Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 3 Ljósm. Mbl./Arni Sæberg. Haraldur Henrýsson, foraeti Slysavarnafélags íslands, og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráóherra, standa bér við eintak af korti því, sem sjávarútvegsráðnneytió lét útbúa og SVFÍ hefur nú fengið útgáfurétt að. Nýtt kort af fiskveiði- lögsögu íslands SVFÍ fær ágóða af sölu kortanna Sjávarútvegsráðuneytið hefur látið gera kort af fiskveiðilandhelgi íslands og var Slysavarnafélagi íslands afhent 2000 eintök í gær auk útgáfuréttar að 8000 kortum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að ákveðið hefði verið að gera kort þessi vegna þess að góð kort segðu miklu meira en mörg orð. „Tengsl almennings í landinu við sjávar- útveginn eru ekki eins sterk nú og áður var, þegar flestir unnu ein- hvern tíma að fiskveiðum og fisk- vinnslu," sagði Halldór. „Slysa- varnafélag Islands hefur unnið mikið og gott starf og það er von mín að sala þessara korta styrki félagið." Halldór sagði einnig, að Slysavarnafélagið væri góður dreifingaraðili kortanna og með afhendingu þeirra væri sjávarút- vegsráðuneytið að veita félaginu viðurkenningu fyrir starf sitt. Kortið er 75x94 sm. að stærð og er sett saman úr 13 sérkortum. Stærsta kortið sýnir hafdýpi kringum ísland að 200 mílna lín- unni, heita og kalda strauma í hafinu og útbreiðslu hafíss. Átta sérkort sýna hrygningarstöðvar og göngur jafnmargra nytjafiska, tvö kort sýna framleiðni svifþör- unga og magn rauðátu að vorlagi og eitt kortanna sýnir veiðisvæði langreyða eftir árið 1950. Loks er sýnd þróun fiskveiðilögsögu Is- lands úr þrem sjómílum í 200. Auk kortanna eru fjórar skýr- ingarmyndir yfir fiskafla, stærð og útlit helstu veiðarfæra og út- flutning eftir afurðaflokkum. Haraldur Henrýsson, forseti Slysavarnafélags íslands, þakkaði sjávarútvegsráðherra gjöfina og sagði að ágóða af sölu kortanna yrði varið til endurnýjunar á björgunarbátum. Hann kvaðst vonast til að sem flestir eignuðust kort þessi, því þau sæmdu sér vel, hvort heldur væri á vinnustað eða heimili. Kortinu af fiskveiðilögsögu ís- lands verður dreift í skóla lands- ins. Það var unnið í samvinnu sjávarútvegsráðuneytis og Land- mælinga íslands og var heimilda aflað hjá Hafrannsóknastofnun, Hagstofu íslands, Sjómælingum íslands, Veðurstofu íslands og Hafnarmáiastofnun ríkisins. Að- alteiknari kortsins var Jean Pierre Biard, starfsmaður Land- mælinga íslands, og var kortið prentað hjá Kassagerð Reykjavík- ur. Reykhólasveit: Fjárkláði breiðist út MíAhúmim, Keykhólanveií. BNN heldur fjárkláði áfram að breið- ast út hér um slóðir og alltaf fjölgar þeim bæjum sem verða fyrir barðinu á honum. Allt frá því að Jón Sigurðs- son barðist við að lækna fjárkláðann sem barst hingað til lands 1856 hefur íslendingum tekist að halda honum niðri. Fyrir nokkrum árum var hætt við að baða sauðfé nema annað hvert ár, í því trausti að fjárkláði heyrði fortíðinni til. Því miður hef- ur þessi ráðstöfun reynst ótímabær og verða nú bændur hér og í Strandasýslu, að hrinda af sér því sóða- og hirðuleysisorði sem á þeim hvílir og útrýma fjárkláðanum sem fyrst. Einnig eru mikla likur á því að fjárkláði hafi borist yfir sauð- fjárveikivarnalínur og vestur í Gufudalssveit á síðasta ári. Sveinn. Stjórn fulltrúaráðsins: Guðmundur H. Garðarsson endurkosinn formaður GUÐMUNDUR H. Garðarason, viðskiptafræðingur, var einróma endurkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi þess sem haldinn var í gærkvöldi. Auk hans hlutu kosningu i stjórn: Jóna Gróa Sigurðardóttir, 135 atkvæði, Sveinn H. Skúlason, 133 atkvæði, Jónas Elíasson, 131 atkvæði, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson 129 atkvæði, Björg Ein- arsdóttir, 122 atkvæði og Árni Bergur Eiríksson 119 atkvæði. Auk þeirra eiga sæti í stjórn full- trúaráðsins formenn flokks- og hverfasamtaka Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Davíð Oddsson flutti aðalræðu aðalfundarins og ræddi aðallega um borgarmál. Konunglegt þorrahlaöborð Hallargarðsins Nú hnígur húm að þorra °g við í Hallargarðinum ætlum að gerast kon- ungsþjónar og bjóða til veizlu nk. föstudag. Þar veröur meiriháttar þorra- hlaöborö. Við bjóðum ykkur vel- komin með „Þrumufleyg þorrans“ og þegar allir verða búnir að borða fylli sína, Ijúkum við máls- veröinum með göróttum blótsdrykk. Ljúf orgeltónlist Grétars Snæs kórónar veisluna. Fyrir þá sem ekki vilja þorramatinn, gildir auövitaö nýi og glæsilegi matseöillinn okkar. Boröapantanir í síma 33272 — 30400. Hallaraarðurinn ^HÚSi VERSLUNARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.