Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1985 Byrjendanám- skeiö í borðtennis Námskeið í borðtennis tyrir byrjendur verður é vegum fþróttatélags fatlaðra í Reykjavík og négrenm í íþróttahúsi Hlíöa- skóla, mánudagana 21. janúar og 28. janúar kl. 19.00 til 20.30 og miövikudagana 23. janúar og 30. janúar kl. 20.30—22.00. Þjélfari verður Stefán Stefánsson. (Fréttatilkynning.) Bautamótiö í innanhúss- knattspyrnu Hið ártega Bautamót í innan- hússknattspyrnu verður haldiö dagana 9.—10. febrúar nk. i íþróttahöllinni á Akureyri, mótið er öilum opiö. Þátttökugjald er kr. 2000,- fyrir hvert liö. Heimilt er aö senda fleiri en eitt liö frá hverju félagi til þátttöku á mótinu. Þátttaka tilkynnist eigi síöar en 1. febrúar til: Stefáns Gunnlaugs- sonar, heimas. 21717, vinnus. 21818, eöa Indriöa Jónssonar, heimas. 21913, vinnus. 23400. Leiðrétting Rangt var farið með nafn eins leikmanna ÍS-liösins í körfu- knattleik í blaðínu í gær. Hann hetir Ragnar Bjartmarz — en ekki Bjartmarsson. Morgunblaðið biöst velvíröingar á þessum mis- tökum. Morgunblaöiö/ Júlíus. • Jón EHing Ragnarsson, sem hár sóst í leiknum gegn Víkingi á dögunum, hefur leikið vel með FH að undanförnu. Hann verður í sviösljósinu ásamt félögum sínum á sunnudagskvöldið í Kópavogi. CcGc Ef þú vilt leita á nýjar slóðir í skemmtanalíf- inu, líttu þá við í CóCó partíi um helgina. Þar gerast hlutir sem þú getur ekki misst af. Módel 79 sýna baðföt í blöðrubaði. Vlctor og Baldur lita við og sprella fyrir okkur Konfektkynning BJ. kynnir Guccl snyrtivörur. Djazzsporið sýnir CóGó dansinn eins og þeim einum er lagið. Himmi diskótekari er nýkominn frá Hippodrome í London og mun hann halda ykkur við GóCó taktinn. Frír drykkur. Snyrtilegur GóGó klæðnaður skilyrði. Sjytún Boltaíþrottir alls- ráðandi um helgina TVEIR leikir fara fram í 1. deild karla í handbolta á sunnudags- kvöldið. Stjarnan — Þór leika þá í Digranesi í Kópavogi kl. 20.00 og strax á eftir, kl. 21.15, hefst leikur Breiðabliks og FH á sama stað. Á mánudagskvöld veröa síöan tveir leikir í deildinni — Víkingur og Þróttur hefja leik kl. 20.00 í Laugardalshöll og á eftir leika Val- ur og KR. Sú viöureign hefst kl. 21.15. Einn leikur erti 1. deild kvenna á sunnudagskvöldi í íþróttahúsi Seljaskóla. Valur og ÍA mætast og hefst leikurinn kl. 19.00. i 2. deild kvenna mætast Þróttur og Breiöa- blik strax á eftir — kl. 20.15, og á eftir þeirri viöureign leika Fylkir og Grótta í 1. flokki karla. Sú viöur- eign hefst um kl. 21.30. Körfuknattleikur Einn leikur er í úrvalsdeildinni í dag, KR og Haukar mætast í Hagaskóla og hefst leikurinn kl. 14.00. KR og Haukar leika á sama staö í 1. deild kvenna kl. 15.30. i 1. deild karla er einn leikur: Þór og Laugdælir mætast á Akureyri kl. 14.00. Á morgun, sunnudag, er aftur ein viöureign í úrvalsdeiidinni. ÍR og Valur mætast í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 14.00. Reynir og Fram eigast viö í 1. deild karla í Sandgeröi og í Keflavík mætast ÍBK og UMFG í 1. deild. Báöir þessir leikir hefjast kl. 14.00. Á mánudagskvöld mætast ÍS og UMFN í 1. deild kvenna í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Knattspyrna islandsmótió í innanhúss- knattspyrnu, fyrri hluti, fer fram í Laugardalshöll og morgun. önnur og fjóröa deild veröa leikin nú. Leikiö er í riölum. f A-riöli 2. deildar eru Léttir, Njarövík, Grótta og Austri. Leiftur, Týr, Selfoss og Bolungarvík eru í B-riöli. f C-riöli eru Grindavík, Haukar, ÍR og Aft- urelding, og í D-riöli eru Þróttur N., KS, Ármann og Árroðinn. í 4. deild leika þessi fiö. A-riðill: Geislinn, Eyfellingur, Stokkseyri og Vorboöinn. B-riöill: Hafnir, Sindri, Efling og Mýrdælingur. C-ríöill: Hvöt, Víkverji, Hverageröi, ösp. D-riöill: HSS, Þór Þ„ Leiknir R og Vaskur. Keppni hefst kl. 11.00 fyrir há- degi í dag og morgun. Blak Tveir leikir veröa í 1. deild karla á sunnudag og einn í 1. deild kvenna. í kvennaflokki hefst leikur Þróttar og ÍS kl. 19.00. Á eftir leika ÍS og Fram í karlaflokki og síöan Víkingur og HK. Badminton Á morgun fer fram fyrirtækja- keppni Badmintonsambandsins í TBR-húsinu. Celtic greiðir mikla fjársekt UEFA, knattspyrnusamband Evr- ópu, dæmdi skoska liðið Caltic í gær til að greiða 50.000 avissn- eska franka, som er jafngildi 770 þúsunda íslenskra króna, vegna óláta áhangenda liðsins í Evrópu- leik fyrir skömmu. Þá var Celtic gert aö næsti Evr- ópuleikur félagsins á heimavelli færi fram fyrir luktum dyrum. Eng- um áhorfendum veröur þá hleypt inn á leikvanginn, utan blaöa- mönnum og forráðamönnum fé- laganna tveggja. Þaö þýöir aö sjálfsögöu mikinn tekjumissi fyrir Celtic. Eins og sagt hefur veriö frá var liöið dæmt til aö mæta Rapid Vín á ný í Evrópukeppninni eftir aö flösku haföi veriö kastaö í höfuö austurríska markvaröarins í síöari leik liðanna í Glasgow. Liöin mætt- ust aö nýju í Manchester á Eng- landi og þá hlupu tveir Celtic- aödáendur inn á völlinn og spörk- uöu í leikmenn austurríska liösins. Dregst síö- ari umferð? Fyrsta deildin í knattspyrnu í Vestur-Þýskalandi, Bundesligan, á að hefjast á ný 9. febrúar eftir vetrarfríið, en vegna fimbulvetrar í Þýskalandi, sem öörum Mið- Evrópulöndum, eru nú uppi hug- myndir um að fresta því áö síöari hluti deildarinnar hefjist um óákveðinn tíma. Flestir þjálfarar 1. deildarliöanna eru sammála þessari hugmynd. Sjálfboöaliöar vilja sópa völlinn Vestur-Þjóðverjar og Ungverjar mætast í landsleík í knattspyrnu eftir tíu daga — og á leikurinn aö fara fram á Volksparkstadion í Hamborg. Nú er 25—30 sentimetra snjó- Junior besti útlendingurinn Brasilíumaðurinn junior, sem leikur með Napoli, hefur verið kjörinn „besti“ erlendi leikmaöur ítölsku 1. deildarinnar í fyrri hluta deildarkeppninnar. Þaö var stærsta iþróttadagblaö ítalíu, Gazzette dello Sport, sem gefiö er út í Mílanó, sem stóö fyrir könnun um þetta. Englendingarnir Ray Wilkins og Mark Hately, sem leika með AC Mílanó, voru kjörnir besta „erlenda leíkmannaparið" í fyrri umferöinni. lag á vellinum, en um 300 sjálf- boöaliöar hafa boöist til aö sópa völlinn til aö leikurinn geti fariö fram. Þess má geta aö allur aögangs- eyrir aö leiknum mun renna til þeirra sem mest tjón hlutu í slysinu í höfninni í Hamborg í haust, er ferja rakst á annaö skip. Firmakeppni körfuknattleiks- deildar Vals Firmakeppni körfuknattleiks- deildar Vals verður haldin sunnu- daginn 27. janúar. Keppt verður í riðlum og sigurvegari hvers riðils kemst í úrslitakeppnina. Keppt verður í Félagsheimili Vals við Hlíðarenda, og þar skal tilkynna þátttöku og liggja þar frammi all- ar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.