Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Rakblaðið Eftirfarandi ljóðlínur hrutu af Kímblöðum Hannesar Péturs- sonar í minnishólfin að aflokinni útsendingu norsku sjónvarps- myndarinnar Heimkoman eftir Ivar Roaldsen á mánudagskveldið var: Árin flytja mig/ áfram og lengra./Um sérhverja athöfn/- verður sífellt þrengra. Slíkt var andrúmsloft þessarar mánudagsmyndar frá Norska sjónvarpinu. Maður, sem að eigin sögn er haldinn niðurfallssýki, strýkur af anstalti og kemst alla leið út í sker eitt í norska skerja- garðinum, sem hann segir sína löglegu eign. í hólma þessum hitt- ir hann fyrir stúlkukind, sem sömuleiðis hefur strokið af an- stalti, slíku er eiturlyfjasjúklingar gista. Þessar óhrjálegu mannver- ur skiptast að mestu á hugskeyt- um í myndinni. Þó rúllar uppúr þeim einstaka setning. Ræðir stúlkukindin mest um hafið, er bendir til þess að hún ætli sér að hverfa á vit Ægis kon- ungs undir lok myndarinnar, sem og varð raunin. Ekki man ég hvað hinn niðurfallssjúki spjallaði, en það var býsna áhrifaríkt að heyra gný lögguþyrlunnar rjúfa kyrrð- ina í kringum þessi ógæfusömu rauðnefjuðu náttúrubörn, er aftur benti til þess að eigandi skersins yrði handsamaður og fluttur á ný til anstaltsins — sem og varð raunin. Myndrík skot Einsog ég sagði hér fyrr, voru aðalpersónur þessarar norsku sjónvarpsmyndar lítt málgefnar. En hvernig læt ég, auðvitað náðu þær saman án orða. Og til að und- irstrika þetta nána samband skötuhjúanna, brá hinn hug- myndaríki leikstjóri á það ráð að taka í gríð og erg myndir af klöpp- um og pollum. Afburða listræn myndataka er stytti manni stund- irnar í þögninni, sem að vísu var stundum rofin af enn listrænni hljómum úr organi Gustavs Mahl- er (1860—1911). Svo listræn var þessi myndataka, að það var næst- um einsog að fletta ljósmynda- blaði, þegar myndaugað skreið yf- ir urðir og gil. Hámarki náði þó spennan í þessu „meistarastykki" Ivars Roaldsen á seinustu sekúnd- unni, þegar rakblaðið sökk í poll- inn. Ég er næstum viss um, að ef einhvern tímann yrðu veitt kvik- myndaverðlaun uppí Norræna húsi, þá myndi dómnefndin, er að sjálfsögðu byggði mat sitt á mik- illi faglegri þekkingu, veita þessu ódauðlega skoti „Óskarinn". Eg vil nú rökstyðja þessa skoðun mína nánar. Rakblaðið I fyrsta lagi þá hefur rakblaðið ákveðið tilvísunargildi, sem hin- um almenna-samnorræna-áhorf- anda verður ekki ljóst, nema til komi verðlaun, er vekja verðskuld- aða athygli meðal bræðraþjóð- anna. Ef Ivar Roaldsen hefði hins vegar látið rakblaðið fljóta í stað þess að sökkva á seinustu sekúndu myndarinnar, þá hefði hin skáld- lega líking kafnað í fæðingu og rofnað hin lífrænu tengsl milli handahreyfinga stúlkunnar fyrr í myndinni og heyfingar rakblaðs- ins, þá að rauf vatnsflötinn og sökk til botns. Þetta er mjög mik- ilsvert atriði, sem leikmaður kem- ur ekki auga á við fyrstu sýn. í öðru lagi þá er mynd Ivars Roald- sen gerð í N-Noregi, og við getum ekki horft fram hjá þeirri stað- reynd, að norðurkollumenningin á í vök að verjast. Það hlýtur að vera markmið „framvarðarsveitar" norrænnar menningar að hindra með öllum ráðum, að skorið verði á þann þráð, er bindur saman norræna menn í bræðralag. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Kristinn Sigmundsson syngur m.a. af hljómplötu sinni í útvarpi í dag. Hvað viltu verða? Meginland í mótun 3. þáttur. Gjaldið fyrir gullið Sungið af nýjum íslenskum hljóm- plötum ■■■ t dag syngja 20 þrír góðkunnir “ íslenskir söngv- arar í útvarpi nokkur lög af nýútkomnum hljóm- plötum sínum. Kristinn Sigmundsson syngur lög eftir Sveinbiörn Svein- björnsson, Arna Thor- steinsson, Karl 0. Run- ólfsson, Gunnar R. Sveinsson og Atla H. Sveinsson. Jónas Ingi- mundarson leikur á píanó. Páll Jóhannesson syngur lög eftir Karl 0. Runólfs- son og Sigvalda Kaldalóns við píanóundirleik Jónas- ar Ingimundarsonar. Loks syngur Magnús Jónsson lög eftir Sigurð Þórðar- son, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson og Sig- valda Kaldalóns. Olafur Vignir Albertsson leikur á píanó. ■1 í kvöld verður 35 sýndur í sjón- — varpi síðasti þáttur af þremur í breska heimildamyndaflokknun Meginland í mótun. Nefn- ist þessi þáttur Gjaldið fyrir gullið. í þessum lokaþætti er rakin saga Kaliforníuríkis í ljósi jarðsögunnar og vikið er að hættunni af nýjum náttúruhamförum vegna San Andreas-mis- gengisins. Þættir þessir fjalla um jarðsögu vesturhluta Bandaríkjanna í víðasta skilningi: Um tengslin milli steina, gróðurs og dýra, þ.m.t. mannsins. Dregin er upp mynd af landrekskenningum, fjöll- um á hreyfingu, eldgos- um, jarðskjálftum o.fl. með aðstoð tölvu og korta. í fyrsta þættinum var m.a. komið við í Mikla- gljúfri, þar sem hægt er að lesa sögu mikilla breyt- inga og þróunar úr jarð- lögum. Þar hafa fjöll horfið, sjór hefur hulið landið og þar hafa jafnvel verið hitabeltisskógar og eyðimerkur, allt á sama stað. í öðrum þætti var fjallað um svæði þar sem ógnaröfl í iðrum jarðar gætu hvenær sem er brot ist út í eldgosum eða jarðskjálftum. I kvöld fáum við hins vegar að fræðast nánar um sögu Kaliforníuríkis. Þessi mynd var tekin á einu af dagheimilum borg- arinnar. fóstrustörf að leikin verði inn á milli I eingöngu leikin barnalög, dagskrárliða létt tónlist enda snýst þátturinn um af ýmsu tagi, verða nú | börn að öllu leyti. ■■■■ Starfskynn- OA 20 ingarþátturinn — Hvað viltu verða? er í útvarpi í kvöld í umsjá þeirra Ernu Arn- ardóttur og Sigrúnar Halldórsdóttur. Að þessu sinni verður fjallað um starf fóstra. Margrét Gunnarsdóttir, kennari í Fósturskóla Is- lands, kemur í heimsókn og skýrir frá námstilhög- un við skólann, lengd námsins o.fl. Þá verður rætt við tvær starfandi fóstrur, þær Sigurhönnu Sigurjónsdóttur á dag- heimilinu Steinahlíð í Reykjavík og Gerði Guð- mundsdóttur á leikskól- anum Grænatúni í Kópa- vogi. Munu þær skýra frá ólíkum störfum sínum. Sú nýbreytni verður í þættinum að í stað þess Fjallað um MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tðmassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Steinunn Arnprúður Björns- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Trftlarnir á Titringsfjalli" eft- ir Irina Korschunow. Kristln Sleinsdóttir les þýöingu slna (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 Islenskir einsðngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi Islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 Islenskt mál Endurtekinn þáttur Guörúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 1320 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir. 13.30 Amerísk og ítölsk lög. Linda Ronstadt og Luciano Pavarotti syngja. Hljómsveit Mantovanis leikur. 14.00 „Þættir af kristniboðum um vlöa veröld" eftir Clar- ence Hall. Blóð plslarvott- anna — útsæði kirkjunnar. Plslarvottar I Ecuador. (Þriðji hluti.) Astráður Sigurstein- dórsson lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 1430 Miödegistónleikar Los Indios Tabájaras leika lög eftir Chopin, Tsjalkovský og larrega. 14.45 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sungið af nýjum Islensk- um hljómplötum a. Páll Jóhannesson syngur lög eftir Karl O. Runólfsson 20.30 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Helga Karlsdóttir. Sögu- maður Sigurður Snorrason. Tobba, Litli sjóræninginn og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Meginland I mótun og Sigvalda Kaldalóns. Jón- as Ingimundarson leikur á p(- anó. b. Magnús Jónsson syngur lög eftir Sigurð Þórðarson, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns. Ölafur Vignir Halldórsson leikur á planó. c. Kristinn Sigmundsson syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Arna Thorsteinson, Karl O. Run- ólfsson, Gunnar R. Sveins- son og Atla H. Sveinsson. Jónas Ingimundarson leikur á planó. 17.10 Síödegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. 3. Gjaldiö fyrir gullið I þessum lokaþætti er rakin saga Kalifornlurlkis I Ijósi jarðsögunnar og vikiö er að hættunni af nýjum náttúru- hamförum vegna San And- reas-misgengisins. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.35 Saga um ást og vináttu Fjórði þáttur. Italskur fram- haldsmyndaflokkur I sex þáttum. Þýðandi Þurlöur Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (19). 2020 Hvað viltu verða? Starfskynningarþáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 „Let the People Sihg" 1984 Alþjóðleg kórakeppni á veg- um Evrópusambands út- varpsstöðva. 8. þáttur. Um- sjón: Guðmundur Gilsson. Keppni kammerkóra. 21.30 Að tafli Guömundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 22.00 Horft I strauminn með Auði Guðjónsdóttur. (RUVAK) Magnúsdóttir. 22.35 Ur safni Sjónvarpsins I Reykholti Þáttur frá 1970 um Reykholt I Borgartirði. Séra Einar Guðnason, prófastur, segir frá staönum og sögu hans, auk jjess sem sýndar eru myndir frá Snorrahátlð árið 1947. Umsjónarmaöur Olaf- ur Ragnarsson. 2320 Fréttir I dagskrárlok 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Tlmamót Þáttur I tali og tónum. Um- sjón: Ævar Kjartansson. 23.15 Nútlmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynn- ir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Krittján Sig- urjónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 23. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.