Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Fiskneyzla í Bandaríkjunum hefur nánast staðið f stað síðan 1909: Að leita leiða til aukningar fískáts og auka hlutdeild okkar — er framtíðarmarkmiðið, segir Magn- ús Gústafsson, forstjóri Coldwater BANDARÍKIN hafa til langs tíma verið langstærsti markaður íslend- inga fyrir frystar sjávarafurðir og eru það enn. Á matvælamarkaðnum þar í landi er samkeppnin gríðarleg, bæði milli einstakra matvælateg- unda og milli framleiðenda innan sömu tegundar. Nautakjötið hefur enn vinninginn, kjúklinganeyzlan sækir mjög á, en fiskneyzla hefur á mann varla vaxið síðan 1909. Á hinn bóginn hefur verð á fiski hækkað langt umfram verð á kjúklingum og nautakjöti á síðustu árum. Á síðasta ári fluttu SH og SÍS samtals út til Kandaríkjanna tæpar 64.000 lestir af frystum sjávarafurðum, en mark- aðshlutdeild íslendinga þar hefur farið nokkuð minnkandi, bæði vegna samdráttar í framleiðslu hér heima og vegna aukinnar samkeppni annarra fiskveiðiþjóða. í frystum flökum hefur Coldwater þó 22% af markaðnum fyrir þorskflök, 50% fyrir ýsuflök, 37 % fyrir karfaflök og 36% fyrir ufsaflök. Fiskneyzla í Banda- ríkjunum hefur nánast staðið í staö síðan 1909 Magnús Gústafsson var á síð- asta ári ráðinn forstjóri Coldwat- er, sölufyrirtækis SH í Bandaríkj- unum. Morgunblaðið ræddi við hann fyrir nokkru um matvæla- markaðinn þar í landi, framtíðar- markmiðið í fisksölumálum al- mennt og stöðu Coldwater. Magnús sagði, að mestu máli skipti að gera sér grein fyrir þörf- um markaðsins, hvers vegna fólk borðaði eða borðaði ekki fisk og hvernig breyta mætti þeirri af- stöðu. Fiskneyzla á mann í Banda- ríkjunum hefði ekki breytzt svo nokkru næmi síðan upp úr alda- mótum og á því væru vissulega nokkrar skýringar. Ýmsar athygl- isverðar kannanir á fiskneyzlu fólks hefðu verið unnar að undan- förnu og samkvæmt niðurstöðu þeirra þyrfti svo að vinna til að auka neyzluna. Ef litið er á það hvað fólki líkar við fisk og hvað því líkar ekki, kemur eftirfarandi fram í skoð- anakönnun, sem gerð hefur verið: 42,3% spurðra sögðust mest hrifn- ir af bragði fisksins, 33,1% lögðu mesta áherzlu á næringargildi, 8,1% fannst mest koma til auð- veldrar matreiðslu og 6,1% völdu fisk vegna verðsins. 10,4% töldu aðra þætti helztu kosti fisksins. Þegar spurt var hvað mönnum lík- aði verst við fisk, sögðu 9,4% að það væri bragðið, 43,1% að það væri lyktin, 10,9% hve erfitt væri að matreiða hann, 13,7% lögðu verðið fyrir sig og 22,9% lögðu aðra þætti fyrir sig, meðal annars bein. Tafla 1. Meðalneyzla matvæla á mann í Bandaríkjunum árið 1983 kg % Kjötmeti 95,8 14,9 Fiskmeti 5,9 0,9 Mjólkurvörur 140,5 21,8 Ávextir 77,5 12,1 Grænmeti 94,7 14,7 Kornmeti 68,5 10,7 Sætmeti 62,4 9,7 Annað 97,8 15,2 Samtals 643,1 100,0 Tafla 2. Skipting fiskneyzlu að með- altali á mann í Bandarfkjunum árið 1983. kg % Flök 1,3 22,0 Fiskstautar 0,8 13,6 Rækja 0,8 13,6 Lax 0,2 3,3 Túnfiskur og sardinur 1,5 25,4 Skelfiskur 0,7 11,9 Annað 0,6 10,2 Samtals 5,9 100,0 Hvað ræður fæðuvali? „Fæðuval húsmæðra," sagði Magnús, „hefur verið kannað og gefið athyglisverðar niðurstöður. Meðal annars kemur þar í Ijós, að fæðuval þeirra markast af því, að valda ekki óánægju einhvers í fjöl- skyldunni með því að bera fram ákveðnar fæðutegundir, það er þær reyna að fara milli veginn og fórna þá gjarnan eigin hagsmun- um eða vitneskju. Annars eru það 6 þættir, sem talið er að skipti mestu máli um fæðuval; ánægja með bragð, gæði hráefnis, heilsu- fars- og næringargildi, fjárhagur (kaupmáttur og verð) og framboð. Neyzla fiskmetis (kg) 1982 Samanburður nokkurra landa Bandaríkin V-Þýzkaland Kanada Bretland Ástralía Frakkland Japan Verksmiðjubygging Coldwater í Eberett við Boston í Bandaríkjunum. Afleit kynni skólabarna af fiskmáltíðum Það er athyglisvert, hve stór hluti leggur bragð og lykt fyrir sig og bendir það ótvírætt til þess, að of mikið sé af skemmdum fiski á þessum markaði. Það er óhætt að segja að skemmdur fiskur skemm- ir mjög mikið út frá sér í mark- aðslegu tilliti og það er þáttur, sem framleiðendur verða að kippa í lag. Þá er það ennfremur athygl- isvert og tengist þessum þætti líka, hve lítill hluti fiskneyzlu á sér stað á heimilunum. Meðal- neyzla af bolfiski á mann er rétt rúm tvö kíló á ári og aðeins tæp- lega hálft kíló af henni fer í gegn- um verzlanir. í skoðanakönnunum segist fólk hins vegar borða miklu meiri fisk en það í rauninni gerir og er það athyglisvert. Það gæti verið vísbending um það, að fólk vilji borða meiri fisk en það gerir af einhverjum ástæðum, en að sama skapi setji fyrir sig ein- hverja hluti, kannski verð eða það hefur kynnzt vondum fiski og ennfremur kann ekki að matreiða hann sem skyldi. Þá er það ljóst að aðalfiskæturnar eru vel menntað og vel launað fólk. Þeir, sem varla borða fisk, er fólk undir 25 ára aldri og yfir 65 ára. Við leggjum því hvað mesta áherzlu á fólk und- ir 25 ára með framtíðina í huga. Með endurvakningu NASA, sam- taka fiskframleiðenda við Norð- ur-Atlantshaf, aukast möguleikar okkar á þessu sviði. Hingað til hafa fiskseljendur lagt mikla áherzlu á skólamáltíðir, þar hefur tekizt hörmulega til og börnin hafa fengið afleit kynni af fiski. Maturinn fyrir þau hefur verið eldaður á bilinu 6 til 8 á morgnana en ekki verið framreiddur fyrr en 11 til 12. Það er mikið'barizt um þennan markað og gæði hafa þar stundum setið á hakanum. NASA getur opnað okkur leið inn á skóla- markaðina og veitt okkur tæki- færi til að betrumbæta stöðuna þar. Haldi börnin áfram að fá af- leit kynni af fiski, borða þau hann tæplega í framtíðinni. Komumst við inn á þennan markað í veru- legum mæli, þýðir það umtals- verða aukningu. Tvöföldun kjúkl- inganeyzlu á 20 árum sýnir að hægt er að ná árangri. Það er slæmt að ekki skuli hafa tekizt að nýta betur það lag til aukningar, sem gefizt hefur með aukinni um- ræðu um næringargildi og holl- ustu fæðunnar. Neyzla físks á heim- ilum óplægður akur í framtíðinni þarf að leggja áherzlu á þjónustu við sem flesta þætti markaðsins. Framtíðarverk- efnið felst því í þróun pakkninga, sem eru auðveldar í matreiðslu og meðferð og gæðin þannig, að húsið fyllist af matarilmi við elda- mennskuna. Neyzla fisks á heimil- um er og nánast óplægður akur að mestu. Mesta fiskneyzlan i Banda- ríkjunum á sér stað á veitingahús- um og þar er orðin aukin tilhneig- ing til notkunar frosins fisks. Frystingin á að geta tryggt gæðin og geymsluþolið er mikið. Því geta veitingahúsin tekið á sig stórar sveiflur í innkaupum og sölu. Eins og tækni hefur framfleygt, bæði á veitingahúsum og heimilum, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að auka sölu á frystum fiski. Þar höf- um við íslendingar sérstöðu, því bezti fiskur í heimi syndir í sjón- um við tsland. Tafla 3. Árleg neysia fiskmetis í Bandaríkjunum 1960—1983. 1960 1965 1970 1975 1980 1983 Neysla fiskmetis á mann (kg) 4,7 5,0 5,4 5,6 5,9 5,9 íbúatala í millj. 178,1 191,6 201,9 213,8 225,6 232,0 Stærð markaðar, þ.e. heildarneyzla i þús. tonna 837,1 958,0 1090,3 1197,3 1331,0 1368,8 Menning og þrælahald Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson M.I. Finley: The Leagacy of Greece. A New Appraisal. Edited by M.I. Finley. Oxford University Press 1984. M.I. Finley: Ancient SJavery and Modern Ideology. Penguin Books 1984. M.I. Finley hefur kennt við há- skólann í Cambridge síðan 1955, fornaldarsögu og prófessor í þeirri grein frá 1970—82. Hann hefur ritað margar bækur um þessi efni og er sú nýjasta „Economy and Society in Ancient Greece“. Hann er meðal merkustu höfunda sem nú fjalla um gríska sögu og efna- hagssögu. Arfleifð Hellena er einn af hornsteinum evrópskrar menning- ar, ásamt heilagri kirkju og róm- verskum arfi og endurreisninni. Þarna eru uppspretturnar og þá ekki síst hellensk arfleifð. Fjórtán fræðimenn skrifa um þessa arf- leifð — pólitík, Hómer og sögu- ljóðin, lýrikina, leikritin, sagn- fræði, menntun og mælskulist og um gríska arfleifð. Ástæðurnar fyrir fjölbreyti- leika hellensks menningarlífs eru vitaskuld fjölmargar en ein þeirra er að Hellas varð aldrei e:n ríkis- heild, þetta voru mörg sjálfráð borgríki og þar sem gróskan var mest mótaði fjölhyggjan (plúral- isminn) samskipti samfélagsins. Þetta var auðvitað ókostur, frá sjónarmiði þeirra, sem telja að styrk ríkisheild sé nauðsyn hvers samfélags og án heildarforms sé upplausninni boðið heim. En með- an þetta form hélst t.d. í Aþenu þróaðist menningarlíf, þar sem var lagður grundvöllur að vest- rænni menningu. Hér þróaðist „hið góða líf“ sem Aristoteles nefnir svo, rökræður siðaðra manna og samskipti án oflætis. Höfundarnir rekja þessa sögu og tiunda þá þætti sem taldir hafa verið upp. Sir Moses Finley er ritstjóri þessa verks og höfundur siðara ritsins, þar sem fjallað er um þann þátt hellenskra samfélaga, sem efnahagur þeirra byggðist á, sem var þrælahaldið. Hann ræðir þrælahaldið og sundurleitar skoð- anir fræðimanna á fyrirbrigðinu og hvernig hugmyndafræðilegar forsendur móta sögulegar útlist- arnir. Finley ræðir þrælahald meðal Grikkja, Rómverja og þrælahald í Nýja heiminum síðar, ástæðurnar fyrir myndun þess og efnahags- legri og félagslegri nauðsyn þess og réttlætingu. Heimildir um þrælahald í einstökum ríkjum og borgum eru mjög af skornum skammti. Menn vita að þrælahald var mismunandi útbreytt eftir tímum og svæðum og höfundur leitast við að draga ályktanir af hinum fábreyttu heimildum sem kunnar eru um þátt þrælahaldsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.