Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Kjötmarkaður SÍS:
Annars flokks kjöt dýr-
ara en fyrsta flokks
í KJÖTMARKAÐI SÍS á Kirkju-
sandi er til sölu 1. flokks dilkakjöt á
lægra verði en 2. flokks kjöt, og
jafnframt undir skráðu heildsölu-
verði.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust í kjötmarkaðnum í gær er
kílóið af dilkakjöti í 1. flokki selt á
146,10 kr. en 2. flokkurinn er seld-
ur á 150,90 kr. Samkvæmt verð-
skrám Framleiðsluráðs landbún-
aðarins er heildsöluverð 1. flokks
151,14 kr. kílóið og útsöluverð
165,40 kr. Aðspurð um skýringar
sagði afgreiðslustúlka í kjötmark-
aðnum að þetta kjöt hefði verið
„pantað fyrir síðustu verðhækkun
í heildsölunni hérna uppi“. Þess
má geta að síðasta verðhækkun á
landbúnaðarvörum var fyrir tæp-
um 2 mánuðum og „heildsalan
uppi“ er afurðasala sama fyrir-
tækis sem er í sama húsi og
kjötmarkaðurinn.
Kollafjarðarstöðin:
Ekki komist hjá ein-
hverjum niðurskurði
Verða seiðin þaðan seld úr landi?
sem jafnframt á sæti í fisksjúk-
dómanefnd, sagði í samtali við
blm. Mbl. að ýmsar leiðir væru í
athugun. Stefnt væri að hreinsun
stöðvarinnar en að röskun á starf-
semi hennar yrði þó í lágmarki.
Aðspurður sagði hann að aldrei
yrði komist hjá einhverjum niður-
skurði seiða, aðeins væri spurning
hvernig honum yrði hagað, til
dæmis hvort unnt væri að fram-
kvæma hann í áföngum eða ein-
angra hluta stöðvarinnar.
Sagði Guðmundur að það væri
einnig í skoðun hjá þeim sem veita
stöðinni forstöðu hvort möguleik-
ar væru á útflutningi seiða og
hrogna úr stöðinni. Hugsanlegt
væri að einhverjir aðilar í löndum
þar sem nýrnaveikin væri landlæg
hefðu áhuga á að kaupa fisk úr
stöðinni.
Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs:
Viljum leiðréttingu á óraun-
hæfri lækkun álagningar
— rétt sem Kristján Ragnarsson segir um innkaupsverð á olíu
Fisksjúkdómanefnd kom saman
til fundar í gær til að ræða leiðir til
að hreinsa Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði af nýrnaveiki sem þar er
komin upp. Ekki voru samþykktar
neinar tillögur um aðgerðir og er
ekki vitað hvenær nefndin getur lok-
ið starfi sínu.
Guðmundur Pétursson,
forstöðumaður Tilraunastöðvar
Háskólans í meinafræði á Keldum
Hormónalyf
fundust í
Eyrarfossi
HORMÓNALYF fundust um
borö í Eyrarfossi, skipi Eim-
skipaféiagi íslands, við
tollskoðun í þessari viku.
Lyfin fundust í röri í vélar-
rúmi skipsins. Um er að ræða
25 einnota sprautur af horm-
ónalyfinu anabolic steroid,
sem notað hefur verið af
íþróttamönnum til vöðvaupp-
byggingar. Hver skammtur
er talinn duga í hálfan mán-
uð til þrjár vikur.
Eigandi lyfsins hefur ekki fund-
izt og samkvæmt tollalögum er
skipstjóri ábyrgur. Skipið sigldi
utan á miðvikudag. Einnig fund-
ust við tolleit 90 flöskur af áfengi,
tvö myndbandstæki auk nokkurs
magns vindlinga og áfengs öls.
Síðasti viðkomustaður Eyrarfoss
áður en hann kom hingað til lands
var Hamborg í Þýzkalandi.
„ÞAÐ er rétt, sem Kristján Ragn-
arsson segir um innkaupsverð á
birgðum olíufélaganna á gasolíu í
Morgunblaðinu. Það hefur hækkað
um 4 aura frá 24. nóvember til þess
tíma, sem við raiðura við. Það, sem
hann segir að öðru leyti, gefur enga
mynd af þessu máli. Það sem um er
að ræða er það að álagning félag-
anna var lækkuð verulega við síð-
ustu verðákvörðun og við erum að
sjálfsögðu að fara fram á að fá þá
lækkun lagfærða," sagði Indriði
Pálsson, forstjóri Skeljungs, í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins.
„Þess utan var gert ráð fyrir
því, við verðákvörðunina 24. nóv-
ember, að greiða niður svokallað-
an innkaupajöfnunarreikning á
mjög löngum tíma, einu ári, en
við fórum fram á að það yrði gert
á þremur mánuðum. Þegar
Kristján heldur því fram, að
hækkunarbeiðnin sé öll vegna
kröfu um hækkun álagningar og
aukins tillags á innkaupajöfnun-
arreikning, er það rétt svo langt
sem það nær, en hann sleppir því,
að við erum að fara fram á lag-
færingu á mjög óraunhæfri lækk-
un á álagningu frá 24. nóvember.
Forsendur þeirrar lækkunar voru
þær, samkvæmt upplýsingum
verðlagsstjóra, að öll olía væri
staðgreidd, ef ekki, skyldu
greiddir af henni dagvextir eftir
það. Ef svo ætti að vera þyrftum
við fyrst og fremst að fá greiddar
þessar 700 til 800 milljónir, sem
útgerðin er talin skulda olíufélög-
unum.
í beiðni okkar er farið fram á
það að álagningin taki gildi frá
og með 1. desember síðastliðnum
vegna þess hve óraunhæf lækkun
álagningarinnar var, þegar hún
var ákveðin. Hlutdeild magn-
álagningar í verðinu f dag er
8,05%, hlutdeild heildar dreif-
ingarkostnaðar í verðinu í dag er
10,3%. Ef beiðni okkar verður
samþykkt verður hlutdeild magn-
álagningar í verðinu 9,43% og
hlutdeild heildar dreifingar-
kostnaðar 11,46%. Þar að auki
má ekki ekki gleyma því, að spáð
er milli 25 og 30% gengisiækkun
krónunnar gagnvart dollar á
þessu ári og síðustu vikurnar hef-
ur gengið lækkað um 4,1% gagn-
vart dollar.
Það er líka rétt að það komi
fram, að ýmsir telja að útgerðin
geti bætt rekstur sinn tölvert. Ég
tel að olíufélögin geti alltaf gert
betur og það á við um allan at-
vinnurekstur. Tæknideild Fiski-
félagsins hefur reiknað út, að út-
gerðin gæti lækkað olíukostnað
sinn um meira en 15% á einfald-
an hátt. Það er miklu meiri
sparnaður fyrir útgerðina heldur
en ef jafnvel öll álagning olíufé-
laganna yrði sett í núll,“ sagði
Indriði Pálsson.
Landsvirkjim:
Frestur á framkvæmdum við
Kvíslaveitu og Þórisvatn
Dregið verður úr virkjanarannsóknum í ár miðað við fyrri áætlanir
STJÓRN Landsvirkjunar ákvað á
fundi í gær að fella niður fram-
kvæmdir við 5. áfanga Kvíslaveitu
og Þórisvatnsstíflu, sem fyrirhug-
aðar voru á þessu ári. Með tilliti til
þess að endurskoðun orkuspár er
enn ekki lokið telur stjórnin hins
vegar ekki ráðlegt að fresta fram-
kvæmdum við Blönduvirkjun að
svo stöddu. Mun stjórnin taka
tímasetningu Blönduvirkjunar til
frekari athugunar, þegar ný orku-
spá liggur fyrir í vor og horfur í
stóriðjumálum skýrast.
í frétt frá Landsvirkjun, þar
sem fjallað er um þetta mál, seg-
ir m.a.:
„Miðað við hinn nýja fram-
reikning orkuspárinnar og
óbreytta kröfu um afhendingar-
öryggið virðist mega fresta bæði
5. áfanga Kvíslaveitu um
óákveðinn tíma og Blönduvirkj-
un um eitt ár, ef ekki þyrfti að
gera ráð fyrir nýjum orkufrek-
um iðnaði veturinn 1988—89.
Með hliðsjón af þessu samþykkti
stjórn Landsvirkjunar á fundi
sínum í dag að fella niður þær
framkvæmdir, sem fyrirhugaðar
hafa verið á þessu ári við 5.
áfanga Kvíslaveitu og Þóris-
vatnsstíflur. Þar sem endurskoð-
un orkuspárinnar er enn ekki
lokið telur stjórnin hins vegar
ekki ráðlegt að fresta Blöndu-
virkjun að svo stöddu, auk þess
sem hún telur mikilvægt að
Landsvirkjun verði enn um sinn
í aðstöðu til að sjá nýjum
orkufrekum iðnaði fyrir veru-
legri orku á næstu árum. Mun
stjórnin taka tímasetningu
Blönduvirkjunar til frekari at-
hugunar þegar ný orkuspá liggur
endanlega fyrir í vor og horfur í
stóriðjumálum hafa skýrst.
Komi þá ekki til neinnar veru-
legrar hækkunar á orkuspánni
að teknu tillit til stóriðjumögu-
leika í náinni framtíð kemur
mjög til álita að fresta fyrstu vél
Blönduvirkjunar til 1989 eða
jafnvel lengur.
Vegna umræddrar lækkunar
orkuspárinnar samþykkti stjórn
Landsvirkjunar jafnframt á
fundi sínum í dag að draga úr
virkjanarannsóknum í ár miðað
við fyrri áætlanir. Gerir hin
nýja framkvæmda- og rann-
sóknaáætlun Landsvirkjunar
ráð fyrir því að varið verði alls
um 950 m.kr. í ár til fram-
kvæmda og rannsókna í stað um
1200 m.kr. samkvæmt áætlun
fyrirtækisins frá í desember sl.“
Sjá nánar um ákvaröanir
Landsvirkjunar á bls.
20-21.
Ötullega unnið að björgun
véla og tækja úr Sæbjörginni
Höfn, Hornafirói 24. janúar.
NOKKUÐ er nú um liðið síðan
nótaskipið Sæbjörg frá Vest-
mannaeyjum strandaði á Horn-
fjöru, en síðan þá hafa meðlimir
Björgunarsveitarinnar hér á staðn-
um unnið hörðum höndum við
björgun tækja úr skipinu, en þau
verða síðan seld eða notuð á ann-
an hátt í fjáröflunarskyni.
Vegur hefur vegna þessa verið
lagður úr fjörunni út að skipinu
þar sem það liggur til að auð-
velda björgunarstarfið. Tækjum
úr brú skipsins var bjargað
fljótlega eftir strandið, en nú er
unnið að björgun all s kyns vél-
búnaðar, sem virðist að mestu
óskemmdur. Eru tækin lögð í
hreint vatn til að ná af þeim
saltinu og verja ryði.
Margir hafa lagt gjörva hönd
á plóginn við björgunarstarfið
og meðal annars unnu nemendur
Vélskólans einn dag við þau án
endurgjalds. Vörubílstjórar hafa
gefið vinnu sína við gerð veg-
arspottans en að öðrum ólöstuð-
um hefur Jónas Sigurbergsson
lagt mest af mörkum. Hann hef-
ur verið með stórvirka mokst-
ursvél á strandstað síðan fyrir
áramót og auk þess gefið afnot
af vörubíl, sem er í eigu hans.
Menn nota því lagið um þessar
mundir og vinna að björgun
tækja og véla fram eftir nóttu
eftir því hvernig stendur á sjáv-
arföllum.
— Haukur
MorgunblaðiÖ/Haukur.
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafírði vinna nú af kappi við björgun tækja úr nótaskipinu Sæbjörgu VE,
sem strandaði á Hornfjöru í desember síðastliðnum. Hefur tryggingarfélag skipsins gefíð björgunarsveitinni
skipið eins og það er, henni til mikillar búbótar. í því skyni að auðvelda björgun tækjanna hefur verið lagður
vegur út að skipinu.