Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANtJAR 1985 Tónlist Sjóræningjarnir frá Pensance Egill Friðleifsson Bíóhöllin á Akranesi 17. janúar. Verkefni: Sjóræningjarnir frá Pensance. Höfundar: Gilbert og Sullivan. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Söngstjórn/undirleikun Unnur Jensdóttir. Stjórn/hönnun: Magnús H. Ólafsson. Flytjendur: Nemendur Tónlist- arskóla Akraness o.fl. Skagamenn létu hendur held- ur betur standa fram úr ermum á söngsviðinu í Bíóhöllinni á Akranesi sl. fimmtudagskvöld. Þá tóku þeir sig til og færðu upp söngleikinn „Sjóræningjana frá Pensance" eftir Gilbert og Sull- ivan. Það var að tilhlutan Tón- listarskóla Akraness sem í þetta var ráðist, enda flestir sem við sögu komu, tengdir skólanum, ýmist nemendur eða kennarar. Þau höfðu þó fengið til liðs við sig söngkrafta úr kór Járn- blendiverksmiðjunnar og kirkju- kór Akraness, sem tóku hressi- lega undir glaðlegan söng þeirra tónlistarskólamanna. En til- gangurinn með uppfærslu söng- leiksins var fyrst og fremst að gefa nemendum skólans tæki- færi til að syngja og leika á sviði, eins og tekið er fram í leikskrá. Höfundarnir, textahöfundur- inn William Gilbert og tónskáld- ið Arthur Sullivan, voru 19. ald- ar Lundúnabúar. Stormasöm samvinna þeirra stóð áratugum saman. Söngleikirnir, sem þeir sömdu saman, náðu miklum vinsældum á sínum tíma, og sumir lifa góðu lífi enn i dag, þó efnið risti ekki ýkja djúpt né heldur tónlistin dýrt kveðin. Og svo eru nöfn þessara manna tengd, að þeir eru jafnan nefndir í sömu andránni, Gilbert og Sul- livan. Söngleikurinn sem hér var fluttur, „Sjóræningjarnir frá Pensance", var fyrst fluttur árið 1879. Þar kynnumst við sjóræn- ingjum, sem eru að fagna þvf að yngsti maður hópsins, Friðrik að nafni, hefur náð 21 árs aldri og Nætursöngur umhverfis herforingjann Sungið um hetjudáðir því hægt að taka hann sem full- gildan meðlim í samféiag sjó- ræningja. En Friðrik er með af- brigðum skyldurækinn, hefur annað í huga enda kominn i þennan hóp fyrir misskilning. Við sögu kemur einnig generáll nokkur á skoðunarferð með dætrum sinum og fylgdarliði, sem fyrir tilviljun verða á vegi sjóræningjanna. Þar hittir Frið- rik elskuna sína hana Mabel og snýst málið heilmikið um að þau nái saman. Það er varla ástæða til að rekja söguþráðinn nánar. En eins og öll góð ævintýr endar söngleikurinn vel, enda kemur i ljós að sjóræningjarnir eru ekki syndum hlaðnir bófar, heldur aðeins ólánsamir aðalsmenn. Þó einhverjum kunni að þykja sögu- þráðurinn litið merkilegur, er verkið samið af fagmannlegri íþrótt. Atburðarásin er hröð og hlaðin mörgum bráðsmellnum atriðum. Tónlistin rennur ljúf- lega og átakalitið áfram. Raunar er þessi söngleikur kjörið verk- efni fyrir áhugamannahóp sem hér, enda kunnu áheyrendur greinilega vel að meta það græskulausa gaman, sem fram fór á sviðinu. Þarna sprangaði um hinn annars dagfarsprúði skólastjóri Tónlistarskólans, Jón Karl Einarsson, sem vigreifur sjóræningjakóngur og virtist kunna hið besta við sig. Annar skólastjóri, Viktor Guðlaugsson, söng hlutverk Friðriks með til- þrifum. En þar sem hér er fyrst og fremst um nemendasýningu að ræða verður ekki fjallað um frammistöðu hvers og eins i þessum pistli. Nemarnir eru greinilega mislangt komnir i söngnámi sínu þó hver og einn reyndi að sjálfsögðu að gera sitt besta. Þegar haft er í huga, að næstum enginn hafði áður á fjal- irnar stigið, verður ekki annað sagt en leikstjórinn, Andrés Sig- urvinsson, hafi unnið mjög gott starf. Sýningin rann lipurlega og hnökralítið áfram. Hópsenurnar voru víða bæði líflegar og hreyf- anlegar. Leiktjöldin voru einföld og lýsingu snoturlega beitt. Svið- ið í Bióhöllinni hafði verið stækkað og hljómburður bættur og mun Magnús H. ólafsson eiga þar drjúgan hlut að máli. En það segja mér kunnugir að prímus mótor í þessu öllu sé söngkenn- ari Tónlistarskólans, Unnur Jensdóttir, sem af óbilandi dugnaði og áhuga hafi drifið menn áfram og hvatt til dáða. Það er í mikið ráðist af litlum tónlistarskóla að setja svona söngleik á svið. Þeim mun ánægjulegra er hversu vel tókst til. Hér voru hressir áhugamenn á ferðinni, þar sem söng- og leikgleðin sat í fyrirrúmi. Sem fyrr segir skemmtu áheyrendur sér hið besta og klöppuðu söngfólkinu óspart lof í lófa að sýningu lokinni. Það er ástæða til að óska þeim Tónlist- arskólámönnum til hamingju með framtakið. Gagnmerk sýning Það tekur af öll tvímæli, að sá maður er um ófyrirsjáanlega framtíð mun öðrum fremur verða íslendingum hugstæður fyrir af- burða gáfur, framsýni og þrek, er Guðbrandur biskup Þorláksson. Afrek hans að koma Biblíunni allri út á íslenzku mun halda nafni hans á lofti, svo lengi sem íslenzka er töluð í landinu og nýtur virð- ingar þjóðarinnar. íslenzka sú, er við tölum og ritum I dag er um margt samofin nafni þessa manns og því þrekvirki að prenta um 100 bækur um sína daga við hinar frumstæðustu aðstæður og dreifa á meðal þjóðarinnar. Á Bibilúári var því vel til fundið af Þjóðminjasafninu að setja upp sýningu á ýmsum bókum, skjölum, handritum, myndum og persónu- legum gripum er tengjast nafni Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem ríkti á Hólum í 56 ár, eða frá 1571 til 1627. í Bogasal safnsins hefur þannig undanfarið getið að líta nokkrar þeirra 79 bóka, er varðveist hafa, ásamt ýmsum ritum um Guð- brand og störf hans svo og rann- sóknir á máli Guðbrandsbiblíu — bókum, þar sem gerð er grein fyrir stafsetningu, hljóðfræði og bygg- ingarfræði, sögu ísienskra bibl- íuþýðinga svo og aðskiljanlegu fleiru í þá veru. Mun sýningin standa út þennan mánuð. Bragi Ásgeirsson Það er margt, sem gleður augað á þessari sýningu og vísar til há- þróaðs handverks er á íslandi dafnaði á fyrri öldum. Má hér nefna kistil útskorinn úr furu, sem mælt er, að Guðbrandur hafi gert og gefið Kristínu dóttur sinni. Ferðaveski, vískál og ferðaskrín með hnífapörum, vínskál og skeið. Skeiðin er með renaissansverki frá því um 1600 og á hana virðist grafið fangamark Guðbrands. Þarna er tinaskur, sem sagður er vera mataraskur Guðbrands. Þá er fróðlegt að virða fyrir sér húsa- postillur og sálmabækur, — messusöngbókina eða Grallarann, sem Guðbrandur gaf út árið 1594 og var alls prentaður 19 sinnum — síðast 1799 og notaður fram á 19. öld. Já, svo lengi bjó að verki Guð- brands. Djásn sýningarinnar er svo Guðbrandsbiblían, sm lokið var við hinn 6. maí 1584. Einstakt af- reksverk er útheimt hefur fram- sýni, þrek og járnvilja. Þá er Visnabókin einstæð í sinni röð og er því haldið fram að ekkert sambærilegt Ijóðasafn til alþýðu- nota hafi síðan komið út á íslandi. Hún var gefin út í þeim eðla til- gangi, að af mættu leggjast brunavísur og Afmorskvæði, sem allmargir dáðu og iðkuðu um daga Guðbrands. Hér ber og að geta, að Guðbrandur fékk frænda sinn, Arngrím Jónsson, til að svara mörgum lastskrifum um ísland. Sjáum við fyrstu bókina, er kom út 1593, og var umheiminum ábending um islenzk handrit. Ennfremur liggur frammi Jóns- bók er lögtekin var 1281, en prent- uð 1578 og tvisvar endurprentuð skömmu síðar. Hefur hún þannig mætt þðrf og fallið í góðan jarð- veg. 1 öllu samanlögðu lífsverki Guðbrands kemur það skýrlega fram, að það er öðru fremur þjóð- in, sem fjárfestir í menntun, en ekki einstaklingurinn, þótt á síð- ari árum hafi komið fram rík til- hneiging til að meta námsbrautir til fjár, en það er tímaskekkja í ómótuðu velferðarþjóðfélagi. I stórfróðlegri grein Sigur- björns Einarssonar, fyrrverandi biskups, hér í blaðinu 18. nóvem- ber kemur það merkilega fram, að það voru ekki íslendingar er kusu Guðbrand sem biskup. „Islending- um kom hann ekki til hugar sem biskupsefni þá, þeir kusu séra Sig- urð Jónsson á Grenjaðarstöðum í annað sinn. Guðbrandur kom ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.