Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1985 33 BÓKFRÆÐI Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Winfried Baumgart: Biicherver- zeichnis zur deutschen Geschichte. Hilfsmittel — Handbucher — Quell- en. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. William S. Peterson: A Biblio- graphy of the Kelmscott Press. Clarendon Press — Oxford 1984. Bókfræði eða bibliografía er lykillinn að bókaheiminum, og þessi bók að handbókum, upp- flettibókum, heimildarritum og almennum ritum í þýskri sagn- fræði. Þýsk saga er ekki einangrað fyrirbæri, hún er hluti Evrópusög- unnar og heimssögunnar, þess vegna er þetta rit einnig bókfræði almennrar sögu. Efninu er raðað að hefðbundnum hætti í slíkum ritum. Fyrsti kaflinn er skrá um inngangsrit að sagnfræðinámi m.a. Burckhardt: Weltgeschicht- liche Betractungen — L’histoire et ses méthodes: Samaran o.fl. o.fl. Þriðji kaflinn er skrá um almenn- ar bibliografíur — uppflettirit. Sjöundi kaflinn er alfræðirita- skrá. Sögulegt efni er mikill hluti allra helstu alfræðirita. Og síðan er haldið áfram, efnið flokkað eft- ir hinum fjölmörgu greinum sög- unnar. Ritið spannar miðaldir og fram á okkar daga. Þeir sem hugsa sér að stunda þýska sögu ættu að byrja á því að fá sér þessa bók. Þetta er 5ta útgáfa, endur- skoðuð og aukin. Kelmscott Press er frægasta einkaprentverk og einnig eitt það áhrifamesta allra einkaprent- verka. Prentverkið var starfrækt frá 1891 til 1898. Alls voru prent- aðar 52 bækur, sem eru nú taldar til vönduðustu prentverka prent- iönaðarins. Það var ekki aðeins að sérlega væri vandað til pappírs og prentsvertu heldur var leturgerð- in sérstök og skreytingar einstak- ar. Hver bók var listaverk. Þar kom til snilld stofnanda prent- verksins, Williams Morris, sem var listamaður, skáld og það sem nú er kallað hönnuður. Ahugamál hans voru mörg og m.a. endurlífg- un forns handverks og lista. Hann var drátthagur, einn drátthagasti listamaður sinnar samtíðar og þess naut prentverkið. Morris var vel kunnur hér á landi á sinni tíð, mörgum íslendingum að góðu kunnur og var kallaður fslands- vinur. Áhugi hans á fornsögunum varð kveikja að útgáfu og þýðingu þeirra á ensku og auk þess ferðað- ist hann hér um, 1873, og var í nefnd sem safnaði í hallærissjóð handa íslendingum 1882. Bestu ævisögur Williams Morris eru: J.W. Mack ail, May Morris, Vall- ance og E.P. Thompson o.fl. (heim- ild Asa Briggs). Morris tók mikinn þátt í stjórn- málum, var sósíalisti og rit hans eru mörkuð þeirri trú hans, mörg hver. í þessu riti er nákvæm skrá yfir Kelmscott-bækurnar, hverri bók lýst nákvæmlega, letri, pappír, broti og upphafsstöfum og skreyt- ingum. Auk þessa er skrá yfir aug- lýsingar og flugrit og ófullgerð rit. Þetta er mjög ítarleg skrá yfir allt sem vitað er um að prentað hafi verið hjá Kelmscott. Peterson skrifar ágætan inngang. Bók sem þessi er mjög þörf þeim sem hyggjast safna ritum frá þessu prentverki eða hafa safnað þeim, en þær eru allar sannarlega meðal bestu safngripa. Bókin er smekk- lega gefin út í The Soho Bibl- iographies nr. XXIV. VÖRULYFTARAR Líkt og v-þýsku bílaverksmiðjurnar, hafa Still- verksmiðjurnar sett gæðin, öryggið og þægindin á oddinn í framleiðslu sinni. Við hjá Globus h.f. erum staðráðnir í að fylgja þessum eiginleikum eftir með 1. flokks Still þjónustu á íslandi. Sýningarlyfftari á sftaðnum BESEHvörulyftarar eru fáanlegir í miklu úrvali og henta því til hinna ólíklegustu verkefna. Við bjóðum þá rafknúna, diesel- eða gasknúna — stóra eða smáa og með margs konar sérhæfðum lyftibúnaði. V-þýskir kostagripir sem endast Hringið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga. Góð kaup S.S. heimilissalami K' k9 489,00 S.S. paradísarsalami k' k9 509,00 S.S. piparsalami k' k9 489,00 S.S. spægipylsa, sneiðar kk9 610,00 Ali spægipylsa, sneiðar kr k9 570,00 Kjötmiðst.spægipylsa kr. kg 320,00 Kjötmiðstöövarsalami, bitar kk9 290,00 Bjórskinka kk9 295,00 Svínarúllupylsa kr' k9 250,00 Reykt medister kr. kg 140,00 Óðalspylsa kr. kg 130,00 Kjötbúöingur kr. kg 130,90 Tröllabjúgu kr. kg 153,00 Paprikupylsa kr. kg 130,90 Hangiálegg, sneiðar kr. kg 495,00 Rúllupylsa, sneiöar kr. kg 265,00 Beikon í stykkjum kr. kg 125,00 Beikon í sneiðum kr. kg 135,00 ítalska gullaschið kr. kg 290,00 Enskt buff kr. kg 375,00 Nautahakk, 10 kg pakkn. kr. 175,00 EL TORO Kínverskar pönnukök- ur. Algjört sælgæti, aö- eins 44,- stk., tilbúnar í ofninn eöa á pönnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.