Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR13. JANUAR 1986 B 5 „Þróunin hélt áfram. Mér finnst að breytingarnar hafi orðið full ör- ar og vinnuhagræðingin ekki fylgt þeim nægilega vel eftir. Menn gera sér ekki nægilega grein fyrir því að tíminn er peningar," segir Sigur- páll nú, tíu árum síðar. Vissulega urðu breytingarnar örar og óaflát- anlegar í örtölvutækninni. Sigur- páll segir: „Það byrjaði með tölvu- setningunni og offsetprentuninni en nú er þetta orðin allt önnur tækni. Strax fóru flínkar vélritun- arstúlkur að setja á ljóssetningar- vélarnar með okkur setjurunum. Svo hurfu fljótlega gatastnmlarn- ir, sem runnu út úr vélunum í fyrstu, og farið var að setja beint inn á diskana í heilanum. Um það leyti hætti ég í setningunni og fór að lesa prófarkir eftir ljósriti af dálkunum, en hefi síðustu árin ver- ið mest viö auglýsingaprófarkirn- ar, sem eru út af fyrir sig leiði- gjarnari en textarnir, að því er mér finnst. Nú orðið setja blaðamenn- irnir sjálfir sínar greinar beint, en annað er sett af stúlkum, sem hafa sérstaklega lært til þess. Og alltaf eru að koma ný kerfi." Ekki hefur Sigurpáll þó alveg skilið við töivurnar þótt hann sé hættur störfum, því heima hjá honum stendur glæný og falleg BBC-tölva. „Um það leyti sem ég var aö hætta vann ég 37 þúsund krónur í happadrætti Háskólans og það dugði næstum því fyrir þessari vönduðu tölvu. sem er af þeirri gerðinni sem framhaldskólarnir í Bretlandi nota. Björn Thors yngri, sá ágæti og flinki maður, sem séð hefur um uppsetningu flestra tækja á Morgunblaðinu og annast allt viðhald og viðgerðir. valdi hana með mér. Á hana get ég nú skrifað að gamni minu, vantar pc ennþá Morgunbl»íifi/ÓI K Hag. Sigurpill Þorkelsson lauk starfi sínu í prentsmiðju Morgunblaosins með prófarkalestr á auglýsingum í setj- arasal Morgunblaösins. A bak við hann má sjá hinn mikla „heila", þar sem allur texti safnast saman á disk- um frá hinum ýmsu rittðlvum. diskettudrif við hana og prentara til að geta unnið á hana. Ég ætla mér líka bara setja á hana það sem mig langar til og hefi hug á. Ekki þó svo að skilja að ég hyggist skrifa ævisögu eða neitt slíkt," bætir Sig- urpáll við. Að lokum er Sigurpáll spurður hvernig honum líði nú þegar hann er hættur vinnu eftir að hafa varla misst úr dag frá því hann var 14 ára gamall. „Mér líður alveg prýði- lega og sakna ekki vinnunnar," svarar hann um hæl. „Mér finnst satt að segja tími til kominn að taka mér frí í ellinni eftir 55 ár innan prentsmiðjuveggja. Nú verð- ur nægur tími til aö lesa og læra það sem ég hefi ekki haft tíma til að gera fyrr. Það eru mörg ár síðan ég fór að kaupa efni til tungumála- náms, plötur fyrst og síðan kasett- ur og svo á ég mikið af bókum sem eru ólesnar." Við lítum í kring um okkur og sjáum að allar bókahillur eru fullar af bókum svo Sigurpáll hefur næg viðfangsefni þótt hann eigi eftir nokkra áratugi í þessu lífi í viðbót. — E.PÍ. VÖKVASIROKKAR EFRR MÁLI Afgreiddir með stuttum fyrirvara. Stæröin sem hentar þér getur allt eins verið til á lager. Innanmál strokks í 7 stöðluöum stærðum Stálveltilegur i augum Strokkrör: Stál DiN St. 52-3 Krómhúðaö stál eða krómhúðað ryðfrítt stál Þvermál stangar: 12, 16, 20, 25, 30.35, 40, 50, 65 og 80 mm Veitum tæknilega aðstoð og allar upplýsingar <2> . LANDVEIARHF SM/OlAÆG/66. PÓSTHÓLF20, 202KÓFWOGI, S.91-76600 TOLVUNAMSKEIÐ Á NÆSTUNNI helgarnámskeiö í notkun hinnar vinsælu einkatölvu frá IBM Dagskrá: Uppbygging IBM-PC PC-DOS stýrikerfiö Ritvinnsla meö Word-kerfinu Multipian töflureiknirinn D-base II gagnasafnskerfiö Bókhald á IBM-PC Fyrirspurnir Tími: 26. og 27. janúar kl. 10—12 og 13—17. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Námskeiö fyrir þá sem ekki hafa átt þess kost aö læra um tölvur í skóla. Kennd eru undirstööuatriöi í notkun tölva, forritun í BASIC, ritvinnsla meö tölvu o.fl. Tími: 22., 24., 29. og 31. janúar kl. 18—21. Verktræðinganámskeið Fjölbreytt namskeiö um notkun tölva og for- rita sem notuo eru við verkfræöistörf. Dagskrá: Grundvallaratriöi í tölvunotkun Forritun í BASIC Töflureiknirinn Multiplan Notkun smátölva á verkfraaöiskrifstofum Forrit sem leysa verkfræöileg vandamál CAD kerfi (Computer aided design) Tölvur og tölvuval Umræour og fyrirspurnir Leiobeinendur: Dr. Kristjan Ingvarssot verkfræðingur Jón Búi Guolaugsson verkfræöingur Halldór Kristjánsson verkfrsðingur Tími: 28., 29., 30., 31. jan. og 1. febrúar kl. 13—16. Heimilistölvur Gleðifrétt fyrir alla smátölvueigendur Námskeiö í notkun Commodore. BBC, Sinclair Spectrum, Oric. Spectravideo, Amstrad og tleiri heimilistölva. Þátttakendur mæti meö sína eigin tölvu. Tölvu- fræöslan útvegar sjónvörp. Tími: 28., 29., 30. og 31. janúar kl. 18—20. Innritun í símum 687S90 og 686790 STÖLVUFRÆDSLANs/f Armúla 36 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.