Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 Gróði er bannorð Sjávarútvegur olnbogabarn - eftir Hilmar Viktorsson Lengi hefur sjávarútvegur á fs- landi verið rekinn með núllaðferð- inni skv. rekstrargrundvelli, sem honum er skammtaður af stjórnvöld- um. Forsenda alls atvinnurekstrar er gróði eða gróðavon, þess vegna fer framtakssamt fólk út í atvinnu- rekstur. í sjávarútvegi voru lengi vel skilyrði fyrir dugandi menn, einkum skipstjórnarmenn að fara út í útgerð. Þessum mönnum hefur ftekkað þar sem rekstrarskilyrðin eru nánast engin. Enn alvarlegra er þó hve laun sjómanna eru léleg miðað við vinnuframlag, ætli þau séu ekki 70—80% af kennaralaunum væri/ hlutlaust mat lagt á bæði störfin. Sjómenn kvarta ekki, því sveiflur eru í sjávarafla, sem sjómenn hafa ætíð sætt sig við, svipað er að segja um aðrar stéttir í sjávarútv- egi. Skýrasta dæmið þessu til sönn- unar er aðsókn að Stýrimanna- skólanum í Reykjavík með 75 nemendur annars vegar og Kenn- araháskólanum hins vegar með 380 nemendur. Eflaust vildu margir sjómenn skipta á sjó- mannsstarfinu og fara í starf kennara með tilheyrandi þægind- um. Með þessum orðum er ekki verið að segja aö kennarar séu hátt launaðir. Sjómenn skilja hins vegar vanda þjóðarbúsins og eyða ekki orkunni í rifrildishátt um betri kjör, heldur fer orkan í sjálft Hilmar Viktorsson starfið, laun verða að vera í sam- ræmi við mikilvægi og slysahættu. Vandamálin voru leyst Sú var tíðin að stjórnmálafor- ingjar litu á sjávarútveginn sem aðalatvinnuveg, því sjávarútveg- urinn er undirstaða margra ann- arra atvinnugreina og góðra lífskjara í landinu. Gylfi Þ. Gísla- son og Bjarni Benediktsson ráð- herrar í tíð Viðreisnarstjórnar- innar skildu þetta á erfiðleikaár- unum 1967—1968, enda birti fljótt yfir eftir að á vandanum var tekið, „Ekki er dýrum fjárfest- ingum fyrir aö fara í fiskvinnsiunni. Skuldir fiskiskipanna eru litlar í hlutfalli við vátrygg- ingarverömæti flotans. Erlendar skuldir v/sjáv- arútvegsins eru einung- is 16% af öllum er- lendum skuldum lands- manna og sú tala væri enn lægri, ef íslensk- smíöuöu vandamála- skipin væru undanskil- in.“ að undangengnu verðfalli og afla- bresti. Skuldbreyting er gálgafrestur Uppboðið á skuttogaranum óskari Magnússyni AK 177 fyrir skömmu, er gott dæmi um hvernig sterkt fyrirtæki í höndum at- hafnamannsins Þórðar óskars- sonar er illa leikið. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi standa í svipuðum sporum. Eigið fé fyrirtækjanna hverfur hreinlega, því gróði er bannorð. Ætli framreiknað tap Þórðar Óskarssonar hf. vegna tog- arans sé ekki nálægt 30 milljón- um, en fyrirtæki Þórðar lagði and- virði loðnubáts í togarann í upp- hafi. Ein ástæðan fyrir uppboðinu var sú að eigendur Óskars Magn- ússonar AK voru þvingaðir til að taka lán hjá opinberum aðilum, sem þeir bentu á að aldrei væri hægt að standa undir eins og nú er fram komið. Hitt var þó verra að hér var skip keypt frá íslenskri skipasmíðastöð. Því miður blasir sú staðreynd við að flest erfiðleik- askipin í íslenskri útgerð voru byggð eða endurbyggð hjá íslensk- um skipasmíðastöðvum og þar með haldið uppi atvinnu í skipa- smíðastöðvum, sem útgerðin er látin blæða fyrir. Alvarlegra er þó að vanda útgerðarinnar hefur ver- ið velt yfir á fiskvinnsluna síðustu árin. Það eru takmörk fyrir því hve lengi er hægt að velta vandanum yfir á fiskvinnsluna eða skuld- breyta lausaskuldum útgerðar og fiskvinnslu. Skuldbreyting er ekk- ert annað en gálgafrestur, því sjávarútvegurinn fær ekki að sýna arð þrátt fyrir þokkalegar ytri að- stæður. Skuldbreytingar eru ein- ungis til að hrifsa eignarréttinn á atvinnutækjum til banka og lána- stofna, því gróði er bannorð. Hverjar eru tekjur bankakerfisins af sjávarútvegi? Framansögðu til sönnunar vitna ég til ummæla Gísla Konráðsson- ar hins virta framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf. í viðtali í útvarpinu sl. haust. Gísli líkti aðstæðum í dag við erfiðleikaárin 1967—68, en þá var bæði verðfall og aflabrestur, hvor- ugu er um að kenna í dag. Hingað til hefur Gísli ekki kvartað þó illa hafi árað, þó benti Gísli á fjölgun banka og gróskuna í bankakerf- inu, en nú kemur í ljós að á síðasta áratug hefur starfsmönnum bank- anna fjölgað um 110%. í fram- haldi af því væri fróðlegt að vita hverjar tekjur bankakerfisins séu af sjávarútveginum í krónum og í prósentum af heildartekjum bank- anna. Síðasta afrek bankanna var að gengistryggja afurðalánin stuttu fyrir síðustu gengisfellingu, án samráðs við lántakendur, þannig að þegar afurðirnar eru greiddar þá ná greiðslurnar rétt fyrir afurðalánunum. Bankarnir verða víst að fá sitt eins og alltaf og sjávarútvegurinn situr uppi með tapið. Heimatilbúinn vandi Efnahagsvandi Þjóðarbúsins er heimatilbúinn. Erfiðleikar blasa víða við, þrátt fyrir gott verð á fiskafurðum erlendis. Sala á fryst- um fiski árið 1984 er svipuð og á undanförnum árum, saltfisk- framleiðsala ársins 1984 er öll seld á viðunandi verði, sama er að segja um síldina. 1984 varð þriðja aflamesta ár íslendinga frá upp- hafi. Til fróðleiks er eftirfarandi upp- talning til að sýna smásöluverð á ýmsum matvörum í Bandaríkjun- um, verðlag í des. ’84. kr./kg Kjúklingar .................. 70 Kalkúnar .................... 87 Reykt svínakjöt ............ 122 Þorskflök .................. 188 Nautakjöt Sirloin-steik .... 297 Hakkað nautakjöt ........... 131 Fiskskammtar (M. Pauls) .... 367 Hnakkastykki af þorski (Lean Cusine) ....... 329 Þrátt fyrir að ytri skilyrði og aflabröðg séu með betra móti, lík- ir Gísli Konráðsson ástandinu við árin 1967—1968. Ekki er dýrum fjárfestingum fyrir að fara í fisk- vinnslunni. Skuldir fiskskipanna eru litlar í hlutfalli við vátrygg- ingarverðmæti flotans. Erlendar „Þad eru engir peningar til“ - eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Mörgum sýnist nú við áramót dökkt framundan í íslensku efna- hagslífi. (Eftir næstmesta aflaár í íslandssögunni.) Talað er um árið 1984 sem ár glataðra tækifæra, ár mistaka, ár vona og vonbrigða. Séu þetta orð að sönnu er því meiri ástæða nú t.il að herða sig upp, reyna að draga lærdóm af mistökunum — og beita aftur upp í vindinn. Víl og vonleysi á illa við, er við heilsum nýju ári. Það er eins og alltaf áður fullt af fyrir- heitum og möguleikum. Okkar er að nýta þá. Málum var klúðrað Hin stóru vonbrigði liðins árs voru auðvitað kjarasamningarnir sl. haust, sem fóru í vaskinn — og það sem á eftir kom. Með óskilj- anlegum og grátlegum tilburðum var þar málum klúðrað, bæði af hálfu stjórnvalda og samningsað- ila vinnumarkaðarins. Upp var staðið eftir grimm átök með 24% almenna launahækkun, sem svo að segja samstundis var að mestu leyti kippt til baka með gengisfell- ingu — og bullandi verðbólgu í kjölfarið. í athyglisverðri bók, „Hættu- legir straumar", er ég las nýlega eftir þekktan bandarískan hag- fræðing, Lester C. Thurow, er í einum kafla fjallað um launamál og verðbólgu og hvernig þetta tvennt verkar hvort á annað. Höf- undur telur, að fyrirfram ákveðin — tilbúin „launamálastefna" til að ná niður verðbólgu sé dæmd til að mistakast nema „hinir ýmsu þjóð- félagshópar sameinist í sjálfvilj- ugu átaki til að ná jafnvægi". En freistingin til að skerast úr leik verði í reynd alltaf of mikil. Ein- stakir hópar taki sig út og — upp- hefst nýtt kapphlaup. (Skyldum við þekkja það?) Höfundur líkir þessu fyrirbæri við fótboltakappleik. Spennandi leikur er í uppsiglingu. Til að sjá betur rísa einstakir áhorfendur úr sætum. En ef allir rísa upp, sér enginn betur, en allir verða miður sín, af því að allir vildu heldur sitja en standa. En sá fyrsti sem stóð upp hefir betri útsýn, þangað til hinir hafa staðið upp líka. En hvað um það að segjast niður aft- ur? Sá fyrsti, sem sest niður sér harla lítið, á meðan sá sfðasti til að setjast hefir auðvitað bezt út- sýni. Hver og einn vill því verða sá síðasti sem stendur og útkoman verður sú, að allir halda áfram að standa. Það er margt fleira í þessari bók, sem vert væri að minnast á. Hún væri holl lesning þeim sjálfstæðismönnum sem hafa skipað sér í trúflokk „frjáls- hyggju“-manna. Þegar ráðist var til atlögu Sjálfsagt mætti heimfæra sam- líkingu hins bandaríska hagfræð- ings með ýmsum hætti upp á ís- lenskar aðstæður og kjarasamn- inga-kárínuna á sl. hausti. Segja má, að hið „sjálfviljuga sameigin- lega átak til að ná jafnvægi" hafi verið staðreynd á tslandi, þegar ráðist var til atlögu við verðbólg- una með hörkulegum aðgerðum af hálfu nýrrar ríkisstjórnar á vor- dögum 1983. Fólk var reiðubúið til að leggja hart að sér og reyna nýj- ar leiðir, þótt óvægilegar væru og knúnar fram með lagaboði, í von um varanlega bata í kjölfarið. Við þekkjum öll framhaldið, — og það leið að nýjum kjarasamningum haustið 1984. Af furðulegu óraunsæi og skiln- ingsleysi á því, sem hafði verið að gerast í þjóðfélaginu á undanförn- um misserum gáfu talsmenn ríkis- stjórnar yfirlýsingar um, að allar launahækkanir umfram 4—6% myndu setja allt á hvolf aftur eftir þann ágæta árangur, er náðst hafði í baráttunni við verðbólg- una. Opinberir starfsmenn höfðu sett fram kröfu um 30% launa- hækkun. Mörgum þótti sú krafa fráleit, en hún var auðvitað til- komin vegna hins stórkostlega launaskriðs á almennum vinnu- markaði, sem leiddi af stjórn- lausri þenslu í hverskonar fram- kvæmdum og eyðslu hér á höfuð- borgarsvæðinu fyrir erlent lánsfé, sem íslenska ríkið og bankakerfið dældu inn í landið á meðan sjávar- útvegur og framleiðslufyrirtæki úti um land riðuðu á barmi gjald- þrots. Launabilið milli hinna ýmsu starfsstétta, sem var ærið fyrir, breikkaði enn. Fólk í þjón- ustu ríkis og bæja sat í sama far- inu og skrimti ekki lengur af laun- um sínum, dæmt ásamt öðru lág- Sigurlaug Bjarnadóttir „Hversvegna ekki að taka þá einu sinni af skarið og hækka öll laun um sömu krónu- tölu í stað prósentu- hækkunar — ekki til að jafna út öll laun í land- inu, sem er aðeins ósvíf- inn útúrsnúningur, heldur til að reyna að tryggja að allir fái laun, sem þeir geta lifað af.“ launafólki til fátæktar og von- leysis. Leiðinlegur brandari Við upphaf kjarasamninganna í haust stóð heldur ekki, fremur en fyrri daginn, á yfirlýsingum ráða- manna þjóðarinnar, þ.á m. marg- ítrekað frá forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, að hann teldi ekki koma til greina, að sama prósentuhækkun kæmi á öll laun. Það þyrfti umfram allt að tryggja hagsmuni hinna verst settu. Yfirlýsingar af þessu tagi eru í eyrum þjóðarinnar orðnar einskonar eilífðarbrandari, sem þó er engan veginn hægt að hlæja að. — Og gamla sagan endurtók sig auðvitað enn einu sinni. Áhorf- endurnir á fótboltavellinum, fullir eftirvæntingar og spennu, voru allir staðnir upp og enginn vildi verða fyrstur til að setjast aftur. Því fór sem fór, nú eins og alltaf áður, að sá sem lægstur var í loft- inu og minnstur fyrir sér varð verst úti og fékk harla lítið út úr leiknum á við hina, sem hærri voru og meiri á velli. Skálkaskjól Þetta eru óhemjuflókin og erfið mál — er viðkvæðið. Það er alveg satt. Margflækt launakerfi er orð- ið rammflókið, óskiljanlegt venju- legu fólki og er í æ ríkari mæli haft að skálkaskjóli fyrir rangindi og misrétti í launamálum, svo að mönnum blöskrar og er vel til þess fallið að kynda undir tortryggni og öfund, heimtufrekju og græðgi í þjóðfélaginu. Hver hrifsar til sín svo sem hann hefir aðstöðu til eft- ir öllum tiltækum krókaleiðum. Sanngirni og heiðarleiki lúta í lægra haldi. Allur magnaðist þessi ófögnuð- ur í langvinnri óðaverðbólgu. Hin- ir ríku urðu ríkari og hinir fátæku fátækari. Það viðurkenndu allir. Hversvegna ekki að taka þá einu sinni af skarið og hækka öll laun um sömu krónutölu í stað pró- sentuhækkunar — ekki til að jafna út öll laun í landinu, sem er aðeins ósvífinn útúrsnúningur, heldur til að reyna að tryggja að allir fái laun, sem þeir geta lifað af. Frekari leið- réttingar, þar sem með þyrfti, kæmu í gegnum skatta- og trygg- ingakerfi. Þetta er, hvað sem hver segir, einföld leið — og sjálfsögð á sérstökum erfiðleikatímum. „Það er ekki hægt“ Svarið við þessari hugmynd, sem oft hefir verið á döfinni hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.