Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 11. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brezkar heilsu- verndarstofnanir í tóbaksrekstri London, 14. janúar. AP. BREZKU hjartaverndarsamtökin ákváöu í dag að selja hlutabréf sín í Grand Metropolitan-hótelkeðjunni eftir uppljóstranir um að fyrirtækið ætti tvö banda- rísk tóbaksfyrirtæki. Brezku læknasamtökin (BMA) ljóstruðu upp á sunnudag að mörg krabbaverndarsamtök og stofnanir á sviði læknavísinda og heilsu- verndar væru tóbaksframleiðendur þar eð þau hefðu fjárfest í tóbaks- fyrirtækjum. Krabbameinsfélagið Imperial Cancer Research Fund kvað 100.000 hluti sína í Grand Met ekki fala. Bréfin hefðu verið keypt endur fyrir löngu er fyrirtækið hefði engra tóbakshagsmuna haft að gæta. Þá væru tekjur Grand Met af tóbakssölu óverulegur hluti tekna Pundið fellur London, 14. jnnúar. AP. BREZKA pundið snarhækkaði í verði í morgun á gjaldeyrismörk- uðum er ríkisstjórnin kom því til leiðar að seðlabanki Bretlands hækkaði forvexti í 12% sem þýddi að lægstu útlánsvextir hækkuðu í 13% en það dugði skammt, þvi er á daginn leið tók að halla undan hjá pundinu og dollar var ( lok viðskipta verðmeiri en nokkru sinni fyrr gagnvart sterlingspund- inu og Frakklandsfranka. Brezka stjórnin greip i taum- ana í morgun er verð á pundi fór undir 1,10 dollara i Hong Kong. 1 London fengust 1,1137 dollarar fyrir pundið í kvöld. Hefur gengi pundsins gagnvart dollar aldrei verið lægra og er spáð að verðið eigi eftir að lækka undir 1,10 dollara i vikunni. Dollar hækkaði vegna spá- dóma um góðar efnahagshorfur i Bandaríkjunum, en tölur þar að lútandi verða birtar í vikunni. fyrirtækisins. Grand Met eignaðist Liggett and Myers og Pinkerton- tóbaksfyrirtækin árið 1980. Samkvæmt BMA eiga konung- lega skurðlæknareglan (RCS) og sjúkrasamlögin í Glasgow og Lond- on tóbakshagsmuna að gæta. Framkvæmdastjóri brezku hjartaverndarsamtakanna sagði upplýsingar BMA hafa komið fyrir- mönnum samtakanna í uppnám og i ljósi þeirra hefði tafarlaus sala hlutabréfa, 36.000 hlutir, verið fyrirskipuð. Uppljóstranir BMA er liður í baráttu samtakanna gegn sí- garettureykingum sem þau segja draga 100 þúsund manns til dauða í Bretlandi árlega. AP/Símunynd Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Wilfried Martens forsætisráðherra Belgíu fyrir utan skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu í upphafi fundar leiðtoganna í gær. Reagan er sagður hafa lagt hart að Martens að leyfa uppsetningu nýrra stýriflauga í Belgíu í marz, en sá síðarnefndi vikið sér hjá því að taka af skarið í máli sem er umdeilt heimafyrir. Reagan leggur að Belgum að leyfa uppsetningu stýriflauga: Martens vék sér hjá því að taka af skarið Washington, 14. janúar. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti og Wilfried Martens forsætisráðherra Belgíu lýstu yfir stuðningi við ákvörðun Atlantshafsbandalagsríkjanna að koma nýjum stýriflaugum fyrir ( Vestur-Evrópu en Martens vék sér þó hjá því að taka af skarið og lýsa yfir að Belgar hyggðust hefja uppsetningu flauga í Belgíu ( marz, eins og ráð er fyrir gert í samþykkt NATO. Reagan sagði að viðræður þeirra Martens hefðu einkum snúist um staðsetningu stýriflauga í Belgíu. Hermt er að Reagan hafi lagt að Martens að líta framhjá samþykkt eigin flokks og lýsa yfir að Belgar myndu standa við sinn hlut. 1 yfir- lýsingu itrekaði Martens stuðning við ákvörðun Atlantshafsbanda- tagsins. Belgíustjórn hefur verið samþykk því að 48 flaugum verði komið fyrir þar í landi, en stjórnar- andstaðan hefur blásið upp miklu- moldviðri vegna þessa og gert að stórmáli, sem haft hefur m.a. í för með sér að flokkur Martens hefur samþykkt að beðið skuli útkomu nýrra afvopnunarviðræðna stór- veldanna. Leiðtogarnir lýstu jafnframt von- um sínum um að árangur næðist í fyrirhuguðum viðræðum stórveld- anna um takmörkun vígbúnaðar. Sagði Reagan að einörð samstaða og stuðningur ríkja NATO við ákvörðun um að koma fyrir nýjum Eþíópíumenn selja Egyptum matvæli London, Djibouti, 14. janúar. AP. EÞÍOPÍUSTJORN hefur ákveðið að selja Egyptum matvæli í skiptum fyrir málma, áburð, lyf og byggingarvörur, aö sögn útvarpsins í Addis Ababa. Er það niðurstaöa fimm daga heimsóknar viðskiptaráðherra Eg- yptalands til Eþíópíu. Utvarpið í Addis sagði Eþíóp- íustjórn hafa ákveðið að senda Egyptum dýr á fæti, kjöt og aðr- ar landbúnaðarafurðir. Sagði út- varpið að ríkin tvö hefðu og gert með sér samkomulag um sam- eiginlega framleiðslu landbún- aðarafurða til að mæta eftir- spurn beggja þjóða. Á sama tíma og Eþíópíumenn ákveða að flytja út matvæli, þrátt fyrir hungrið heimafyrir, ákvað matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO) í dag sér- staka aukaaðstoð við hungur- svæðin í Eþíópíu, Súdan, Níger, Uganda, Pakistan og Kólombíu, að jafnvirði 25 milljóna Banda- ríkjadala, eða milljarðs ís- lenzkra króna. Eþíópía fær stærstan hluta aðstoðarinnar, eða jafnvirði 7,3 milljarða doll- ara. Hraðlest fór út af sporinu á leiðinni frá Djibouti til Addis með þeim afleiðingum að 418 manns fórust og 559 slösuðust, sumir lífshættulega. Skuldinni var skellt á lestarstjórann, sem hægði ekki ferðina á brú, sem liggur í boga yfir djúpt gil. Margir lestarvagnar steyptust ofan í gilið. Eittþúsund manns voru um borð. Miklar tafir eru fyrirsjáanlegar á flutningum hjálpargagna frá Rauðahafs- höfnum til Eþíópíu vegna óhappsins. Fórnarlamb hungursneyðarinnar ( Eþíópíu stýriflaugum í Evrópu hefði átt stóran þátt í að fá Sovétmenn að samningaborði á ný. TASS-fréttastofan sagði tilraun- ir af hálfu Bandaríkjamanna til að hampa áformum sínum um geim- vígbúnað sem „trompi“ í fyrirhug- uðum afvopnunarviðræðum myndu koma í veg fyrir árangur í viðræð- unum. Endurspeglar þetta skoðun, sem Andrei Gromyko hafði uppi í löngu viðtali við Moskvusjónvarpið um helgina. Vestur-Þjóðverjar fögnuðu ýmsu af því sem kom fram í viðtalinu við Gromyko en sögðu að uppsetningu nýrra flauga ( Vestur-Evrópu yrði fram haldið þar til samkomulag næðist í viðræðum stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar. ísraelar hverfa frá Líbanon Jerúsalem, 14. janúar. AF. RÍKISSTJÓRN Israels samþykkti í kvöld áætlun um brottflutning herja sinna frá Líbanon og hefst fyrsti áfangi brottflutningsins seinnihluta febrúar. Niðurstaða fékkst eftir 11 stunda langar þrætur í ríkisstjórninni. Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra var sigri hrósandi í lok seinni fund- ar stjórnarinnar um málið i kvöld, en tillögur hans voru samþykktar með 16 atkvæðum gegn 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.