Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 27 Skemmtikraftarnir á Þórskabarett. Stjúpsystur frá vinstri: Guðrún Þórðar- dóttir, Saga Jónsdóttir og Guðrún Alfreðsdóttir, og fyrir aftan þsr: Kjartan Bjargmundsson og Júlíus Brjánsson. Þórskabarett í gang á ný Mosfellssveit: Haldið upp á árs- afmæli Bóls MoRfellHsveit, 14. janúar. Á LAUGARDAGSKVÖLD var kátt í Hlégarði f Mosfellssveit. Þá héldu unglingar sveitarinnar upp á ársaf- msli félagsmiðstöðvarinnar „Ból“. Vegna fjölmennis varð að halda afmælið í Hlégarði. Margt var gert til skemmtunar og munaði mest um heimsókn unglinga úr Hveragerði. Þeir komu 50 talsins og fluttu leikritið „Eyjagæjar, Hverapíur, eldgos, ást og allt hitt“. Leikstjóri var Margrét Óskarsdóttir. Leikritið er samið af Robert Darling tónmenntakenn- ara, öðrum kennurum og nemend- um úr Hveragerði. Tókst leiksýn- ingin í alla staði vel og var höf- undum og flytjendum til mikils sóma. Þá var „Dansnýjung" með danssýningu og að lokum var dansað fram eftir nóttu við undir- leik diskóteksins Dísu og hljóm- sveitar félagsmiðstöðvarinnar að Bóli í Mosfellssveit. Litlu jólin voru haldin í Félags- miðstöðinni Bóli 21. des. sl. og var ákveðið að öllum ágóða þeirrar samkomu skyldi varið til hjálpar bágstöddum í Eþíópíu. Á þeirri samkomu söfnuðust tíu þúsund krónur og afhentu unglingarnir söfnunarféð sóknarpresti okkar, séra Birgi Ásgeirssyni. Æsku- lýðsstarf hér í Mosfellssveit er með miklum blóma undir leiðsögn æskulýðsfulltrúans, Louise Anna Schilt, en hún hefur starfað við félagsmiðstöðina frá stofnun hennar. Pétur. ÁKVEÐIÐ er að Þórskabarett í Þórscafé taki nú til starfa á ný eftir tveggja ára hlé. Fyrsta kabarett- kvöldió verður um helgina og hefur Þórscafé fengið fimm skemmti- krafta til þess að koma fram og skemmta matargestum næstu vik- urnar. Skemmtikraftar þessir eru Stjúpsystur, Guðrún Alfreðsdótt- ir, Saga Jónsdóttir og Guðrún Þórðardóttir, sem skemmta munu með söng og gamanmálum, og einnig verða þeir Júlíus Brjánsson og Kjartan Bjargmundsson einnig með skemmtiatriði. Þá verða tvær hljómsveitir í Þórscafé, Pónik og Einar og Dansband önnu Vil- hjálms. Munu þær skiptast á að leika fyrir dansi frá klukkan 20 til 3 og spilar hvor hljómsveit tvær klukkustundir í senn. Hljómsveit- irnar og söngvararnir, Einar Júlí- usson og Anna Vilhjálms, munu taka virkan þátt í kabarettatrið- unum. Á neðri hæð Þórscafé verður svokallað „Dansí-tek“, þar sem m.a. verða leikin öll vinsælustu danslögin á hverjum tíma. Útsala Gardínuefni 50—190 kr. Frotté-velour 100 kr. Jersey-velour 150 kr. Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar Bútar — Bútar — Bútar Skólavörðustíg 12 og Vogue, Hafnarfiröi Spariljáreigendur hafa ekki alltaf átt því láni aö fagna að geta örugglega varðveitt sparifé sitt. Spariskírteini ríkissjóðs hafa hins vegar veriö þeim kjölfesta í ólgusjó undanfarinna ára — áhættulaus, verðtryggð og með jafnbesta ávöxtun. Auðvelt hefur verið að selja skírteinin og koma þeim þannig í reiðufé fyrir innlausnartíma. Nú býöur ríkissjóður enn betur — kosti sem ekki hafa boðist áður, nýjar leiöir og styttri binditíma: VERÐTRVGGÐ SPARISKIRIIIM HEFÐBUNDIN - Lánstími lcngst I4áreöatil l(). jan. I999. -1 nnleysanleg af beggja hálfu eftir 3 ár eða frá lO. jan. I988. - Nafnvextir7%. - Vextir. vaxtavextir og verðbætur greiðast viö innlaasn. VERÐTRyGGÐ SPARISKIRTEINI MEÐ VAXTAMIÐUM - Lánstími lengst 15 áreða til l(). jan. 2000. - Innleysanleg af beggja hálfu eftir 5 ár eða frá 10. jan. 1990. - Vextir eru 6.71 % á ári og reiknast misserislega af verðbættum höfuðstóli og greiðast þá gegn framvísun vaxtamiða. VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI MEÐ HREYFANLEGUM VÖXTUM 0G 50% VAXTAAUKA - Lánstímier I8mánuðireðatil lO.júlí 1986. - Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og veröbætur greiðast við innlausn. - Vextir erueinfalt meöaltal vaxta af verðtryggðum reikningum viðskipta- bankanna. bundnum til 6 mánaöa, aö viöbættum 50% viixtaauka. Vextirnireru GENGISTRYGGÐ SPARISMRTEINI SDR - Lánstími er 5 ár eða til 1990. - Vextir eru 9% á ári. - Innlausnarverð. þ.e. höfúðstóll. vextir og vaxtavextir er greitt í einu lagi og hreytist í hlutfalli sem kann að hafa orðið á gengisskráningu SDR til hækkunar eða lækkunart'rá 10. janúar 1985. endurskrxAaðir á 3ja mánaða fresti. Meöaltalsvextir þessir eru nú 3.43% á ári en að viðbættum vaxtaauka 5.14% á ári. Sölustaöireru: Seðlabanki Islands. viðskiptabankarnir, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.