Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 t Móöir mln, INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23, andaöist aö morgni 22. janúar I Landspitalanum. Friðþjófur Björnaaon. + Móöir okkar, MAGNEA GUÐRÚN INGIMUNDARDÓTTIR, . andaöist á Hrafnistu mánudaginn 21. þ.m. Jórunn Karlsdóttir, Ásdls Siguröardóttir. + Fósturfaöir okkar, ANDRÉSJAKOB BJARNASON, framkvæmdastjóri, Jörfabakka 32, andaöist á heimili sinu laugardaginn 19. janúar. Jónlna Haraldsdóttir, Hjálmar Haraldsson. + Eigtnmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR HÉDINN JAKOBSSON, andaöist á heimili sínu, Baldursgötu 31, 17. janúar sl. Jarösungiö veröur frá Grensáskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 3.00. Guörún Sumarliöadóttir, börn og ættingjar. + Faöir okkar, ODDUR KRISTJÁN RÍKHAROSSON, varö bráökvaddur á elliheimilinu Ási, Hverageröi, aöfaranótt 21. janúar. Fyrir hönd vandamanna. Súsanna Oddsdóttir, Anita Oddsdóttir, Gréta Oddsdóttir. + Frændi okkar, GESTUR JÓNSSON, Villingaholti, veröur jarösunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 26. janúar kl. 2 e.h. Systkinabörn og aórir aöstandendur. + Þann 21. þessa mánaöar andaöist SÉRA MARTEINN JAKOBSSON (VROOMEN) I Hollandi. Messa til minningar um hann veröur sungin i Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, sunnudaginn 27. janúar kl. 10.30. Hinrik biskup Frehen, Sóra A. George. + Fósturmóöir mín. viktorIa kristjánsdóttir, Sólheimum 23, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Langhoitskirkju eöa aörar liknarstofnanir. Fyrir hönd ættingja, Guörún Ákadóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jóhanna Gunnars- dóttir — Minning Fædd 23. ágúst 1921 Dáin 12. janúar 1985 I dag verður gerð útför Jóhönnu Gunnarsdóttur, Hörgshlíð 18. Hún lést hinn 12. þessa mánaðar eftir harða baráttu við erfiðan sjúk- dóm, sem vart varð við í október síðastliðnum. Jóhanna fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1921, dóttir hjónanna Ragnheiðar Bogadóttur og Gunnars Ólafssonar, bifreiða- stjóra, sem bæði lifa dóttur sína. Foreldrar Ragnheiðar voru Ragn- heiður Sigurðardóttir úr Flatey á Breiðafirði og Bogi Sigurðsson, kaupmaður í Búðardal, en foreldr- ar Gunnars Vigdís Ketilsdóttir úr Kotvogi og Ólafur Ásbjörnsson, kaupmaður úr Njarðvík. Systkini Jóhönnu eru Hulda, Ingibjörg, Ragnheiður, Elísabet og Ólafur. Jóhanna giftist 1958 Gunnari Guðmundssyni, aðalbók- ara, og áttu þau einn son, Gunnar. Þau slitu síðar samvistum. Jóhanna hóf ung að árum að starfa hjá frænda sínum Ásbirni Ólafssyni, og hjá fyrirtæki hans vann hún síðan allan sinn starfs- dag. Þar stjórnaði hún af skör- ungsskap og varð þeim minnis- stæð sem henni kynntust. Margar ferðir fór hún á vegum fyrirtækis- ins til útlanda, sem í senn voru í viðskiptaerindum og til að mennt- ast. Um tíma dvaldi hún í Banda- ríkjunum til að nema enska tungu, og bjó hún þá hjá frænku sinni, Ragnheiði Jónsdóttur Ream. Fundum okkar Jóhönnu bar fyrst saman 1954. Þá sá ég og reyndi hvílík stoð og stytta hún var fjölskyldu sinni. Umhyggja hennar fyrir fólki sínu var hrein og tær og þeim mun áhrifameiri fyrir þá sök, að hún lét ekki stjórnast af tilfinningasemi. Hún var hinn dugmikli athafnamaður, sem var því vön, að eftir orðum hennar væri farið. Rithönd Jó- hönnu er mér minnisstæð eins og fleirum vegna þess.að hún var í senn fögur og þróttmikil. í haust ræddi Jóhanna oft um það, hversu hún ætlaði að fagna þeim áfanga, er Gunnar, sonur hennar, lyki stúdentsprófi. Þá skyldi halda fjölskylduhátíð. En grimm geta örlögin verið, þar sem Gunnar var við dánarbeð móður sinnar á sa.ma tíma og skólafélag- ar hans tóku við prófskírteinum sínum. Jóhanna Gunnarsdóttir varð öðrum gæfa. Því er það þungbært þeim sem áttu vináttu hennar, að kveðjustund skuli svo snögglega upp runnin. Huggun er það þó harmi gegn, að eiga minninguna um hana, minningu sem verður dýpri og skýrari vegna þess æðru- leysis og kjarks, sem hún sýndi til hinstu stundar. Á þessari stundu leitar hugur- inn til einkasonar hennar, Gunn- ars, sem mest hefur misst. Megi minning um mikilhæfa móður verða honum huggun í harmi. Bragi Hannesson I útfararsálmi Hallgríms Pét- urssonar segir svo: „Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí.“ Þessi löngu sögðu orð, en sem eru alltaf jafn ný, komu okkur starfsfólkinu í heildverslun Ás- bjarnar Ólafssonar í hug, er við fréttum að Jóhanna Gunnarsdótt- Jón Yngvi Yngva- son — Minning Það fyrsta sem mér flaug í hug við andlátsfregn vinar míns Jóns Yngva Yngvasonar var: „Þá er hann kominn til Guðs.“ Því hjálp- ræði Hans nær út yfir endimörk jarðar og lengra og hærra en við skynjum. Til þess kom Hann í heiminn til að láta mennina vita að hann tæki alla að sér, hrjáða og vansæla, því ekki þurfa heilbrigðir læknis við. Til þess kom Hann að við í lífi og dauða hefðum hann að leiðarljósi sem gæfi okkur náð, frið og miskunn á öllum okkar ferðum. Sæluboðorðin eru eins og sögð um Jón Yngva, því miskunn hógværð og friður voru hans aðal: Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki. Sælir eru hgoværir því þeir munu landið erfa. Sælir eru miskunnsamir því þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs synir kall- aðir verða. Leit Jóns í lífinu hlaut að verða ójarðbundin því hann þarfnaðist einhvers meira og til- gangsríkara en stundar vafsturs. Eg varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að búa á sama stað og Jón og fékk að kynnast prúðmennsku hans og lítillæti. Hann reiddist aldrei svo aðrir vissu af. Hann hækkaði aldrei róminn en rödd hans var þýð og hljómsterk og hann álasaði aldrei neinum. Jón var mikill listamaður og + Viö þökkum Innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andiát og útför ANNIE HELGASON, Sörlaskjóli 74, Raykjavlk. Sérstaklega viljum viö þakka starfsfólki Hafnarbúöa góöa umönnun á undanförnu ári. Cecilia Helgason, Inger Helgason og systkinabörn. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför SIGRÍDAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Evjólfur Glslason, Gisli Eyjólfsson, Sigrföur Guónadóttir, Alfreð Eyjólfsson, Guöjónfa Bjarnadóttir, Guömundur I. Eyjólfsson, Sigrún Bjarnadóttir, Gylfi Eyjólfsson, Guörún Þorgeirsdóttir, Asgeir Eyjólfsson, Sjöfn Eyfjörö, barnabörn og barnabarnabörn. ir væri svo skyndilega burt kölluð héðan af heimi. Vissum við þó að hún átti við þungan sjúkdóm að stríða, en á meðan er líf er ævin- lega von. Að Jóhönnu heitinni er mikill sjónarsviptir, og þá ekki síst héð- an úr fyrirtækinu, sem hún af frá- bærri eljusemi hafði unnið í meg- inhluta æfi sinnar. Eigi munum við freista þess að lýsa æfiferli og margslungnum persónuleika hennar, það munu sjálfsagt aðrir gera. Með örfáum orðum en af heilum hug kveðjum við Jóhönnu Gunn- arsdóttur með virðingu og þökk fyrir allt 3em hún var okkur, í löngu og ánægjulegu samstarfi. Blessuð veri minning hennar. Við vottum háöldruðum foreldr- um hennar, systkinum og vensla- mönnum öllum okkar dýpstu sam- úð og síðast en ekki síst sólargeisl- anum hennar, drengnum unga sem var henni eitt og allt. Samstarfsfólk heildvcrslunar Ásbjarnar Ólafssonar hf. málaði, teiknaði, skrifaði, lék á hljóðfæri og fleira. Þekking hans á bókum var svo víðtæk, að hvaða háskóli sem er hefði orðið stoltur af skáldsagna- og ljóðlistarkunn- áttu hans. Hann var gæddur gjöf- um langtum meira en almennt telst enda maðurinn ekki venju- legur á neinn hátt. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þessum öðlingi, listarkunnáttu hans, ljúflyndi hans mun standa mér fyrir hugskotssjónum meðan vegferð mín endist. Guð blessi alla sem unna honum. Vina Jarðarfarar- skreytingar Blóm, kransar, krossar. Græna höndin Gróörastöð viö Hagkaup, sími 82895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.