Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 fclk í fréttum Twiggy fær vinnu „heima“ Twiggy, breska fyrirsætan sem varð hvað frægust er hún gifti sig á árunum og fitnaði um nokkur kíló, er komin heim til Lundúna eftir langa dvöl í Hollywood þar sem hún spjaraði sig þolanlega í kvikmyndabrans- anum. Bretar eru glaðir að end- urheimta fyrrum uppáhald sitt, en ef þeir halda að hún sé komin heim til að setjast í helgan stein, þá er það hinn argasti misskiln- ingur, henni hefur verið boðið að leika í breskri kvikmynd og þáði hún það með þökkum, enda hef- ur heldur litlu skolað á fjörur hennar vestra hina allra síðustu mánuði ... BO í gamalkunnu hlutverki Hin óumdeilanlega fallega Bo Derek er í þann mund að koma fram í nýrri kvikmynd, „Ekstace" heitir hún og fer Bo með hlutverk blóðheitrar ungrar stúlku sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna til að ná fram áætlunum sínum (nema hvað?). Að sögn þykir heldur lítið hafa verið kostað til búninga Bo í myndinni og er það svo sem ekk- ert nýtt, hún kemur ekki síður fram nakin en í fötum og er það í fullu samræmi við fyrri myndir, enda er það eiginmaðurinn John Derek sem stendur að baki mynd- arinnar og hefur hann haft það helst fyrir stafni síðan þau gengu í það heilaga um árið að sýna hverjum sem sjá vill alla líkam- lega kosti eiginkonu sinnar. Myndin sem fylgir þykir dæmi- gerð, en hún er úr kvikmyndinni „Ekstace". Þjóðmála- umræða á Gauki á Stöng Eins og sjá má af mertfvlgjandi myndum sem Bjarni ljós- myndari tók var setinn bekkurinn sírtasllirtinn sunnudag á Gauki á Ntöng, þegar efnt var til þjórtmála- umræðu á staðnum að viðstöddu ýmsu forystufólki stjórnmálasam- taka, sem lét Ijós sitt skína. I>ótti þessi nýbreytni takast vel og nokkru léttara yfir umræðunni en venjulega tíðkast í virðulegum söl- um Alþingis. Má gera ráð fyrir að eigendur Gauksins telji þennan fyrsta fund hafa gefíst svo vel að ástæða sé til áframhalds á viðlíka starfsemi. Það hefur farið lítirt fyrir tónlist- armanninum Leonard Cohen síðustu sex árin, hann dró sig í hlé og hefur síðan verið að „grufla“ í lífínu og tilverunni, lifað af eignum sínum og reynt að komast art niður- stöðum um tilgang lífsins. Nú hefur hann annaðhvort komist að niður- stöðu, eða að honum hefur leiðst ró- legheitin, því hann hyggur nú á „come back“ og hefur raunar byrjað og skipulagt mikirt hljómleikaferða- lag. Þá hefur hann sent frá sér bók sem rituð var á árunum sex. Inni- hald hennar eru sálmar og „pæl- ingar“ um lífíð og tilveruna eins og vænta mátti. Ritið heitir „Book of Mercy“ og hefur selst bærilega. l»að horfír vel fyrir hinum fímmtuga Kanadamanni, víðast hvar þar sem hann ætlar að koma fram, eru að- göngumiðar uppseldir fyrir löngu og það sannast þannig að aðdáendur hans hafa ekki gleymt honum þó hann hafi ekki látið til sína heyra í sex ár. Leonard Cohen aftur á stjá Bobby hættir senn í Dallas Patrick Duffy, eða Bobby Ewing öðru nafni, hefur fengið sig leystan frá störfum við Dallasþættina þegar lokið er þeirri þáttaröð sem nú er veríð að framleiða. Ekki nóg með það, heldur hefur hann tekið það loforð af framleiðendunum, að enginn verði fenginn til að leika Bobby, heldur verði hann látinn hverfa af sjónarsviðinu. „Ég er búinn að móta og hanna þessa persónu í 7 ár og hún er orðin svo mikill hluti af mér sjálfum, að ég get ekki hugsað mér að einhver annar farí art breyta öllu saman,“ sagði Patrick nýlega. Hann sagði að búið væri að ákveða með hvaða hætti Bobby hyrfí úr þáttunum, en vildi ekki láta það uppi, sagði það í hæsta máta ótímabærL Aumingja Pia: Lélegasta leikkonan? Lélegasta kvikmyndin? Hollywood verðlaunar laun- þega sína á ýmsa vegu en gleymir ekki mætti auglýsingar- innar sér og sínum til handa. Hún Pia litla Zadora, amorkettlingur- inn úr „The Butterfly**, fékk út- nefninguna lélegasta leikkona árs- ins fyrir leik sinn í kvikmyndinni „The Lonely Ijidy“, sem byggð er á skáldsögu Harolds Robbins, sem um lcið var valin leiðinlegasta mynd ársins. Eitthvað hlýtur hún Pia að fara í taugarnar á dómnefndinni því þeir gengu svo langt að útnefna næstu mynd Piu, „The Attack of Rock and Roll Alien“, sem fyrirfram verstu mynd næsta árs þó svo að gcrð hennar sé ekki lokið. I>ær sem kepptu við Piu um titil- inn lélegasta leikkonan voru Fay Dunaway í „The Wicked Lady“, Olivia Newton-John í „Two of a Kind“, Linda Blair í „Canned Heat“ og Loni Anderson í „Strok- er Ace“. Pia þarf væntanlega ekki að kvíða frama sínum í kvikmynda- hciminum þrátt fyrir þetta því það er hinn aldni auðkýfíngur, eigin- martur hennar, sem fjármagnar myndir hennar, enda sagði Pia við útncfninguna: „Ég hef enn trú á sjálfri mér og er viss um að ég á eftir að komast í náðina einhvern tíma. Fram að því uni ég sæl við mitt sem er ekki sem verst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.