Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 7 Ensím úr fískúrgangi seld úr landi: Líftækni mun hafa mikil áhrif á fiskvinnsluna — brýnt að koma starfseminni út úr til- raunastofunni og í tilraunavinnslu, segir dr. Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur ÍSLENSK fisk-ensím, lífrsnir efnahvatar úr fískúrgangi, hafa veriö seld úr landi í fyrsta skipti og telja vísindamenn að íslensk líftækni standi nú á tímamótum. Seld voru 200 grömm af físk-ensímum til bandaríska efnafyrirtskisins Sygma Fine Chemicals fyrir 20 þúsund krónur en kflóió af ensímum af þessu tagi er selt á um 100 þúsund krónur. Hjá Raunvís- indastofnun Háskóla fslands, sem vann ensímin úr fiskslógi, liggur fyrir pöntun á tíu kflóum af ensímum en til að geta afgreitt pöntunina skortir aðstöðu til vinnslunnar, að því er dr. Jón Bragi Bjarnason, lífefnafrsðing- ur, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gsr. Mbl./Árni Sœberg. Dr. Jón Bragi Bjarnason, lífefnafrsðingur, með íslensk fisk-ensím á tilraunastofu Raunvísindastofnunar Háskóla íslands. Síðasta sýning á „Milli skinns og hörunds" Fimmtudagskvöldið 24. janúar nk. verður allra síðasta sýning í Þjóð- leikhúsinu á þrfleik Ólafs Hauks Símonarsonar, „Milli skinns og hör- unds“. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son en leikmynd gerði Grétar Reynisson. Með helstu hlutverk fara: Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Sigurður Sigurjónsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Edda Heiðrún Backmann. Ráðstefna um samskipti íslands og Sovétríkjanna MIÐVIKUDAGINN 23. janúar kl. 20.30 heldur utanríkismálanefnd SUS ráðstefnu í Valhöll um sam- skipti íslands og Sovétríkjanna. Á ráðstefnunni verða flutt þrjú erindi. Arnór Hannibalsson lektor fjallar um utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna gagnvart Norðurlöndum, Björn Bjarnason aðstoðarrit- stjóri fjallar um viðskipti fslands og Sovétríkjanna fyrr og nú og sovéska ásælni á Islandi. Davíð Oddsson borgarstjóri ræðir um samskipti lýðræðisríkja og alræð- isríkja. Úr 5 kílóum í 5 tonn „Sygma Fine Chemicals hefur nú sett ensím frá okkur í vöru- skrá sína og bíður fyrirtækið nú eftir meira magni til að geta selt út um víða veröld,“ sagði dr. Jón Bragi. „Við erum sömuleiðis að vinna ensim úr hveraörverum. Það er brýnt að koma þessari starfsemi af tilraunastofustigi á frumvinnslu- og tilrauna- vinnslustig. Til að þurfa ekki að- eins að vinna úr fimm kílóum af slógi, úr kílóinu fáum við um 40 grömm af ensímum — heldur geta unnið úr 500 kílóum eða 5 tonnum, þarf að koma hér upp tilraunaverksmiðju. Áætlanir um slíka tilraunaverksmiðju eru til.“ Dr. Jón Bragi Bjarnason sagði að íslendingar væru betur í stakk búnir til vinnslu fisk- ensíma en flestar aðrar þjóðir. „Norðmenn og Kanadamenn eru betur settir en við en við höfum hér aðgang að hráefni og sömu- leiðis markað, sem er íslenski fiskiðnaðurinn. Þótt okkur tak- ist ekki að framleiða fyrir heimsmarkaðinn þá kemur þessi tækni til íslands og á eftir að hafa gífurleg áhrif á okkar aðal- atvinnuveg," sagði hann. 2 Ensímvinnsla úr íslenskum hráefnum er samstarfsverkefni í Iíftækni, sem fjórar stofnanir hafa tekið sig saman um: Raun- vísindastofnun HÍ, Líffræði- stofnun HÍ, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofn- un íslands. 1 samstarfshópnum eru auk dr. Jóns Braga þeir Grímur Þ. Valdimarsson gerla- fræðingur, Sveinn Jónsson líf- efnafræðingur, Hörður Jónsson efnaverkfræðingur, Jakob K. Kristjánsson lífefnafræðingur og Ólafur S. Andrésson lífefna- fræðingur. í október sl. sendi samstarfshópurinn frá sér skýrslu og tillögur um verkefni sitt, þar sem segir m.a.: Losa hreistur, roðfletta, skilja sundur innyfli „Líklegt er að höfuðatvinnu- vegur okkar, fiskvinnslan, verði fyrir miklum áhrifum frá líf- tækni og þá sérstaklega frá en- símtækni á næstu árum. Með notkun líftækni við fisk- vinnslu er átt við notkun ensíma eða örvera til þess að rotverja eða framkvæma einhverja að- gerð í vinnslu hráefnisins. 1 hefðbundinni fiskvinnslu er höf- uðáhersla nú lögð á vélfræði- legar lausnir flestra vinnslu- þátta. Án efa mætti í mörgum tilfellum beita aðferðum líf- tækninnar til þess að einfalda og auka hagkvæmni í fiskvinnsl- unni. Sem dæmi um slíkt má nefna, að Norðmenn eru nú fam- ir að nota ensím við vinnslu smokkfisks. Smokkurinn hefur seigar himnur, sem fjarlægja þarf fyrir neyslu og illmögulegt hefur reynst að fjarlægja með hefðbundnum aðferðum. Með notkun ensima hefur hins vegar tekist að fjarlægja þessar himn- ur á einfaidan og ódýran hátt. Á tilsvarandi hátt kann að vera mögulegt að nýta ensím til að skilja sundur líffæri eða vefi af ólíkri gerð, t.d. losa hreistur af fiski, roðfletta fisk, hreinsa burt búkhimnur, losa skelfisk úr skel- inni, fjarlægja himnur af lifur og hrognaskálmum, losa sundur innyfli og margt fleira.“ Þeir segjast telja liklegt, að fiskiðnaðurinn sé sú atvinnu- grein hér á landi, sem verði fyrir einna mestum áhrifum líftækn- innar í náinni framtíð. „Líklegt er að áhrifin verði á þann veg, að með líftæknilegum aðferðum megi hagnýta fiskúrgang og fisktegundir, sem nú eru ekki nýttar. Einnig verði vinnsluað- ferðir þróaðar þannig, að fram- leiðslan verði hagkvæmari og af- urðirnar verðmætari." Sá fyrst — uppskera síðan Um núverandi stöðu og fram- tfð líftækni á íslandi segja vís- indamennirnir meðal annars: „Stjórnvöld hafa enn ekki markað stefnu um uppbyggingu líftækniiðnaðar. Framlög á fjár- lögum til Hftækni hafa verið hundrað til tvö hundruð þúsund krónur undanfarin ár. Það er skoðun okkar, sem að þessu verkefni stöndum, að þessu verði að breyta. Þjóðin lif- ir beint eða óbeint að mestu á framleiðslu matvæla. Næst á eftir lyfjaiðnaðinum er talið að matvælaframleiðslan muni verða fyrir hvað mestum áhrif- um líftækninnar á komandi ára- tug. Við eigum því ekkert val, ef við ætlum ekki enn einu sinni að missa af vagninum á sviði, þar sem við sannarlega höfum möguleika. Ohemju dýrt verður að kaupa öll liftæknileg efni og aðferðir tilsniðin og fullfrágengin, verði það hægt. En það er ekki vanda- laust fyrir litla þjóð að keppa við stórfyrirtæki og stórþjóðir. Miklu máli skiptir að hefja strax undirbúning þess, sem koma skal. Byggja upp, á skipu- legan hátt, með eigin rannsókn- um og þróunarstarfsemi og sam- vinnu við érlenda aðila, líftækni- þekkingu er viðheldur og eykur samkeppnishæfni höfuðatvinnu- vegar þjóðarinnar, fiskvinnsl- unnar. Við teljum að nú þurfi að leggja áherslu á rannsókna- og þróunarþáttinn — það þarf að sá áður en hægt er að uppskera." I3AID1 NK. FðSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÚLD BCCAIDWAT Þaö má enginn missa af þessari stórkostlegu skemmtun meö Ríó sem fara á kostum ásamt stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar. r Dansstudió Sóleyjar r Broadway ballettinn sýnir nýjan stórkostlegan ' dans eftir Sóley Jóhanns- \ dóttur. SOLEYJAR JB Minni fyrirtæki ® og stofnanir at- - hugið það er góð hugmynd að halda árshá- tíðina með Ríó i Broadway þar fær fólkiö Ijúffengan kvöldverð og frábæra skemmtun fyrir lágt verð. HELCAR REISUR Miða- og borðapantanir daglega í síma 77500 frá kl. 11—18. Velkomin vel klædd í Broadway. I Broadway-reisu Flugleiöa Flug, gisting i 2 nætur og aðgöngumiði. Frá Akureyri kr. 4.351 . Frá isafiröi kr. 4.203. Leitið trekari upplýsinga á söluskrifstolum Flugleiða. umboðsmónnum og larða- skrilstolum. cKCADmy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.