Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 63 Gangbraut við blindbeygju. Sigurvegarinn í ritgerðareamkeppninni, Herborg Hauksdóttir, 12 ára stúlka af Seltjarnarnesi, bendir á slysagildru við þessa gangbraut, sem er vestur á Seltjaraarnesi, nánar tiltekið á Skólabrautinni, gegnt Mýrarbúsaskóla. Gangbrautinni hefur verið valinn staður við blind- beygju, beygjuna af Nesveginum inn á Skólabrautina. Og það eykur enn á slysahættuna, hve bflstjórum er tamt að aka hratt i beygjuna. Fyrr en varir eru bflarnir komnir að gangbrautinni. Sif Ólafsdóttir, 10 ára, frá Egilsstöðum. Hún vekur séreUka athygli á hve ökumenn aka hratt á Tjarnarbrautinni á Egilsstöðum. Þetta sé fjölfarin gata, ekki sist af gangandi vegfarendum. Gangbraut er á Tjarnarbrautinni og að sögn Sifjar hefur slysahætta minnkað verulega eftir að sett var „bunga“ við gangbrautina. Bilstjórar hægi á sér og stöðvi oftar. „Fylgjum reglum. Enginn vill lenda í slysi.“ Edda Sólveig Gísladóttir, 10 ára og búsett í Breiðbohi, hvetur ökumenn til að aka með ökuljósin á, hvenær sólarhrings sem er á veturna. Hún telur líka nauðsynlegt að fá fleiri gangbrautir í Hólahverfið. Og við þessa gangbraut, á móts við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, vill hún helst fá gangbrautarljós. Gatnamót Laugarásvegar og Langholtsvegar eru hættuleg gatnamót, segir Helgi Snær Sigurðsson, 10 ára Reykvfkingur. Hann býr við Hjallaveg og fer um þessi gatnamót á leið sinni f skólann. Helgi kveðnr meginhættuna stafa af því hve bflstjórar alta hratt við gatnamótin. Urlausn hans era þrengingar f göturnar og gangbrautarljós. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, 9 ára og býr í Breiðholtinu. Hún leggur áherelu á að yfirvöld auki umferðarfræðslu í fjölmiðhim svo um muni, séretaklega í sjónvarpinu. „Stuttir þættir eins og Baraið er lítid — biUwa er stór eru mjög áhrífarfkir," segir hún í rítgerð sinni. Ef umferð skólabarna um einstakar götur er mjög mikil, tehir Anna afar heppilegt að setja þrengingar í göturnar. Guðný Guðjónsdóttir, 12 ára Akur- nesingur. Hún brýnir fyrir yfirvöld- um að setja upp gangbrautarljós við hættulegar gangbrautir. Hún minn- ist einnig á hve algengt það sé, að ökumenn stansi ekki við gangbraut- ir til að hleypa gangandi vegfarend- um yfir. Guðný biður fólk ennfremur um að fara sér hægar til vinnu á morgnana. „Fólk flýtir sér of mikið á morgnana, og það skapar hættu.“ Kjartan Hansson, 6 ára og býr f Ás- garði Reykjavík. Hann hvetur alla bflstjóra til að aka varlega og gleyma ekki hjólreiðafólkinu. Kjart- an er í Réttarholtsskólanum og fer yfir gangbrautina á háhæð Réttar- holtsvegar á leið sinni í skólann. Sá hængur er þó á, að hann sér ekki bflana neðst í götunni. Þess vegna biður hann ökumenn að sýna varúð og draga úr hraðanum við gang- brautina. „En þurfa ekki ölramenn að fara í umferðarskólann lika? Muna þeir eftir okkur, stóru sex ára pollunum í tannlausa bekknum?" segir Kjartan í rítgerð sinni. Hlín Ólafsdóttir, 8 ára og frá Egils- stöðum. Eins og svo margir krakkar í rítgerðareamkeppninni bendir hún á nauðsyn þess að fólk noti endur- skinsmerki. Auk þeas brýnir hún fyrir öllum að gæta fyllstu varúðar við gangbrautir. Ana til dæmis ekki út á merkta gangbraut, enda stansi bflstjórar eltki alltaf við merktar gangbrautir tU að hleypa gangandi vegfarendum yfir. Hvað nefna þau írítgerðum sínum? Radarmælingar lögreglu við Suðurgötuna í þeim tilgangi að ná hraða bifreiða niður eru gagnlegar, segir Auður Harpa Þórsdóttir. Auður er 12 ára og býr í Skerjafirði. I rítgerð sinni minnist hún á ýmsar slysagildrur við Suðurgötuna og ber gangbrautina við Háskóla íslands hæst Þar telur hún brýnt að setja undirgöng eða að minnsta kosti gangbrautarljós. Hún kemur einnig með þá tillögu að strætisvagnaleiðinni leið 5 verði breytt Vagninn verði látinn fara framhiá Melaskóla og Hagaskóla. Eirfkur Jónsson, 7 ára Akuraesingur, fékk aukaverðlaun fyrir bestu ritgerð barna á aldrinum 6—10 ára. Hann vekur athygli á þeirri hættu, þegar krakkar elta aðra krakka f skyndi út á götu án þess að Ifta í kringum sig. Hann minnist einnig á hraðaakstur bifreiða við slæmar aðstæður, eins og í snjó, hálku og vondu skyggni, slfkt aksturelag er til að bjóða hættunni heim. Um notkun endurekinsmerkja segir Eirfkur að krakkar sem fullorðnir þurfi að eiga fieirí en eitt merki, helst fyrir hverja yfirhöfn. Heiðdfs Lilja Magnúsdóttir, 12 ára, frá Sauðárkróld. Hún kemur meðal annare inn á fréttir í fjölmiðlum af slysum og hvetur fólk til að láta þessar fréttir minna sig rækilega á að fara varlega í umferðinni. „Ég ber endur- skinsmerki, þvf ekki vil ég láta aka á mig fyrir það eitt að vera f dökkblárrí úlpu og gráum buxum,“ segir Heiðdís f rítgerð sinni. Það kemur ennfremur fram hjá henni að engin umferðarljós eru á Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.