Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.1985, Qupperneq 20
Bandarísku fram- haldsmyndaþætt- irnir Dynasty hafa náð gífurleg- um vinsældum að undanförnu og hafa þeir nú slegið Dallas út að því leyti. Söguþráðurinn er ekki ósvip- aður því sem var hjá J.R. og fjöl- skyldu, en f Dynasty berjast Blake Carrington og Alexis Carrington Colby með kjafti og klóm um olíu- hring sem nefnist Denver-Carr- ington og hylli barna sinna sem þau áttu er þau voru í hjónabandi. Alexis er klók og fylgin sér í meira lagi, en núverandi kona Biakes, Krystle, er indæl og afar Ijúf. Mitt í hringiðu auðs og valdabaráttu finnur Blake til tómleika. Fjöl- skylduerjur eru honum til ama en það sem fyrst og fremst íþyngir honum er sú tilfinning að hann sé að fjarlægjast mjög hina göfugu og góðhjörtuðu konu sína. Sagan er þrungin spennandi atburðum og má þar nefna svik og undirferli, morð og framhjáhald. Börn Blakes og Alexis koma þar mjög við sögu, en öll eiga þau í miklum erfiðleik- um með tilfinningar sínar gang- vart foreldrunum sem stöðugt bít- ast um þau. Afleiðingin verður sú að þau geta ekki gert upp við sig að hverjum þau eigi að beina ást sinni þannig að þau eru helzt á því að það sé bezt að elska alla. Hinn dapri olíujöfur, Blake Carrington, er Ieikinn af John For- sythe, sem hóf kvikmyndaleik árið 1943. Fyrsta mynd hans var „Dest- ination Tokyo“, en meðal annarra mynda hans eru „Madame X“ og „In Cold Blood“. Blake er að sjálf- sögðu vellauðugur. Hann hefur stálvilja og hefur sitt fram á við- skiptasviðinu hvað sem það kostar. Joan CoIIins leikur Alexis Carr- ington Colby. Hún kemur ekki við sögu fyrr en i þrettánda þætti en eftir það gerir hún það svo um munar. Alexis svífst einskis. Hún er sjálfselsk og óseðjandi á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða samband við annað fólk, auð eða völd. Græðgi hennar í munað og peninga er takmarkalaus og hún er mjög hefnigjörn. Andstæða Alexis er hin unga, fagra, gáfaða og göfuga Krystle, sem áður var ritari Blakes en er nú eiginkona hans. Hún ber klæði á vopnin í þessari skæðu fjölskyldu og veitir henni fágað yfirbragð þar til auður og völd taka að spilla henni þannig að hún ánetjast hóg- lífi og verður nokkuð hrokafull. Fallon Carrington, leikin af Pamela Sue Martin, er fögur og dugleg. Hún er mikið fyrir íþróttir og nokkuð óstýrilát, en þegar hún tekur sér það fyrir hendur að flýja heimilið, sem er umkringt múrum og lífvörðum, halda henni engin bönd. Hugur hennar snýst vart um annað en ný og æsandi ástarævin- týr. Steve Carrington leikur A1 Corl- ey. Hann er sonur Blake og Alexis. Hann er mjög tilfinninganæmur og laus í rásinni. Faðir hans gerir til hans miklar kröfur og bognar pilt- urinn undan þeim. Steve er kyn- villtur en leggur þó lag sitt við kon- ur. Hann bregður á það ráð að gifta sig og veldur það að vonum flókn- um vandamálum. Annað helzta vandamál Steve er það að hann er sem kjörinn til að taka við olíu- hringnum af föður sínum. Spurn- ingin er bara sú hvort hann getur, samvizku sinnar vegna, tileinkað sér þær miskunnarlausu aðferðir sem faðir hans og aðrir beita á þeim vettvangi. Sé hann ekki reiðubúinn til þess er hann heldur ekki hæfur til að taka við fyrirtæk- inu. Þessi tvískinningur hrjáir hann mjög og verður til þess að hvað eftir annað verður honum á í messunni. Við sögu koma að sjálfsögðu fjölmargar aðrar persónur, svo sem Blaidel-hjónin. Matthew Bla- idel er einn helzti samverkamaður Blake Carrington og lætur sér ekk- ert fyrir brjósti brenna. Harð- fylgni hans ryður mörgum hindr- unum úr vegi Carringtons. Hann er maður sem er fundvís á oliu og finnur hana líka. Kona hans er Claudia. Hún er yfirspennt á taug- um og henni hugnazt alls ekki sá harði heimur peninganna sem hún lifir í. Leiða þau vandamál til þess að Claudia truflast á geði. JOAN COLLINS Blómstrandi um fimmtugt Brezka leikkonan Joan Coll- ins hefur vakið mikla athygi fyrir leik sinn í Dynasty. Haft er i orði að um þessar mundir sér hún mesta glæsikvendi kvik myndasögunnar fyrr og síðar. Er slíkur orðstír ekki sízt athyglis- verður fyrir þær sakir að konan er komin yfir Hmmtugt og ekki aldeilis farin að fölna á vang- ann. Það hefur tekið Joan Collins þrjátíu ár að öðlast, þá frægð sem hún nýtur nú. Hún kom til Holly- wood skömmu eftir 1950 og hefur á þeim tíma leikið í 60 kvikmynd- um sem eru misjafnar að gæðum. En með Dynasty hefur hún slegið í gegn. Henni berast 12 þúsund bréf á viku hverri þar sem að- dáendur láta í ljós hatur sitt og ógeð á framferði hennar í hlut- verki Alexis. Slík stjörnudýrkun er ekki algeng, en hún grundvall- ast á blöndu af ást og hatri, öfund og sjálfspeglun. Fyrir hverja þáttaröð fær Joan Collins hálfa milljón dala að því er sagt er, en þótt hún njóti meiri athygli og hærri launa en meðleikararnir þá segjast þeir geta unnt henni þess. Dynasty-þættirnir náðu þá fyrst verulegum vinsældum þegar Joan Collins kom til sögunnar. Joan Collins er þrlgift og á þrjú börn. Núverandi maður hennar heitir Ronald Kass. Hann var á sínum tíma einn helzti samstarfs- maður Bítlanna er þeir stofnuðu Apple-fyrirtækið og síðar yfir- maður hljómplötufyrirtækis MGM. Hjónin eiga saman eina dóttur, Katy, sem nú er tiu ára. Fyrir tveimur árum lenti telpan í bílslysi og var útlit fyrir að heil- inn hefði skemmzt svo að hún biði þess ekki bætur. Það fór þó á ann- an veg. Með fyrsta flokks lækn- ishjálp og óbilandi vilja barnsins og aðstandenda þess vantar nú að- eins örlítið upp á fullan bata og kemur það helzt fram í því að hún talar hægar en áður. Hún er í stöðugri þjálfun og þykir bati hennar undrum sæta. Joan Collins segist vera algjör andstæða Alexis Carrington Colby: „Ég held að það sé ekki hægt að draga fólk í dilka,“ segir hún. „Ég veit að ég rugla fólk i ríminu. Linda Evans er mjög ind- æl og hlýleg manneskja. Það er hún og það leikur hún í Dynasty. Þannig lítur fólk líka á hana. Hvað segir það svo um mig? Ég leik manneskju sem er harðsnúin. samvizkulaus og ósvikin tæfa. En ætli ég sé þannig sjálf? Komizt fólk að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki þá ruglast það sennilega i ríminu." Joan Collins á að mörgu leyti skrautlega fortíð og hún hefur svo sannarlega vakið umtal um dag- ana. Árið 1978 komu út í Bretlandi endurminningar hennar sem hún nefndi „Past Imperfect". Þar var á opinskáan hátt sagt frá ástar- ævintýrum en meðal elskhuga hennar hafa verið Warren Beatty, Ryan O’Neal og Harry Belafonte. Bókin vakti mikla hneykslun og til að koma í veg fyrir útkomu henn- ar í Bandaríkjunum og það að hún hefði skaðleg áhrif á kvikmynda- feril hennar þar í landi sá Joan Collins ekki annað ráð vænna en greiða bandarísku útgáfufyrirtæki til baka háa fjárhæð. En ekki leið á löngu áður en nýtt hneyksli vakti á henni athygli. Hún kom nakin fram f kvikmynd sem maður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.