Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1986 Tannheilsa bágborin meðal skólabarna „TANNHEILSA í.slenzkra skólabarna er mjög mikió áhyggjuefni. en hún er hér á landi á svipuðu stigi og fyrir 20 árum. Ætla má að meginorsök þess sé mikil sykurneysla Islendinga," sagði Katrín Fjeldsted, formaður heilbrigðisráðs borg- arinnar á fundi borgarstjórnar f gær, skólum. Áætlað er að fluorskolun hefjist 1 skólum borgarinnar í byrjun febrú- ar, en áætlaður efniskostnaður vegna fluorskolunar er 50 krónur á barn á ári, sem gerir 650 þúsund samtals á ári. 1 tillögum um tann- vernd í skólum sem heilbrigðisráð Reykjavíkur hefur nýlega sam- þykkt segir m.a. að tannskolun með 0,2% NaF-upplausn verði fram- kvæmd tvisvar í mánuði allt skóla- árið. Sagði Katrín að tannheilsu hér á landi meðal skólabarna væri háttað eins og fyrir 10 árum hjá nágranna- þjóðunum. Tannskemmdir 12 ára skólabarna væru samkvæmt DMF- stuðli 8 I Reykjavík, 13 í Kópavogi er hún kynnti tillögur um tannvernd í og á Akranesi og 12 t.d. í Hafnar- flrði. 1 Finnlandi væri hlutfallið 4, Noregi 4,4 og Hollandi 3,9, svo dæmi séu nefnd. Tannskemmdir meðal íslenskra barna væru tvöfalt tíðari en meðal nágrannaþjóðanna. Vinna yrði að fyrirbyggjandi að- gerðum í þessu efni, s.s. með flu- orskolun í skólunum, en skipulagð- ar fluorskolanir erlendis hefðu lækkað tíðni tannskemmda veru- lega. Þá gerði Katrín sykurneyslu tslendinga að umræðuefni, en hún næmi því að hver maður neytti 53 kg. af sykri á ári. Þá sagði hún m.a. að þau manneldismarkmið sem sett hefðu verið hér á landi næðu ekki til tannheilsu. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: Gef Alþingi skýrslu um stöðu orkumála „ÉG ÆTLA að gefa Alþingi skýrslu um stöðu orkuframkvæmda í landinu almennt strax eftir að það kemur saman á ný eflir jólaleyfi," sagði Sverrir llermannsson iðnaðarráðherra, er rætt var við hann í gær. Alþingi kemur saman á ný mánu- daginn 28. janúar og sagðist Sverrir ætla að gefa þingmönnum yfirlit yfir stöðu mála þar sem umræður síðustu daga um orkumál gæfu til- efni til þess. Iðnaöarráðherra, auk fjármála- ráðherra, Alberts Guðmundssonar, og tveggja fulltrúa í stóriðjunefnd sátu fundi í vikunni með þremur aðalforstjórum franska áliðjuvers- ins Pecheney í París. Sverrir sagði, að þetta hefði verið fróðlegur kynn- ingarfundur. Frönsku forstjórarnir hefðu sýnt áhuga á íslenzkum há- hita og á að koma til landsins og skoða aðstæður. Aftur á móti stæði franska fyrirtækið í gífurlegum fjárfestingum I meirihluta áliðju- vers í Kanada, sem yrði 230 þús. tonn að stærð og fjárfestingin 1,2 milljarða Bandaríkjadala, og því hefðu þeir lítinn áhuga á frekari fjárfestingum i áliðnaði sem stend- ur. .. Hvað er í matinn núna? gæti sehirinn verið að bugsa nm leið og hann skimar eftir sendingn frá Bátsverjnm á Matthildi. Æðarfuglinn fylgist með, æðrulaus að því er virðisL Selur gæludýr Ólafsvíkinga HÚS- og gæludýr eru af ýmsu tagi. Selir flokkast varla undir dýr af því tagi enda veióilaun greidd fyrir þá bér á landi. Þó hefur gamall sehir tekið slíku ástfóstri við Ólafsvíkinga, að hann hefúr haldið til í höfninni hjá þeim um 7 ára skeið og þegið þar vænan fiskbita, þegar bátarnir koma inn til lönd- unar. Kristmundur Halldórsson, skipstjóri á Matthildi, sagði Morgunblaðsmönnum frá þvi, að selurinn væri alltaf mættur þeg- ar bátarnir kæmu inn og ættu menn alltaf eitthvað handa hon- um af fiski. Hann væri orðinn eins konar húsdýr hjá Ólsurum og engum manni dytti í hug að hvekkja hann. Selurinn ætti það síðan til að koma með matar- gesti með sér og virtust þeir al- veg óseðjandi. Reyndar grunuðu þeir hann um að eiga forðabúr einhvers staðar því það væri með ólikindum við hve miklu hann tæki. Hugmyndir Steingríms Her- mannssonar í skattamálum STF.INGRÍMIIR Hermannsson, forsætisráðherra, hefur sagt ranga þá staðhæfingu Morgunblaðsins í frétt á baksíðu blaðsins ( fyrradag, að hugmyndir hans i efnahagsmáí- um feli í sér skattahækkanir. f samtali við málgagn sitt, NT, segir forsætisráðherra í gær, að „það væri alrangt sem Morgunblaðið héldi fram að tillögur hans fælu í sér skattahækkun og að Sjálfstæð- isflokkurinn befði hafnað hug- myndum hans.“ Eins og skýrt var frá í um- ræddri frétt Morgunblaðsins voru hugmyndir Steingríms Hermannssonar lagðar fyrir þingflokk sjálfstæðismanna síð- astliðinn mánudag. Var þeim tekið þannig, að enginn sem fundinn sat og Morgunblaðið hefur náð til gat skilið afstöðu manna á annan veg en þann, að þeir teldu hugmyndirnar óviðun- andi umræðugrundvöll og ræða bæri málin á öðrum forsendum. Vegna þeirra ummæla forsæt- isráðherra, að Morgunblaðið hafi skýrt þannig frá tillögum hans, að frásögnin sé alröng og með vísan til þess, að forsætis- ráðherra hefur rakið efnisatriði tillagnanna í NT telur Morgun- blaðið sig ekki eiga annan kost en birta tvo kafla úr trúnaðar- plaggi forsætisráðherra sem lagt var fyrir þingflokka stjórnarliða en mynd af upphafi þess er birt hér með. í plagginu segir m.a.: „Hvað varðar tekjuöflunar- kerfi hins opinbera, eru m.a. eft- irfarandi breytingar fyrirhugað- ar Tekjuskatti einstaklinga verð- ^ trOnaðarmAl PROG . 1.1985 l'ndirbúni nnsefni vpnn.! yfirlysinqar r.t jórnarf lokkanna. Þegar rikisstjórn l’ramsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks var mynduð eftir Alþingiskosn- inaar vorið 1983, blöstu miklir erfiðleikar við í islensku efnahagslifi. öðaverðbólga, Upphafið á hugmyndum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem voru lagðar fram í þingflokkum stjórnarliða á mánudaginn. Undir orðinu Trúnaðarmál efst til hægri stendur: „S.H. —9.1. 1985/, stafirnir SH eru fyrir Steingrfmur Hermannsson. I Skriflegar hugmyndir forsætisráðherra: Megir á skat — þingflokkur sjál STEINGRÍMI R HffMUMMa. fov- sæimráóáerra. brfor kyaat þtag maaaaai MÍánMrfMkaaaa rftrineg táhersl tahæk fstæðismanna hafm ar hagaiyadw aai efai yflrtýaiagar atféraarfMkaaaa f aaavæmi vi* það arai ráðkerraaa aagái f ánaáUávarft aéaa am eadarskoöua atjáraaraUfa- aaaar. Megiakjarai þesaara hag rayada rr aá akatlar verði kækkaátr ava M aaeá akyldaaparnaói. hækk aa etgaaakaUa ag aýja gyaldi á atárar faateigair eáa gaailar Saaikvæm a lögð kanir ir hugmyndunum opinberar yfirlýsingar ráðhrrra Framaóknarflokkaina eins og Alex- andrrs Stefánssonar. félagsmála ráðherra, sem vill auka tekjuöflun til húsnæðismála. Auk nýrra skatta 1 þvi skyni hreyfír forsart- isráðherra þvl að reglur verði sett- ar um skuidabréfakaup lífeyris- sjóða. Frétt Morgunblaðsins sl. fimmtudag sem forsætisráðherra befur lýst yfir, að hafi að geyma „airangt'* efni. ur breytt í samræmi við áður markaða stefnu stjórnarflokk- anna í september sl. Kignarskatti einstaklinga verð- ur breytt þannig að... ? Félagasköttum verður breytt þannig að... ? Aðflutningsgjöldum verður breytt þannig að... ? Vörugjaldi verður breytt til... ? Söluskatti verður breytt þann- ig að... ? Virðisaukaskattur verður tek- inn upp... ? í heild hefur þessi breyting á tekjuöfluninni það markmið að létta sköttum af almennum launþegum og þeim, sem nýlega hafa aflað sér húsnæðis og bera þunga vaxtabyrði af húsnæðis- lánum samanborið við aðra skattþegna. Heildarskattbyrðin breytist þó ekki, en stefnt er að lækkandi sköttum á næstu ár- um.“ Á öðrum stað í hugmyndum Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, segir: „Við húsnæðismálastofnun verður komið á fót sjóði til að- stoðar við þá húsbyggjendur og kaupendur, sem í sérstökum erf- iðleikum eru vegna verðtryggðra lána sl. 5 ár. Fjármagns verður aflað með skyldusparnaði og/eða hækkun eignaskatts, og/eða sér- stöku fasteignagjaldi á eldri og stærri fasteignir." Fram hefur komið í fréttum að Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra Framsóknar- flokksins, vill hækka skatta til að afla fjár til húsnæðismála. Ameríkuflutningar SH: Rætt við Eimskip og skipafé- lagið Víkur SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur að undanförnu rætt við Skipa- félögin Víkur og Eimskip um tilboð þeirra í freðfiskflutninga SH til Am- eríku. Þessi tvö félög voru með lægstu tilboðin og verið er að kanna ýmsa þætti þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins gerðu 5 skipafélög tilboð í þessa flutninga fyrir yfirstandandi ár. Voru til- boðin svipuð, en tilboð áður- nefndra félaga virtust þó hag- stæðust. Stefnt er að því, að við- ræðum við Víkur og Eimskip ljúki i næstu viku og þá verði ákveðið hvoru tilboðinu verður tekið. Þau munu bæði fela í sér rúmlega 10% lækkun farmgjalda frá því sem nú er, en til þessa hefur Eimskipafé- lagið annazt þessa flutninga. Útvarpsstjóri mælir með Elvu Björk ÚTVARPSSTTJÓRI, Markús örn Antonsson, hefur að fenginni um- sögn útvarpsráðs mælt með því við menntamálaráðherra, að Elva Björk Gunnarsdóttir verði skipaður fram- kvæmdastjóri Rfkisútvarpsins. Þá hefur hann gengið frá ráðningu Ein- ara Arnar Stefánssonar í stöðu fréttamanns hjá sjónvarpinu til eins ára. Á fundi útvarpsráðs féllu at- kvæði þannig, að Elva Björk Gunnarsdóttir fékk fjögur at- kvæði, Ævar Kjartansson fékk tvö og Helgi Pétursson eitt. Á sama fundi útvarpsráðs voru greidd at- kvæði um stöðu fréttamanns hjá sjónvarpi til eins árs I stað Guð- jóns Einarssonar, sem verður i leyfi þetta ár. Einar örn Stefáns- son, fréttamaður hljóðvarps hlaut flmm atkvæði, Kristín Jónsdóttir hlaut eitt atkvæði. „Var vitað að ávöxtunin af lánunum var óverðtryggð“ „ÞAÐ var vitað fyrirfram, að vextir af þessum lánum, sem voru í formi happ- drættisvinninga 7%að meðaltali, voru óverðtryggðir. Lánin voni verðtryggð, en vaxtalaus og vinningsvonin átti að lokka fólk til að kaupa þau. Ríkissjóð- ur borgaði að meðaltali 7%af upphaf- legri upphæð lánanna ( formi vinn- inga, en i verðbólgunni lækkaði þetU svo mikið, að farið var að líta á þetU sem vaxUlaus lán,“ sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaup- þings, er Morgunblaðið innti hann álits á lækkun vinninga af Happdrætt- isskuldabréfum rfkissjóðs. „Þetta sýnir að menn þurfa að huga vel að því, þegar þeir kaupa bréf eða fjárfesta, að vextirnir séu örugglega verðtryggðir með höfuð- stólnum. Vinningarnir af þessum lánum virtust mjög myndarlegir í fyrstu, en sfðan hafa þeir lækkað og orðið að engu. Þessi bréf hafa að undanförnu verið seld með afföll- um, sem gefa kaupendum ákveðna ávöxtun, sem hefur verið vel viðun- andi. Lánin eru verðtryggð miðað við framfærsluvísitölu, sem hækkað hefur meira en aðrar vísitölur eftir að tekið var að skerða launin,“ sagði Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.