Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANtJAR 1985 B 39 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Sveinn tehir að unglingar ættu að vera a.m.k. 16 ára við fermingu. Fermingaraldur verði Sveinn skrifar: „Kæri Velvakandi. Um daginn sá ég grein þar sem fjallað var um fermingaraldurinn og það að hann beri að hækka. Ég vildi bara taka undir þetta heilshugar. Ekki er ég neinn heið- ingi eða trúleysingi, heldur tel ég einungis að svo alvarlegt mál, sem fermingin er, sé lagt fyrir fólk allt of snemma á lífsskeiðinu. Sjálfur er ég fermdur og tala því af reynslu. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér ég ekki hafa vitað neitt um það út í hvað ég var að fara er ég fermdist. Ég held að ég hafi gert svo til að fá gjafirnar, ný fðt og stóra veislu. Þ6 að maður hækkaður hafi meðtekið heilræði prestsins tel ég að almennt sé fólk ekki nógu þroskað á þessum aldri til að vita nákvæmlega hvað við er átt með fermingunni. Ég held að sextán ára væri ágætur aldur. Þá er fólk að taka ákvarðanir eins og t.d. þá hvort það ætlar í nám og væri ágætt að hafa fermingu á svipuðum tfma.“ BréfriUri er litt hrifinn af Áskirkju í Laugarásnum. Spennuþætti í sjónvarpið 1031-7738 skrifar: Ja, nú erum við mörg sem erum orðin langeyg eftir þáttum líkum Dallas. Á ég þar við þætti eins og Falcon Crest eða Dynasty. Sérstaklega er Dynasty svipað Dallas sem varð okkur svo óskap- lega ánægjuríkt. Dynasty-þættina er hægt að fá á myndbandaspólum en það eru ekki allir sem eiga myndbandatæki og geta notið þessarar þjónustu leiganna. Fal- con Crest ku líka vera ógurlega mikið tekið og væri gaman að sjá þá þætti. Mér finnst líka alveg hafa vant- að spennandi þætti í sjónvarpið, s.s. þættina „Á flótta" sem sýndir voru fyrir löngu. Mætti vel endur- sýna svona gamla þætti sem voru mjög vinsælir, þegar svo langt er um liðið. Ég vona að vinsamlegum til- mælum mínum verði tekið vel. Ég vil í lokin segja að mér þykir sjón- varpsdagskráin yfirleitt ágæt og sérlega gaman að dýra- og gróð- urlífsþáttum í góðum lit. Of margar Ó.Ö. skrifar: Guð þarf sin hús eins og aðrir en öllu má nú ofgera. Að mínu mati eru alltof margar kirkjur i Reykjavik. Það er eins og ekki megi rísa húsþyrping án þess að byggja þurfi kirkju i miðju hennar. Sálhreinsunarstöðvarnar eru jú þarfaþing okkar íslendinga, ég viðurkenni það, en þó eru aðrar stöðvar eins og t.d. „Vogur“, okkur nauðsynlegri. Ekki veit ég til þess að kirkju- sókn Reykvfkinga sé svo gifurleg að þurfi kirkju svo að segja í hvert hverfi. Þetta eru oft fburðarmiklar byggingar og dýrar. En ekki að sama skapi fallegar. Sem dæmi nefni ég kirkjuna f Laugarásnum, Áskirkju, sem mér virðist alltaf eins og hálfkláruð. Byggingin þykir mér til mikillar óprýði þarna i fallegum ásnum, þar sem allt i kring eru glæsileg, smekkleg hús. Mér þykir miður að sjá þetta hús þarna, tróna með sinn óhrjálega turn yfir Laugardalnum. Ekki held ég að nágrannarnir séu ánægðir með kirkjuna, gnæfandi yfir þá. Stundum hefur tekist vel til með kirjur og til dæmis um það vil ég nefna Hallgrimskirkju. Mega Reykvíkingar vera stoltir af þeirri kirkju. Hefði eitthvað af þvf fé, kirkjur í sem varið er f nýjar kirkjur, mátt fara i það að ljúka við Hallgrims- kirkju, sem hefur mátt þola ill veð- ur, þaklaus og gluggalaus. Nú er byggingu hennar loks að ljúka. Og ég má eins til með að minnast á kirkjuna í Mjóddinni i Breiðholti. Mætti helst ætla að það væri must- eri þar sem tilbiðja ætti en lag byggingarinnar minnir einna helst á slfk fyrirbæri. Ég hefði setið á mér og látið þessa gagnrýni mina nægja sjálf- um mér að ðllu óbreyttu. En nú, þegar söfnunin til handa hungruð- um í Eþiópiu stendur sem hæst, get ég ekki orða bundist. Hjálparstofn- un kirkjunnar gengst fyrir við- tækri söfnun, sem er ljómandi gott og kærleiksrikt. En ef kirkjuyfir- völd bruðluðu minna við bygginu óþarfa kirkna, væri hægt að eiga fúlgur í sjóði til nota í tilfellum sem Eþíópiuneyðinni. f gærkvöldi, þann 9. janúar, sá ég í sjónvarpinu þátt Einars Sigurðssonar, frétta- manns, sem fór til Afríku og gerði úttekt á ástandinu þar. Ég fylltist hryllingi við að sjá ungbörnin hreinlega deyja fyrir framan myndavélina. Ég veit að yfirvöld i Eþiópiu eiga skömm skilið fyrir bruðl og van- þakklæti, en við, sem komið höfum Reykjavík til hjálpar, getum verið hreykin af okkar framlagi. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur unnið gott starf. En mér þykir ekki eins gott starf þeirra manna sem byggja óþarfa kirkjur út um allan bæ. Fé þvi sem þeir hafa handa á milli, væri betur varið til aðstoðar hungruðum bróð- ur í neyð. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dáikunum. Sumar og sól í Kaliforníu um og öllu innbúi é bmla •taö t Loa Angolm. Einnig fylglr aögangur aö sundlaug, haitum potti moö nuddi, aólbaöaaö- ■lööu, bWjard o.fl. ibúöin er mjög miösvæöis, t.d. örstutt á strðnd- ina og i stærstu verslunarmiöstöö i heimi. Leigutimi er 15. |úní til 15. september (allan timann eöa hluta af honum). Verö vel undlr markaösveröi Hugsanlegt er aö fá bíl leigöan hjá sama aöila. Nánari upplýsingar i afma 52609. Goymið auglýsinguna. FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeið BASIC 1 forritunarnámskeið Forritunarnámskeiö skólans henta öllum þeim er vilja auka þekkingu sína á sviöi forritunar og almennrar kerfisfræöi. BASIC forritunarnámskeiö skóians henta sérstaklega þeim eig- endum heimilistölva er vilja afla sér þekkingar til aö geta nýtt möguleika heimilistölvunnar til fulls. Markmiö námskeiösins er aö veita þátttakendum haldgóöa þekkingu á forritunarmálinu BASIC og þeim vinnuvenjum er tíökast viö forritageró og er sérstök áhersla lögö á kennslu skipulagöra og vandaöra vinnubragöa frekar en aö kenna þátttakendum notkun sem flestra skipana á þeim tíma sem til ráöstöfunar er. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriöi: * Uppbygging og skipulagning forrita. * Kerfisskipanir. * Inntaks-, vinnslu- og úttaksskipanir. * Kerfisfræói. * Flasöirit og notkun þeirra. * Skipulagning tölvuverkefna. Ný námskeið að hefjast Innritun og nánari upplýsingar fést í síma 91-39566, fré kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni. Tölvuskólinn FRAMSYN, Síðumúli 27,108 Rvík., s: 91-39566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.