurstaða og ég fæ í minni greinargerð. 4. í athugasemd forstjóranna segir, að samkvæmt orkuspá hafi virst nauðsynlegt að ráðast í orkuaukandi framkvæmdir á Þjórsársvæðinu m.a. Sultar- tangastíflu en hún hafi þó fyrst og fremst verið reist til að auka rekstraröryggi Búrfellsvirkjun- ar. í greinargerð minni segir m.a. um Sultartangastíflu: „Það verður til dæmis ekki annað séð en að öll viðbótarorka frá Sult- artangastíflu sem komst í gagn- ið á árinu 1983 sé enn óseld og Landsvirkjun beri einungis kostnað af þeirri framkvæmd enn sem komið er. Erlendar skuldir, sem rekja má til Sult- artangastíflu einnar, nema nú væntanlega um 25 milljónum Bandaríkjadala eða um 1000 milljónum króna miðað við nú- verandi gengi." Ég tel, að orkuspá hafi ekki sýnt að Sultartangastífla væri nauðsynleg. Varðandi öryggis- sjónarmiðið má benda á, að Búr- fellsvirkjun hafi verið keyrð á annan áratug án þess að nokkur Sultartangastífla væri til stað- ar. Sem hagfræðingur tel ég að færa megi rök að því að hag- kvæmara hefði verið frá efna- hagslegu sjónarmiði, að erlend- ar skuldir væru nú u.þ.b. einum milljarði lægri eða þá að sömu upphæð hefði verið varið til nýsköpunar í atvinnulífinu fremur en að Sultartangastífla kæmi inn nokkrum árum fyrr en seinna af öryggisástæðum ein- um saman. 5. f athugasemd forstjóranna segir ennfremur, að samkvæmt orkuspá hafi virst nauðsynlegt að ráðast í aðrar orkuaukandi aðgerðir á Þjórsársvæðinu s.s. kvíslaveitur. í umræðum um framkvæmdaþörf Landsvirkj- unar á árinu 1984 dró ég í efa og bókaði fyr'rvara um að þörf væri fyrir allar þær fram- kvæmdir, sem fyrirhugaðar voru á því ári. Nú er ljóst, að þá þegar lágu fyrir upplýsingar, sem hefðu sýnt að orkuaukandi aðgerðir voru ónauðsynlegar. Frestun þeirra hefði gert ríkis- stjórninni kleift að draga veru- lega úr erlendum lántökum á sl. ári. 6. í greinargerð forstjóranna er vikið að hinu svokallaða 250 Gwst umframgetuskilyrði Landsvirkjunar, sem ég hef gert athugasemdir við og óskað eftir umræðum um frá því á fyrsta fundi núverandi stjórnar Lands- virkjunar, sem haldinn var á Akureyri 1. júlí 1983. Upphaf- lega komu þessar 250 Gwst til vegna þess að það var talið nauðsynlegt að hafa þessa orku til reiðu til að fullnægja skuld- bindingum um afgangsorkusölu til Járnblendifélagsins. Síðan var farið að kalla þetta öryggis- orku m.a. eftir að bent hafði verið á, að í forsendum um verð á afgangsorku til Járnblendifé- lagsins hefði alls ekki verið gert Mótmæli og óeirðir í Ecuador ráð fyrir að ráðast þyrfti í sér- stakar virkjanaframkvæmdir vegna afgangsorkusölunnar. Þetta 250 Gwst umframgetu- skilyrði kallar á um 1600 millj- ónir króna í viðbótarfjárfest- ingu í orkukerfinu. í greinargerð minni kemur fram, að með hliðstæðum örygg- iskröfum og í Noregi megi lækka þetta öryggismark niður í um 90 Gwst og spara með því um einn milljarð í fjárfestingu. Forstjórarnir telja Noreg varla viðmiðunarhæfan í þessu sam- bandi og er ég sammála því. Ég dreg hins vegar aðra ályktun af þeirri staðreynd en þeir gera. Kostnaður Norðmanna af sam- bærilegri öryggisorku er marg- falt lægri en okkar. Þeir geta í flestum tilvikum selt sína ör- yggisorku til landa, sem annars framleiddu orkuna með olíu, og hætt orkusölunni þegar þeir þurfa sjálfir á orkunni að halda. Að teknu tilliti til þessara mis- munandi fjárhagslegu forsenda ætti hlutfall öryggisorku af örkuþörf almenningsveitna að vera enn lægra hér ef eitthvað er. Varðandi þá skoðun forstjóra Landsvirkjunar að rétt sé að miða við Nýja Sjáland í þessum samhengi er nauðsynlegt að upplýsa, að þar er reiknað með að geta kerfisins sé um 7% hærri en orkueftirspurn. Orku- sala Landsvirkjunar til almenn- ingsveitna á árinu 1985 er áætl- uð 1342 Gwst. Þetta ðryggis- hlutfall mundi því þýða um 100 Gwst í öryggisorku hér á landi en ekki 250 Gwst. Að lokum skal þetta tekið fram: Allir útreikningar mínir á umframorkunni og áætluðum fjárfestingarkostnaði hennar vegna eru byggðir á gögnum, sem Landsvirkjun hefur lagt fram. Athugasemd forstjóranna breytir ekki niðurstöðum grein- argerðarinnar um að umfram- orkan sé á bilinu 700—750 Gwst, að fjárfestingarkostnaður vegna umframorkunnar nemi 4—4,5 milljörðum króna, að orkuverð í árslok 1984 hafi veirð um 40% hærra vegna umframorkunnar og að unnt sé að lækka fjárfest- ingarþörf Landsvirkjunar á næsta ári um a.m.k. 400 milljón- ir króna. Reykjavík, II. janúar 1985. Finnbogi Jónsson. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Fabian C. Ver Filippseyjan Ver verði ákærður vegna dauða Aquinos MuiU, 8. juúu. AP. SKKSTÖK saksóknarnefnd á Filipps- eyjum hefur mælt meó því, að Fabian C. Ver yfirhersböfdingi og 25 menn aðrir verði ákærðir fyrir tvö morð, það er vegna dauða Benignos Aquino leið- toga stjórnarandstöðunnar í landinu og manns þess, sem gefið var að sök að hafa myrt Aquino. Kftir 10 mánaða rannsóknir komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að Aquino hefði ekki verið myrtur af meintum útsendara kommúnista, Rolando Galman, eins og yfirstjórn hersins hefur haldið fram, heldur af hermanni, sem verið hefði þátttak- andi í samsæri, þar sem Ver og 24 menn aðrir úr hernum voru i vitorði auk eins manns, sem ekki var I hern- um. Ver hefur lýst því yfir, að hann sé saklaus og sama máli gegnir um alla hina, sem nú eiga ákæru um morð yfir höfði sér. Ver var á sínum tíma leystur frá störfum sem yfirmaður hersins vegna máls þessa. ^__, 10. juíw. AP. ÞÚSUNDIR manna fóru um götur allra helztu borga og bæja í Ecu- ador í gær í mótmælagöngum á fyrra degi allsherjar verkfalls sem befur verið boðað í landinu vegna hækkanna á olíu- og benzínverði. Mikil þátttaka var í verkfall- inu og mótmælaaðgerðunum. Opinberar heimildir segja að vitað sé um þrjá sem létust í átökum sem brutust út við lög- reglu og að minnsta kosti tíu manns hafi slasast. DS Computing er alþjóðlegt hugbúnaöartyrirtæki. Viö sérhæfum okkur í hönnun, þróun og breytingum á viðamiklum kerfum, aðallega fyrir IBM 308X, 4300 og HP3000 tölvur. Aöalskrifstofa okkar er í Kaupmannahöfn, en viö höfum einnig skrifstofur í Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Fyrirtækið er i stöðugum vexti. Vegna verkefna í Noregi, Finnlandi og Danmörku vantar okkur nú hæfa tölvufræöinga með starfs- reynslu. Við gerum miklar kröfur og starfið er ábatasamt. Krafist er a.m.k. fjögurra ára starfsreynslu við IBM tölvur (308X og 4300), gagnagrunnskerfi. Einnig er krafist háskólamenntunar helst í gagnavinnslu. Mjög góð enskukunnátta er skilyröi, auk dönsku, norsku eöa sænsku. Umsækjandi þarf að hafa frumkvæði, vera duglegur og fljótur að tileinka sér nýjungar. Jafnframt þarf hann aö geta fellt gamlar aðferðir aö nýjum verkefnum. Hann þarf einnig að vera samstarfsfús og eiga auðvelt meö aö laga sig aö nýjum og oft óvenjulegum aðstæöum. Viðkomandi mun starfa í þeim löndum sem starfsemi okkar nær til annaðhvort sem kerfisfræðingur eða kerfisforritari. Starfið mun felast í hópvinnu eða yfirumsjón með verkefnum. Viö væntum mikils af viðkomandi karti eða konu, en bjóðum góð laun og friöindi i samræmi viö dugnað starfsmannsins. Fyrirtækiö sér um aö útvega húsnæöi. Umsóknir á ensku eða einhverju Noröurlandamálanna sendist til: Tryggve Ross, DS Computing International, Kometgránden 1A, SF-02210 Esbo, Finnland. Frekari upplýsingar veita Trygve Roos og Gun Söderholm i sima +358-0-8036188.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.