Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUKNUDAGUR 13. JANÚAR1986 DYROTTANS FÖNG Bolli Gústavsson I Sunnan Kaldbaks Hér við Eyjafjörð kvöddu jólin með þekkum hætti. Á þrettánda- kveldi skein fullt tungl hátt á heiðríkum stjörnuhimni og norð- urljós bröguðu yfir Kaldbaknum i norðri. Stilla og vægt frost, með öllu snjólaust i byggð, en hæstu fjöll földuðu hvítu. Eg var einmitt á ferð þetta kvöld. ók sem leið lá norður Svalbarðs- strönd og Kjálkann, sem Jóhann Skaptason fyrrum sýslumaður Þingeyinga nefnir Laufásströnd og rekur þá nafngift til fornra heimilda. Tunglsljósið sindraði i hélukristöllum á sinustráum og lyngi báðum megin vegar. Upp í hugann kom erindi úr ljóði eftir Braga Sigurjónsson: „Vetrarsólhvörf líða, veðradyninn lægir, áður en varir aftur óttans lokast dyr. Dimmar nætur styttir, daga bjarta lengir. Enn má þorra og góu þreyja sem fyrr." Raunar höfum við ekki haft mikið af veðradyn að segja hér nyrðra það sem af er þessum vetri og erum því vel i stakk búin að þreyja bæði þorra og góu. En ljðð Braga, — Þreyja skal þorra og góu — geymir fyrrgreint er- indi, og er tekiö úr siðustu ljóða- bók hans, sem hann nefnir Sunn- an Kaldbaks. Nafnið er raunar i samræmi við ljoðlist skáldsins, sem mjög hefur mótast af svipbrigðum landsins og hvikulu náttúrufari þess. Og fjöllin hér við Eyjafjörð hafa óneitanlega haft sterk áhrif á þau skáld, sem tengd eru héraðinu. Jónas Hallgrimsson orti um „hnúkafjöllin himinblá, hamra- garða, hvíta tinda" og Matthías Jochumsson um „stuðlabjörgin sterk og há, er stöðva nyrst, hinn ramma sjá." í öðru ljóði minnti sá síðarnefndi einnig á, að „skrúðaveggur Vöðluheiðar vendir að þér betri hlið;" en „ramlegt fja.ll með reknar herð- ar reisir gafl við hánorðrið," og á þá vitanlega við Kaldbakinn, sem skaparinn setti þar okkur til skjóls og yndis. II Andi f jallsins Þá ber hátt hlut Davíðs Stef- ánssonar i tignun Eyjafjarðar- fjalla, en um liðnar hátiðir lagði það ástsæla skáld landsmönnum til bæði skemmtun og hugleið- ingarefni. Leikrit hans, Gullna hliðið, prýddi jóladagskrá sjón- varpsins. Hin viðburðaríka fjailganga kerlingar var þar sviðsett með vatnslitamyndum Snorra Páls Sveinssonar á sér- stæðan og snjallan hátt. Og hér norður á Akureyri er Sólon fs- landus litríkt ivaf í merku leik- riti Sveins Einarssonar, sem frumsýnt var milli jóla og nýj- árs. í augum Davíðs voru fjöllin við Eyjafjörð sem lifi gædd, „máttug og mikilleit". í ritgerð, sem nefnist í haustblíðunni, lýs- ir hann Kaldbaknum, sem blasti iöngum við honum, er hann vann að skáldskap og ritstörfum heima á Bjarkarstig 6 á Akur- eyri, sem nú nefnist Daviðshús: „Vinnuborð mitt stendur við norðurglugga. Út um hann blasir við mér Eyjafjörður. Við mynni hans austanvert ris Kaldbakur, fjallið mikla. Hvort sem hann klæðist skikkjunni grænu, feld- inum hvita eða purpurakápunni, er hann alltaf jafn tiginn og bjargfastur. En þó sýnist hann stundum i kvöldmóðunni fljóta á hafinu, líkt og tröllaukinn nökkvi, jafnvel hefjast í loft upp, eins og hann hyggi til brottferð- ar. En þá grípur hann heim- þráin, tryggð við horfnar stöðv- ar. Andi fjallsins er þögull, en máttugur." (Mælt mál bls. 9) — Á þrettándakveldi fyrir réttri viku var Kaldbakur klæddur feldinum hvita niður i miðjar hliðar. Að sjá sem tigið og bjargfast altari og yfir þvi hafði skaparinn tendrað á stjökum sínum norðurljós, sem leiftruðu í ólýsanlegri dýrð upp á breiðan boga himinsins. Þessi sýn vakti ir þeim sýn, sem vilja leita Guðs. Það er fjallað um frið i heimin- um og þráin eftir varanlegum friði er svo sterk, að fjölmennum hreyfingum hefur verið hrundið af stað til friðarsóknar. Það átakanlegasta við þá sókn er sundrung og deilur, sem síst ættu þó að komast þar að. Meg- inástæða þeirra mistaka er óttinn. óttinn kemur i veg fyrir það, að friði verði komið á. Og uppspretta þess ótta er myrkur tortryggni, haturs og trúleysis. Það er líkt ástatt um mannkynið og fjallgöngumenn sem villst hafa i myrku þokubelti í miðri fjallshlíð. Þeir óttast að sjálf- sögðu hengiflug eða jökuls- prungu við næsta fótmál og geta alls ekki komið sér saman um að raða sér á taug eins og klifur- manna er háttur. Því leggjast margir þar sem þeir eru komnir og grúfa andlitin niður i svrtrð- inn. Þessu lýsir Davið Stefáns- son vel i leikriti, sem hann skrif- aði um norska Grænlandstrú- ljósfælinn og bolsýnn. Siðar i kappræðunni bætti hann við: „Áður en þú komst hingað, lifð- um við öll i samræmi við fornar venjur. Illir og góðir andar marka lifskjörin, og þegar barist er við frost og hungur, reynir á karlmennskuna og hitann í blóð- inu. Þegar veiðimaðurinn skutl- ar selinn, þarf hugur hans allur að vera í oddinum — og hvergi nema þar. Hitt bjargar engum að vera á sifelldu sveimi, ein- hvers staðar utan og ofan við hæstu jökla, en þangað stefna þeir, sem þú vélar til fylgis." IV Þolinmæði leitandans Fyrrgreind umræða úr leikriti Daviðs á sér stað á klöppinni við hús Hans Egede. Þar höfðu nokkrir Grænlendingar verið að fagna vorbliðunni, þegar ödark bar þar að og snupraði þá fyrir það, að hlýða á tónlist, sem barst innan úr húsi trúboðans. Þegar Hans Egede kemur út skiptast menn i flokka, annar að baki honum, en hinn að baki Ódarks. Ádrepu Grænlendingsins svarar Egede m.a. á þessa leið: „Á yngri .Ramlegt fjall með reknar herðar." Kaldbakur séður frá Laufási. mér fögnuð og lotningu, svo hurð að heimi óttans féll fast að stöf- um um stund. III Þokubelti óttans Við upphaf nýs árs virðist mér ekki úr vegi að afla fanga úr minnisverðu lesefni og úr sálar- kirnunni. Efst flýtur þar löngum þessi hugsun um óttann, sem hefur sótt hart að okkur og gefur engin grið. Fátt hindrar fremur andiegar framfarir, stoðvar löngun til listrænna átaka, byrg- boðann Hans Egede er uppi var á öndverðri 18. öld, og nefndi Landið gleymda. í upphafi ann- ars þáttar rökræðir Egede við heiðingjann ódark sem er hon- um mjög óvinveittur og reynir að hindra trúboð hans. Trú Grænlendingsins heiðna er sú, að i upphafi hafi mold og steinar hrunið úr lofti — án tilverknað- ar nokkurs skapara. „Og loks féli niður maðurinn. Hann gat barn við mosaþúfu. Fyrr en varði spruttu upp lifandi börn, víðs- vegar bak við tré og runna... þessi sköpunarsaga nægir okkur..," kvað ódark, sem ekk- ert vildi vita af himninum, enda Teikning/Bolli Gústavsson. árum gengum við Geirþrúður á fjöll, eins og skáldin ykkar, þeg- ar þau þurfa að yrkja. Það gæti minnt á erfiða lífsbaráttu okkar allra, að klifra brattar hlíðar. En ógleymanleg er sú stund öllum fjallgöngumönnum, þegar komið er upp úr þokunni, upp í sólskin- ið og víðáttuna. Það er opinber- un, upprisa — líkt og heiðin sál skynji guð í fyrsta sinn. Þá léttir af mönnum þungu fargi, þeir svelgja lífsloftið og teygja arm- ana, eins og þeir vilji faðma að sér himin og jörð og þrýsta allri þessari undursamlegu dýrð að brjósti sér... Langt, langt innan úr þögninni heyrist fossniður. Þegar vel er hlustað, er sem greina megi raddir, heyra ljóð skáldanna, hróp spámannanna, jafnvel fyrirheit fjallræðunnar miklu: Sælir eru hógværir, þvi að þeir munu landið erfa. Sælir eru hjartahreinir, þvi að þeir munu guð sjá." Hér lætur Davíð trúboðann leggja þunga áherslu á þann veigamikla þátt trúarlífsins, sem einnig birtist i þeim boðskap, sem kristin kirkja flytur um áramót. Þ.e. þolinmæöi leitand- ans, þann góðkynjaða þraa, sem aldrei kvikar frá þeirri viðleitni, að nálgast Guð, þrátt fyrir tor- leiði mistaka og veiklyndis. „Það gæti minnt á erfiða lifsbaráttu okkar allra, að klifra brattar hlíðar," segir Hans Egede, „Herra, lát það standa enn þetta ár," segir, segir um fikjutréð ófrjóa i dæmisogu Krists. Hversu áleitin verður ekki þessi kenning á timamótum. Gangan hefur reynst misjafnlega greið i lífi okkar allra og margt það, sem við höfum gróðursett, borið litla sem enga ávexti. En um- burðarlyndi Guðs lýsir upp kyrrláta timamótastund. Það fann ég glöggt, er ég horfði til Kaldbaksins á hljóðu þrettánda- kvöldi, þegar skaparinn hafði kveikt þar á stjökum sinum. V „Ég minntist vors- ins bjarta" Við erum í brýnni þörf fyrir bjartsýni á timum allt of mikils lifsleiða. Sigur á vandamálum þessa heims vinnst hvorki með bðlsýni og uppgjöf eða heimsku- legu kæruleysi og lífsflótta. Ungt fólk hefur tjáð mér, að sú hugsun setji sterkt svipmót á skemmtanalíf i velsældarsamfé- lagi okkar, að ærin ástæða sé til að sletta ærlega úr klaufum meðan þess sé kostur, þvi fram- tiðin sé ekki svo björt i þessum hervædda og eitraða heimi. Þessvegna sé kannski skástur kostur að vafra um skynlaus i þokunni og hugsa síst um að leggja á sig stranga göngu upp í sólskinið og víðáttuna. Mönnum sést þá illilega yfir það þunga farg, sem kæruleysið leggur þeim á herðar, vondeyfð og trú- leysi. Okkur getur ekki dulist, hvilíkar náðargjafir skaparinn hefur gefið okkur, íslendingum. { þessu dýrðlega landi er okkur ekki byrgð sýn til himinsins. Við okkur blasa hvarvetna verðug verkefni í frjálsu þjóðfélagi. Við eigum þess kost að gefa öðrum þjóðum hið besta fordæmi, ef við kærum okkur um. Það gerist . hins vegar ekki, nema við endur- lífgum heilbrigða bjartsýni, en eyðum lamandi kæruleysi, og sé- um jafnframt reiðubúin að leggja mikið á okkur til hjálpar þeim, sem búa við neyð og kúg- un. Við verðum að þora að horfa um öxl, „líta brunnar borgir brotnar niðr í grunn," vonbrigði og mistök. Það nauðsynlega áræði birtir ljoð Guðmundar Boðvarssonar Um eitt gamlárs- kvöld, þar sem segir m.a. um lið- iðár: „Og fjölmörg eru tárin og hárið hærurikt, og holdjúp eru sárin. Það staf í hendi hefur og eigrar öldung líkt sem að sér feldinn vefur." Það ár hafði þó að mati skáldsins frá Kirkjubóli fært gjafir hverju barni, þótt mis- jafnlega hefði á þeim haldist og oft hrapallega. En undir lokin á gamlárskvöld birtir yfir svip þess og hug og ljóðið endar á þennan veg „Ilvcr minning tók að skína, ég gleymdí stund og stað og stillti hörpu mína. Ég minntist vorsins bjarta og kvæði þetta kvað með klökka þðkk í hjarta."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.