Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 25 kr. eintakiö. Fiskeldi Hagvöxtur eða batnandi lífskjör vóru að megin- hluta sótt til sjávarútvegs, þ.e. tæknivæðingar veiða og vinnslu, sem juku þjóðartekj- ur ár frá ári til skamms tíma. Æskilegur hagvöxtur í næstu framtíð verður aðeins að takmörkuðu leyti reistur á hefðbundnum atvinnugrein- um, vegna aflatakmarkana í sjávarútvegi og framleiðslu- takmarkana búvöru. Þessi staðreynd bitnar þyngst á þeim landshlutum sem byggja atvinnu einkum á frumfram- leiðslu. Það er löngu ljóst að við verðum að skjóta nýjum stoð- um undir afkomu okkar, ef fryggja á atvinnuöryggi ört vaxandi þjóðar og sambærileg lífskjör hér og hjá nágrönnum. í þeim efnum hefur verið horft til margra átta, m.a. orku- iðnaðar, til að breyta óbeyzl- uðum vatnsföllum í vinnu og útflutningsverðmæti, fiskeld- is, lífefnaiðnaðar o.fl. þátta. Fiskeldi er atvinnugrein, sem gefið hefur mörgum þjóð- um, þar á meðal okkur, drjúg- ar viðbótartekjur. Einsýnt er að þróa má þessa atvinnugrein til vaxandi eftirtekju, ef rétt er á málum haldið. Henni tengjast hinsvegar áhættu- þættir, eins og öðrum atvinnu- rekstri, og kapp er bezt með forsjá hér sem annarsstaðar. Það er mikið áfall fyrir ís- lenzkt fiskeldi að nýrnaveiki skuli komin upp í Kollafjarð- arstöðinni, sem ríkið rekur, en þar eru nú um 170 þúsund gönguseiði, 500 þúsund ný- klakin seiði og um tvær millj- ónir hrogna. Seiði frá stöðinni hafa farið til tveggja eldis- stöðva og í margar veiðiár. Fiskur frá stöðinni er í hafinu og skilar sér í einhverjum mæli til baka. Líkur benda til að bakterí- an, sem veikinni veldur, hafi borizt með göngufiski. Sú saga getur hæglega endurtekið sig. „Við getum ekki treyst því að losna við veikina úr landinu með skyndiaðgerðum," segir Guðmundur Pétursson, for- stöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði, „hún er í náttúrunni, þannig að við verðum að læra að lifa með henni, þó þannig, að hún kom- izt ekki inn í stöðvarnar, þar sem hún gerir mest tjón. Því verður að leggja alla áherzlu á að stórauka sjúkdómaeftirlit- ið.“ Undir þessi orð skal tekið. Sjúkdómaeftirlitið þarf að auka, svo og fyrirbyggjandi rannsóknir í fiskeldisstöðvum. Jafnhliða verður að fá betri upplýsingar um útbreiðslu veikinnar. Viðbrögð verður að byggja á haldgóðum upplýs- ingum og þekkingu á aðstæð- um öllum. Við íslendingar vöðum ým- ist í ökla eða eyra á einstökum framkvæmdaleiðum. Ýmist ríkir almenn deyfð gagnvart atvinnugrein eða fjöldaáhugi vaknar. Þá vilja allir taka til hendi. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja horfir nú til haf- beitar og fiskeldis, sem út af fyrir sig er eðlilegt, en stund- um er hyggilegt að flýta sér hægt í nýjungar — hafa fast land undir framkvæmda-fót- um. Það verður að vísu jafnan að taka einhverja áhættu, en mergurinn málsins er engu að síður sá, að fjárfesting verður að skila arði, ef fyrirtækið, hvert sem það er, á að lifa og dafna og stuðla að batnandi lífskjörum í stað þess að verða baggi á þjóðarbúskapnum. Fiskeldi á sér framtíð, ef rétt er á málum haldið, um það er ekki ágreiningur. En flas er ekki til fagnaðar. Lífefnaiðnaður Nýlega vóru seld 200 grömm af fiskensími (kalt ensím) til Bandaríkjanna fyrir 20 þúsund krónur. Það gerir 100 þúsund krónur fyrir hvert kíló af efnahvatanum. Þetta er fyrsti skammturinn af lífrænum efnahvötum, sem framleiddur er hérlendis. Það var Tilraunastofa Raunvís- indastofnunar Háskólans, sem vann ensímið úr fiskúrgangi. Hún vinnur einnig að fram- leiðslu hveraensíma. Þetta er merkilegur áfangi, sem verður er athygli. Fjórar rannsóknarstofur: Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins, Raunvísindastofnun, Líffræðistofnun Háskólans og Iðntæknistofnun hafa tekið höndum saman um rannsókn- arsamvinnu á líftæknisviði. Þessar stofnanir eiga fulltrúa í starfshópi, sem Rannsókn- arráð ríkisins skipaði til könn- unar á þróun í líftækni í fyrra- vetur. Könnuninni er hvergi nærri lokið en nefndarmenn munu sammála um að einbeita kröftum sínum að örfáum skynsamlegustu kostunum. Mörg Ijón eru á vegi há- tækniiðnaðar, bæði hérlendis og erlendis, og markaðsstaða líftækniafurða á eftir að skýr- ast. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með á þessu sviði og kanna til hlítar íslenzka möguleika. En hér sem annars staðar verður arðsemin að vísa veginn, ef vel á að takast. Skipulagstillaga des. ’84, yfirbragð séð frá Sætúni. Hið nýja skipulag SI ARKITEKTAR lögðu fram frumdrög að nýju skipulagi Skuggahverfis í vik- unni. Þar er horfið frá fyrri hugmyndum um stórar byggingar, sem mynduðu samfellda línu við Skúlagötu. I þess stað er lögð áhersla á smáar einingar í samræmi við núverandi byggð fyrir ofan Lindargötu. Jafnframt er lögð áhersla á að útsýni haldist sem best. Hið nýja skipulag afmarkast af Sætúni í norðri, Hverfisgötu í suðri, Ingólfsstræti í vestri og Snorrabraut í austri. Höfundar að skipulaginu eru Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðs- son og Björn Hallsson. Samkvæmt hinum nýju drögum er gert ráð fyrir um 500 íbúðum í Skuggahverfi. Stór og áberandi hús eins og Völundarhúsið, Slát- urfélag Suðurlands og skemmur Eimskipafélags íslands verða lát- in víkja. Hins vegar er gert ráð fyrir að byggðin fyrir ofan Lind- argötuna að Hverfisgötu haldi sér að mestu í núverandi formi og að Landssmiðjan standi áfram. Skúlagatan verður færð og verð- ur safngata. Þar er fyrirhuguð þjónustubyggð — verslanir og fyrirtæki. Norðan Skúlagötu verð- ur gerð uppfylling og lögð hrað- braut — Sætún. Þegar í sumar er ráðgert að hefjast handa um upp- fyllingu. „Við höfum unnið að skipulagi svæðisins frá í byrjun júlí síðast- liðnum. Einkennandi fyrir hin nýju frumdrög er smágerð byggð, þar sem áhersla er lögð á fjöl- breytni í anda byggðarinnar ofar í holtinu," sagði Björn Hallsson í samtali við Mbl. „Við leggjum áherslu á að hin nýja byggð falli vel að núverandi byggð ofar í holtinu, en ekki sé um andstæður að ræða,“ sagði Björn Hallsson. „Stefnt er að því á næstu vikum að drög að skipulaginu í heild liggi fyrir og úttekt á þeim svæðum, sem ekki eru í þessum fyrstu drög- um. Margs ber að gæta. Til að mynda á stjórnarráðið stórar lóðir á svæðinu og hefur húsameistari skipað fulltrúa til þess að gæta hagsmuna ríkisvaldsins," sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson for- stöðumaður Borgarskipulags í samtali við Mbl. í greinargerð með hinum nýju tillögum segir meðal annars um þau markmið, sem arkitektarnir settu sér. „Sú skoðun hefur verið ráðandi við gerð skipulagstillög- unnar, að um sé að ræða skipulag miðborgarhverfis. Helsti kostur svæðisins (auk útsýnismöguleika) er nálægð þess við aðal menning- ar-, þjónustu- og atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Hafa verð- ur í huga mikilvægi mjög þéttrar byggðar við miðborgir, eigi þar að þrífast fjölbreytileg starfsemi og mannlíf. Gerð þessa hverfis er því ekki sambærileg við íbúðahverfi annars staðar í borginni. Höfuðmarkmið við gerð tillög- unnar er að samkvæmt því megi reisa byggð, sem virki vel fyrir íbúa innan hennar og í hverfinu almennt, en sem jafnframt sé í samræmi við staðsetningu innan borgarinnar." í skilgreiningu aðalskipulags Reykjavíkur frá 1962 af Skugga- hverfi segir meðal annars: „Húsa- röðin meðfram Skúlagötu verður Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson, formaðui arkitekt, og Þorvaldur S. Þorvaldsson, líkan að hinni nýju byggð. mjög mikilsverð frá byggingarlist- rænu sjónarmiði. Gagnvart þeim sem koma á sjó til borgarinnar er þessi húsaröð áberandi hluti af sjávarbakkanum. Og þeir verða margir, sem á komandi árum aka Kleppsveg og Skúlagötu í áttina að miðbænum. Allt frá Laugarnesi blasir við húsaröðin við Skúla- götu, sem forgrunnur borgarinn- ar. Það er áriðandi að hún verði endurnýjuð smátt og smátt með stórum húseiningum með rólegu yfirbragði. Húshæðin má ekki vera mikil svo að sjá megi glöggt, Bfldudalur: Árangurslaus fundi — Skiptar skoðanir um fundinn með sjávarútvegsráðherra FULLTRÚAR Rækjuvers hf. og Fé- lags smábátaeigenda á Bíldudal komu saman til fundar í gær til að reyna að finna lausn á deilumáli sín á milli um greiðslur fyrir hörpudisk og lögðu fulltrúar Rækjuvers hf. fram tillögur um lausn málsins. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum, en í gær- kvöldi héldu smábátaeigendur fund um tillögurnar. Gunnar Karl Garð- arsson, formaður Félags smábátaeig- enda, sagði í samtali við blm. Morg- unblaðsins skömmu fyrir fundinn, að hann teldi ekki, að sjómenn gætu gengið að þessum tillögum, meðal annars vegna þess að þar væri ekki gert ráð fyrir að fara eftir ríkismati. í Þjóðviljanum í gær er frá því greint á forsíðu, að Halldór As- grímsson, sjávarútvegsráðherra, hafi vísað fulltrúum smábátaeig- enda á Bíldudal á dyr á miðjum fundi, er hann átti með Bíldu- dalssjómönnum sl. föstudag. Frétt- in er höfð eftir Snæbirni Árnasyni, skipstjóra á Bíldudal, og sagði Snæbjörn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann stæði við hvert orð sem fram kemur í frétt- inni, nema að fyrirsögnin væri þeirra Þjóðviljamanna. „Hitt er rétt eftir mér haft og ég er tilbúinn til að standa við það hvenær sem er. Við vorum búnir að sitja þarna í tæpan klukkutíma er Halldór Ás- grímsson gaf okkur það góðfúslega í skyn, að við værum búnir að sitja þarna nægilega lengi. Hann væri önnum kafinn og þyrfti að tala v ið fleiri og þá fórum við. Ég stend því fyllilega við að ráðherra vildi ekki eða hafði ekki tíma til að hlusta á okkar sjónarmið. Við komum þarna yfir þvert landið til að tala við ráðherrann og ég tel að það hafi verið lágmarksskylda hans að hlusta á okkur. Við þetta get ég staðið hvar sem er og hvenær sem er“, sagði Snæbjörn. Gunnar Karl Garðarsson, formaður Félags smá- bátaeigenda á Bíldudal, kvaðst hins vegar ekki kannast við þessa lýs- ingu á fundinum. „Við ræddum þessi mál og ráðherra kvaðst ætla að athuga hvað væri í þeirra valdi að gera fyrir okkur," sagði Gunnar Karl. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætti erfitt með að skilja svona fréttaflutning. „Sannleikurinn er sá, að þeir báðu um fund með mér og ég sagði þeim að koma hér klukkan eitt. Hér voru ásamt mér tveir starfsmenn í ráðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.