Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 11 Priscilla lýsti því síðar yfir að hún hefði alltaf elskað Elvis. Lífið með honum hefði hins vegar verið orðið óbærilegt. Hún var einangruð í Graceland á meðan hann skemmti sér í Hollywood eða Las Vegas. Hann mun líka hafa verið orðinn nokkuð erfiður í sambúð þegar hér var komið sögu. Priscilla kynntist karate-kennara einum, ættuðum frá Hawaii, Mike Stone að nafni, og einn góðan veðurdag var hún flogin úr hreiðrinu með honum. Látum vera ef hún hefði stungið af með Frank Sinatra eða einhverjum álíka stórlaxi. En það, að kona hans skyldi stinga af með vesælum kar- ate-kennara, með 200 dollara í laun á viku, var meira en EIvis gat tekið. Red West heldur því fram, að þetta hafi framar öðru eyðilagt Elvis. Fyrir Priscillu var þetta aðeins leið til frelsisins enda sleit hún fljótlega sambandi sinu við Mike Stone. Elvis og Priscilla héldu all- góðu sambandi sín á milli eftir skilnaðinn og einkum var Elvis annt um velferð Lisu dóttur sinnar. Nánasta vinkona Elvis eftir skilnaðinn var Linda Thompson og svo síðar Ginger Alden. Það var sú síðarnefnda, sem kom að Elvis liggjandi á baðherbergisgólfinu skömmu eftir hádegi hinn 16. ágúst 1977. Elvis hafði þá átt við vaxandi vanheilsu að stríða um hríð og talið er nokkuð víst að dánarorsökin hafi verið ofneysla eiturlyfja þótt opin- ber yfirlýsing þar að lútandi hafi aldrei verið gefin. Þar með var endi bundinn á stórbrotinn ferill ein- hvers mesta skemmtikrafts, sem uppi hefur verið. Milljónir að- dáenda um víða veröld eru enn að syrgja hann og í Graceland er stöð- ugur straumur pilagríma, sem komnir eru til að votta minningu hans virðingu sína. Elvis lifir Skyldurækinn sonur, örlátur vin- ur, skemmtikraftur í sérflokki, hinn eini og sanni konungur rokksins, flekklaus og fullkominn, þannig var sú ímynd sem Elvis Presley hafði í vitund bandarísku þjóðarinnar og aðdáenda sinna þar til hann lést. Það má þvf nærri geta hvílíkt áfall það var er út spurðist hvernig lát hans bar að höndum. Allt sem þá var grafið upp á yfirborðið var í himinhrópandi ósamræmi við þá ímynd sem menn höfðu gert sér um goðið. Eftir dauða Presleys fundu ýmsir hjá sér hvöt til að ata minningu hans auri og það var í samræmi við tilefnið, að gera það eftir að hann var látinn og gat ekki svarað fyrir sig, að ráðast á minningu látins manns og sparka f lfkið. Áður er nefnd bók þeirra félaga úr Memphis-mafíunni, bar sem reynd- ar er slegið úr og í. Astæða er einn- ig til að nefna bók eftir blaðamann- inn og rithöfundinn Albert Gold- man, sem þýdd hefur verið á fs- lensku. Ekki skal þvi mótmælt að einhver sannleikskorn sé að finna í bók Goldmans, en bókin er skrifuð af slíkri illkvittni og mannfyrirlitn- ingu að engu er líkara e'n höfundi hafi ekki verið sjálfrátt, og að þvf leyti segir bókin ef til vill meira um Goldman en Elvis. Aðdáendur Presleys hafa auðvit- að gert sér ljóst, að hann var ekki sá engill sem haldið var fram á meðan hann lifði. Hann var fórnar- lamb eigin frægðar og endaði ævi sína einangraður og yfirgefinn, sjúkur á líkama og sál. Ástæðulaust er þó að velta sér upp úr þeirri ógæfu sem yfirþyrmandi frægð og vinsældir færðu þessum manni. Sú harmsaga verður ekki rifjuð upp hér. Ef satt skal segja fara þessar sögur ákaflega f taugarnar á okkur, aðdáendum hans. Og þegar allt kemur til alls, skiptir það okkur engu máli hvernig lífi hann lifði. Það er tónlistin hans sem skiptir öllu máli og þar gaf hann okkur allt sem hann átti. Þetta finnum við þegar við setjum plöturnar hans á fóninn og þá fyllast hjörtu okkar þakklæti fyrir það sem hann hefur gefið okkur. Elvis mun lifa í gegn- um tónlist sfna og hana getur eng- inn tekið frá okkur. esió reglulega af ölmm fjöldanum! Áramótaspilakvöld Varöar Landsmálafélagið Vöröur heldur áramótaspila- kvöld sitt sunnudaginn 13. janúar nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Húsiö opnaö kl. 20.00. Davíö Oddsson, borgarstjóri, flytur ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Glæsilegir vinn- ingar. Kortiö kostar aöeins 200 kr. Sjálfstæö- ismenn eru hvattir til aö fjölmenna. Landsmálafélagið Vörður. IXýltmerki mlttííkn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið,,að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir bankann.____________________________________ b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögumar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A -4. Einkenna skal tillögumar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. Pátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fýlgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Bjömsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna var til 15. janúar 1985 en hefur nú verið framlengdur til 15. febrúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankans merktum: Iðnaðarbankinn H ugmy ndasam ke ppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefrid skal skila niðurstöðum innan eins mánað- ar frá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaðarbankmn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.