Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 fclk í fréttum Klæddar samkvæmt nýjustu tísku að sjálf- sögðu, Olivia Newton- John leik- og söngkona Lv. og Victoria Principal leikkona t.h. voru ekki með skíðin á fótunum er Ijósmyndari gómaði þær. Skíöafíkn fræga fólksins Fræga fólkið sækir æ meira í skíðaíþróttina og fjölgar því í hinum glæsilegu skíðabrekkum Austurríkis ár frá ári. Vinsælustu staðirnir eru Moritz, Gstaad, Kitzbuhl og St. Anton. Á meðfylgjandi myndum má sjá hin ýmsu nöfn og eru þau aðeins fáein af mörgum sem hvert mannsbarn þekkir úr fréttum fjölmiðla. „Fógetinn“ Það er ekki í tísku hjá öllum að gefa fyrirtækjum sínum er- lend nöfn. Hvað er líka eðlilegra en að aldrað hús með nýju yfir- bragði beri heiti frá horfnum dög- um: „Fógetinn". Blm. kom við hjá þeim Erlendi Halldórssyni og Jóni Erlendssyni á Fógetanum og spurði hvernig rekstur veitingahússins, er var opnað í lok desember, hefði gengið hingað til. „Þetta hefur gengið alveg bæri- lega éins og við bjuggumst við. Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hve matsala er mikil hérna og í augnablikinu er- um við að stækka matseðilinn til muna og breyta honum aðeins." — Höfðuð þið komið nálægt veitingarekstri áður? „Nei, aldrei. Okkur vantaði báða vinnu og það á vel við okkur að standa í einhverjum stórræðum en sitja ekki aðgerðalausir. Við er- um reyndar þrír eigendurnir en tveir sem rekum þetta. Fyrst aug- lýstum við lengi og leituðum að húsnæði en tilboðin reyndust aðal- lega um heldur óspennandi staði þangað til okkur bauðst þetta hús- næði á leigu.“ — Var þétta ekki dýrt fyrir- tæki? „Jú, mikil ósköp, húsið var allt í niðurníðslu. Við reyndum að gæta þess að hreyfa ekki við miklu. Við löguðum glugga, hurðir o.s.frv., en breyttum engu er raskað gæti minjagildi hússins. Það er friðað að utan. Siðan er salur uppi sem við eigum eftir að innrétta. Við fórum dálítið fram yfir kosjnað- aráætlun, en það gerist víst alltaf þegar út í svona er farið." — Eruð þið með skemmtikrafta yfirleitt á kvöldin? „Já, við reynum að fá einhverja fjórum sinnum í viku. Þau hafa t.d. verið hjá okkur Bergþóra Árnadóttir, Eyþór Þorláksson, Þórir Baldursson og fleiri.“ Ursul* Nnd ®fL„i sínum Ðta,,tn0ívto». Niki Lauda yngri og eldri þurfa ekki langt að fara, Aust- urríki er þeirra heimaland og Lauda eldri er mikii hetja í landi sínu fyrir afrek á kapp- akstursbrautum um heim all- ■‘"‘JKssraa Karl Gústaf Svíakonungur er haldinn mikilli skíðafíkn og er hér myndaður ásamt dótturinni Madeleine í St. Moritz. Sylvia drottning var ekki langt undan. Ungleg og ungleg ekki Það er gömul saga og ný, að sumir bera aldur sinn betur en aðrir. Sumir sýnast miklu yngri en þeir eru í raun og veru og öfugt. Allt getur þetta verið einkar afstætt. Hér verður smellt fram myndum af 10 frægum manneskjum og spurningin er: Hver er eldri en hver? Lítum fyrst á þá Dick Clarke leikara og starfsbróður hans Ed Asner. Clarke hefur verið kallaður „elsti táningur Bandaríkj- anna“ og Asner hefur gjarnan leikið roskna eða miðaldra menn í mörgum kvikmyndum. Jú, þannig er spurt að menn hlýtur að gruna að Asner sé yngri þrátt fyrir útlitið. Það er þó ekki satt, þeir eru báðir 55 ára, en Asner er 5 dögum eldri. Lítur þó út fyrir að vera 15 árum eldri ef eitthvað er. Hvor er eldri, söngvarinn Kenny Rogers eða „séra Ralph" Richard Chamberlain? Ef marka má myndirnar er Kenny karlinn miklu eldri. En myndirnar svíkja og útlitið í raun, því Rogers er þremur árum yngri, 46 ára, en séra Ralph er 49 ára og verður fimmtugur á þessu ári. En leikkonurnar Suzanne Somers t.v. og Sally Field? Það er erfiðara að spá í þær, en skólastúlkuandlit Sally bendir til að hún sé yngri. Þó hefur hún verið í sviðsljósinu svo árum skiptir og virðist aldrei breytast. Hið sanna er, að þær eru báðar 38 ára og er Sally aðeins 3 vikum yngri. „Ah mr. Bond.“ Þeir eru báðir á sextugs- aldri svo mikið er víst, en ætli nokkur deili um að Sean Connery sé ellilegri en Roger Moore? Úr því að enginn deilir um það, upplýsist hér með að hann er í raun yngri, 54 ára, en Moore er 57 ára. Robert DeNiro og A1 Pacino, tveir ítalsk-ættaðir bandarískir leikarar á heimsmælikvarða. DeNiro hefur verið lengur í hópi hinna bestu og satt best að segja er lítinn eða engan mun að sjá á þeim ef miða á við myndirnar. Raunin er sú, að DeNiro er yngri, 39 ára, en Pacino er 44 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.