Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS IWUMOrXK-IIM'lJK Detta oft í skauta- keppnum en sigra samt Þorleilur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Kæri Velvakandi: Hvað gerist þegar gefin eru stig í skautaíþróttinni og keppendur komast á verðlaunapall þó þeir detti allt að sex sinnum í keppni? Þetta átti sér stað í sjónvarpsút- sendingu af skautakeppni ungl- inga þann 12. jan. sl. Annað er það sem ég furða mig á og það er að einungis rússneskt og austantjaldsfólk kemst þannig áfram á tindinn. Allir rússnesku keppendurnir duttu og einnig sá a-þýzki, samt komust þeir allir á verðlaunapall. Ég hef gaman af þessari íþrótt, en mjög oft kemur það fyrir að rússnesku fólki er dæmdur sigur, sem mér finnst það alls ekki verðskulda. Aldrei hefur þetta verið jafn augljóst og í íþrótta- þættinum þann 12. jan. Það er dómurum til lítils sóma, að hefja Breska skautaparið Jayne Torvill og Christopher Dean áttu svo sannarlega skilin gullverðlaunin á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo í fyrra, enda með afbrigðum leikin á ísnum. Þessir hringdu . . Myndir á að birta Guðrún Kristjánsdóttir hringdi: í Velvakanda sl. fimmtudag skrifar kona nokkur og gagnrýn- ir það að lesandi hafi mælst til þess að birtar verði myndir af afbrotamönnum í blöðum. Ég má til með að láta I ljós skoðun mína á þessu máli sem er sú að tvímælalaust á að birta myndir af þessum hættulegu mönnum. Þetta eru ofbeldismenn sem ráðast á gamalmenni og áreita börn. Það er sérkennilegt að sí- fellt eigi að taka tillit til að- standenda afbrotamanna með því að birta ekki slíkar myndir en alls ekki er hugsað um þá sem verða fyrir fólskulegum árásum, enda á það fólk ekki síður sína fjölskyldu. Myndir af líkamsárásar- mönnum á að birta til að fólk geti varast þá. Annað um ríkiseignir María Friðriksdóttir hringdi: Undrandi er ég á viðbrögðum valdamanna þjóðarinnar við uppgötvun nýrnaveikinnar I laxahrognum og laxaseiðum i Fiskeldisstöð ríkisins i Kolla- firði. Þegar riðuveiki uppgötvast hjá bændum landsins er allt fé fellt á augabragði og þá eru eng- ar bollaleggingar um það hvað skuli gera. Én öðruvísi horfir við þegar málið snýst um eignir ríkisins. Menn eru hreint ekki á þeím buxunum að skera niður í fiskeldisstöðinni í Kollafirði. það fólk sem dettur hvað eftir annað í keppni upp á verðlauna- pall og slíkt ætti í raun alls ekki að leyfast. A skíðum er hver sá sem dettur í keppni fallinn út úr keppni að fullu. Hann/hún fær ekki annað tækifæri. Ég skal bera saman í umræddri keppni þann 12. janúar þann bandaríska og þann rússn- eska í einstaklingskeppni drengja. Sá rússneski datt fimm sinnum, en sá bandaríski aldrei, og hans frammistaða var mjög sæmileg. Utkoman varð samt sú, að sá rússneski fékk annað sæti, en sá bandaríski ekki nema þriðja sæt- ið. Annar Bandaríkjamaður var í 1. sæti enda mjög fær. Mér finnst þetta stórfurðuleg útkoma. Stjórnandi þessa íþróttaþáttar lét þess getið, að líklega væru Bandaríkjadrengirnir komnir að sínum sigri, eins og á þvi léki nokkur vafi. Ekki nyrsta hús á Islandi Greiðslukortafyrirtækið VISA sendi mér jólagjöf, sem var eintak af tímaritinu Storð. Er það ekki í frásögur færandi en forvitnisefni þó hver kostnaður fyrirtækisins var af þessum rausnarskap! Það sem er öllu verra er að rangt er farið með landfræðilegar stað- reyndir í sambandi við forsíðu- myndina á tímaritinu. Forsíðu ritsins skreytir ágæt ljósmynd af öðru bæjarhúsinu á tvíbýlinu Harðbak á Sléttu, sem nú er í eyði. í kynningartexta um forsíðu- myndina segir að Harðbakur sé nyrsta hús á Íslandi. Það er al- rangt, því tvö gömul eyðibýli skammt vestur af Harðbak standa norðar, annað þeirra talsvert norðar. Hér er um að ræða Skinnalón annars vegar og Rif hins vegar. Athugun á landakorti hefði leitt hið sanna í ljós. Ann- aðhvort er hér um fljótfærni að ræða eða misskilning, því Rifs- tangi var til skamms tíma talinn nyrsti oddi landsins, en seinna var leitt í ljós að Hraunhafnartangi skagaði lengst norður á við af fastalandinu. Harðbakur stendur hins vegar innarlega á Hraun- hafnartanga en bærinn á Rifi utarlega á tanganum. Burtséð frá þessu, þá telja Grímseyingar sín hús líklega nyrstu hús íslands, en líklega eiga höfundar Storðar við fastalandið. Með vinsemd og virðingu. Sléttungur. MANNLF* kíaravbwldár MVS» VAU ÞÓRWJRMALAKOFn FJÖLHWSKALON LfclASA** WSKOQUM HRSNOVftAHEia Umrædd forsídumynd á tímaritinu Storð, en hún er sögó af nyrsta húsi á íslandi. f) Allt á sínum staö ] Ef elnhver sérstök vörzluvandamál þarf að leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö oKKur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig SHMMMOM sKjalasKápur hefur ,,allt á sínum staö". Útsölustaöir: ÍSAFJÖRÐUR, Bókaverslun Jonasar Tómassonar BORGARNES, Kaupfelag Borgfiröinga SAUÐARKROKUR, Bókaverslun Kr Blöndal. SIGLUFJÖROUR, Aftalbúftin, bókaverslun Hannesar Jónassonar AKUREYRI, Bókval. bðka- og ritfangaverslun HÚSAVlK, Bókaverslun Póranns Stefánssonar ESKIFJÖRÐUR, Elis Guftnason, verslun HÖFN HORNAF1RÐI. Kaupfélag A-Skaftfellinga VESTMANNAEYJAR, Bókabuftin EGILSSTAÐIR. Bókabuftm Hlðftum. REYKJAVÍK, Penninn' -HallarmUla. KEFLAVlK, Bðkabúft Keflavíkur ÖLAFIJR GlSlASON 3, CO. IIf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAÐUR 1905 Námskeið í vélritun 60 kennslustunda kvöldnámskeiö Kennt veröur þrisvar í viku, mánudaga, þriöjudaga og miövikudaga frá kl. 19.10—20.40. Námskeiöiö stendur yfir í 10 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 28. janúar. 24 kennslustunda morgunnámskeið Kennt veröur tvisvar í viku á mánudögum og miövikudögum frá kl. 8.05—9.40. Námskeiöiö stendur yfir í 6 vikur. Kennsla hefst mánudaginn 28. janúar. Á báöum þessum námskeiöum veröa þátttakendur þjálfaöir í blindskrift og kennd undirstööuatriöi í vélritunartækni. Innritun stendur yffir. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík. Sími 13550. Metsöhiblað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.