Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 37 Frá Djúpi: Féllust hendur við sósugerðina Bæjuni, 10. janúar. Þegar við nú fögnum nýbyrjuðu árinu 1985, blasir við sú einstæð- asta árgæzka, sem langt aftur í áratugi leita þarf samjöfnunar við. Alauð jörð og fimm stiga hiti nú 10. janúar. Það sést í gamlan klakagrámann hér undir Bæja- fjallinu, af margra ára gömlum snjó, sem ekki hefur tekið upp undanfarin sumur, en sem ekki hefur ennþá hulist snjó það sem af er vetri. Vegir allir færir hér um ísafjarðardjúp og vöruflutninga- bílar byrjaðir nú eftir áramótin á ferðum til Reykjavíkur. Já, þvílík dýrð. Fólkið flatmagaði hér um hátíð- irnar við góðan bókalestur og aðra jóladýrð, sælt í allri tilveru sinni af góðum mat og drykk og þeirri helgi, sem jólin ávallt bera meö sér í hvern bæ, kot og kima. En það bar við hér á nokkrum bæjum þó á aðfangadagskvöld, þá húsmæður voru að gera sósuna með jólasteikinni að skyndilega varð myrkur og suðan í sósupott- inum dvínaði óðum. Var þá ekki um að dreifa en að kveikja á jóla- kertunun, en í allri sósugerðinni féllust þeim hendur og stóðu uppi með sleifina eina að vopni í hendi sér, ráðþrota í allri angurværð sinni. Það var því um tómt mál að tala, að taka upp jólapakkana meðan svona var umhorfs. En þótt lengi sé von á einum var útlitið ekki gott, þar til svo úr rættist, að Engilbert á Mýri arkaði hér uppí rafmagnsstaura til að miðla okkur sveitungum sínum af fátæklegum skammti Mýrarárvirkjunar, raf- magni til ljósa og eldunar, svo heldur lyftist nú brúnin á konun- um við sósugerðina, og fór svo að lokum, að langt er síðan jólamat- urinn hefur betur smakkast, sem og auðvitað oftast verður, þegar maginn er farinn að gaula eftir nytinni sinni, og lystin því í betra lagi. En það sem skeð hafði var svo ekkert annað en það, að sæstreng- ur sá yfir Kaldalón, sem flytur rafmagnið frá Blævardalsárvirkj- un hingað útá Snæfjallaströnd, hafði á einmitt þessu augnabliki aðfangadagskvöldsins bilað svo, að í honum runnu saman tveir svo andstæðir pólar, að út sló öllu rafmagni í Isafjarðardjúpi, sem þó fljótlega í lag komst aftur, en hér var rafmagnslaust í um tvo tíma, eða raunar frá þessari virkj- un kom ekki rafmagn hingað fyrr en eftir um það bil hálfan mánuð, eða nánar tiltekið að kveldi 8. þ.m., fyrir aðeins 2 dögum, sem við endurheimtum aftur okkar upp- haflega rafmagn. Ekki þurfti þó um að kenna, að Orkubúsmenn væru neinir bú- skussar í þeirri viðleitni að gera við þessa bilun. Þar eru að verki hinir mestu hörkukarlar, og láta sér ekkert fyrir brjósti brenna, þegar í harðbakkann slær, enda útá hafi sér baukuðu við, framá síðasta kvöld að rekja slóðina, þar til heill fyndist þráðurinn, að við hann yrði skeytt nýjum kapli, svo ekki læki inná kerfið. Vildi til að svo stóð loft og sjór, að ekki bærð- ist hár á höfði, en hefði getað orð- ið erfitt í veltingi og vondu veðri. Það var því um 4—500 metrar frá Austur-þýskir hermenn flýja liannover, 21. jnnúnr. AP. TVEIR austur-þýskir hermenn llýðu til Vestur-Þýskalands sl. lostudag og hefur þeim nú þegar verið veitt þar hæli sem pólitískum flóttamönnum. Að sögn vestur-þýsku landa- mæralögreglunnar voru hermenn- irnir t sérstakri úrvalssveit, sem eftirlit hefur með landamærunum, og voru þeir báðir í einkennisbún- ingi og vopnaðir þegar þeir kom- ust yfir landamærin við Neðra- Saxland. Það voru ekki síst snjó- þyngslin á þessum slóðum sem hjálpuðu hermönnunum til að komast klakklaust vestur yfir. Hermennirnir höfðu sömu sögu að segja og aðrir flóttamenn að austan, kváðust ekki geta sætt sig við kúgunina og ill kjör í heima- landi sínu. FLEX-O-LET Tréklossar H jr “i Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu sól- unum komnir aftur. Margar nýjar geröir. QEísiP hvoru landi sem bæta þurfti í nýj- um steng, svo þessir andstæðu pólar gætu loks í bróðerni runnið þær leiðir sem að þeim ætlaðar eru. Þá má þess einnig geta, að rafmagn var á sl. hausti leitt í sæstreng niður í eyna Vigur, og þykir fólkinu þar mikið til hins betra hafa skipt, svo ég held að aðeins séu ennþá eftir tveir bæir hér í Djúpi rafmagnslausir frá samveitu, þ.e. Hvítanes, og Eyri í Seyðisfirði, sem eru með sínar heimilisrafstöðvar. Unnið hefur verið að því af Pósti og síma í sumar að undirbúa sjálfvirkt simasamband hér í Djúpinu, og er nú að telja má í lokasprettinum í þeirri gerð, en þetta er mikið og margbrotið verk og spannar yfir langa strand- lengju. Þá var einnig nú í haust að rás 2 var sett upp i gagnið, héðan frá Radíóstöðinni í Bæjum og heyrist nú vel um allar trissur hér um Djúpið á þeirri rás, en áður hafði þó á nokkrum stöðum heyrst vel í rásinni þeirri arna. Vörubílstjórar hafa kvartað yfir því nú í haust, eftir að Stein- grímsheiði var opnuð til umferðar, að hún hafi nokkrum sinnum verið auglýst ófær til yfirferðar vegna snjóa, sem ekki hafi reynst á rök- um reist, en valdið þeim óþægind- um og töfum, sem og öðrum veg- farendum raunar einnig og biðja koma þeim boðum til réttra aðila, að slík göbb séu ekki vel þegin frá þeirra hálfu. Geti komið sér mjög illa að auglýsa veginn ófæran, sem svo reynist öllum bílum ágæta fær þá á reynir. Að lokum óska ég landsmönnum árs og friðar á því herrans ári 1985. Jens í Kaldalóni JETTA ÞÝSKUR KOSTAGRIPXJR FRÁ VOLKSWAGEN Hannaöur sem heíðbundinn heimilisbíIL en hefur til að bera þœgindi og aksturseiginleika lystivagnsins. 5 GERÐIR HREYFLA EFITR VAIi MA TURBO DIESEL Verð frá kr. 417.000,- 6 öcra ryövamardJDyrgö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.