Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR13. JANÚAR1985 B 15 Fargaöi móöirin barni sfnu? Fá dómsmál íÁstralfu hafa vakiö upp eins mikla flokkadrætti. . . SJÁ: Morðgáta KAUPMENNSKA Fágætu dýrín eru ennþá föl Japanskir kaupmenn stunda arö- vænleg viðskipti með skinn dýra- tegunda, sem eru í útrýmingarhættu, og hrjóta þar með gegn ákvæðum al- þjóðlegs sáttmála, sem Japan undir- ritaði árið 1980. Til að kanna málið þóttist ég vera fulltrúi verzlunarfyrirtækis i London og sem slíkum var mér boðinn ein- staklega sjaldgæfur svartur jagúar fyrir 120 þúsund krónur af kaup- manni í Tókýó. Kyusuke Takase, forstjóri Zao Sangyo-verzlunarfélagsins, sagöi mér að hamurinn af jagúarnum væri eins árs gamall. Hann hélt því fram full- um fetum, að hann hefði verið feng- inn frá japönskum dýragarði, en hann hefur engin vottorð sem stað- festa þá fullyrðingu. „Það mun taka um það bil 10 daga að fá slfkt vott- orð," sagði hann. „Útflutningsleyfi verður hins vegar ekkert vandamál." Takase kvaðst vera hættur að selja hami af risapondum eftir að blöðin hefðu komist í málið og allar reglur hefðu verið hertar í samræmi við al- þjóðasáttmálann um verzlun með dýrategundir sem menn óttast að verði útrýmt með öllu. Heildarfjöldi risapanda í heiminum er nú áætlaður talsvert innan við 1000 dýr. Þau skinn sem Zao Sangyo verzlun- arfélagið selur langmest af eru hamir ísbjarna frá Kanadá. Þótt sérstök út- flutningsleyfi verði að Hggja fyrir frá Umhverfismálastofnun Kanada full- yrðir Takase að hann fái þaðan 100 ísbjarnarfeldi á ári og tveir af starfs- mönnum hans voru önnum kafnir að troða út ísbjarnarham þegar ég heim- sótti vinnuaali fyrirtækisins utan við Tókýó nýlega. Fullgerður ísbjarnar- hamur er seldur fyrir allt að 140 þús- und kr. Takase segir, að hainir tigrisdýra hafi áður fyrr komið frá Malasíu og Indónesíu, en sökum aðgerða yfir- valda hafi útflutningurinn stoðvast eftir að tígrisdýrum var bætt á list- ann yfir dýr í útrýmingarhættu. „Ljón eru ekkert vandamál," segir hann, „en tígrisdýr eru erfiðari sem útflutningsvara. Við verðum að fá vottorð frá dýragarði þar sem segir, að dýrið hafi dáið af náttúrulegum orsökum." Hann hefur hami sex tigr- isdýra til sölu um þessar mundir, sem bendir óneitanlega til furðu hárrar dánartíðni í japönskum dýragðrðum. Hvaða gagn er af skinni gamals eða sjúks dýrs? spurði ég og benti á eitt sem virtist vera i sérlega góðu ásig- komulagi í vörugeymslunni. „Við lag- færum þau og bætum eftir að við fáum þau i hendur," svaraði hann, „og ef við fáum yfirlýsingu frá dýragarð- inum um að dauðadaginn hafi verið eðlilegur, þá spyrjum við einskis frek- ar." Hamir tigrisdýra kosta frá 200 þús- und krónum og allt að hálfri milljón. Zao Sangyo stundar einnig undar- lega sölu á hömum strúta, en þeir bættust á listann yfir dýr í útrým- ingarhættu í apríl 1983. Hjá fyrirtæk- inu voru þrir starfsmenn að hreinsa og bæta ham svarts strúts sem kven- veski eru saumuð úr. Takase bsuðst til að selja fyrirtæki mínu kvenveski úr strútshami og verðið var 28 þús- und krónur fyrir stykkið. — PETER MCGILL Nú á að byrgja brunninn Búizt er við að leiðtogar helztu iðnrikja heims muni sam- þykkja alþjóðlegar reglur sem mótaðar hafa verið í þvf skyni að koma í veg fyrir harmleiki á borð við þann sem varð vegna gasleka i Bhopal á Indlandi fyrir skömmu. Svo sem komið hefur fram í fréttum varð gasleki þessi rösk- lega 2.500 manns að aldurtila og hinn skelfilegi atburður hratt af stað margs konar viðbrögðum. Til dæmis komu umhverfismálaráð- herrar ýmissa iðnríkja saman í Lundúnum og ákváðu að nýjar reglur yrðu settar. Ráðherrarnir voru frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Vestur-Þýzkalandi, ítaliu, Japan og Kanada. Þeir hafa farið þess á leit við Efnahags- og þróun- arsamvinnustofnun Sameinuðu þjóðanna að hún leggi úrbótatil- lögur fyrir leiðtogafund, sem ríkin sex halda ásamt Frökkum í Bonn í júní næstkomandi. Tillögurnar hafa ekki verið út- færðar til fullnustu en gert er ráð fyrir að í þeim felist ákvæði sem tryggi að stjórnvöldum í rfkjum þriðja heimsins verði gerð ná- kvæm grein fyrir hættum þeim sem gætu verið samfara iðjuver- um er fjölþjóðafyrirtæki ætla að reisa og reka í löndum þeirra. Þá er hugsanlegt að kveðið verði á um alþjóðlegt eftirlit með iðjuverum til að unnt sé að ganga úr skugga um að þau séu rekin á sómasam- legan hátt. Umhverfismálaráðherrarnir gerðu með sér ályktun, sem nefn- ist: „Leiðin fram á við." Þetta er ekki efnismikið plagg og er ekki ætlað til birtingar á opinberum vettvangi. Þó er ljóst að ályktunin er mikið vatn á myllu Patricks Jenkin, umhverfismálaráðherra Bretlands. í henni segir að á leið- togafundum um efnahagsmál muni umhverfismál framvegis verða mjög til umræðu svo og mál er snerta styrjaldir og friðarum- leitanir. Meðal þess sem bar á góma á fundi umhverfismálaráðherranna var nauðsyn eins konar viðvörun- arkerfis, sem greint gæti á byrj- unarstigi ýmiss konar hættur i umhverfismálum. Má þar til dæm- is nefna loftslagsbreytingar af vðldum koltvísýrings, sem mynd- ast við brennslu á oliu, gasi og kolum. Að áeggjan Breta var þess sér- staklega getið i ályktuninni að ný vinnubrögð í landbúnaði hefðu haft í för með sér umhverfisspjöll og gefa þyrfti aukinn gaum að varðveizlu ósnortinnar náttúru. GEOFFREY LEAN UPPELDISMAL Dóttir Svetlönu kærir sig ekki um kerf ið Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa mikinn áhuga á Svetlönu Stalinsdóttur og Olgu dóttur hennar, en talið er að þær séu nú niðurkomnar í Georgiu, ættlandi Stalins. Margt er enn á huldu um ferð Svetlönu aftur til heimalands síns en enn minna er þó vitað um aðstæður Olgu. Er raunar haft eftir ýmsum heimildum i Moskvu, að bæði stjórnvöld og Svetlana geri sitt besta til að halda þeim leyndum. Þegar Olga fór með móður sinni til Moskvu i nóvember sl. vissi hún ekki, að meiningin væri að setjast að i Sovétrikjunum fyrir fullt og allt. Henni var bara sagt að ætl- unin væri að heimsækja systur hennar og bróður, börn Svetlðnu frá fyrsta hjónabandi hennar, og það var raunar í fyrsta sinn sem Olga, sem fæddist i Bandaríkjun- um, fékk að heyra um þessi skyldmenni sin. Og ekki nóg með það, Olga mun liklega ekki hafa vitað fyrr en hún kom austur til Moskvu, að hún er dótturdóttir Stalíns. Allt þetta kom upp á yfirborðið eftir aö Olga fór að sækja sérstak- Þegv ötdin rur tinnur: MæÓgunur restur f Bmadaríkjuaum fyrir rösk- legM sjö irum. an skóla fyrir hina útvöldu i Moskvu en þar hefur hún átt i verulegum erfiðleikum. Áður en Olga settist i skólann voru mál hennar rædd i Uppeld- isvisindaakademíunni og „sér- fræðingar" i hennar aldursskeiði logðu á ráðin um hvernig best væri að „laga hana" að kerfinu. Var það talið ráðlegast að „velja henni vini", sem hefðu áhrif á skoðanir hennar og framkomu. Þessar ráðagerðir fóru út um þúfur vegna trúarskoðana Olgu. Það var ekki aðeins að hún neitaði að taka af sér krossinn sem hún bar, hún tók heldur ekki i mál að bera skólabúninginn, sem rautt bindi fylgir. Öllum tilraunum skólayfirvaldanna til að velja henni vini visaði hún einfaldlega á bug. Þessi málalok voru fyrst rædd i nefndum og ráðum kommúnista- flokksins í viðkomandi hverfi þar sem skólastjórinn gerði grein fyrir málinu. Síðan var það rætt á æðri stöðum og ioks var ákveðið að senda þær mæðgurnar til Gori í Georgiu, fæðingarbæjar Stalins, eina plássins í Sovétrikjunum þar sem enn eru minnismerki um hann og jafnvel safn. Ólfklegt er hins vegar, aö Olga verði ham- ingjusamari þar en i Moskvu. — ANDREW WILSON GLÆPUR OG REFSINGI Hungurverkfalliö leiddi til hjartaáfalls Rússneskur rokktónlistarmað- ur, Valery Barinov, var hand- tekinn í heimalandi sinu i marz á síðasta ári og vakti handtakan bæði athygli og áhyggjur viða á Vesturlöndum. í nóvember síð- astliðnum féll svo dómur i máli hans og var hann dæmdur til vist- ar í þrælkunarbúðum í tvð og hálft ár fyrir þá sök að hann hefði ætlað að flýja land. Siðustu fréttir af Barinov eru nú þær að hann hafi fengið slæmt hjartakast i kjölfar réttarhaldanna. Jafnskjótt og dómur hafði verið kveðinn upp yfir Barinov hóf hann hungurverkfall sem hann kvaðst mundu halda til streitu þar til hann hefði fengið leyfi til að hverfa úr landi ásamt eiginkonu sinni og dætrum. Hann er fertug- ur að aldri og hafði aldrei kennt sér meins fyrir hjarta, en fimm dögum eftir að hann hóf hungur- vcrkfallið fékk hann hjartakastið. Þegar kona hans kom i heimsókn daginn eftir, fannst henni honum mjög brugðið. 1 Keston-háskóla á Bretlandi er fylgst grannt með kirkjulegum málefnum i kommúnistaríkjunum og þar hafa menn haft spurnir af Barinov, sem er heittrúaður bapt- isti. Að sögn þeirra hefur hann trúlega verið þvingaður til að neyta matar eftir að hann hóf hungurverkfallið, en fékk hinsveg- ar enga læknisaðstoð eftir hjarta- áfallið. Svo virðist sem hann hafi verið sovézkum stjórnvöldum þyrnir i augum fyrir ýmissa hluta sakir. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann að liðsinna allsleysingjum og fíkniefnaneytendum á götum Len- ingrað, en þar eystra er slikt „ein- staklingsframtak" ekki vel séð af því opinbera þótt þórfin sé aug- ljós. Ekki er heldur víst að tónlistar- iðkun Barinovs hafi fallið stjórn- völdum eystra i geð heldur. Hann stofnaði á sínum tima rokk- hljómsveitina „Trompettinn kall- ar" og hún samdi samnefnda rokk- óperu. Árið 1982 barst upptaka af henni til Vesturlanda og þættir úr henni voru sendir út á beirri dagskrá BBC, sem útvarpað er á rússnesku. Þá er ætlunin að verkið verði gefið út i heild i marz næst- komandi. En raunveruleg ástæða þess að Barinov var tekinn höndum kom glöggt fram við réttarhöldin yfir honum. Þar var hann sakaður um að hafa rekið kristilegan áróður á opinberum vettvangi. Einu vitnin gegn honum voru samfangar hans, en Barinov sagði við réttarhöldin. að eini „glæpurinn" sem hann hefði framið væri sá að hann hefði játað kristna trú. Atvik betta hefur vakið svo mikið umtal í Leningrað að Len- ingrad Pravda fannst nauðsynlegt að birta stóra grein um málavöxtu þann 27. nóvember siðastliðinn. Höfundur eyðir þar talsverðu púðri i að sverta Barinov, rússn- eska dagskrárgerð hjá BBC og starfslið Keston-háskólans. — PETER REDDAWAY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.