Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 64
tll DAGUEGRA NOTA SUNNUDAGUR 13. JANÍJAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Gengistrygging afurðalána: Lögmæt og eðlileg — segir Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans „ÞEIR HAFA sent okkur greinar- gerð sína og ályktun og viA erum meA hana til gaumgefilegrar athug- unar. Við efumst ekki um það, að allt, sem við höfum gert í þessu máli, sé fyllilega lögmett og eðlilegt" Þetta var svar Jónasar Haralz, bankastjóra Landsbankans, er Morgunblaðið innti hann álits á þeirri niðurstöðu lögfræðinga fiskvinnslunnar, að afturvirkni gengistryggingar afurðalána væri ólögmæt. Frá þessari niðurstððu var skýrt á baksiðu Morgunblaðs- ins á fimmtudag. UNDIRBÍININGUR að tilraunavinnslu á kúfíski er nú hafínn hjá Rækjunesi í Stykkishólmi. Breytingum á einu af skipum fyrirtækisins í því skyni að gera það hæft til veiðanna er nú að Ijúka, verksmiðjuhús hefur þegar verið byggt og tækjakaup í verksmiðjuna eru á döfinni. Reiknað er með að kostnaður verði allt að 30 milljónir króna og miðað við 150 lesta daglega veiði er talið að verksmiðjan komi nt réttu megin við núllið. Útflutningur er fyrirhugaður á Bandaríkin. Sigurjón Helgason, forstjóri Rækjuness, sagði I samtali við Morgunblaðið, að vinnslan yrði í samvinnu við kúfisknefnd, en á döf- inni væru vélakaup í verksmiðjuna. Nú væri búið að styrkja skipið Onnu SH 122 og smíða á það tilheyrandi gálga, en uppsetningu væri ekki lok- ið. En plógurinn, sem notaður yrði við veiðarnar væri hvorki meira né minna en 6 lestir að þyngd einn og sér og krefðist spils með 18 lesta togkrafti. Þetta væri vatnsþrýsti- plógur og talið væri, að veiðarnar yrðu ekki stundaðar nema með slíku - -verkfæri. Ætlunin væri síðan, að i apríl eða maí hæfíst leitin að miðunum og stæði hún líklega i um mánaðar- tíma. Það yrði að kanna hvar miðin væru best. Yrðu miðin i nálægð Stykkishólms ekki nægilega gjöful, yrði einfaldlega að færa vinnsluna í átt til þeirra, miðin yrðu tæplega færð úr stað. Færi svo, yrði bara eitthvað annað að taka við hjá hon- um. Sigurjón sagði, að talið væri af færustu mönnum, að um 10 sinnum meira væri af kúfiski við landið en hörpudiski og meðal annars hefði hann fundist við Breiðafjörð. Tæk- ist vel til gæti kúsfiskvinnslan orðið mjög góð búbót og gæti náð 15 til 20% af sjávarafla landsmanna. Mestu máli skipti að okkur bæri gæfa til að vinna að þessu eins og menn. Þessum möguleika hefði ver- ið klúðrað áður og Bandaríkjamenn væru ennþá minnugir þess. Sigurjón sagði, að afurðaverð á kúfiski væri hlægilega lágt og því yrði að byggja afkomuna á mjög miklu magni. Hann miðaði veiði við 125 til 150 lestir á dag upp úr sjó og þýddi það um 15 lestir af físki, sem unnar yrðu samdægurs. Þetta gæti skapað upp undir 40 manns vinnu í landi miðað við fullvinnslu auk fjög- urra manna um borð og yrði það góð búbót á þessum stað. Kostnaður við þetta væri verulegur, áætlaður á milli 25 og 30 milljónir króna allur pakkinn. Hann væri tilbúinn til að leggja strax fram 20% af kostnaðin- um, en hitt yrði hann að fjármagna með lánum enda ætlaði hann sér að vera einn um hituna og standa og falla með þessu, hann kærði sig ekki um neina rikisaðild. Hann vildi bera ábyrgðina sjálfur. Stœrsta laxeldisstöð landsins? í Staðarlandi vestan Grindavíkur eru hafnar framkvæmdir við laxeld- isstöð sem að líkindum verður stærsta laxeldisstöð landsins. Það er fyrirtækið Islandslax hf., sem mun vera í eigu SÍS og erlendra aðila, sem stendur fyrir framkvæmdunum. ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Mbl., var á ferð i Grindavík fyrir helgina og tók þá þessa mynd af framkvæmdunum. Eftir því sem næst verður komist er verið að vinna jarðvinnu fyrir eldishús yfir seiðastöð fyrir 500—700 þúsund seiði, sem er efniviður f 3.000 tonna ársframleiðslu af laxi. Framkvæmdir munu eiga að ganga hratt fyrir sig og stöðin á að taka til starfa innan fárra mánaða. Mikið aug- lýst eftir starfsfólki MIKIÐ hefur að undanfornu Terið auglýst í Morgunblaðinu eftir starfsfólki til vinnu. Síð- astliðinn sunnudag var á rúmum sex síðum í Mbl. auglýst eftir fólki eftir vinnu. Beint var aug- lýst eftir 170 manns til vinnu, en í mörgum auglýsingum var fjöldi ekki tilgreindur þannig að Ijóst er að óskað er eftir fleirum til I blaðinu í dag er auglýst eftir enn fleirum til vinnu, en alls er á átta síðum auglýst eftir starfsfólki. Beint er óskað eftir að minnsta kosti 200 manns, en i raun er fjöld- inn meiri. Iðulega er auglýst eftir starfsfólki, án þess að fjöldi sé tilgreindur. Það er einkum fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, sem óska eftir fólki til vinnu. Virð- ist af þessu mega merkja, að áframhaldandi þensla í at- hafnalífi er á höfuðborgar- svæðinu. ískjóli fyrir roki og rigningu Morgunblaðið/Friftþjófur. Þó veður sé hlýtt og því ekki sérlega vetrarlegt um að litast er samt sem áður vissara að vera ekkert að ana út í rigninguna. Það er miklu betra að bíða bara eftir pabba og mömmu í hlýjum bflnum. Annars blotnar maður bara. Aflaverðmæti síðasta árs 8,5 milljarðar upp úr sjó Aukningin frá árinu áður nemur um 37 % ÁÆTLAÐ brúttóverðmæti fiskafla landsmanna upp úr sjó á síðasta ári er tæpir 8,5 milljarðar króna, en var árið 1983 tæpir 6,2 milljarðar. Nemur aukningin um 37%. Tekjur af útflutningi sjávarafurða á síðasta ári liggja ekki fyrir, en 30. nóvember síðastliðinn námu þær 14,8 milljörðum króna, sem þá var 70,9% af útfíutningstekjum þjóðarinnar. Á sama tíma áætlaði Fiskifélag íslands verð- mæti birgða sjávarafurða 5,7 milljarða króna. Samkvæmt aflayfírliti Fiskifé- lagsins var síðasta ár þriðja mesta aflaár í fískveiðisögu íslendinga. Samkvæmt spá Fiskifélagsins um endanlegar aflatölur siðasta árs verður ársaflinn um 1.537, en var 838,686 lestir árið 1983. 1965 veiddu íslendingar fyrst meira en eina milljón lesta, en mestur hefur aflinn hingað til orðið 1.648.600 lestir árið 1979. 1978 varð hann 1.566.200 lestir. Skipting botnfiskaflans á síðasta ári var þannig, að bátar öfluðu 213.247 lesta en togarar 338.206, Rækjunes hf. í Stykkishólmi: Undirbýr tilrauna- vinnslu á kúskel samtals 551.453 lestir. Sambæri- legar tölur ársins 1983 eru: bátar 258.359, togarar 346.320, samtals 604.679. Sé þorskurinn tekinn sér öfluðu bátar á síðasta ári 127.747 lesta, togarar 146.725, samtals 274.472 lestir. Sambærilegar tölur ársins 1983 eru: bátar 156.633, tog- arar 137.257, samtals 293.890. Sam- kvæmt því hefur þorskafli togara aukist um 9.468 lestir milli áranna, en þorskafli báta dregist saman um tæpar 30.000 lestir. Sex hæstu löndunarhafnirnar á síðasta ári voru: Vestmannaeyjar, 174.907 lestir, Seyðisfjörður, 108.340, Reykjavik, 95.890, Siglu- fjörður, 95.425, Eskifjörður, 94.270 og Neskaupstaður 68.913 lestir. Mestu var landað af þorski á eftir- töldum stöðum: Grindavfk, 14.262 lestir, Isafjörður, 14.245, ólafsvík, 13.531, Vestmannaeyjar, 12.717, erlendis, 11.750, Akureyri, 11.711, Þorlákshöfn, 11.670, Sandgerði, 11.362, Keflavík, 11.243, og Reykja- vík 9.821 lest. Afli erlendra þjóða í lögsögu fs- lands á síðasta ári var sem hér seg- ir Færeyjar 8.541 lest, þar af 2.041 af þorski. Belgía 782 lestir, þar af 118 lestir af þorski (aflatölur þess- ar eru frá 31.07.), Noregur 459 lest- ir, þar af 47 lestir af þorski. Sam- tals 9.809 lestir, þorskur 2.206 lest- ir. Þá má geta þess, að þorskafli í desembermánuði síðastliðnum var 7.045 lestum meiri en í sama mán- uði árið áður, 2.436 lestum meiri hjá bátum og 4.609 lestum meiri hjá togurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.