Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 33 Jón Erlendsson og Erlendur Halldórason. Mortfunblaöiö/Friðþjófur TÓMAS BJARNASON OG HARALDUR ÞORSTEINSSON Taka við þættinum Skonrokki Stúlkurnar sem hafa séð um Skonrokk undanfarið hafa nú lagt land undir fót og er ferðinni heitið til Flórens á ftalíu. 1 stað þeirra munu tveir ungir herra- menn, þeir Tómas Bjarnason og Haraldur Þorsteinsson, taka við stjórn þáttarins. í stuttu spjalli við blm. sögðust þeir ekki vera komnir af stað ennþá, en fyrsti þáttur þeirra yrði 18. janúar næst- komandi. — Hyggist þið breyta þáttun- um að einhverju leyti? — Nei, þetta verður með mjög svipuðu sniði og hefur verið. Við munum þó reyna að fá að hafa meiri áhrif á pantanir utanfrá, þ.e.a.s. reyna að ráða meiru um efnisval en hingað til hefur verið hægt. Líklega breytist þátturinn eitthvað með nýju fólki en það verður ekkert meiriháttar. Tómas Bjarnason Haraldur Þorateinsson Best dregur fram skóna á nýjan leik Það fór aldrei svo, að knattspyrnu- hetjan George Best legði skóna end- anlega í hilluna. Eftir að vandamál hans höfóu rekið hann til og fri um beiminn í líki einhvera konar knatt- spyrnumálaliða, endaði allt saman með botnför kappans og afplánar hann nú fangelsisvist fyrir ölvun við akstur og að hafa flogist á við lög- regluþjón er vildi handtaka hann. Vinir og vandamenn Bests sögðu hann hafa kviðið mikið fyrir vistinni sem er 12 vikur, en það hefði birt yfir honum er hann var fluttur í fangelsi þar sem gæsla er í lágmarki og auk þess teflir fram knattspyrnuliðinu Ford United. Best befur þegar leikið sinn fyrsta leik með liðinu, auðvitað flaug hann í liðið. Ekki er annað að heyra en hann sé eigi óskærari stjarna með sínu nýja félagi beldur en með Manchester United hér á ár- um áður. Það er að vísu ekki sami mælikvarðinn, en það skiptir ekki öllu máli fyrir Best úr því sem komið er, aðalmálið er að standa sig. — Hvaðan fáið þið efnið? — Það hefur komið frá Fálkan- um, Steinari, Skífunni og svo auð- vitað frá íslensku framleiðendun- um. Þeir sem panta utanlands frá fá telex um það sem er á boðstólum og panta síðan og við ætlum að reyna að hafa áhrif á það val. Ætlunin var að koma með meiri fróðleik inn í þættina, en það er bara svo takmarkað sem hægt er að gera svona á hálftíma. — Hafið þið brennandi áhuga á tónlist? — Það má segja að við lifum og hrærumst í henni. Það er engin tónlist sem skarar framúr. Við eigum að vísu okkar uppáhalds- tónlist bæði í dægurlögum og ann- ars staðar, en ekkert sem er yfir- gnæfandi. Annar okkar hefur einnig verið að hlusta á klassík. Báðir höfum við verið í kór og spilað saman á hljóðfæri á menntaskólaárunum. — Hafið þið verið starfandi við sjónvarp áður? — Nei, aldrei komið nálægt því. Þetta verður frumraun. COSPER — Þakka þér fyrir peysuna, tengdamútta, hún gerir þegar sitt gagn. Útsalan hefst mánudag. Dömugarðurinn Aðalstræti 9. FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeið Ritvinnsluforritiö Word Markmiö námskeiösins er aö veita þátttakendum haldgóöa þekkingu og þjálfun í notkun ritvinnsluforritsins Word. Farið er m.a. í eftirfarandi atriöi: * Stutt kynning á vélbúnaði. * Uppbygging rítvinnslukerfisins Word. * Uppbygging aöal- og undirvalmynda. * Ritvinnsluskipanir og möguleikar. * Útprentun og ólíkar gerðir prentara. * Afritataka og meöhöndlun afrita. * Æskileg umgengni og meðferð tölvubúnaöar. Ný námskeið að hefjast. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 91-39566, frá kl. 10:00 til 12.-00 og 13.-00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíö þinni. Tölvuskólinn FRAMSÝN, Síðumuli 27,108 Rvík, *: 91-39566. U PPAKOMA EÐA HVAÐ? ÁNÆGÐUR með lífið ÞESSI HANN sendi VERKSTJÓRANN á NÁMSKEIÐ Námskeiðin eru ætluð verkstjórum og verðandi verkstjórum Leitið upplýsinga um önnur námskeið Verkstjórnarfræðslunnar. Verkstjórnarfræðslan Iðntæknistofnun íslands Keldnaholti 110, Reykjavík Sími (91) 687000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.