Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 , 1985 tiltölulega tíðindalítið fyrir íslenska lýðveldið Miklar breytiiígar í vændum Mörgum þykir eflaust einn- kennilegt að hægt sé að spá i stjörnurnar fyrir tiltekinni þjóð og munu því vanari að spáð sé fyrir einstaklingum. Þetta hefur þó lengi verið tíðkað erlendis og hafa slíkar spár oft vakið athygli. Rg byrjaði á því að spyrja Gunn- laug hvert væri stjörnumerki fs- lenska lýðveldisins. ÍSLENSKA LÝÐVELDIÐ í TVÍBURAMERKINU f upphafi vil ég taka fram að til er grein innan stjörnuspekinnar sem fæst við hugleiðingar um þjóðféiög og notar stjörnukortið til þess. Hins vegar verður að leggja á það ríka áherslu að auð- vitað er það gjörólíkt að skoða persónustjörnukort einhvers ein- staklings eða kort fyrir heila þjóð. Við getum reynt að beita sömu að- ferð, en til að koma í veg fyrir misskilning vil ég taka fram að ekki er hægt að búa til stjörnukort fyrir hvað sem er. Lýðveldið var stofnað 17. júní árið 1944 — hátíðahöldin byrjuðu kl. 13.30 en samkvæmt þeim heim- ildum sem ég hef aflað mér var lýðveldinu lýst yfir kl. 14.00, sagði Gunnlaugur. Ég hef því reiknað stjörnukort fyrir þann tíma. fs- lenska lýðveldið er i Tvibura- merkinu og ætti þar af leiðandi að hafa einkenni þess — við komum svo væntanlega að því hér á eftir hvað það felur í sér. Varðandi spár fyrir rikjum eru það nokkur atriði sem valda erfið- leikum. f fyrsta lagi eru það utan- aðkomandi þættir. fsland er háð svo mörgu utanaðkomandi s.s. olíuverði á hverjum tima. Markað- ir okkar eru verulega háðir því hvað gerist í Bandaríkjunum, Níg- eríu, Portúgal eða t.d. stefnu Kanadamanna í sjávarútvegi. Þetta hefur allt áhrif á afkomu manna hér á íslandi en stjörnu- kort lýðveldisins ætti fyrst og fremst að sýna hver hugur þjóðar- innar er og hvað hún vill gera. í öðru lagi er það alltaf spurn- ing hversu sterkan þátt lýðveldið á með þjóðinni. í rauninni þyrfti að skoða fleiri stjörnukort en lýð- veldiskortið — t.d. kortin frá 1918 og frá siðaskiptum 1550 (er Jón biskup Arason var hálshöggvinn). Frá þessum tímum stafa enn römm áhrif sem eru til staðar í undirmeðvitund þjóðarinnar. f kortinu frá 1550 sést t.d. rótin að minnimáttarkennd íslendinga gagnvart útlendingum og efna- legri fátækt. Þar er að hluta að finna skýringuna á þeirri miklu sókn í efnaleg gæði er einkennir landsmenn. f þriðja lagi er sú spurning allt- af til staðar hvort lýðveldið sé að- al sameiningarþáttur okkar ís- lendinga. Ég hygg auðvitað að svo sé en það gæti alveg hugsast að hér fyrirfinnist einhvers konar ríki innan ríkisins. Það gæti hugs- anlega verið hópar, samtök eða stórfyrirtæki, eins og Sambandið til dæmis. Ef svo væri yrði líka að skoða kort þessara aðila til að spá fyrir þjóðinni. Auk þess vil ég taka fram að ég vinn einungis við þá stjörnuspeki sem fæst við fólk og persónuleika þess. Að vísu erum við í Stjörnu- spekimiðstöðinni að byrja með út- skrift til að spá í tímabil, nánar til tekið eitt ár í senn, en það fjallar einungis um einstaklinga, ekki þjóðfélög. Mitt framlag hér er því frekar til gamans en alvöru — ég er enginn sérfræðingur í þessari grein stjörnuspeki. Kortin frá árunum 1918 og 1944 eru áþekk að mörgu leyti. Bæði sýna geysilegan stórhug og fram- farahyggju. Það sem slær mig mest við að bera saman kortin þrjú, frá 1550, 1918 og 1944, er hvernig umheimurinn opnast fs- lendingum um aldamót. Þetta ræðst af sterkum Júpíter, af 9. húsi og Bogmanni. — Teystirðu þér til að sjá nátt- úruhamfarir fyrir í lýðveldiskort- inu ? VERKFÖLLIN KOMU SKÝRT FRAM Ég held að það sé alls ekki hægt að sjá náttúruhamfarir fyrir í slíku korti sem lýðveldiskortið er. Það segir frekar til um mannlífið í landinu og eins og ég gat um áðan, viðhorf þjóðarinnar og markmið hennar. Hræringar í þjóðlífinu koma koma hins vegar vel í ljós. Verk- föllin í haust komu t.d. mjög skýrt fram í korti síðasta árs (Satúrnus í 2. húsi í kvartilstöðu við Mars og mótstöðu við Tungl) svo og fjöl- miðlaumræðan sem nú er að leiða til aukins frelsis i útvarpsrekstri. Þegar ólöglegu útvarpsstöðvarnar tóku til starfa var Merkúr (tjá- skipti) á móti Úranusi (frelsisþrá — breyting) í kortinu. Ef við lítum á störnukortið við stofnun íslenska lýðveldisins koma ýmis einkenni þjóðarinnar skýrt í ljós. Það sést greinilega hvernig þjóðin tengist umheimin- um í auknum mæli, sterk áhersla er á ferðalög, alhliða menntun, verslun, tjáskipti og almennt upp- lýsingastreymi. Til dæmis hefur verið svo mikið starfað að eflingu menntakerfisins að fslendingar eru nú sjálfsagt einhver menntað- asta þjóð veraldar. MIKILL KRAFTUR Kortin frá 1918 og 1944 hafa bæði sterkt samband á milli Júpít- ers, Mars og Tungls. Þetta sýnir að það er mikill kraftur i gangi hérna. Menn hika ekki við að ráð- ast í stórræði. Uppbyggingin hef- ur því verið mjög mikil á skömm- um tíma. En þessi stórhugur hefur líka sínar dökku hliðar. Hann getur leitt til offjárfestingar, og þess hugsunarháttar að sjálfsagt sé að kasta öllu á sorphauginn sem gamalt er orðið og kaupa nýtt i staðinn. Stórhugurinn getur einn- ig falist í sýndarmennsku og flott- ræfilshætti. Ef til vill er skulda- söfnun okkar erlendis að nokkru komin til fyrir þessar sakir. Hér spilar Júpiter inni en hann er mjög ríkjandi í stjörnukorti lýð- veldisins. Önnur hætta sem að okkur steðjar er minnimáttarkenndin sem kemur skýrt fram í stjörnu- kortinu frá 1550 og enn loðir við okkur. Vegna hennar hættir okkur til sjálfshóls; oft má sjá viðtöl við útlendinga i dagblöðunum þar sem þeir eru fengnir til að segja eitthvað gott um fsland. Slíku þykir fslendingum ákaf- lega gaman að. Við viljum miklu síður heyra um það sem miður er og erum lítt fyrir gagnrýni. Minnimáttarkenndin getur einnig leitt til sleikjuháttar gagnvart út- lendingum, of mikillar gestrisni og kurteisi án þess að jafnvirðis sé krafist á móti. Eins og við komum að áðan er íslenska lýðveldið í sterkum Tví- bura — því fylgir þessi mikla áhersla á menntun en einnig yfir- borðsmennska og málgleði. Af þessum eiginleika stafar okkur nokkur hætta. Hún felst í því að í öllu þessu upplýsingaflóði sem yf- ir dynur nú á tímum getur þjóðin misst allt skynbragð á orðið sjálft — inntakið. Þegar mikið er talað og margt sagt geta hlutirnir orðið merkingarlausir. Samkvæmt stjörnukortinu berum við of mikla virðingu fyrir ræðumönnum — við krefjumst ekki markvissra að- gerða af sjórnmálamönnum en gleypum við allskonar fagurgala. Fari þessu fram er hætt við að vitund fólks á merkingu hugsunar sljóvgist. SAMDRÁTTUR í MENNTAKERFINU Helsta breyting á stjömukorti íslenska lýðveldisins á þessu ári er sú að Satúrnus (samdráttur — uppstokkun) fer úr 2. húsi (pen- ingar). Sú umfjöllun og umræða um fjármál þjóðarinnar og sparn- að sem verið hefur mun því fara minnkandi en umræðan færast í nýjan farveg. Sú uppstokkun sem hefur átt sér stað að undanförnu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.