Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 39 Hestamennska í hnotskurn UM LANGT árabil hcfur verið haldin annað hvert ár i Essen i Þýskalandi einskonar heimssýning, um allt sem viðkemur hestum og hestamennsku. Eftir að útflutningur íslenskra hesta hófst hefur þáttur íslenska hestsins orðið k viðameiri á þessari sýningu. Nú í ár verður sýningin Equitana ’85 í Essen stærri og viðameiri en Miðar á Litlu hryllingsbúðina gegnum Visa Nú gefst Visa-korthöfum sá mögu- leiki að kaupa miða sína á Litlu hryllingsbúðina hjá Hinu leikhúsinu í gegnum síma með því að gefa upp viðeigandi upplýsingar af kortinu. I samtali við Mbl. sagði Einar S. Ein- arsson hjá Visa að það væri alþekkt fyrirbæri erlendis að fólk gæti keypt miða sína á tónleika og í leikhús á þennan máta. Hann sagði að til þess að kaupa miðann þyrfti viðkomandi að hringja og gefa upp eins og áður sagði uppíýsingar af kortinu. Að því loknu væri kaupunum á miðan- um lokið og korthafi ábyrgur fyrir honum hvort sem hann sækti hann eða ekki nema hann myndi afpanta með fyrirvara. Miðinn er síðan afhentur við dyrnar er sýning hefst og kortinu hefur verið framvísað. Það eru ekki fleiri aðilar sem tekið hafa upp þessa þjónustu við Visa, en Leikfélag Reykjavíkur og Islenska Óperan hafa þannig Visa- þjónustu að hægt er að greiða miðaverð með korti við innganginn en ekki enn í gegnum síma. nokkru sinni fyrr. Búist er við að um 200.000 hestaunnendur hvað- anæva úr heiminum komi saman í byrjun mars á sýningarsvæði sem er 66.000 m2 að flatarmáli. Þarna safnast saman og stinga saman nefjum allir þeir sem á einhvern hátt tengjast reið- og hesta- mennsku, tamningamenn, reiðtygjaframleiðendur, fóðurvöru- kaupmenn, dýralæknar, og áhuga- menn, og úr verður stærsta sam- koma varðandi hesta- og reið- mennsku í heiminum. AUa vikuna eru í gangi vörusýningar og marg- þættar hestasýningar svo sem hestadans, hindrunarstökk, hlýðni- sæfingar o.fl. Eitt kvöldið er t.d. sýning þar sem það besta úr und- angenginni dagskrá er endurtekið. Þessi úrvals atriði eru valin með þeirri sérstöku aðferð að mæld eru viðbrögð áheyrenda, lófatak og köll, með sérstöku tæki. Þannig eru fundin út þau atriði sem hafa heill- að áhorfendur mest og þau endur- sýnd. fslenski hesturinn hefur not- ið mikillar hylli áhorfenda og því komið sterkur út úr þessum hrifn- ingarmælingum. I tengslum við Equitana ’85 I mars nk. hefur ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hf. ákveðið að efna til hópferðar ís- lenskra hestamanna og annarra þeirra er á einhvern hátt, beint eða óbeint, tengjast hestamennsku. Fararstjóri verður Hjalti Jón Sveinsson, ritstjóri Eiðfaxa. (FrétUtilkjnning) í Œ is n a b æ I * I KVÖLD KL. 19.30 J * Aðalvinningur * * að verðmœti....kr. 25.000 j j HeUdarverðmœti j * vinninga.... .kr. 100.000 ; * ************ NEFNDIN. Regnboginn sýnir Uppgjöriö, „The Hit“ REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni Uppgjörið “The Hit“. Central Prod. eru fram- leiðendur myndarinnar undir stjórn Jeremy Thomas, handrit eft- ir Peter Prince, myndatöku annað- ist Mike Molloy. Myndin er á breiðtjaldi (Wide Screen) undir leikstjórn Stephen Frears. Með að- alhlutverk fara þau John Hurt, Tim Roth og Terence Stamp. Efni myndarinnar er í stuttu máli, að smáþjófur svfkur vini sína og kemur þeim í fangelsi en vinirn- ir reyna að ná fram hefndum 10 árum seinna. ÚDAL þaö er máliö. Opiö kl. 18—01. Nýr Þórskabarett! Við bjóðum aðeins upp á það r besta! Pantid borð tímanlega. — Simi 23333 og 23335 Staðurhinna vandlátu * júlíus Brjánsson * Kjartan Bjargmundsson • Guðrún Alfreðsdóttir • Saga Jónsdóttir • Quðrún Þórðardottir Hver i býöur betur? 6' povscaie na«Ja9sK',Ö'<> . ags- o9 '®09 ftStóWn' fösxoöw ,u,áboðs'° 'uaöo'K'1* , .k 0q Einar * ponm oy . *£$****■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.