Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 27 Seinna, Lena RTTITmi bækur Jóhanna Kristjónsdóttír Anne Karin Klstad: Senere, Lena. Útg. Aschehoug 1984. Hér er endurútgefin bókin Senere, Lene, sem kom út í Nor- egi fyrir allmörgum árum og vakti gríðarlega mikla athygli. Sitt eget liv, sem minnst hefur verið á í þessum dálkum var framhald hennar. Að þeim báð- um bókunum nú lesnum þykir mér sú síðari standa Senere, Lene mjög að baki. Hér segir frá ungu fólki á sjötta áratugnum, Lene og Kjeld. Rakin samskipt- asaga þeirra og síðan hjónaband, barneignir, basl og barátta. Höf- undur dregur hjónabandssöguna upp í býsna sterkum litum, en þó ekki svo að fráleitt eða öfgakennt verði. Staða konunnar í hjóna- bandinu, hið afdráttarlausa vald sem maðurinn tekur sér yfir henni, ekki bara vegna þess að hann sé svo mikið svín og mikil skepna, heldur einfaldlega vegna þess að svona hafði þetta verið og svona var líklegt að það yrði og Anne Karia EteUd svona sættu konur sig við það, eða minnsta kosti harla oft. Sú vanvirða sem Lene sætir í hjónabandinu er því ekki aðeins „sök" Kjelds, heldur ollu heldur treystir hún sér ekki til að brjót- ast frá því sem yfir hana gengur, þrátt fyrir að hún aflaði sér þokkalegrar menntunar og stendur svo sem alveg fyrir sínu. En það má mikið gerast til að kona af hennar kynslóð slíti sig lausa. Því að. aðrir kostir gefast ekki hér. Um samkomulag þeirra i millum, sem sæmandi væri báð- um, er ekki að ræða. En í bókarlok hefur Lene gert upp hug sinn og var eiginlega kominn tími til. Þetta kann við fyrstu sýn að vera einstreng- ingsleg bok og fjandsamleg karl- mönnum. Það má auðvitað túlka allt á aðskiljanlega vegu. En Sen- ere, Lene er þó bók sem hefur áreiðanlega verið tímabær þótt hún sé sjálfsagt ekki alveg upp á það frumlegasta. I í I VÐ KYNNUM BÍL ÁRSINS OPEL KADETT1985 á glæsilegri bílasýningu að Höfðabakka 9 laugardag og sunnudag. Opið frá kl. 13.00 - 17.00 Sýnum einnig úrval nýrra og notaðra bíla. Hressið upp á helgina með skemmtilegri heimsókn á Höfðabakkann. Nýr Opel er nýjasti bíllinn TfrSkv. úrskurði yfir 50 af snjöllustu sérfræðingum viðurkenndra bílablaða frá 16 Evrópulöndum í árlegum kosningum þar sem tekið er tillit til hönnunar, þæginda, öryggis, spamaðar, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við misjafnar aðstæður og gæði miðað við verð. BíLVANGURsf HÖFDABAKKA 9 SÍMI 687300 Tí Glæsileg og vönduó þýsk kjólföt, kjólvesti, kjólskyrtur. Sígildur klædnaður á hátíöarstund ^ \y SævarKarl Ólason Klæðskeri Bankastræti 9 Sími 13470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.