Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1985 Mikiö um að vera hjá KSÍ næsta sumar: Landsliöið í æfinga- ferð til Miðausturlanda eða Evrópu í vetur? Knattspyrnysamband íslands vínnur nú að því aö útvega æf- ingaleiki fyrir landsliðið erlendis í febrúar eöa mars og í því sam- bandi koma miöausturlönd eöa Evrópa helst til greina. Eins og kunnugt er fór landslióið til Saudí-Arabíu í haust og lék viö heimamenn. Hugsanlegt er aó þaö fari á svipaöar slóöir á ný. Ferö þessi er hugsuð sem undir- búningur fyrir leikina í heimsmeist- arakeppninni næsta vor — en leik- iö veröur viö Skota á Laugardals- velli siöari hluta maímánaöar og síöan Spánverja á sama staö fyrri hlutann í júní. Ekki er vitaö hvort atvinnu- mennirnir íslensku geti tekiö þátt í fyrirhugaöri æfingaferö. Auk þeirrar ferðar eru miklar lík- ur á þvi aö landsliöiö fari til Evrópu í æfingaferö i apríl eöa maí, og er áhugi fyrir því aö dveljast í Lux- emborg eins og Morgunblaöiö hef- ur áöur greint frá. Unglingarnir til Ungverjalands Undir 16 ára landsliðiö fer til Ungverjalands í mai og leikur þar í úrslitakeppni Evrópumóts lands- liöa. Liöiö sigraöi Dani hér heima í haust 1:0 og geröi síöan jafntefli 1:1 í Danmörku og tryggöi sér þannig sæti i úrslitakeppninni. Sig- urinn hér heima var fyrsti sigur ís- lendinga á Dönum í knattspyrnu- Leynimót HSI: Feðgar leika saman! BIKARKEPPNI HSÍ, Leynimót- iö svokallaóa, hofur veriö í gangi undanfariö. Morgun- blaöið veit af einum leik sem er á dagskrá í kvöld en þá mætast í íþróttahúsi Selja- skóla B-lið Vals og liö Akur- nesinga. Leíkurinn hefst kl. 20.30. í Valsliðinu eru gamlir kunnir kappar og nú leika í fyrsta skipti svo vitaö sé feögar í sama liði í „alvöru“móti í hand- bolta hér á landi, en Bergur Guönason og Guöni sonur hans klæöast báöir Valspeys- unni í kvöld og leggja sitt af mörkum til aö leggja IA aö velli. í Valsliðinu eru meöal ann- arra Stefán Gunnarsson, Ágúst Ögmundsson, Gísli Blöndal, Ólafur H. Jónsson, Jón H. Karlsson, Bjarni Jónsson, Her- mann Gunnarsson og Gunn- steinn Skúlason — allt þekktir kappar frá fyrri tíð. „Þessir knáu kappar hafa leikiö samtals 448 landsleiki og gert i þeim 734 mörk. Leikir þeirra fyrir Val eru alls 2.755 og er taliö aö þeir hafi gert í þeim um 10.000 mörk í litlu fleiri skotum," sagöi Pétur Guö- mundsson, liösstjóri Valsara, er hann leit viö hjá okkur á Mbl. Það er óstaöfest, og mun lík- legra aö skotin séu 45—50.000! landsleik frá upphafi. Dagana 25.-29. maí koma þrjú skosk landsliö hingaö til lands. Áö- ur er greint frá A-landsliöinu en U-21- og U-18-liöin leika hér einn- ig, en báöir leikirnir eru liöir í Evr- ópukeppninni. I byrjun júní leika island og Ír- land i U-18-Evrópukeppninni hór á landi og síöan koma A-liö og U-21-liö Spánar á bilinu 9 —13. júní. 28. júlí til 4. ágúst leikur U-16-landsliöiö í Noregi á Norður- landamótinu. í júlí veröur talsvert um aö vera. Þá er ráögert aö A-landsliö Færey- inga komi til landsins og leiki hér tvívegis. í júlí er einnig ráögert að kvennalandsliöiö fari í keppnisferö til útlanda, en ekki hefur veriö ákveöiö hvert. í sama mánuöi fer U-18-landsliöið til Færeyja í heim- sókn. I byrjun september kemur enska U-18-landsliöiö hingaö og leikur í Evrópukeppninni. 22.-27. sept- ember fara A- og U-21-landsliöin til Spánar. Eldra liöiö leikur í heimsmeistarakeppninni en „strákarnir" í Evrópukeppninni. i nóvember, frá 9.—15., fer síöan U-18-liöiö til Skotlands og írlands og leikur í Evrópukeppninni. Finninn Haerkoenen kom, sá og sigraði! \\" Pétur meiddur PÉTUR Ormslev knattspyrnu- maður meiddist enn einu sinni um helgina, nú á æfingu hjá Fram. Pétur sleit liðbönd í ökkla hægri fótar og veröur aö öllum líkíndum frá æfingum næstu tvo mánuöina. Hann gengur nú viö hækjur. í GÆR var keppt í 15 km göngu karla á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum skíóaíþrótta sem fram fer nú í Seefeld í Aust- urríki. Kari Haerkoenen frá Finn- landi kom mjög á óvart og sigr- aði, annar var sænski skíða- göngukappinn Thomas Wass- berg. Kari Haerkoenen frá Finnlandi kom sá og sigraði á heimsmeist- aramótinu í norrænum greinum, er hann vann sinn fyrsta meiriháttar sigur í göngukeppni á ferli sínum, hann kom fyrstur í mark í 15 km göngunni sem fram fór í gær, var 13,3 sekúndum á undan Thomas Wassberg frá Svíþjóö sem er gam- alreyndur göngukappi. í þriöja og fjóröa sæti komu svo italir. Gunde Svan, sem sigraöi í 30 km göngun- ni á föstudag, varö fimmti, en fyrir keppnina var honum spáö sigri af mörgum. Kari Haerkoenen, sem er 25 ára, vann fyrstu gullverölaunin fyrir Finna á þessu heimsmeistaramóti í Seefeld. „Þetta var besta keppni min frá upphafi. Ég heföi ekki get- aö gert betur," sagöi Haerkoenen eftir sigurinn í 15 km í gær. Thom- as Wassberg sem varö annar var ekki alls kosta ánægöur meö keppnina. „Mér var gefinn upp rangur tími í upphafi göngunnar, aöstoöarmenn mínir tóku miö af röngum keppanda er þeir gáfu mér millitíma og töldu þeir mig vera meö forustu, sem reyndist ekki rétt. Kann þaö aö hafa kostað mig gullið í dag,“ sagöi Thomas Wassberg vonsvikinn eftir keppn- ina. Urslitin í 15 km göngu karla í gær voru þessi: - Kari Haerkoenen, Finnlandi 40:42,7 Thomas Wassberg, Svíþjóö 40:56,0 Maurilio De Zolt, ítaliu 41:27,2 Giorgio Vanzetta, italíu 41:33,2 Gunde Svan, Sviþjóö 41:47,4 Harri Kirvesniemi, Finnlandi 41:57,4 Arilt Monsen, Noregi 42:03,6 Nikoiai Simyatov, Sovétr. " 42:12,8 Ove Aunli, Noregi 42:18,5 Andi Gruenenfelder, Svíss 42:23,6 86 keppendur luku keppninni. Einar Ólafsson varö nr. 59, fókk tímann 47:30,3. Gottlieb Kon- ráösson varö nr. 73, gekk þessa 15 km á 51:50,6 mín. • Gunde Svan varö aö sætta sig viö fimmta sætiö í gær. Tvenn gullverðlaun til Finna í gærdag FINNAR unnu í gær sigur í keppni landsliöa í skiöastökki sem fram fer í nágrannabæ Seefeld, Innsbruck, og er einn liður í heimsmeistarakeppninni í norrænum greinum skíöa- íþrótta. Stokkiö var af 90 metra palli og sigruðu Finnar örugglega, og unnu þar meö sín önnur gullverö- laun á heimsmeistaramótinu. Fyrr um daginn vann Karl Hark- onen 15 km gönguna sem fram fór í Seefeld. í sigursveit Finna voru Matti Nykaenen, Jari Puikkonen, Tu- omo Ylipulli og Pentti Kokkonen. í ööru sæti uröu Austurríkis- menn, Austur-Þjóöverjar í þriöja, Tékkóslóvakía í fjóröa og Banda- ríkin í fimmta og hafa þeir aldrei náö svo langt í þessari grein skíðaíþrótta. „Það er nú frekar lágt á okkur risið núna“ — sagði Sigurður Aðalsteinsson þjálfari eftir keppnina í gær ÍSLENSKU skíðagöngumennirnir Einar Ólafsson og Gottlieb Kon- ráósson stóöu sig ekki vel í 15 km göngunni á heimsmeistaramót- inu sem fram fer í Seefeld í Aust- urríki í gær. Einar varó í 59. sæti og Gottlieb í 73. sæti. „Þaö er nú frekar lágt á okkur risiö núna," sagöi Siguröur Aöal- steinsson þjálfari íslensku skíöa- göngumannanna," þegar blaöa- maður Mbl. náði tali af honum seint í gærkveldi. „Þessi slaki árangur okkar í 15 km í dag kemur manni kannski ekki á óvart, því þaö er staöreynd aö ný tækni hef- ur riöiö sér til rúms í göngu, sem okkar menn eru ekki búnir aö temja sér. Maöur vissi jú aö þaö mundi vera mikið skautaö í braut- inni, en alla leiö, því bjóst maöur ekki viö, eins og flestir göngu- mannanna geröu í dag. Þaö þarf bara aö breyta þessu heiti „Skíða- ganga" i skautahlaup, þaö er alveg ótrúlegt hvaö mikil breyting hefur veriö á þessari íþrótt. Þaö eru allt aörir vöðvar sem eru notaðir og önnur tækni. Til marks um þessa öru þróun, þá varö göngukappinn Juha Mieto frá Finnlandi sem varö fjóröi í 15 km göngu á Ólympíuleikunum í Sarajevo, var hér aöeins i 52. sæti, rétt um 1 mínútu á undan Einari. Mieto var greinilega ekki búinn aö temja sér þessa nýju skautatækni og ætlaöi sér aö reyna aö ganga þessa göngu meö gamla laginu, en þaö gekk ekki. Þessir bestu nota bara rennslisáburö, ekki fattáburö og skauta svo upp allar brekkur, og skemma þannig slóöina fyrir hinum sem á eftir koma. Munurinn á Einari og Gottlieb i þessari göngu var sá aö Einar hef- ur náö betri tökum á skautatækn- inni, sem þó er ekki nærri nógu góð,“ sagöi Siguröur Aöalsteins- son aö lokum. Einar fékk tímann 47:30,3 og varö 59. Gottlieb fékk tímann 51:50,6 mín. Sigurvegarinn Kari Haerkoenen frá Finnlandi gekk vegalengdina á 40:42,7 mín. V.J. Herrakvöld Víkings HIÐ árlega herrakvöld fulltrúa- ráös Víkings veröur haldió í sal múrarameistara, Skipholti 70, föstudaginn 1. febrúar nk., og hefst kl. 19.45. Fulltrúaráö Vikings átti nýveriö 30 ára afmæli og veröur þetta þvi einnig afmælishátíö. Veröur af því tilefni vandaö til dagskráratriöa. Aögöngumiöar fást hjá deildum félagsins og Securitas, Síöumúla 23. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.