Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 3 fjármálum þjóðarinnar mun hins vegar marka stefnuna sem fylgt verður næstu árin. í sambandi við Satúrnus er það athyglisvert sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu — að hér hefði venjulega kreppt að á fimmtán ára fresti um langt skeið. Það er í samræmi við umferðart- íma Satúrnusar, sem er 30 ár, með mikilvægum tímamótum á sjö og hálfs árs fresti. Á því tímabili sem Steingrímur getur um er Satúrnus í sterkum afstóoum í kortinu, á Tungli og Mars. Það verður í lok ársins (desem- ber) sem Satúrnus fer úr 2. húsi (peningar) í í 3. hús (menntun — skólamál). Þetta þýðir að sam- dráttur og uppstokkun munu næst beinast að menntakerfinu og e.t.v. heilsugæslukerfinu — mun þetta sjálfsagt verða komið á nokkurn skrið í upphafi næsta árs. Annars virðist mér stjörnukort lýðveldisins fyrir árið 1985 tiltölu- lega tiðindalítið og lítið um breyt- ingar. BREYTINGAR I FRJALS- RÆÐISÁTT Það virðast hins vegar miklar breytingar í vændum á næstu ár- um — 1986 til 1988. Á því tímabili mun Úranus verða i mótstoðu við Venus, Sól og Sátúrnus. Þetta mun líkast til þýða aukna sókn þjóðarinnar í frjálsræðísátt og meiri einstaklingshyggju. Auk þess sem einstaklingsfrelsið mun aukast er svo að sjá sem miklar tæknibyltingar verði í atvinnuveg- um landsmanna á þessum árum. Ef lengra er litið — til ársins 1990 — virðist stórfelld breyting með tilheyrandi umróti koma yfir þjóðina. Þá mun Plútó fara i mót- stöðu við Tungl og kvartilstoðu við Mars. — Hvað um verkföll á árinu 1985? Samkvæmt stjörnukortinu verður lítið sem ekkert um verk- föll á þessu ári. Eins og ég sagði komu verkföllin í haust mjög skýrt fram í stjörnukorti síðasta árs — sem tímabundin stöðvun á þjóðlífinu. Eins komu verkföllin fyrir sjö árum vel fram í kortinu en þá var Satúrnus í samstöðu við Mars. — Hvað um pólitíkina — verða breytingar á ríkisstjórninni? Það er ekkert i kortinu sem bendir til þess að breytingar verði á ríkisstjórninni. Mér virðist sem hún sitji út kjörtímabilið. Á árun- um 1987 og 1988 eru fyrirsjáanleg- ar miklar breytingar í frjálsræðis- átt eins og ég kom að áðan — mér virðast þær breytingar vera í anda þessarar ríkisstjórnar og ættu þvf að geta gengið fyrir sig undir hennar forystu. Það virðist bjart yfir komandi sumri — því veldur sterkur Júpít- er. Það gæti bent til goðs veður- fars en Júpíter veldur líka þenslu og hefur verið aðal verðbólguhvat- inn á undanförnum árum. Það er þó engin ástæða til að setja sama- semmerki niilli Júpíters og verð- bólgu-----óbeislaður Júpiter veldur verðbólgu og fjármála- óreiðu en sé vel á málum haldið má komast hjá sliku. Um tölverðan vöxt er einnig að ræða veturinn 1985—86, sterk Júpíter, þensla. Það gæti táknað mikinn afla og hagsæld, en einnig aukna verðbólgu ef ekki er að gáð. — Hvað um andleg mál þjóðar- innar? Þar á það sama við og annars staðar í heiminum nú á tímum. Neptúnus í Steingeit veldur þvi að meiri skynsemi gætir í trúar- brögðum og þvi sem við nefnum andlegt í daglegu tali. Við getum sagt að þetta komi þannig út að skýjaglóparnir komi dálítið niður á jörðina en efnishyggjumenn og bókstafstrúarmenn fari dálítið á loft. f trúmálum mun þetta leiða til meira jafnvægis og samruna en verið hefur. Þetta aukna raunsæi til allra hluta mun einnig hafa ýmis ytri einkenni — eins og t.d. aukna íhaldsemi í klæðaburði, það þarf engum að koma á óvart þó gömlu góðu jakkafötin fara að tiðkast á ný. -bó. Wterkurog O hagkvæmur auglýsingamióill! STOR- BÍLASÝNI Við sýnum um helgina allar nýjustu gerðirnar af FORD og SUZUKI bílum. Þar á meðal nýjan SUZUKIFOX með 40% aflmeiri vél og luxus búnaði bíl sem á eftir aó vekja verulega athygli. Sýndar verða einnig 5 gerðir af FORD ESCORT mest selda bíl í heimi auk annarra gerða FORD OG SUZUKI bíla. Komið oq skoðið frábært bílaval á einum stað Opið frá 10-17 laugardag og sunnudag. FORD frá kr. 279 þús. SUZUKI frá kr. 194 þús. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.