Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1985 McEnroe bestur John McEnroe sigraði í Volvo- meistarakeppninni í tennis, er hann sigraöi Ivan Landl fr á Tékkóslóvakíu í úrslitaleik í New York á sunnudag. Meö sigri í þessu móti vann McEnroe sér inn 100 þúsund doll- ara. Annaö sætiö gaf Lendl 60 þúsund dollara. McEnroe vann Lendl í úrslitalotu 7—5, 6—0 og 6—4. Þetta er í þriöja sinn sem þeir McEnroe og Lendl lenda í úr- slitum á þessum mótum og alltaf hefur Lendl beöiö lægri hluti fyrir McEnroe. Á sunnudag var þaö ööru frem- ur frábær leikur McEnroes sem skóp sigur hans. Lendl spilaði ekki illa, heldur var hann aö spila viö besta tennisleikara heims í dag. McEnroe vann Svíann Mats Wil- ander í undanúrslitum 6—1, 6—1. Ivan Lendl vann Jimmy Conners 7—5, 6—7 og 7—5 í undanúrslit- um. John McEnroe er skapmaöur mikill og lenti hann aö þessu sinni í útistööum viö Ijósmyndara sem fóru eitthvaö í skapiö á honum. Hann öskraöi aö þeim, sló siöan bolta í átt til þeirra og hitti boltinn auga eins Ijósmyndarans. Velgengni McEnroes hefur veriö mikil á síöasta ári, hann hefur aö- eins tapaö þrem leikjum. Þaö var fyrir Ivan Lendl í franska opna meistaramótinu í júní sl., eins fyrir Vijay Amritraj frá Indlandi í ágúst og svo fyrir Svíanum unga, Henrik Sundström, i síöasta mánuöi. Moses ákærður EDWIN Mosfes, bandaríski ólympiumeistarinn í 400 metra grindahlaupi, hefur veriö ákærð- ur fyrir saurlífismál. Moses var handtekinn snemma á sunnu- dagsmorgun vegna þessa máls. Hann var ákæröur eftir aö hafa beöiö lögreglukonu aö gerast vændiskona sin. Einnig fannst smábögull af marijuana í bíl hans, er hann var handtekinn. Lögreglan sagöi aö hann fengi ekki ákæru fyrir þaö, kannski smá sekt, heldur væri hann ákæröur fyrir saurlífis- máliö. Lögfræöingur Moses segir aö hann sé ekki sekur um neitt, held- ur væri þetta allt á miskilningi byggt. Moses hafi aöeins verið aö gera aö gamni sinu viö lögreglu- konuna, sem þoldi þaö illa og kæröi hann. Hann hafi aldrei ætlaö aö fá hana til viö sig. Edwin Moses, sem nú er 29 ára, hefur í mörg ár veriö yfirburöa- maður í 400 metra grindahlaupi. Hann vann sín önnur gullverölaun á Úlympíuleikunum í Los Angeles í sumar, vann áöur gull í Montreal 1976. Hann hefur ekki tapaö keppni i 400 metra grindahlaupi í meira en sjö ár og hefur unniö 109 sigra á keppnisferli sinum. Hann er handhafi heimsmetsins sem er 47,02 sek. • Allt er tilbúið í Seefeld þar sem heimsmeistaramótið í norrænum greinum skíöaíþrótta fer fram næstu daga. Þessi mynd er frá staönum og þar er risastór snjókarl sem býður keppendur velkomna með bros á vör. Einar og Gottlieb keppa á HM í norrænum greinum Heimsmeistaramótið í norræn- um greinum hefst á morgun, fimmtudag, í Seefeld í Austurríki. Þar veröa tveir islendíngar á meðal keppenda, þaö eru þeir Einar Ólafsson frá ísafiröi og Gottlieb Konráösson frá Ólafs- firði. Seefeld er litiö skíöaþorp sem stendur í 1200 metra hæö yfir sjó og er rétt noröan viö Innsbruck, þar sem Ólympíuleikarnir í vetrar- íþróttum voru haldnir 1976. Þá fór gangan einmitt fram á þessum staö. í Seefeld er eitt besta skíöa- göngusvæöi í Austurríki. Nægur snjór er nú í Seefeld, þaó leit nú ekki of vel út meö snjó þar alveg fram aö áramótum, en aö undan- förnu hefur heldur betur ræst úr því. Keppendur okkar, þeir Einar og Gottlieb, munu taka þátt í 15 km og 30 km. Einar ætlar svo aö keppa í 50 km og er þaö frumraun hans í þessari göngulengd. Dagskrá mótsins hefst á morg- un og er eins og hér segir: 17.1. Mótssetning. 18.1. 30 km ganga karla. Stökk, norræn tvíkeppni. 19.1. 10 km ganga kvenna. Nor- ræn tvíkeppni karla, 15 km ganga. 20.1. Stökk af 90 metra palli. 21.1. 5 km ganga kvenna. 22.1. 15 km ganga karla. 23.1. Boöganga kvenna 4x5 km. 24.1. Boóganga karla 4x10 km. Norræn tvíkeppni, stökk 70 m pall- ur. 25.1. Norræn tvíkeppni, boöganga 3x10 km. 26.1. 20 km ganga kvenna. Stökk af 70 metra palli. 27.1. 50 km ganga karla. Islendingarnir byrja aó keppa á föstudag, þá keppa þeir í 30 km göngu. Meö islendingunum eru fararstjórinn, Ingólfur Jónsson, og þjálfari liösins, Siguröur Aöal- steinsson. Hans Enn sigrar i stórsvigi arkeppninni eftir keppnina í gær- dag er nú þessi: Stig 1. Pirmin Zurbriggen, Svits 179 2. Marc Girardelli, Lúxemborg 185 3. Andreas Wenzel, Liechtenstein152 4. Thomas Buergler, Sviss 93 5. Martin Hangl, Sviss 83 8. Max Julen, Sviss 82 7. Bojan Krizaj, Júgóslavíu 79 8. Franz Heinzer, Sviss 78 9. Oswald Toetsch, ftalíu 74 10. Hans Enn, Austurríki 71 Ingemar Stenmark, SvfþjóA 71 Staöan í risasvigkeppninni er hinsvegar þessi: Girardellí 90 Hangl 69 Zurbrtiggen 68 Buergler 65 Enn 58 Borðtennisfólk til Danmerkur HANS Enn, Austurríki, vann naumlega landa sinn, Hubert Strolz, í stórsvigskeppni heims- bikarsins í gær, sem fram fór í Adelboden í Austurríki. Þetta var fyrsti sigur Austurríkismanns í heimsbikarnum í vetur. Hans Enn er 26 ára og hefur veriö meö í heimsbikarnum síö- ustu níu ár og er meö þeim eldri í þessari keppni. Hann kom í mark á aöeins sjö hundruöustu úr sek- úndu betri tíma heldur en landi hans Hubert Strolz. Tími Hans Enn var 3:07,17 min. samanlagt úr báöum umferóum. Þriöji var svo áöur óþekktur itali, Ricardo Pram- otton, sem var 54 hundruöustu á eftir Enn. Marc Girardelli frá Lúx- emborg var níundi eftir fyrri ferö, en krækti svo í hliö í neöri hluta sióari feróarinnar og var úr leik, eftii aö hafa haft besta millitímann í þairri ferö. Pirmin Zurbriggen he.dur þvi enn forustu í heimsbik- arnum, þótt hann liggi í sjúkrahúsi í Sviss Zurbriggen veröur frá keppni næstu vikur, hugsanlegt er þó aö hann geti tekiö þátt í heims- meistaramótinu sem hefst í Borm- íó á italiu um næstu mánaóamót. Brautirnar í Adelboden voru mjög slæmar og voru margir skíö- akapparnir í vandræöum. Þaö voru þrjár mismunandi geröir af snjó i brekkunni, mjúkur og þurr efst, blautur um miöja braut og svo haröfenni í neösta hluta henn- ar. Þetta var fimmti sigur Hans Enn síöan 1976 í heimsbikarnum í stór- svigi. Staöa efstu manna í heimsbik- í BYRJUN febrúar fer tíu manna hópur úr landsliði íslands í borð- tennis í keppnisferö til Danmerk- ur fyrir forgöngu Sten Kyst Han- sen sem þjálfað hefur landsliöiö í vetur, en hann var áður landsliös- þjálfari Dana. Leikiö veröur viö danska landsliöiö og dönsk fé- lagsliö. Þessi ferö er liður i undirbúningi landsliösins fyrir þátttöku í Evr- ópudeildinni í borötennis, en Is- land keppir í þriöju deild og veröur LANDSLID Japan í knattspyrnu vann liö Bordeaux frá Frakklandi í vináttuleik sem fram fór í Japan í gær, með 3 mörkum gegn engu. Þetta var seinni leikur þessara liða, fyrri leikurinn var á laugar- dag og sigruöu þá Frakkarnir með 2 mörkum gegn einu. í gær sigruöu svo Japanir meö 3 mörkum gegn engu, fyrir framan 25 þúsund áhorfendur í borginni Kobe í Japan. su keppni haldin hér á landi 15.—17. febrúar nk. Ekki liggur endanlega fyrir hversu þátttöku- þjóöir veröa margar. Landsliösþjálfari hefur valiö eft- irfarandi leikmenn til þess aö keppa fyrir hönd Islands í Evrópu- deildinni. Ragnhildur Siguröardóttir UMSB Sigrún Bjarnadóttir UMSB Tómas Guöjónsson KR Stefán Konráðsson Stjarnan Tómas Sölvason KR Franska liöiö Bordeaux, sem í eru stjörnur eins og landsliös- mennirnir Alain Giresse og Jean Tigana, skapaöi sér fá færi í þess- um leik. Japanarnir stóöu sig mjög vel í vörninni. Giresse sagöi eftir leikinn, aö þeir heföu ekki getaö leikiö vel vegna þess hvaö vörn Japana var sterk og braut niöur allar sóknar- aögeröir liösins. „Japanirnir hljóta aö hafa stúderaö leik okkar á laug- ardaginn mjög vel,“ sagði Giresse. Jóhannes Hauksson KR Landsliöiö hefur æft stíft í vetur undir stjórn hins snjalla danska þjálfara. Landsliðshópinn skipa 6 konur og 10 karlar og hefur þjálf- arinn raðaö einstökum keppend- um þannig upp eftir mati sínu á styrkleika: Konur: 1. Ragnhildur Siguröardóttir UMSB 2. Sigrún Bjarnadóttir UMSB 3. Kristin Njálsdóttir UMSB 4. Hafdís Asgeirsdóttir KR 5. Arna Sif Kjærnested Víkingi 6. Elísabet Úlafsdóttir KR Karlar: 1. Tómas Guöjónsson KR 2. Stefán Konráösson Stjörnunni 3. Tómas Sölvason KR 4. Jóhannes Hauksson KR 5. Kristinn Emilsson KR 6. Kristján Jónasson Víkingi 7. Guðmundur Maríusson KR 8. Vignir Kristmundsson Erninum 9. Hilmar Konráösson Víkingi 10. Bjarni Kristjánsson UMFK Heimsmeistaramótiö í borð- tennis veröur haldiö í Gautaborg dagana 18. mars til 7. apríl og fara héöan væntanlega 2 konur og 3 til 4 karlar. Ekki er endanlega ákveö- iö hverjir munu keppa fyrir hönd íslands. Bordeux tapar Socrates vill fara SOCRATES landsliðsmaöurinn frá Brasilíu sem leikur með Fior- enina á ítalíu, hefur hugleitt aö brjóta samning sinn við félagið, hætta og snúa heim til Brasilíu. Socrates sem nú.er 30 ára hefur ekki veriö allskosta ánægöur hjá Fiorentina hvorki meö leikskipulag eöa annaö hjá félaginu og vill ólmur komast frá félaginu. Socrat- es sem kom frá Corinthians til Fiorentina og kostaói þá aöeins 3 milljónir dollara átti aö koma liöinu í toppsæti í ítölsku deildinni. Þaö hefur heldur betur fariö á annan veg og er Fiorentina í 10. sæti í deildinni eftir aö hafa tapaö fyrir Napolí um síöustu helgi. Valcareggi þjálfari Fiorentina sem tók viö iiöinu í síöasta mánuöi sagöi aö Socrates passaöi ekki nógu vel inn í ítölsku knattspyrn- una, hann viröist ekki hafa tíma til aö hugsa, þjálfarinn vildi meina aö þaö ætti aö gefa Socrates smá hvíld frá knattspyrnu því þetta væri sálfræóilegt vandamál en ekki lík- amlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.