Morgunblaðið - 13.01.1985, Page 16

Morgunblaðið - 13.01.1985, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Fiskfars Mér hefur borist í hendur fjórblöðungur, sem er „Leiðarvísir um tilbúmng á kjöt- og fiskfarsi." Er hann gefinn út af Rudolf Köster, senniiega um 1925. Ekki er þó ártal á ritiingi þessum, en af fyrirtækjaauglýsingum í honum má ráða, hvenær hann hefur verið gefinn út. I honum segir: „Til húsmæðra! Þar sem ég undirritaður hefi nú fengið nýjustu og bestu vélar, sem fáanlegar eru, til að framleiða kjöt- og fiskfars, ieyfi ég mér hér með að senda yður þennan stutta leiðarvísi um notkun þessara bragðgóðu og auðmeltu fæðutegunda. Ég hefi sett mér það mark að vanda sem best þessar vörutegundir, sem hægt er að notfæra sér með litlum kostnaði og án mikillar fyrirhafnar, á mjög margvíslegan hátt, og með því er ykkur gert hægara fyrir með fjölbreyttari og aðgengilegri fæðutegundir yfir alla vikuna. Ásetningur minn er að framleiða það besta úr því besta, og þær vélar er ég nú hefi fengið, gera mér það mögulegt, einnig er framleiðslukostnaður minn mjög mikið minni en venja er til, og fyrir því ætla ég strax að útiloka alla samkeppni með því að selja fyrsta flokks kjötfars á kr. 2.10 pr. kg. fyrsta flokks fiskfars á kr. 1.35 pr. kg. Fars. Allar húsmæður vita mjög vel að það er blöndun úr mjög smásöxuðu kjöti eða fiski, blandað eggjum, lauk, mjólk og ýmsu kryddi. Þetta ber að hræra klukkutímum saman og myndast með þessu móti mauk, sem, eins og vér áður höfum getið um, er hægt að matbúa á mjög mismunandi hátt, og skulu hér tilfærðir nokkrir réttir." Rétt er það, margt er hægt að matbúa úr farsi. Fiskbollur hafa lengi verið vinsæll matur á borðum íslendinga, jafnvel svo að íslendingar sem búsettir eru erlendis, láta senda sér fiskbollur að heiman. Þó eru heimatilbúnar fiskbollur mun betri matur en „dósabollur" og alls ekki mikill vandi að búa þær til. Nútímahrærivélar létta verkið mikið og gera hakkavélina óþarfa. Kraftmikil hrærivél sér um að merja fiskinn í mauk. Ef þið notið kraftlitla hrærivél eða handþeytara, er betra að hakka fiskinn. Ýmislegt er hægt að búa til úr farsi. Alls konar fiskbúðinga og margskonar bollur, jafnvel þykkar pönnukökur, sem er mjög fljótlegt. Mjög gott er að búa til mikið fiskfars í einu og matreiða, setja síðan í frysti til síðari nota. Vinnan og uppþvotturinn á áhöldum er jafnmikill, hvort sem hræran er stór eða smá. Ekki er gott að frysta fiskfarsið hrátt. Fiskfars 1 kg hreinsuð ýsuflðk 1 dl kartöflumjöl ‘h dl hveiti 2 tsk. salt Vt tsk. hvítur pipar % tsk. rifin múskathneta eða tilbúið duft (má sleppa) 4 dl mjólk 1. Setjið fiskinn í bitum í hrærivélarskál ásamt salati, pip- ar, múskati, hveiti og kartöflu- mjöli. 2. Hrærið mjólkina hægt út í til að byrja með, 'h msk. í einu og hrærið vel á milli. Þegar u.þ.b. helmingur mjólkurinnar er kominn saman við, er óhætt að hella mjólkinni örar í farsið. Fjskhringur með blað- lauk og lauk/ostsótu Handa 5—6 750 g fiskfars 1 meðaistór blaðlaukur 1 dl saltvatn Smjör eða smjörlíki til að smyrja mótið með 1. Skerið blaðlaukinn í 15 sm langa bita, notið Iíka það sem Kljúfið laukinn eftir endilöngu, i>voið hann síðan vel og takið iilöðin í sundur. ———1 Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2. Hitið vatnið, setjið laukinn í sjóðandi vatnið og látið sjóða í 5—10 mínútur. Kælið örlítið. Smyrjið mótið. 3. Raðið nú blaðlauknum inn í mótið þvert. Þetta myndar fal- legt munstur og litbrigði, þar sem blöðin eru misjöfn á litinn. 4. Setjið fiskfarsið ofan á blaðlaukinn. Þrýstið vel niður. 5. Setjið örlitið vatn í stóran pott, setjið síðan mótið ofan í vatnið, en gætið þess að ekki fljóti yfir. Sjóðið þannig í 30—40 mínútur. Þetta er líka hægt að sjóða í steikingarpotti eða ofnskúffunni i bökunarofni. Setjið þá vatn í ofnskúffuna. Sósan 2 stórir laukar 1 msk. smjör eða smjörlíki til að sjóða iaukinn í 20 g smjör eða smjörlíki í 3Ós- una 2 msk. hveiti 4 dl vatn 1 tsk. soðkraftsduft eða súpu- teningur 2 msk. rjómaostur 100 g rifinn maribo-ostur eða annar feitur ostur. 6. Saxið laukinn fínt, hitið smjörið í potti og sjóðið laukinn í 7 mínútur. Gætið þess að hann brúnist ekki. 7. Hitið 20 g af smjöri, hrærið út í það hveitið. Hrærið síðan vatnið og soðkraftsduftið út í. Bakið laukinn saman við. 8. Rífið maribo-ostinn, hrærið hann ásamt rjómaosti út í. 9. Hvolfið hringnum á kringl- ótt fat. Hellið sósunni í miðjuna. Meðlæti: Soðin hrísgrjón eða kartöflur. Fiskbúdingur með sprotakáli (brokkoli), rækjum og hrísgrjón- um Handa 6—8 1 kg fiskfars 250 g sprotakál 1 dl vatn 'h tsk. salt 100 g rækjur 2 bollar hrísgrjón 3 bollar vatn 'h tsk. salt saman við grjónin 2 tsk. smjör saman við grjónin 1. Sjóðið sprotakálið í salt- vatni í 10—15 mínútur. Kælið það síðan örlítið, saxið smátt og setjið saman við VSi hluta fisk- farsins. 2. Smyrjið jólakökumót eða setjið smurðan bökunarpappír inn í mótið. 3. Setjið 'h hiuta fiskfarsins á mótið, síðan þann hluta, sem sprotakálið er saman við og loks síðasta hluta farsins. Jafnið vel út í hornin og sláið mótinu í borðið, svo að farsið þjappist vel saman. 4. Setjið vatn í skúffuna úr bökunarofninum, setjið síðan jólakökumótið ofan í. Gætið þess að vatnið fljóti ekki yfir. 5. Hitið bökunarofninn i 200°C og bakið farsið í 30—40 mínútur. 6. Hvolfið á fat, hitið rækj- urnar og hellið í rönd ofan á fiskbúðinginn. 7. Hitið 3 boila af vatni með 'h tsk. af salti. Setjið síðan hrisgrjónin saman við og sjóðið við hægan hita i 12 mínútur. Takið síðan pottinn af hellunni, látið lokið vera á honum. Látið grjónin standa þannig í aðrar 12 minútur. Ef þið eruð með hýð- ishrísgrjón, þurfa þau 5—10 mínútna lengri suðu, en notið sömu aðferð. Meðlæti: Brætt smjör. Fiskbollur með sítr- ónuberki og kavíar Þessar bollur eru mjög j skemmtilegar sem „partý“- matur. 500 g fiskfars án múskats rifinn börkur af 'h sitrónu 1 lítil krukka svartur eða rauður kavíar. 1. Þvoið sítrónuna og rifið af henni hörkinn. Bætið síðan sam- an við fiskfarsið. 2. Blandið kavíarnum saman við farsið með gaffli. 3. Hitið vatnið ásamt salti. Mótið litlar bollur með teskeið og sjóðið í saltvatninu i 7 mínút- ur. Takið strax upp úr vatninu og kælið. 3. Ef þið ætlið að geyma þess- ar bollur, verður að setja lok á ílátið sem þær eru geymdar í til þess aö ekki myndist á þeim hörð húð. Lokið ekki ílátinu fyrr en bollurnar eru alveg kaldar. Meðlæti: Hvers kyns ídýfur og snittubrauð. X > mwi-*1**!!. JfetelS Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Námskeið í bókbandi Ný námskeiö aö hefjast í handbókbandi. Innritun og uppl. í Bókabúðinni Flatey, Skípholti 70, s: 38780. Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig meÖ heimsóknum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 9. desember sl. Sérstakar þakkir sendi ég kvenfélagi Kristskirkju Landakoti og óska öllum árs og friöar. Kristín Guðmundsdóttir Norðurbrún 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.