Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 „Tortryggi þá sem finna stóra sannleikann“ — segir Edwin Fogelman, prófessor í stjórnmálafræði við Minnesota-háskóla „REAGAN foraeti mun þurfa aö leita fleiri málamiðlana til þess ad friða alla þá ólíku hópa, sem að hon- um standa, á þessu kjörtímabili en Austurbær Stigahlíð frá 37—97 Bragagata því fyrra,“ sagöi prófessor Edwin Fogelman frá Bandaríkjunum, með- al annars, er blm. Mbl. átti við hann stutt samtal sl. fimmtudag. Úthverfi Logafold Lindargata 40—63 Miöbær I Edwin Fogelman er prófessor í stjórnmálafræði við Minnesota- háskóla og kom hingað til lands til þess að flytja fyrirlestur á vegum utanríkismálanefndar SUS, um stjórnmálaviðhorf í Bandaríkjun- um við upphaf síðara kjörtímabils Ronalds Reagan. Fogelman er fæddur í New York, árið 1930. Hann nam stjórn- málafræði í Bandaríkjunum og Bretlandi á sjötta áratugnum og varði doktorsritgerð sína við Princetown-háskólann 1956. Hann hefur stundað kennslu við marga bandaríska háskóla og verið gestaprófessor við háskóla í Aust- urríki og Noregi. Þá hefur Fogel- man skrifað margar bækur um stjórnmál, siðast „Introduction of Democracy in Developing Areas in Political Development", sem kom út 1971. „Það sem ég mun fyrst og fremst fjalla um í fyrirlestrinum,“ sagði Fogelman, „eru hugmynda- fræðilegar afleiðingar nýafstað- inna forsetakosninga í Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir glæsilegt endurkjör forsetans, held ég að það séu mis- tök að ætla, að um almenna hægri sveiflu sé að ræða í Bandaríkjun- um. Demókratar héldu sínum hlut í þinginu og það þó að þeir hópar, sem flokkaðir hafa verið undir „nýja hægristefnu", séu afar virk- ir og vel skipulagðir. Bjartsýni og þjóðernishyggja Reagans höfðaði hins vegar til fólks, sérstaklega þeirra ungu, og endurvakning hans á sjálfstrausti þjóðarinnar var vel þegin, eftir ár Víetnam og Watergate, sem fóru illa með þjóðarstoltið. Kjósendur létu sig þess vegna litlu skipta þótt hann mismælti sig hér og þar og ruglaðist stundum á staðreynd- um. Mondale kom út sem svartsýnis- maður, sem tönnlaðist á vanda- málum, sem fólk langaði ekki að heyra af, þó að þau séu vissulega til staðar. Mondale er sennilega síðasti fulltrúi hins gamla „new deal“-hugtaks, og það höfðar ekki til eftirstríðskynslóðarinnar, sem þekkir ekki kreppuna og hefur al- ist upp við það viðhorf að hver sé sjálfum sér næstur. En nú eru mjög áhugaverðir tímar í Bandaríkjunum og geysi- legar breytingar og tilfærslur I deiglunni. Svo notað sé hugtak, sem heyrist æ oftar, þá er banda- rískt þjóðfélag að breytast úr iðn- aðarþjóðfélagi í upplýsingaþjóðfé- lag. Annað dæmi um breytinga- tíma eru hinir miklu fólksflutn- ingar innan Bandaríkjanna. Fólk streymir til vesturstrandarinnar og Suðurríkjanna, með þeim af- leiðingum að þaö fækkar ört I gömlu borgunum í norðri og valdahlutföllin milli landshluta og ríkja breytast. Hinn mikli fjöldi ólöglegra inn- flytjenda hefur einnig sitt að segja og það er t.d. að verða æ algengara að kennsla í skólum fari fram á tveimur tungumálum. Þvi þó að þetta fólk hafi komið ólög- lega inn í landið, þá telja stjórn- völd sig ekki geta neitað börnum þess um skólagöngu. En mikilvægasta verkefni Reag- ans á nýju kjörtímabili verður að rétta fjárlagahallann. Og þar sem það er erfitt að gera öllum til hæf- is, er vitað mál að margir eiga eft- ir að verða óánægðir, sama hvaöa aðferðum hann beitir. Þetta á ekki aðeins við um andstæðinga hans, heldur einnig um þá mörgu, inn- byrðis ólíku hópa íhaldsmanna, sem styðja Reagan. I þeim hópi eru reyndar ýmsar breytingar á döfinni, t.d. virðast gömlu harð- línumennirnir vera á leiðinni út. Forsetinn mun væntanlega reyna að draga úr útgjöldum til heilbrigðis- og félagsmála, í við- leitninni til þess að rétta hallann á fjárlögunum. En þá kemst hann heldur ekki hjá því að skera niður útgjöld til hermála og hann á einnig eftir að verða fyrir auknum þrýstingi um aðgerðir í afvopnun- armálum," sagði Fogelman. „Það sem var hvað áhugaverð- ast á fyrra kjörtímabili Reagans og kom mörgum Bandaríkja- mönnum á óvart, var hve vel Reagan gekk að koma málum I gegnum þingið. Nú verður það erf- iðara því demókratarnir verða harðari í horn að taka. Það sést nú þegar á því að ungir demókratar eru að gera byltingar gegn þeim eldri í hópi eigin flokksmanna í nefndum þingsins og það sama er reyndar að gerast meðal repúblik- ana. En ólíkt Carter, sem var greind- ur einstaklingur og hafði ýmsa kosti til að bera, en fór halloka í samskiptum sínum við þingið, hef- ur Reagan sannað að forseti getur verið áhrifamikill. Óháð því sem mönnum kann að finnast um stefnu hans, þá hefur Reagan með virkni sinni styrkt trú manna á stjórnkerfið. Annað, sem einkennir stjómar- tíð Reagans, er að hann hefur vef- engt starfssvið velferðarríkisins og landamæri, ef svo má segja. Sú stefna markast af vandanum við það að halda hagvextinum, en á hann hefur höfuðáherslan verið lögð. Japönum virðist hafa tekist að láta hagvöxtinn ganga fyrir öllu, án þess að fórna velferðarrík- inu og þess vegna horfa Banda- ríkjamenn þangað í auknum mæli þegar leita á fyrirmynda. Svar Reagans við þessum vandamálum hefur verið að láta einkaframtakið blómstra. En að mínu mati þarf að breyta hlut- verki stjórnunar í þjóðfélaginu, ekki bara draga úr henni. Það er t.d. ekki nóg að segja fólki upp í óarðbærum fyrirtækj- um, það þarf líka að gera ein- hverjar ráðstafanir því til aðstoð- ar. Það er grunnfærni og einföld- un að halda því fram, að það fyrra sé nóg til að tryggja arðsemi. Reagan hefur vissulega dregið úr hlutverki ríkisstjórnarinnar I efnahagslífinu, en jafnvel Reag- an-stjómin talar um „öryggisnet" fyrir þá sem minna mega sín. Enda er það svo, að um leið og búið er að koma á fót einhvers konar „öryggisneti" er kominn hópur sem á hagsmuna að gæta, hefur áhuga á að halda því við og myndar þar af leiðandi þrýsting á stjórnvöld. Einn af hópunum, sem styðja Reagan, eru fylgismenn pen- ingastefnu (monetarists), sem að- hyllast þær kenningar Miltons Friedmans, er lúta að algeru frelsi á sviði efnahagsmála. Þeir tala eins og frelsið sé einangrað ha- gfræði- og efnahagslegt fyrirbæri, en ekki pólitískt. En þegar ríkis- stjórn er annars vegar, verða eng- ar ákvarðanir teknar á efnahags- legum grunni eingöngu. Þvl er stefna þessara manna óraunsæ og framkvæmd hennar ósamræman- leg raunveruleikanum. Stjórnin er svo samtvinnuö fjármálageirum þjóðfélagsins, að til þess að koma á þessu frelsi yrði að endurskipuleggja allt hagkerfi Bandarikjanna frá grunni. Ein af- leiðingin yrði síðan geysileg aukn- ing í hringamyndunum. Þetta er spurning um stig, en ! algert frelsi er ekki lausnin og þeir sem það vilja gleyma vanda- málunum, sem urðu til þess að það var afnumið í upphafi. ; Sem dæmi má taka öryggismál flugfélaga, vegna þess að þar er um að ræða hluti, sem eru að ger- ast núna. Það hefur verið slakað á Blaðburóarfólk óskast! Mbl./ Bjarni. „Ólíkt Carter tókst Reagan að sanna, að forseti getur verið áhrifa- mikill," segir prófessor Edwin Fogelman, sem kom hingað til lands til þess að flytja fyrirlestur um hug- myndafræðilegar afleiðingar nýaf- staðinna forsetakosninga f Banda- ríkjunum. eftirliti með öryggisráðstöfunum flugfélaga í Ameríku, með þeim afleiðingum, að litlu flugfélögin eru farin að spara á þessu sviði og vélar þeirra farast æ oftar. Vandamálið er, að of margir kunna of lítið í mannkynssögu. Þeir þekkja ekki söguna og þess vegna halda þeir, að þeir hafi upp- götvað stóra sannleikann þegar þeir detta niður á hugmynd, sem var afskrifuð fyrir tugum ef ekki hundruðum ára. En það er heldur ekki til neinn einn gullinn meðalvegur í pólitík eða hagfræði, vegna þess að vandamálin eru aldrei þau sömu á hverjum tíma. í eitt skiptið er það atvinnuleysi, sem brýnast er að vinna bug á, í annan tíma minnk- andi hagvöxtur. Sömu aðferðirnar duga ekki alltaf og það hlýtur allt- af að vera matsatriði, hver á að gera hlutina, eða hvort á að gera þá yfirhöfuð. Keynes tók t.d. fram, að sínar hugmyndir ættu ekki alltaf við og því er ég tortrygginn gagnvart þeim, sem eru búnir að finna stóra sannleikann i eitt skipti fyrir öll,“ sagði prófessor Edwin Fogelman að lokum. H.HA Neskirkja: Samkirkjuleg guðsþjónusta NÆSTKOMANDI sunnudag verður í tilefni alþjóðlegrar bænaviku um einingu kristinna manna haldin samkirkjuleg guðsþjónusta I Nes- kirkju og hefst hún klukkan 14.00. Þar munu auk sóknarpresta kirkjunnar aöstoða við guðsþjón- ustuna fulltrúar aðventista, Hjálpræðishersins og hvítasunnu- safnaðarins. Prédikun flytur séra Hjalti Þorkelsson frá róm- versk-kaþólsku kirkjunni. Guðmundur Óskar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.