Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 28
m 28 B * ■’/_ . » _ .. I/. '<)MUK MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGtTR 13. JANÚAR1985 ije t i im rvirMyNCANNA STRÍÐ ER FRIÐUR FRELSI ER ÁNAUÐ FÁFRÆÐI ER MÁTTUR Ártó 1948 bjó breski rithöfund- urinn George Orwell til framtíöar- sýn, sem hann staösetti á nýliönu ári, 1984. Þaö var framtíöarsýn, sem skelfdi fólk meö Stóra bróöur, Friöarráöuneyti, Ástarráöuneyti, Sannleiksráöuneyti, Gnóttarráöu- neyti og Hatursviku. Allt byggöist á tvfhyggju. Friöarráöuneytiö sá um stríösreksturinnm, Sannleiksráöu- neytið útdeildi lyginni. Winston Smith var söguhetjan, síöasti maö- urinn í Evrópu sem þoröi aö hugsa. Áöur en Stóri bróöir haföi lokiö sér af meö hann, trúöi hann eins og nýju neti aö 2+2 væru 5 og hann eiskaöi Stóra bróöur. Hann haföi veriö píndur í Ástarráöuneytinu. Áriö 1956 var gerö kvikmynd eftir þessari sögu Orwells og hún hlaut vægast sagt slæma dóma. Ekkja Orwells, Sonia, varö svo miöur sín aö hún tók myndina úr umferö þegar höfundarrétturinn rann út 1976 og tilkynnti aö hún myndi aldrei leyfa nokkrum manni aö kvikmynda bókina aftur. Svo var þaö í ágúst 1980 aö lögfræö- ingur frá Chicago, Marvin Rosen- bium aö nafni, heimsótti Soniu Orwell í þeirri von aö geta talaö um fyrir henni og fá hana til aö endur- nýja kvikmyndaréttinn á 1984. Hún var fræg fyrir hörku í þessu máli og þaö haföi þegar tekiö hann ár bara aö fá aö sjá hana. Þrátt fyrir aö hann haföi lesiö allt þaö sem Orwell haföi skrifaö og var oröinn sérfræöingur í skáldsögum hans, ritgeröum og bréfum, sló þaö ekki á taugatitr- inginn á fyrsta fundi Rosenblums meö Soniu. „Þegar ég lenti á Heathrow var ég enn aö hraölesa smásögur hans. Ég gat ekki vikiö þeirri hugsun frá mér aö hún myndi taka uppá því aö spyrja mig einhverrar spurningar um verk Orwells, sem ég gæti ekki svaraö. Ég hélt hún myndi spyrja: „Hvaö segir George á síöustu siöu í fjóröa bindi af feröasögum sínum? ____ og ef ég vissi þaö ekki yröi ekkert úr neinu.“ En þótt hann væri vel stressaö- ur tókst Rosenblum aö sannfæra Soniu um alvöru erindis síns og aö kvikmynd hans myndi á engan hátt gera lítið úr bók eiginmannsins. Ytni hans borgaöi sig og skrifaöur var samningur en í honum lofar Rosenblum „aö gera allt sem í Smith er pyntaður af hinum hrottafengna O’Brien, sem Rich- ard Burton leikur, en það var hans síöasta hlutverk á ævinni. mínu valdi stendur til aö foröast aö gera myndína í stíl viö Star Wars eöa 2001: A Space Odyssey eöa hverskyns geimvísindamyndir og fariö veröur með hina sérstöku áhrifatækni þannig aö hún yfir- gnæfi aldrei eöa bregöi skugga á þema eöa boöskap ...“ i fyrstu heimtaöi Sonia aö fá aö fylgjast náiö meö kvikmyndagerö- inni, en hætti viö þegar samningar voru undirritaöir, en þaö var gert á spitala 1. desember 1980, því Sonia var oröin alvarlega veik. Níu dögum siöar lést hún. Rosenblum var kominn með kvikmyndaréttinn en hann átti eftir aö yfirstiga töluveröa erfiöleika áö- ur en kvikmyndavélarnar tóku aö snúast. Leikstjórarnir Hal Ashby, Milos Forman og Francis Coppola afþökkuöu verkiö. Og Rosenblum átti eftir aö neita nokkrum áhuga- sömum leikstjórum. Hann viöur- kennir aö hann hafi gert mistök í því: „Þaö hringdi í mig ungur leik- stjóri, sem sagöi mér hve mikiö hann langaöi aö gera Nítjánhundr- uö áttatiu og fjögur og hann spuröi mig hvort ég vildi sjá nýju myndina hans, sem enn haföi ekki veriö sýnd neins staöar. Mér þótti myndin frábær, en hugsaöi sem svo: „Hvaö ætli maöur hafi aö gera meö einhvern gersamlega óþekkt- an eins og þennan?" Leikstjórinn var Hugh Hudson og myndin var Chariots of Fire." Á endanum náöi Rosenblum samstarfi viö leikstjórann Mike Radford og framleiöandann Simon Perry og 2. apríl 1984 hófst gerö myndarinnar. „Þaö var spennandi tilhugsun aö fást viö þessa mýnd,“ segir Perry. „Ég las bókina þegar ég var 15 ára og hún haföi gífurleg áhrif á mig. Aö gera kvikmynd úr henni yröi vissulega erfitt, sérstak- lega á þeim stutta tíma sem viö höföum ef viö ætiuöum aö sýna hana á því ári sem hún fjallar um, en svona tækifæri fær maöur aö- eins einu sinni á lífsleiðinni." Þaö varö aldrei neitt rifrildi út af ráöningu í aöalhlutverkiö, Winston Smith, hetjuna og fórnarlamb al- ræöisrikisins. John Hurt var eini leikarinn, sem þeir Radford og Perry sögöu aö kæmi til álita. Richard heitinn Burton var feng- inn í hlutverk O’Brien, vin Win- stons og hinn hrottafulla kvalara Edmond O’Brien og DonaM Pleasence ( hinni upprunalegu kvik' myndagerö af 1984 frá érinu 1956. Þyrlur oru hluti af hinu stðöuga eftirliti Stóra bróður. Múgurinn safnast saman á Sigurtorgi í 1984. Stóri bróðir fiytur ávarp. John Hurt í hlutverki Winston Smith. hans. Þaö var ekki fyrr en myndin haföi veriö í framleiöslu um nokk- urn tíma aö Burton ákvaö aö taka aö sér hlutverkiö. Þá sagöi hann: „Mín fyrstu viöbrögö voru aö segja „nei“. Ástæöan fyrir því aö óg skipti um skoöun var gott handrit og tækifæriö til aö vinna meö John Hurt.“ Framleiöandinn Simon Perry segir: „j heimi Nítjánhundruö átta- tíu og fjögur er hver maöur og hver kona undir stööugu eftirliti. Sjón- varpsskermar, sem eru í senn viö- og senditæki og komiö fyrir af Flokknum í hverju skúmaskoti og stundum risastórir, pumpa útúr sér áróöri í síbylju og um leiö fylgjast þeir meö og skrá hverja hreyfingu, hvert orö og hverja hugsun. Þetta er heimur þar sem börn þjóna sem njósnarar... þar sem tungumáliö er eyöilagt á kerfls- bundinn hátt til aö þjóna „nýlensk- unni*, máli sem er sérstaklega komiö i gagniö til aö koma i veg fyrir aö fólk geti skipst á hugmynd- um ... þar sem sprengjur eru sí- fellt aö falla á höfuöborgina án viö- vörunar og án þess aö nokkur vlti meö vissu hver óvinurinn er... og þar sém þúsundir fjölskyldna hraöa sér reglulega út á Sigurtorg- iö til aö vera vitni aö opinberri af- töku sér til skemmtunar.“ Til aö skapa þessa veröld, hina svokölluöu Eyjaálfu, uröu kvik- myndagerðarmennirnir aö finna upp sína eigin tækni, þar á meöal skermi, sem búa yfir ólíkt meiri myndgæöum en hinn venjulegi sjónvarpsskermur og auövitaö hina frægu ímynd alræöisins eins og Orwell reiddi hana fram, hina eilífu mynd foringjans, Stóra bróö- ur. „Framtíöarsýn Orwells er sem betur fer í fáu lík raunveruleikanum á þessu herrans ári 1984,“ segir Perry. „Eyjaálfa er hugarburöur." En hann er þó á þeirri skoöun aö sjá megi ýmislegt sameiginlegt meö veröld Orwells og heiminum í dag og segja megi aö þjóöfélag höfundarins sé komiö á legg í mörgum löndum. „En þegar allt kemur til alls er Nítjánhundruö áttatíu og fjögur um fólk og ekkert annaö,“ segir leik- stjórinn Radford. Og nú ætlar Bíóhöllin aö taka hana til sýninga. — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.