Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Fjárhagsáætlun borgarinnar Þriðjungs hækk- un til útivist- ar- og umhverf- ismála Framkvæmdir á sviði heilbrigðismála — „Heilsugæslukerfi skv. lögum dýrt í uppbyggingu og rekstri“ sagði borgarstjóri við umræður um fjárhagsáætlun í RÆÐU DavíAs Oddssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar á fimmtudag, þegar fjárhagsáaetlun þessa árs var til fyrstu umræóu, kom fram að gert er ráð fyrir, að úr borgarsjóði verði lagðar fram 8,2 milljónir króna til framkvæmda á sviði heilbrigðismála. I»essi tala kynni þó að breytast, þar sem ekki er Ijóst hve hátt framlagið úr Framkvæmdasjóði aldraðra verður, en það er samkvæmt þessu áætlað 10,0 milljónir króna. Sagði Davíð að miðað væri við að verja alls 19,4 milljónum króna til framkvæmda við B-álmu Borgarspítalans á þessu ári, og er áætlað framlag borg- arsjóðs á þessu ári 1,4 milljónir króna. Enn hefur ekki verið end- anlega ákveðið hvaða fram- kvæmdir verða fyrir valinu við álmuna og sagði Davíð að annars vegar væri um að ræða að leggja kapp á að ljúka legudeild á fjórðu hæð, en hins vegar kæmi til greina að ganga frá og inn- rétta húsnæði fyrir sjúkraþjálf- un á fyrstu hæð. Áætlað er að hlutur borgar- sjóðs við framkvæmdir við heilsugæzlustöð við Gerðuberg verði rösklega 600 þúsund krón- ur í ár. Fyrir skömmu keypti borgar- sjóður húseignina Drápuhlíð 14, þar sem Hitaveita Reykjavíkur hafði áður aðalbækistöð. Gert er ráð fyrir að heilbrigðiseftirlitið flytji í efri hæð hússins og risið en neðri hæð þess og kjallara verði breytt til afnota fyrir nýja heilsugæzlustöð, sem tekin yrði í notkun næsta haust. Gert er ráð fyrir 85% kostnaðar vegna bún- aðar heilsugæzlustöðvarinnar verði endurgreiddur úr ríkissjóði á næsta ári. Áformað er að leggja núverandi húsnæði heil- brigðiseftirlits í Heilsuvernd- arstöðinni undir langlegudeild Davíð Oddsson Borgarspítalans þar, en ekki er enn ljóst hvað rúmum fjölgar við stækkunina. í framhaldi af umfjöllun sinni um framkvæmdir við heilsu- gæzlustöð við Gerðuberg sagði Davíð Odsson m.a. að það væri kunnara en frá þyrfti að segja, að erfiðlega hefði gengið að tryggja öllum borgarbúum að- gang að heimilislækni. „Sjálfur hef ég látið í ljós efa- semdir um, að heilsugæzlukerfi samkvæmt núgildandi lögum um heilbrigðisþjónustu leysi þennan vanda einfaldlega vegna þess, að það virðist of dýrt að koma því á og reka það. Meðal annars af þessum ástæðum hlýt ég að binda miklar vonir við störf þeirrar nefndar, sem heilbrigð- isráðherra skipaði 29. júní í fyrra til þess að kanna, hvort nauðsynlegt sé að breyta gild- andi lögum um heilbrigðisþjón- ustu með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengin er af núver- andi fyrirkomulagi heilsugæzlu í Reykjavík og nágrenni, svo og annars staðar á landinu," sagði borgarstjóri. SAMKVÆMT frumvarpi að fjár- hagsáætlun borgarinnar, sem var til fyrstu umræðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag er fjárveiting til um- hverfis- og útivistarverkefna í heild áætluð 20 milljónir króna og hækkar um þriðjung frá upphaflegri áætlun síðasta árs. Borgarráð samþykkti aukafjárveitingu í maí sl. til undir- byggingar bátastæðis við Smábáta- höfnina í Elliðaárvogi og nam kostn- aður við þær framkvæmdir rösklega 800 þúsund krónum. Leiguíbúðir - verka- mannabústaðir BORGARSJÓÐUR á nú og rekur í umsjá Félagsmálastofnunar borgar- innar tæplega 900 íbúðir, þar af rúmlega 800 til frambúðar. Framlag til leiguíbúða samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar í ár er 20 milljónir króna. íbúðirnar eru ætlaðar meðal annars þeim, sem ekki eiga í önnur hús að venda, þeg- ar þeir þurfa að flytja úr óíbúðar- hæfu húsnæði eða niðurrifshúsum. Stótt verður um lán vegna íbúðanna ^ til Byggingarsjóðs verkamanna. Áætlað framlag til verka- mannabústaða á þessu ári er 20 milljónir króna, og er að sögn Davíðs Oddssonar við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun borgar- innar í samræmi við áform Stjórnar verkamannabústaða um að halda áfram smíði 137 íbúða í Ártúnsholti, ljúka 331 íbúð við Neðstaleiti og hefja framkvæmdir við smíði 100 íbúða í Grafarvogi. Búið er að úthluta öllum íbúð- unum við Neðstaleiti og 72 íbúðum í Árúnsholti. Umsóknarfrestur um hinar 65 íbúðirnar er runninn út og er nú verið að vinna úr um- sóknum. Árlegur fjöldi svokall- aðra endursöluíbúða er í kringum 120, en nú liggja fyrir um 800 um- sóknir um húsnæði hjá Stjórn verkamannabústaða. Umhverfismálaráð fer fram á einni og hálfri milljón króna hærri upphæð en kveðið er á í frumvarp- inu. í sundurliðun ráðsins um fram- kvæmdir er helst að nefna, að 5,5 milljónir króna eru áætlaðar til leikvalla, 4,5 milljónir til fram- kvæmda á Landakotstúni og 2,5 milljónir króna eru áætlaðar til lagfæringa á Tjarnarbakkanum. Síðari umræða um fjárhagsáætl- un borgarinnar fer fram í byrjun febrúar. Framkvæmdir í þágu aldraðra — rúmlega 90 milljónir úr borgarsjóði á þessu ári í FRUMVARPI að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár, er áætl- að að verja tæplega 108 milljónum króna til framkvæmda í þágu aldr- aðra og þar af greiðast rösklega 90 milljónir króna úr borgarsjóði á ár- inu. Reiknað er með 15 milljónum króna úr framkvæmdasjóði aldr- aðra og samtals 2,7 milljónum króna í tekjur af staðfestingar- gjaldi við úthlutun 18 íbúða í par- húsum á lóð vistheimilisins Selja- hlíðar, sem nú er verið að byggja við Hjallasel. í ræðu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra við fyrri umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar á fimmtudag kom fram, að reiknað er með að samtals gangi 91,5 milljónir króna til fram- kvæmda við Seljahlíð, 56 millj- ónir fari til smíði og innréttinga vistheimilisins, 30 milljónir til smíði 9 parhúsa með samtals 18 íbúðum og 5,5 milljónir króna renni til lóðaframkvæmda. Að líkindum verður vistheimilið Seljahlíð tilbúið til notkunar í febrúar á næsta ári og parhúsin um það bil mánuði síðar. Þarna verður rými fyrir samtals 116 manns, 80 á vistheimilinu og 36 í parhúsunum. í aðalbyggingu verða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaíbúðir og í parhúsunum 18 hjónaíbúðir. Af hálfu borgarinnar verður haldið áfram samningsbundnum greiðslum fyrir þjónusturými í tengslum við söluíbúðir fyrir aldraða á vegum Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í Hvassaleiti 56—58 og söluíbúðir, sem Samtök aldraðra og fyrir- tækið Ármannsfell eiga í smíð- um við Bólstaðarhlíð 41—45. Er áætlað að þessum framkvæmd- um Ijúki í lok þessa árs og um mitt næsta ár. Þá sagði Davíð að fyrirhugað væri að verja allt að 3 milljónum króna í hönnun nýrrar bygg- ingar fyrir aldraða, en því húsi hefði ekki verið endanlega val- inn staður enn. Frá lagningu gervigrassins í Laugardal. — Mestur hluti þess greiðist á þessu ári, eða um 10,5 milljónir kr. Framkvæmdir á sviði íþróttamála 1985 SAMKVÆMT frumvarpi að fjárhagsáætun borgarinnar fyrir þetta ár er áætlað að verja tæplega 41,4 milljónum króna til framkvæmda á sviði íþróttamála. Þar af yrði hlutur borgarsjóðs 35,2 milljónir króna. í þessum kostnaði munar mest um gervigrasið og böð og búningsklefa við Laugardalshöll. Mestur hluti andvirðis gervi- grassins greiðist á þessu ári eða um 80% af verðinu — alls um 10,5 milljónir króna. Þar við bætist kostnaður af því að koma fyrir lýs- ingu og ljúka ýmsum frágangi við völlinn. Stefnt er að því að taka böð og búningsklefa Laugardalslaugar í notkun i mars eða apríl á næsta vori. Kostnaður við þær fram- í Kóngsgili, að sögn Davíðs. Kostnaður af framkvæmdum við iþróttamannvirki í heild varð alls um 35 milljónir króna á síðasta ári og hluti borgarsjóðs fór yfir 28 milljónir króna. kvæmdir, sem eftir eru, er áætlað- ur 43 til 44 milljónir króna, þar af 24 milljónir króna á þessu ári. Þetta kom fram i ræðu Davíðs Oddssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Bláfjöllum á næsta ári. Ráðist verður í endurbætur á kjallara skálans og unnið að veg- arbótum, auk þess sem nauðsynlegt er að skipta um vír í skíðalyftunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.