Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 til greina fyrir æsku sakir, hann var aðeins 29 ára.“ Hér réði ein- hliða ákvörðun konungs sam- kvæmt tillögum háskólamanna i Kaupmannahöfn, — og gekk hann ekki í annan tíma gegn óskum ís- lendinga af farsælla viti.“ I grein Sigurbjörns kemur einn- ig fram, að Guðbrandur hafi ung- ur getið sér lærdómsorð við há- skólann í Kaupmannahöfn. Þar las hann ekki aðeins guðfræði af kappi, heldur lagði sig líka eftir málfræði, stærðfræði og stjörnu- fræði, enda reiknaði hann út hnattstöðu íslands betur en áður hafði verið gert og gerði uppdrátt af fslandi furðu góðan. Þennan uppdrátt má og sjá á sýningunni í Bogasal. Ymsar myndir ónafngreindra manna af Guðbrandi eru á sýning- unni en einna álitlegust er litla myndin máluð með olíulitum á beykispjald og er frá árinu 1621 og sýnir biskup 80 ára að aldri. Var málverkið í kirkjunni að Ufsum á Ufsaströnd og kom til safnsins 1887. Ramminn, sem er nýlegur, hæfir engan veginn myndinni ... Ég hef hér getið þess er ég man greinilegast frá sýningunni og þótti forvitnilegt og vil hvetja sem flesta að koma á vettvang o skoða hana vel og vandlega. Það er ekki vansalaust er slikir dýrgripir liggja frammi og boðið er til andlegrar veislu, að ekki skuli fólk fjölmenna á staðinn né biðraðir myndast. Þakka ber Þjóðminjasafninu fyrir fratakið, sem er lofsvert framhald á mörgum ágætum sýn- ingum er settar hafa verið upp af starfsmönnum safnsins á þessum stað. Það er djarflegt tiltæki að flytja Betlaraóperuna í útvarpi. En Hrafn Gunnlaugsson er hvergi hræddur og ekki heldur Atli Heimir Sveins- son. Það verður þó að játa að heldur sviplítill var flutningurinn, einkum leikurinn. Það var helst að leik- rænna tilþrifa gætti hjá Haraldi G. Haralds í hlutverki MacHeath. Ýmsir léku þó þokkalega: Þórhallur Sigurðsson, Sigrún Edda Björns- dóttir og Edda Þórarinsdóttir svo að dæmi séu nefnd. Róbert Arn- finnsson naut sín ekki í hlutverki Peachum, en Guðmundur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir skiluðu bærilega sínum hlutverkum. Minni hlutverk voru betur túlkuð en sum hinna stærri, bófaflokkur MacHeaths var til dæmis litrikur, atriði á kránni gott með þeim Emil Gunnari Guð- Hrafn Gunnlaugsson mundssyni, Helga Björnssyni og Karli Ágústi Úlfssyni. Fjör ríkti í tónlistarstjórn Atla Heimis Sveinssonar, en hann valdi og samdi tónlistina. Leitað var viða fanga, sumt klassisk, annað ættað frá bitlunum og Rolling Stones. Söngvarnir léðu verkinu byr undir vængi, söngvararnir í hlutverkun- um sungu í senn háskólaðan og al- þýðlegan hátt með góðum árangri og leikararnir létu ekki sitt eftir liggja. Að öðrum ólöstuðum var Sigrún Hjálmtýsdóttir ansi hressi- Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: BETLARAÓPERAN eftir John Gay. Gamansöngleikur í þremur þáttum. Sverrir Hólmarsson þýddi. Böóvar Guðmundsson þýddi söng- texta. Tónllst: Atli Heimir Sveinsson valdi og samdi. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Undirleik annaöist Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar. Tæknimenn: Bjarni Rúnar Bjarnason og Hreinn Valdimarsson. Betlaraóperan eftir John Gay (1685—1732) er frægust fyrir það að Bertolt Brecht samdi Túskildings- óperu sína upp úr henni, studdist við hana og stældi. Engu að síður býr Betlaraóperan sjálf yfir þó nokkru lifi, ekki síst eru söngtext- arnir skemmtilegir. Betlaraóperan var á sínum tima samin í því skyni að hæða og skopstæla ríkjandi óperuform á Englandi, en höfundurinn var líka ádeilumaður sem beindi skeytum sínum að auðsöfnunarfólki og svindlurum, skinhelgi og ýmsum löstum. Svikahrappurinn Peachum sem í óperunni leggur konu sinni lífsreglurnar gæti alveg eins verið á meðal okkar í dag. Hann segir: „En peningar, elskan min, eru besta meðalið til að hreinsa flekkað mannorð. Það er ekki til svo ljótur blettur að þeir geti ekki fjarlægt hann. Nú á dögum er auðugur svindlari talinn verðugur félagi fyrir hvaða séntilmann sem er og heimurinn, elskan mín, hefur ekki eins mikla fyrirlitningu á svindlinu og þú heldur.“ Og stigamaðurinn MacHeath ger- ir sér að sjálfsögðu grein fyrir hlut- unum þegar hann syngur i lokin að „landauðn væri ef ríkismenn/ ætti að hengja sem aðra menn/ upp í gálgatréð". Gálginn er aðeins handa hinum fátæku og smáðu. leg Pollí. Leikstjórinn stytti verkið ekki mikið, en þó á stöku stað. Betlara- ópera hans var svona yfirferð text- ans og til að minna á John Gay, hið afkastamikla og hugkvæmna leik- skáld átjándu aldar. Flutningurinn í útvarpi hefur einkum leiksögulegt gildi, en náði ekki að hræra hjört- un, vekja tilætlaðan áhuga. Þessa viðleitni skal þó ekki vanmeta. Þýðing Sverris Hólmarssonar er vönduð, kannski um of en hefur lika kosti daglegs máls. Böðvar Guðmundsson hefur getið sér gott orð fyrir þýðingu bundins máls, enda eru söngtextar hans vel orðaðir og töluvert fyndnir. Þeir eru meira að segja mergjaðir á köflum, samanber söng þeirra Pollíar og Lúsíar í þrettánda atriði: „Ó, svívirða, svivirða.“ Undirheimar með þjófum, morð- ingjum, skyndikonum og hvers kyns hyski hafa löngum freistað leikrita- höfunda. En i þessum hópi eru lfka góðar sálir og sýnt er fram á að göfugt hjarta getur slegið i fants- brjósti. Hjá þeim Gay og Brecht er fólki aftur á móti bent á að verstu glæpirnir eru ekki framdir i glæpa- hverfum stórborganna heldur eru það valdhafar sem í krafti auðs eru hættulegastir mannlegu félagi. En skemmtunargildi Betlara- óperunnar og Túskildingsóperunn- ar hefur fyrst og fremst gert þessi verk vinsæl hvað sem allri þjóðfé- lagsvandlætingu liður. Hjá Gay er gamansemin rauður þráður, einkum þar sem lýst er samskiptum karla og kvenna. Betl- araóperan er verk galgopa sem i uppreisn sinni gegn hefð lagði drög að ýmsu því sem þykir ómissandi i dag. Það er engin hyldýpisgjá milli Betlaraóperunnar og söngleikja nútimans. Atli Heimir Sveinsson áí I •V * ’WWWWX ' ovic „Einstakur44 hefur varla verið hentug lýsing á smábíl. Þar til nú. Komið og skoðið Honda Civic Sedan fjölskyldubílinn on kynnist híl nýrrar tækni or nýrra huKmynda. Honda hefur tekist að (íera lítinn bíl stóran með því að auka farþejia- ()R far?ngursrými án þess að stækka bílinn. Þess vegna hefur Honda Civic Sedan þæiíindi stærri bila. Honda Civic Sedan er með nýrri 85 hestafla vél, sem þó er sparneytnari en margar minni vélar. Hin nýja „Sportec“ fjöörun ásamt nákvæmu tannstangarstýri gerir Honda Civic Sedan frábæran í akstri. Honda Civic Sedan sameinar þæjfindi, afl oir örvirtri. ...... Honda Civic Sedan er „einstakur" JSÍÆKM og þinn besti valkostur. Jm ÆkM Tæknilegar upplýsingar: .. Viöbragð: 10,3 Mk/100 km. LxBxH: 4,145x1.63x1,385 m. (k C1VIC ; Hæð undir 1. punkt 16,5 sm. B I—- Farangursrými: 420 litrar. V Verö frá 431-000»“ á götuna. r Gengi: Yen: 0,16228 Odíö i d -door Sedan Opiö í dag kl. 10—4. á íslandi, Vatnagöröum 24, símar 38772 — 39460. Leiklist GALGOPI í UPPREISN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.