Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR1985 B 31 f Sumarvinna nor- rænna ungmenna UNGMENNI á aldrinum 18—26 ára geta fengið Uekifæri til aft kynnast alvinnu og menningarlífi annarra Norðurlandaþjóða í sumar. Norræn samstarfsnefnd, sem stofnuð var til eflingar efnahags- legu samstarfi á Norðurlöndum, hefur beitt sér fyrir því að at- vinnurekendur á Norðurlöndum veiti ungmennum tækifæri til aö kynnast atvinnu- og menningarlíf i annarrar Norðurlandaþjóðar. Agneta Björklund, frá AB Sam- hallsraadet, með upplýsingabækling- inn um „Nordjobb-85". Þessi samvinna atvinnurekenda "Nordjobb-85", hefur ekki verið reynd áður, en hugmyndin er sú að hér verði um atvinnuskipti að ræða, þ.e. að íslensk ungmenni fái jafn mörg atvinnutækifæri ann- arstaðar á Norðurlöndum og hægt verður að útvega hér. Að því er Agneta Björklund frá AB Samhállsraadet tjáði Mbl., standa vonir til að hér verði hægt að útvega um 200 atvinnutækifæri við ólík störf víðsvegar um landið. Þar sem hér er um bein atvinnu- skipti að ræða koma ungmennin til með að fá greidd laun sam- kvæmt almennum kjarasamning- um í viðkomandi landi. Ferða- kostnað til og frá landinu verða menn að greiða sjálfir auk uppi- halds í viðkomandi landi. Þar sem ferðakostnaður til og frá íslandi er mun hærri en milli annarra Norðurlanda, stendur til að semja við Flugleiðir um afslátt á far- gjöldum. Þess er vænst að þeir sem hafa áhuga á að hýsa eithvert ung- menni, sem kemur til með að vinna hér á landi næsta sumar, gefi sig fram við Norræna félagið til að fá nánari upplýsingar. Þar mun einnig liggja frammi upplýs- ingabæklingur ásamt umsóknar- eyðublöðum fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um sumarstarf á Norðurlöndum. Norræna samstarfsnefndin væntir þess að þetta samstarf inn- an Norðurlandanna verði til að auka enn frekar skilning og sam- stöðu milli Norðurlandaþjóðanna og að framhald veröi á þessu sam- starfi í framtíðinni. Myndin var tekin á jólatrésskemmtun í nýja félagsheimilinu. Djúpivogur: Ný félagsaðstaða tekin í notkun Djúpavogi, 3. jftnúar. VEÐUR hefur verið hid besU hér um jól og áramót Á gamlárskvöld efndu unglingar til veglegrar brennu á Bóndavörðuhrauni. Var hún með beim betri sem sést hafa hér. Hreppsnefnd bauð til dans- skemmtunar í nýjum og vistleg- um húsakynnum. Er það félags- aðstaða í húsi sem er að hluta til slökkvistöð. Húsið er alls um 250 fm, þar af samkomusalur um 125 fm. Fram til þessa hefur verið notast við skólann og Neista gamla til samkomu- og funda- halda. Félagsaðstaðan var form- lega tekin í notkun sunnudaginn 30. desember með ágætri jóla- trésskemmtun fyrir börnin á Djúpavogi. Séra Ingólfur Guð- mundsson, farprestur þjóðkirkj- unnar, messaði á aðfangadags- kvöld í Djúpavogskirkju og í sveitakirkjunum þremur jóla- dagana. Ungur listamaður, fæddur og uppalinn á Djúpavogi, Guð- mundur Guðjónsson, hélt sýn- ingu í héraðsbókasafninu á Djúpavogi dagana 18. til 23. des- ember. Sýndi hann þar 23 graf- ísk verk. Fréttaritari. 30-60% AFSLATTUR Hin árlega teppabútasala er hafin. Renndu við og gerðu góð teppakaup. s ) Teppadeild Hringbraut 120, sími 28603 rEPPABUTAR TEPPABUTA Góð kaup S.S. heimilissalami kkg 489,00 S.S. paradisarsalami *•* 509,00 S.S. piparsalami kkg 489,00 S.S. spægipylsa, sneiðar kkg 610,00 Ali spægipylsa, sneiðar kkg 570,00 Kjötmióst.spægipylsa kr. kg 320,00 Kjötmiðstöðvarsalami, bitar kkg 290,00 Bjórskinka kkg 295,00 Svínarúllupylsa krkg 250,00 Reykt medister kr. kg 140,00 Óöalspylsa kr. kg 130,00 Kjötbúöingur kr. kg 130,90 Tröllabjúgu kr. kg 153,00 Paprikupylsa kr. kg 130,90 Hangiálegg, sneiðar kr. kg 495,00 Rúllupyisa, sneiðar kr. kg 265,00 Beikon í stykkjum kr. kg 125,00 Beikon í sneiðum kr. kg 135,00 ítalska gullaschið kr. kg 290,00 Enskt buff kr. kg 375,00 Nautahakk, 10 kg pakkn. kr. 175,00 EL TORO Kínverskar pönnukök- ur. Algjört sælgæti, aö- eins 44,- stk., tilbúnar í ofninn eöa á pönnuna. midas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.