Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Minning: Halldóra Þórólfs- dóttir, Skaftafelli 10. janúar andaðist að Hraun- búðum í Vestmannaeyjum Hall- dóra Þórólfsdóttir frá Skaftafelli í Eyjum. Halldóra var Árnesingur, fædd 10. júlí 1893 að Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi. En þar bjuggu foreldrar hennar, Ingveld- ur Nikulásdóttir og Þórólfur Jónsson. Ættir hans stóðu í Borg- arfirði. 15 ára gömul flytur Halldóra til Vestmannaeyja. Þar ráðast örlög hennar. Hún giftist Guðjóni Haf- liðasyni, skaftfellskrar ættar. Bjuggu þau lengst af á Skaftafelli, í 51 ár, eða þar til Guðjón andaðist 13. júlí 1963. Þau eignuðust 11 börn er öll komust til manns. Ing- ólfur, giftur Jóhönnu Hjartardótt- ur, Trausti, giftur Ragnheiði Jónsdóttur, Guðbjörg, ekkja Jón- asar Jakobssonar, Auður, ekkja Höskuldar Árnasonar, Haraldur, giftur Hertu Haag, Rebekka, var gifti Gunnari Davíðssyni, hún andaðist 1941, Elísabet, ekkja eft- ir Tor Cortes, óskar, giftur Önnu Jónsdóttur, Anna, gift Garðari Ragnarssyni, Ester, gift Benedikt Frímannssyni, Hafliði, giftur Gyðu Þórarinsdóttur. Þegar Ha!l- dóra stóð á níræðu voru afkom- endur hennar 105. Fólk sem mark- ar sín spor og tekið er eftir, fyrir háan vöxt, glæsileik, söngprýði, en umfram allt trúfesti við fagnaðar- erindi Jesú Krists og fastheldni í bindindissemi. Guðjón var lærður skósmiður, gekk í læri hjá Þorsteini bróður sínum. Árið 1915 kaupir Guðión hlut í mótorbát, Mýrdæling. Atti hann með Ingvari mági sínum tvo báta með þvi nafni. Hann er skip- stjóri með þá í nærri 30 ár. Guðjón var glöggur og farsæll aflamaður. Sigldi bátum sínum ávallt heilum til hafnar. Sömu menn voru í áhöfn hans árum saman. Þá var mannmargt í Skaftafelli, allt upp í 18 manns. Halldóra bar byrðar með manni sínum og allt fór það vel. „Viska kvennanna reisir hús- ið“ kvað hinn vísi Salomon. Rætt- ist það hér. Þrátt fyrir umsvif og annir leggur Halldóra sig fram í safnað- arlífi Betelsafnaðarins í Eyjum svo um munaði. Árið 1921 kom Er- ik Ásbö til Eyja. Hann var braut- ryðjandi hvitasunnuvakningar- innar á Islandi. Halldóra stóð í broddi fylkingar þeirrar er tók af- stöðu með hvítasunnusöfnuðinum á Islandi. Móðir hennar fylgdi með og Einar bróðir hennar. Guðjón ásamt Kristjáni á Heiðarbrún voru fyrstu tilsjónarmenn í söfn- uðum hvítasunnumanna á Islandi. Afstaða Halldóru mótaðist ekki af formi eða annarlegum háttum og siðum. Hún var ákaflega eðlileg og aðlaðandi manneskja. Hafði mjög sterkan persónuleika og fastmót- aðan. Hafði þetta áhrif á börn hennar sem öll fylgdu foreldrum sínum og gera ennþá. Þar er ekki veifiskata að finna. Halldóra tók þátt í söngsveit safnaðarins og lék á gítar. Ekki er hægt að hugsa svo heim að Skaftafelli og stóru fjölskyldunn- ar þar, án þess að fagrir ómar sönglistar hljómi í huga manns. Árum saman voru þau öll dygg- ustu liðsmenn og brautryðjendur og standa áfram í fylkingar- brjósti. , Ekki er því að neita, að meðbyr var ekki alltaf fyrir það fólk sem gekk í hvítasunnusöfnuðinn. Fólk kemst aldrei áfram ef það spyr alltaf um annarra álit. Halldóra spurði Drottin sinn ráða. Stefnuna fékk hún í Heilagri ritningu. Hver var uppskeran? öll börnin voru reglusamt fólk. Skaðvaldar eins og vín og tóbak komu ekki á heimili Halldóru. Vakti hún yfir börnum sínum og gat með kærleika og leiðbeining- um og lifandi fyrirmynd forðað þeim frá voðanum. Því urðu þau öll gegnir og velmetnir borgarar. Það er ekki lítill lífsárangur. Persónulega kveð ég Halldóru með djúpu þakklæti. Hún studdi mig og fyrirrennara mína leynt og ljóst. íslensk hvítasunnuhreyfing hefir byggst upp af fólki sem Hall- dóru frá Skaftafelli og fólki henn- ar. Brautryðjandinn er farinn heim til Drottins. Minning Halldóru verður blessuð. Hún elskaði lausn- arann Jesúm Krist og nýtur þess nú og um eilifð. Einar J. Gíslason t Minningarathöfn móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, ÁRDÍSAR PÁLSDÓTTUR, hárgreíóslumeiatara, Laugarnesvegi 90, fer fram mánudaginn 21. janúar kl. 10.30. frá Fossvogskirkju. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti Soroptímistaklúbb Reykjavikur njóta þess. Tekiö veröur á móti minningargjöfum hjá Geröi Hjörleifsdóttur, Islenskum heimilisiönaöi Hafnarstræti 3 Reykjavik. Páll Hannesson, Rannveig Halldórsdóttir, og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir sýnda samúö viö andlát og útför, HÖGNA HALLDÓRSSONAR, Langholtsvegi 145. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspitaians sem annaöist hann. Fanny Egilson, Guðrún og Charles Ansiau, Christíne Anaiau, Catherine Anaíau, Chantal Ansiau, Erla Egilson og Skarphéöinn Loftsson. | raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Setningartölva Til sölu er CR-Tronic 150, Lynotype setn- ingartölva, sem ný. Einnig er til sölu einföld spíralgormabindivél. Uppplýsingar í síma 666416 eöa 20960. Ljósmyndastofa Til sölu er vel staösett Ijósmyndastofa (port- ret) í Reykjavík, búin afkastamiklum tækjum til framköllunar á litmyndum. Góöur mynda- tökubúnaöur og aöstaöa fyrir margs konar verkefni, s.s. auglýsingaljósmyndun o.fl. Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á augl.deild Mbl. fyrir 24. janúar merkt: „Ljósmyndastofa — 3733“. ÉFélagsstarf Sjálfstœðisflokksin$\ Kópavogur — spilakvöld SpilakvöM sjálfstæöistélaganna i Kópavogl verður i Sjálfstæóishús- Inu, Hamraborg 1, 3. hæó, þriöjudaginn 22. januar kl. 21.00 stundvis- taga. Fjðknennið. Sljórnin. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnar- nesi Fulltruaráöstundur verður haldinn mánudaginn 21. janúar nk. í sjálf- stæóishúsinu, Austurströnd 3, kl. 20.30, stundvislega. Ræóumenn veröa: Slgurgeir Slgurösson, bæjarstjóri, og Gísll Ólafs- son, formaður kjördæmisráós Reykjaneskjðrdæmis. Stjórnin. | Hafnarfjöröur Landsmálafélagió Fram, Hafnarflröl. heldur slmennan fund þriöju- daginn 22. janúar nk. kl. 20.30 í Sjálfstæóishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfiröi. Oagskrá: Verölags- og vióskiptamál Frummælendur: Matthías A. Mathiesen, viöskiptaráöherra. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri. Aö loknum framsöguerindum munu rasöu- menn svara fyrirspurnum fundarmanna. ÖMum er heimMI eögangur. Landsméiafóiegió Fram. Vesturland Sjálfstæöisfélagió Skjöldur i Stykklshólmi efnir til fundar i Llonshús- inu vlö Aöalgötu, sunnudaginn 20. janúar kl. 4 siödegls. Fundarefni: Stjómmáiaviöhorffö Frummælendur veröa alþlngis- mennimir Frtöjón Þóröarson og Valdlmar Indriöason. Allir velkomnir. Stjörnin. Kópavogur — Þorrablót Hið árlega og sívinsæla þorrablót sjálfstæö- isfélaganna í Kópavogi verður haldið í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, laugardag- inn 26. janúar nk. kl. 19. Góö hljómsveit og skemmtiatriöi. Miðasala veröur milli kl. 13 og 15 laugardag- inn 19. janúar í Sjálfstæöishúsinu. Undanfarin ár hefur selst upp á mjög skömmum tima, tryggið ykkur miða. Sljórnir sjálfstæöisfélaganna i Kópavogi. Akranes Almennur stjórnmálafundur veröur haldlnn í Sjálfstæóishúsinu mánudaglnn 21. janúar kl. 20.30. Degskrá: 1. Friörik Sophusson varaformaöur Sjálf- stæöisflokksins ræölr stjórnmálavióhorf- in. 2. Almennar umræöur og fyrlrspurnir. Þingmenn Sjálfstæöisflokksins í Vestur- landskjördæmi mæta á fundinum. Fulllrúaréð siálfstæólsfélaganna ú Akranesl. Þorrablót - Seltjarnarnes Þorrablót Sjálfstæölsfélags Seltirninga veröur haldiö i félagshelmlMnu laugardaglnn 26. janúar nk. Teklð á mótl mlöapöntunum mánudaginn 21. janúar og þriójudaginn 22. Janúar kl. 7—9 (sima 611220. Stjómin. Akurnesingar Almennur fundur um bæjarmálefnl veröur haldlnn (Sjálfstæöishúsinu sunnudaginn 20. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar mæta á fundinn. SJóltstæóistólögin. Sjálfstæðiskvennafélagiö Sókn í Keflavík heldur almennan félagsfund mánudaginn 21. janúar nk. ( Sjálfstæö- ishúslnu. Hafnargötu 46, Keflavfk, kl. 20.30. Fundarefné Bærlnn okkar. Gestur fundarlns veröur Tómas Tómasson forsetl bæjarstjórnar. Vilborg Amundadóttir og Sólveig Jónsdóttir flytja stutt ávörp. Kaffiveitingar og bingó. Stjórnln. Austur-Skaftfellingar Sjálfstæöistélag Austur-Skaftfellinga býöur tll fjölskyldukaffis í Sjálf stæöishúsinu sunnudaginn 20. þessa mánaöar kl. 15.00. Einnig veröur al- mennur stjórnmála- fundur kl. 20.30. Sverrir Hermanns- son iönaöarráö- herra og Þorstsinn Pálsson alþingis- maöur hafa fram- sðgu um stjórn- málaviöhorfiö Allir velkomnir. SJálfslBBólstélag Austur-Skaftteiiinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.