Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 SVÆSINN BLÆÐARI getur þurft allt að 150 blóðhlutagjaflr árlega Rætt við Sigmund Magnússon yfirlækni, Davíð Egilsson jarðfræðing og Sven Sigurðsson reiknifræðing um blæðingasjúkdóma og Blæðingasjúkdómafélag Islands „Blæðingasjúkdómar eru kannski ekki stórt vanda- mál fyrir þjóðfélagið í heild sinni, en fyrir þá sjúklinga sem eru haldnir þessum sjúkdómum gegnir öðru máli. Sjúkdómur af þessu tagi fylgir mönnum ævi- langt og hefur margvísleg áhrif á hversdagslegt líf þeirra. Það er því afskap- lega mikilvægt að vel sé að þessum sjúklingum búið í hvívetna og öryggi þeirra tryggt eins og best verður á kosið. Til að vinna að því markmiði hér á landi var Blæðingasjúkdómafélag ís- lands stofnað árið 1977. Fé- lagið hefur látið að sér kveða á ýmsum sviðum, en betur má ef duga skal. Við búum við mjög þröngar að- stæður, okkur skortir hús- næði og fjármagn til að standa straum af ýmsum nauðsynlegum rekstrar- kostnaði. En við ætlum okkur að bæta úr því,“ sagði Sigmundur Magnús- son yfirlæknir, sem hefur verið formaður Blæðinga- sjúkdómafélags íslands frá stofnun þess, en félagið stendur um þessar mundir fyrir happdrætti til fjáröfl- unar, „sem er okkar fyrsta alvarlega skref til að byggja félaginu traustan fjárhags- legan grundvöll“, eins og Sigmundur orðaði það. Blæðingasjúkdómafélag ís- lands er eitt af mörgum smáum félögum sem mynduð eru í tengslum við ákveðna sjúk- dóma og hafa það hlutverk að stuðla að sem bestri meðferð. Þessi félög vinna sitt þarfa verk í kyrrþey, án þess að þorri manna hafi hugmynd um tilveru þeirra, hvað þá meira. Félög af þessu tagi eru mýmörg og má nefna i því sambandi Samtök sykursjúkra, Hjarta- og æða- verndarfélagið, Samtök floga- veikra, Mígrenesamtökin og Asma- og ofnæmisfélagið. Til að fræðast um starfsemi Blæðinga- sjúkdómafélagsins og blæð- ingasjúkdóma almennt, heim- sótti blaðamaður Morgunblað- sins Sigmund á skrifstofu hans í Landspítalanum, en þar voru fyrir tveir aðrir stjórnar- meðlimir, þeir Davíð Egilsson jarðfræðingur og Sven Sigurðs- son reiknifræðingur. Félagið „Blæðingasjúkdómafélög eru til í flestum löndum hins sið- menntaða heims og starfa 62 þeirra innan vébanda alþjóða- sambands, sem hefur aðalstöðv- ar sínar í Kanada," sagði Sig- mundur. „Markmið slíkra félaga er í stuttu máli það, að stuðla að því að meðferð blæðingasjúkra verði ávallt í samræmi við bestu þekkingu, að brúa bilið milli þekkingar og nýtingar hennar. í lögum okkar félags er kveðið skýrt á um þetta markmið, og að því er unnið á ýmsan hátt, eink- um með fræðslu og menntun þeirra sem hlut eiga að máli. Við höfum gefið út fréttabréf tvisvar á ári í þessu skyni og haldið fræðslufundi, auk þess sem við höfum, þótt í litlum mæli sé, þjálfað sjúklinga til að bjarga sér sjálfir. En það er einmitt mjög mikilvægt atriði í sam- bandi við meðferð blæðara að þeir þekki sjúkdóm sinn og viti hvernig þeir eiga að bregðast við honum," sagði Sigmundur. Davíð bætti því við, að það væri ennfremur hlutverk félaga af þessu tagi að efla öryggi blæð- ara á ýmsan hátt, sérstaklega í þeim tilfellum þegar slys ber að höndum. „Þá þarf að vera tryggt að læknar fái strax vitneskju um að viðkomandi Sé haldinn blæð- ingasjúkdómi,“ sagði Davíð, „og því höfum við látið útbúa sér- stakan passa, sem við mælumst til að blæðarar hafi ávallt á sér. Það eitt er þó engan veginn nóg, því stór hópur blæðara eru börn og unglingar, sem ekki ganga með veski á sér að staðaldri. Aðrar merkingar koma að góð- um notum í slíkum tilfellum, eins og til dæmis SOS-nistið með persónupplýsingum, sem skát- arnir hafa selt, og nýtt kerfi, svokallað Medic Alert-nisti, sem hefur að geyma ákveðið númer sem er lykill að sjúkdómssögu viðkomandi á tölvu. Þetta kerfi er mjög að ryðja sér til rúms í heiminum, en það er Lions- hreyfingin sem hefur haft for- göngu um útbreiðslu þess,“ sagði Davfð. Eðli sjúkdómsins Algengustu blæðingasjúkdóm- arnir eru tveir: dreyrasýki (hemophilia) og Von Wille- brandssjúkdómur. Sýkin felst í því að gallar í storkukerfi blóðs- ins seinka eða hindra eðlilega storknun blóðs við blæðingu, en þó með ólikum hætti eftir því um hvorn sjukdóminn er að ræða. Blóðstorknun er flókið efna- ferli sem gerist í mörgum þrep- um. Storkuþættirnir eru allir eggjahvítuefni, sem eru þeim eiginleika gædd að breytast í efnahvata þegar þau verða fyrir tilteknum efnafræðilegum áhrif- um. Þegar vefur særist eða skemmist leysist úr læðingi sér- stakt efni sem breytir storku- þætti í hvata, sem aftur virkar á næsta storkuþátt í ferlinu, og þannig gengur þetta koll af kolli þar til lokastigi ferlisins er náð. Einir 13 storkuþættir koma við í slíku ferli blæðingasjúkdómum bregst einn hlekkurinn í þessari keðju. Dreyrarsýki orsakast tíðast af galla í storkuþætti átta, sem er efnasamstæða mynduð úr tveim- ur risasameindum. Önnur sam- eindin er afbrigðileg og óvirk. Von Willebrands-sjúkdómurinn einkennist hins vegar af því að hina sameindina vantar i þenn- an storkuþátt. í sjaldgæfari teg- und dreyrasýki er það storku- þáttur níu sem bregst. Bæði dreyrasýki og Von Wille- brands-sjúkdómurinn eru erfða- sjúkdómar, en dreyrasýki legst aðeins á karlmenn, þótt konur flytji hann einnig. Sjúkdómur Von Willebrands þjakar hins vegar bæði karla og konur. Að sögn þeirra þremenninga fær einn af hverjum sjö þúsund körlum dreyrasýki að jafnaði, en sjúkdómur Von Willebrands er heldur fátíðari víðast hvar í heiminum. ísland er hins vegar nokkuð sér á parti í þessu efni, því hér á landi eru dreyrasýki- sjúklingar 21, en þeir sem haldn- ir eru Von Willebrands-veikinni um eða yfir 40. „Þessir tveir sjúkdómar, dreyrasýki og sjúkdómur Von Willebrands, lýsa sér á nokkuð ólíkan hátt,“ sagði Sigmundur. „Gagnstætt því sem margir halda er ekki mikil hætta á því að dreyrasýkisjúklingum blæði út vegna sára. Smáskurðir á hör- undi gróa tiltölulega hratt hjá þessum mönnum. Dreyrasýkin leggst með mestum þunga á liði og vöðva og veldur þar oft mikl- um skemmdum. Eins geta blæð- ingar í heila og taugakerfi verið stórhættulegar. Helstu einkenni Von Willebrands-sjúkdómsins eru á hinn bóginn yfirborðsblæð- ingar, einkum frá tannholdi og slímhúð. Þetta er að öllu jöfnu vægari sjúkdómur en dreyra- sýkin." Meðferð Meðferð blæðingasjúkdóma felst einkum í því að gefa sjúkl- ingnum í æð það efni sem hann skortir í blóðið til að eðlileg storknun geti átt sér stað. „Það er afar mismunandi hve mikið storkuefni sjúklingar þurfa,“ sagði Sven, „allt eftir því á hve alvarlegu stigi sjúkdómur- inn er. Sumir dreyrasýkisjúkl- ingar — eins og ég sjálfur — þurfa örsjaldan að koma i með- ferð, eða aðeins þegar blæðingar eiga sér stað. Það er með öðrum orðum ekki þörf á fyrirbyggj- andi blóðhlutagjöf. En sé veikin á háu stigi getur blæðari þurft á að halda 100—150 gjöfum árlega. Það er mikið blóðmagn sem ligg- ur að baki slíkri meðferð, eða einir 500 lítrar að minnsta kosti.“ Sýkingarhætta Vinnsla storkuefnis fer ekki fram hér á landi og því þarf að kaupa erlendis frá það blóð og blóðhluta, sem íslenskum blæð- ingasjúklingum er gefið. Finnski Rauði krossinn hefur að mestu leyti séð fyrir þðrfum okkar í þessu efni. Blóðgjöf hefur mikið verið til umræðu á undanförnum árum vegna þeirrar uppgötvunar að sjúkdómurinn AIDS getur borist með þessum hætti, eins og blæðarar hafa fengið að kenna á. En hversu mikil er sýkingar- hættan hjá íslenskum blæðinga- sjúklingum? Sigmundur svarar: „Hún er sáralítil. Það blóð sem við fáum frá Finnum er gefið af sjálfboðaliðum, sem dregur úr hættunni á því að blóðið sé sýkt. Ein áhrifamesta leið Banda- ríkjamanna til að forðast sýk- ingu í blóðgjöf var einmitt sú að hætta að greiða fyrir blóð, og út- iloka þannig þann hóp eitur- lyfjaneytenda sem notfærði sér blóðsölu til tekjuöflunar. En þetta er auðvitað stórt vandamál. Það lætur nærri að blæðarar séu um 1% AIDS- sjúklinga, sem vissulega er áhyggjuefni. Hins vegar hefur Alþjóðasamband dreyrasýki- sjúklinga tekið þá afstöðu til þessa vandamáls, að ekki eigi að draga úr blóðhlutagjöf vegna AIDS-hættunnar. Telur sam- bandið að það sem ynnist með því í baráttunni gegn útbreiðslu AIDS, tapaðist margfalt á öðr- um sviðum. Einu raunhæfu varnaraðgerðirnar gegn smitun AIDS við blóðgjöf er að tryggja það með auknu eftirliti að sýkt blóð komist ekki í umferð. Það má geta þess í því sambandi að það er í burðarliðnum að setja á markaðinn „kitt“ eða efnapakka, sem gerir kleift að greina hvort grunur leiki á um að blóð sé sýkt af AIDS. En önnur sýking við blóðgjöf er öllu útbreiddari en AIDS og veldur miklum erfiðleikum, en það er lifrarbólga, eða gula. Það má heita að nánast hver einasti svæsinn blæðari hafi að minnsta kosti fengið snert af lifrarbólgu einhvern tíma á ævinni. Það er erfitt að koma algerlega í veg fyrir slíka sýkingu, því lifrar- bólga er nokkuð útbreiddur sjúk- dómur. Við skulum athuga það, að við vinnslu blóðhluta er blandað saman blóði fleiri hundruð gefenda og ekki þarf meira en einn sýktan skammt til að eyðileggja alla blönduna." Framleiðsla blóðefna „Það er einmitt af þessari ástæðu,“ tók Svend upp þráðinn, „sem menn binda miklar vonir við nútíma líftækni, sem gerir kleift að framleiða ýmis efni úr blóði. Hér á íslandi er starfandi hópur manna sem hefur fulian hug á því að hefja framleiðslu á storkuþætti átta sem fyrst. Það má búast við að í náinni framtíð komist þessi tækni á það hátt stig að verksmiðjuframleiddir storkuþættir verði mikið notað- ir.“ Sigmundur sagðist ekki telja að storkuþættir framleiddir með lífefnatækni yrðu allsráðandi í meðferð, „blóðhlutar úr gjafa- blóði verða einnig notaðir," sagði hann, „en með aukinni tækni er óhætt að reikna með því að mönnum takist betur að útiloka sýkingar í gjafablóði og nýta frekar storkuþætti úr blóði. Það kemur að því fyrr eða síðar að sýkingarhættan verður úr sög- uunni,“ sagði Sigmundur Magn- ússon að lokum. Morgunblaðið/RAX. Á skrifstofu Sigmundar Magnússonar yfirlæknis í Landspftalanum. Sigmundur er lengst til vinstri, þá Sven Sigurðsson og Davíð Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.