Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. JANÚAR1985 B 17 Er aflaskipstjórinn aðeins goðsaga? - rannsóknir mannfræðinga virðast leiða það í ljós ÞaA er útbreidd skoðun bér á landi að afli einstakra skipa sé að verulegu leyti undir því kominn hver skipstjórinn er. Talað er um mikla aflaskipstjóra sem hafi tekið öllum öðrum fram og jafnvel álitið að þeir hafi til að bera eitthvert sjötta skiningarvit til að rata á góð fiskimið. Rannsókn sem Paul Durrenberger prófessor í mann- fræði við Iowa-háskóla í Banda- ríkjunum hefur framkvæmt ásamt Gísla Pálssyni lektor í mannfræði við Háskóla íslands, leiðir hins vegar i Ijós að áhrif skipstjóra á aflamagn skipa séu mjög svipuð frá einu skipi til annars — afla- skipstjórinn sé þess vegna ekki annað en goðsaga. Paul Durrenberger hefur verið gistikennari við Háskóla íslands að undanförnu. Blm. Mbl. ræddi við hann og Gísla Pálsson um rannsóknina og byrjaði ég á því að spyrja hver hafí verið tildrög þess að ráðist var í hana. Tildrög rannsóknarinnar „Ég frétti um það að hér á Is- landi væri mikill munur á hvernig skipstjórum gengi að fiska og vakti það forvitni mína,“ sagði Paul Durrenberger. „Ég hafði þá verið að rannsaka seiðmenn á Thailandi, og fannst þeir engu dularfyllri en þessir fs- lenzku skipstjórar.” — Hvernig atvikaðist það svo að þú komst hingað? „Það var íslendingur við nám við háskólann í Iowa og eitt sinn er ég ræddi þetta við hann spurði hann mig hvers vegna ég gerði mér ekki ferð til Islands og kannaði málið. Það var svo 1981 að ég kom hingað fyrst og hóf að kanna þetta fyrirbrigði. Fyrst tókum við þá spurningu til athugunar hvort fyrirbærið væri yfirleitt til staðar — að það fari almennt eftir skipstjórum hvernig bátar fiski. Hér hafa menn almennt litið svo á að sumir skipstjórar væru „afla- klær“ og hefðu það einhvern veg- inn í blóðinu að rata á réttu mið- in. I ævisögum og frásögnum af skipstjórum er oft gefið í skyn að þetta byggi að einhverju leyti á innsæi, draumum eða vitrun- um. Það má vel koma fram að við vorum báðir trúaðir á það að þessi afgerandi áhrif skipstjóra á aflamagn væru til staðar, og urðum fyrir nokkrum vonbrigð- um þegar svo reyndist ekki vera.“ — Hvernig fór sú rannsókn fram? „Hér á tslandi er mjög auðvelt að rannsaka þetta þvf til eru mjög nákvæmar og greinargóðar afíaskýrslur sem ná langt aftur f tímann. I öðrum löndum er erfitt og jafnvel ómögulegt að fá traustar heimildir og þar reyna menn jafnvel að halda þvf leyndu hver afli hefur orðið. Greinargóðar aflaskýrslur „Við höfðum nákvæmar og greinargóðar skýrslur um afla sem landað var á Suðurnesjum um langt árabil — bæði hvað fiskast hafði i róðri og hverjir höfðu verið skipstjórar á bátun- um. Tölfræðileg úttekt leiddi f ljós að skipstjórinn er ekki skýr- ingin á afíanum, heldur fór afía- magn einstakra báta fyrst og fremst eftir fjölda róðra á hverri vertíð og stærð báta. Við leituð- um þá frekari heimilda í tima- ritinu Ælgi um aðra útgerðar- staði á landinu allt aftur til 1920 en niðurstaðan varð hin sama hvar sem var á landinu — afía- Rætt við prófessor Paul Durrenberger og Gísla Pálsson lektor magn báta réðst ekki af þvf hver var skipstjóri heldur hversu margir róðrar voru farnir.“ — Hvað um þekkta aflaskip- stjóra? „Við gerðum jafnframt úttekt á einstökum skipstjórum, þar á meðal þekktum aflaskipstjórum s.s. Binna f Gröf o.fl. Én f stuttu máli fundum við engin merki um að þessir skipstjórar væru fiskn- ari en aðrir, en hins vegar höfðu þeir sótt fastar. Þessar niðurstöður mættu þegar gagnrýni. Sumir sögðu sem svo: Auðvitað skipta hæfi- leikar skipstjóra minna máli núna, þegar öll þessi fiskileitar- tækni er komin til sögunnar — en hér áður fyrr réð hæfni þeirra úrslitum um afla. Rannsókn á aflaskýrslum fyrri ára benti þó við botfiskveiðar, sagði Gfsli. Þá var okkur bent á að hugsanlega kæmu áhrif skipstjóra miklu fremur fram á síldveiðum, því þar væru óvissuþættirnir fleiri. Til að ganga úr skugga um það gerðum við mikla tölfræðiúttekt sem náði til 200 skipa er stund- uðu síldveiðar á árunum 1960, 1961, 1962. Við könnuðum sam- band einstakra þátta og fengum þá einkennilegu niðurstöðu að stærð skipa og úthald skýrðu einungis um 50 prósent af afían- um innan fíotans. Gat þá hugs- ast að þarna kæmu áhrif skip- stjóranna f Ijós? Svo reyndist ekki vera. Éngin fylgni reyndist vera á fiskni skipstjóra milli ára þannig að þeir sem voru á toppnum eitt ár- ið voru komnir á botninn árið eftir.“ — Það mætti þá eins þakka kokknum aflamagnið eins og skipstjóranum? „Samkvæmt okkar niðurstöð- um. Þarna virðist „vistfræði- breyta“ síldarinnar koma til, hversu erfitt er að hitta á hana á almennt trúað hérlendis að afíi skips fari mikið eftir þvf hver skipstjórinn er. Hver er skýring ykkar á því að þessi trú sé land- læg ef enginn fótur er fyrir þessu? „Það er nokkurt umhugsunar- efni. Sé litið til árabátaútgerðar fyrri tíma verður þess ekki vart að því hafí verið trúað að einn formaður væri fisknari en ann- ar. Góður formaður sótti fast og varð að vera laginn við að lenda í vondu veðri. Þá var hins vegar litið svo á að sumir menn væru físknari en aðrir — þetta kom “Ég stundaði um langt skeið mannfræðirannsóknir meðal Lysu-þjóðfíokksins sem byr á fjöllóttu landsvæði í Norður- Thailandi, sagði hann. Þetta fólk býr við tiltölulega frumstæð skilyrði — þarna eru engir spít- alar eða vegir eða nein nútfma- úrræði ef eitthvað ber útaf. Ef einhver veikist er leitað til seiðmanna um hjálp. Seiðmaður- inn iætur sig þá falla f dá og kemur þá í hann andi, sem hver og einn getur talað við, og er hann einfaldlega spurður um ástæðuna fyrir sjúkdómnum eða eindregið til að áhrif skipstjóra á aflamun hefðu ekki verið meiri áður fyrr en nú. Okkar niðurstöður eru í stuttu máli þær að stærð skipa og sókn skýri fískni 85—90 prósent.“ — Það mætti þá hugsanlega segja að þessi 15 prósent velti á hæfni skipstjórans? „Varla. Það er svo mikið af óvissuþáttum í fiskveiðum. Það eru þættir eins og veðurfar, fiskigengd, vélabilanir o.fl. þarna er um svo lítið frávik að ræða, þessi 15 prósent, að hæfni skipstjóra getur f mesta lagi staðið fyrir 5 prósentum.“ — Nú þakka skipstjórar vel heppnaða vertíð oft góðri áhöfn? „Okkar niðurstöður benda til að það séu engir persónulegir þættir hjá sjómönnum sem ráði því að sumir bátar fiska betur en aðrir — hins vegar gæti góð áhöfn hugsanlega fiskað f verra veðri en aðrar áhafnir og verið samhentari þannig að afli yrði meiri.“ Bolflskveiðar — sfldveiðar „En rannsóknir okkar voru fram til þessa einungis miðaðar miðunum — eins og frægur skip- stjóri sagði, sfldveiðar eru lott- irf. Er þessi niðurstaða varð ljós kom fram tvennskonar gagn- rýni: Annars vegar var bent á skipstjórar færu milli báta og það ruglaði niðurstöðurnar. Við fórum aftur f gegnum gögnin með þetta í huga en það reyndist engu breyta. Þá var bent á að úrvalsskip- stjórar eða aflaklær væru það margir að þeir hyrfu einfaldlega i hópinn. Við gerðum sérstaklega úttekt á 24 úrvalsskipstjórum árið 1960, en það reyndist ekkert samband á milli afía þeirra á mismunandi vertíðum." — Hvaða ályktanir dragið þið af þessum niðurstöðum? „Niður8töður okkar benda til þess að allir islenzkir skipstjórar séu miklir fiskimenn. Starfs- þjálfun þeirra er mjög áþekk og þeir hafa allir svipaða starfs- reynslu — af þessum sökum er mismunurinn eðlilega ekki mik- iIL“ Formenn — skipstjórar — Nú hefur því verið nokkuð fram f verkaskiptingu áhafna, góðir fiskimenn fengu góða staði á lunningunni og þurftu minna að róa en hinir. Um 1920 verður hins vegar breyting — má segja að sjávar- útvegur breytist úr sjálfsþurft- arbúskap f markaösbúskap. Þá er eðlilegt að skipstjórarnir verði þýðingarmeiri og verði að teljast mjög hæfir fískimenn til að útgerðarmenn fái lán fyrir nýjum skipum. I tfmaritinu Ægi er talað um formenn allt til 1920 en þá er farið að tala um skip- stjóra, — það segir kannski sitt. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa verið birtar f alþjóð- legum mannfræðitfmaritum á siðustu tveim árum. Rannsókn þessi er aðeins einn þáttur af viðameiri mannfræðirannsókn á sjávarútvegi Islendinga sem ver- ið er að ljúka við. Verður hún kynnt f bók sem væntanlega kemur út á þessu ári og mun bera heitið „Sambúð manns og sjávar." — Að lokum barst talið að þeim rannsóknum er Durren- berger hefur stundað meðal seiðmanna f Thailandi. óhappinu. Svo svarar andinn kannski á þessa leið: „Þegar þú fórst niður að ánni í gær steigstu á höfuð vatnsandans og er hann þér mjög reiður. Reyndu að fórna kjúkling til að friða hann. En það er erfitt að meta árangurinn af lækningum seið- mannanna. Oftast batnar fólki, hvort sem það fer til læknis eða ekki. Sé um sálrænan sjúkdóm að ræða getur sefjun gert mikið gagn. Ég gat þvf ómögulega met- ið hvort töfrakúnstir seiðmann- anna báru meiri árangur en venjuleg sefjun, og þyrfti um- fangsmikla rannsókn til að fá úr því skorið. Þegar ég frétti um fískni fslensku skipstjórana fannst mér hún alveg jafn dular- full og lækningar seiðmannanna. Munurinn er hins vegar sá að unnt er að meta magn fisksins sem veiðist og þar hefur maður eitthvað áþreifanlegt til að byggja á. Ég hugðist fara út f umfangsmikla rannsókn á þessu fyrirbæri en það olli mér nokkr- um vonbrigðum að fiskni var óháð persónulegum þáttum.“ Viðtal: Bragi Óskarsson Morgunblaöið/Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.