Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Elvis á tónleikum í Las Vegas 1973. ár frá fæðingu rokkkóngsins ELVIS PRESLEY var hvorki upphafsmaður rokktónlistarinnar né höfundur ódauðlegra tónsmíða á þeim vettvangi. Engu að síður er hann ókrýndur konungur rokksins og byggist sú nafnbót á óviðjafnanlegri túlkun hans á þessari tegund tónlistar, þeim áhrifum sem hann hafði á samtíð sína og ekki síst á þeira ótrúlegu vinsældum sem hann naut, og nýtur enn þótt hann hafi nú legið tæp átta ár í gröf sinni. í þeim skilningi eru aðrar stórstjörnur skemmti- iðnaðarins eins og smábörn við hliðina á honum. Við getum nefnt McCartney, Jagger, Michael Jackson, Rod Stewart eða Simon LeBon, Elvis var meiri en þeir allir til samans. Ameríkumenn nefna hann gjarnan „Big El“ og þar í landi hefur hann verið þjóðardýrlingur frá því hann kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum og reyndar var hann orðinn lifandi goðsögn þjóðar sinnar um tvítugt. En hversu stórbrotinn sem ferill Presleys var í heimi skemmtiiðnaðar- ins urðu örlög hans í himinhrópandi mótsögn við þá ímynd dýrðar og fullkom- leika sem nafn hans stóð fyrir í vitund milljóna aðdáenda hans um víða veröld. Elvis hefði orðið fímmtugur hinn 8. janúar síðastliðinn hefðu forlögin ætlað honum lengri lífdaga. Af því tilefni verður ferill hans rakinn hér í stórum dráttum. Elvis Aaron Presley var fæddur í East Tupelo, Mississippi, að morgni 8. janúar 1935, og kom hann í heim- inn hálfri klukkustund á eftir tví- burabróður sinum, Jesse Garon, sem fæddist andvana. Alla tíð bar Elvis óvenju djúpar tilfinningar til þessa tvíburabróður síns, og heim- sótti leiði hans reglulega. Foreldrar hans voru Gladys Love Smith Presley og Vernon Presley og lifðu þau við kröpp kjör í litlu húsi, sem Vernon hafði sjálfur hróflað upp af vanefnum. Fjölskyldan var í heittrúarsöfnuði (First Assembly of God Church), og þar kynntist hinn ungi Elvis fyrst áhrifum múgsefjunar og tónlistar og mun þetta hafa haft mikil áhrif á þenn- an tilfinninganæma pilt. Elvis var mjög hændur að móður sinni og víst er að hann var augasteinninn henn- ar, sumir segja að hann hafi sem barn verið ofdekraður mömmu- drengur. Þegar Elvis var tíu ára vann hann önnur verðlaun í árlegri hæfi- leikakeppni bama í skemmtigarði einum í Mississippi með þvi að syngja hið vinsæla lag Red Foley „Old Shep“. Keppninni var útvarp- að í WELO-útvarpsstöðinni og Vem- on, faðir Elvis, sem þá vann fyrir sér sem vörubílstjóri, heyrði út- sendinguna fyrir tilviljun, "þar sem hann var við vinnu sína. Ari síðar gaf móðir hans honum fyrsta gítar- inn í afmælisgjöf, en Elvis hafði reyndar beðið um skambyssu að þessu sinni. Hann mun þó fljótlega hafa sætt sig við gjöfina og var snöggur að komast upp á lag með að slá hljóma undir eigin söng. Við gít- arnámið naut Elvis tilsagnar föð- urbróður síns, Vester Presley, auk þess sem forstöðumaður „First Assembly-safnaðarins" tók hann í tíma, enda þótti Elvis liðtækur við að aðstoða við sönginn á samkom- um. Flutt til Memphis í september 1948, þegar Elvis var 13 ára, ákvað faðir hans að binda enda á baslið í Tupelo og freista gæfunnar í stórborginni handan við ríkjamörkin. Hann kom búslóðinni fyrir í gömlu, grænu Plymouth- bifreiðinni og ók sem leið lá til Memphis, Tennessee. Fjölskyldan kom sér fyrir í lítilli leiguíbúð nálægt miðborginni og Elvis hóf nám í gagnfræðaskólan- um „Humes High School". Fátt markvert bar til tíðinda í lífi hins unga Elvis á þessum árum. Hann var námsmaður í meðallagi og lét yfirleitt iítið á sér bera. Kennarar og skólafélagar minnast hans sem hlédrægs pilts, og þeim þótti hann jafnvel „dálítið skrýtinn“. Fyrir það fyrsta stakk hann í stúf í klæða- burði og auk þess þótti hárgreiðslan ekki samræmast viðtekinni hefð í amerískum gagnfræðaskóla á þess- um tíma. Elvis var með mikið hár og barta, en flestir hinna strákanna voru með „bursta". Fyrir þetta tóku strákarnir sig eitt sinn saman og ákváðu að lemja þessa sérvisku úr honum. Þá kom skyndilega aðvífandi Red nokkur West, annálaður kraftakarl og íþróttahetja í skólanum og kom hann Elvis til hjálpar í þessum raunum. Þeir urðu óaðskiljanlegir vinir og Red átti seinna eftir að verða aðallífvörður rokkstjörnunn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.