Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1985 3 / vegagerð að vetri til Stykkwhólmi 18. janúar. ÞAÐ HEFÐI einhvern tímann þótt fyrirsögn hefði verið sagt frá vega- gerð í janúarmánuði, því sumrin voru oftast nýtt sem best í þeim efn- um, en nú er unnið hér fyrir ofan Stykkishólm af miklum krafti og með stórvirkum verkfærum að því að gera breiðan og varanlegan veg frá kauptúninu og upp í Vogsbotn eða um 4 til 5 km veg. Eins og áður hefir verið sagt frá var þetta verk boðið út og fengu verktakar á Selfossi þetta verk- efni og strax og regnið þurrkaði hér út snjóinn eftir áramót og þýðir vindar blésu, kom tækifærið og sem sagt þessa dagana hefir verið vel að þessu unnið. Vegurinn verður beinni en áður. Sprengt hefir verið þar sem klettar hafa skagað inn i veginn og borið vel ofan í. Verki þessu á að ljúka í vor „Holskefla ávísana- misferlis“ — segir Helgi Daní- elsson, yfirlögreglu- þjónn. Ávísanafals úr liðlega 100 stoln- um ávísanaheftum FRÁ því í október síðastliðnum hefur Rannsóknarlögreglu ríkis- ins borist hundruð kæra vegna falsaðra ávísana. RLR hefur til rannsóknar ávísanafals úr lið- lega 100 ávísanaheftum, sem stolið var og ávísanir framseldar. „Holskefla misferlis með ávísan- ir hefur riðið yfír. Satt best að segja erum við að kikna undan þessu fargi. Það er fyllsta ástæða til þess að ítreka við fólk, sem tekur við ávísunum, að ganga úr skugga um að viðkomandi sýni persónuskilríki. Það er nánast undantekning að fólk, sem tekur við falsaðri ávísun fái fé sitt til baka, því þó okkur takist að upp- lýsa málið og viðkomandi hljóti dóm, þá endurheimtir fólk fé sitt aðeins í undantekningartilfell- um,“ sagði Helgi Daníelsson, yf- irlögregluþjónn RLR í samtali við blm. Mbl. 1 fyrrinótt var brotist inn hjá Skrifstofuvélum á Klapp- arstíg og ávísanahefti frá Landsbanka íslands á Lauga- vegi 77 stolið. í heftinu eru 50 eyðublöð og hefur nafn fyrir- tækisins verið stimplað á ávís- anirnar. Númerin á ávisunum er frá 99 64351 upp í 99 64400 og biður RLR fólk sérstaklega vera á varðbergi og gera við- vart ef reynt er að framvísa ávísunum úr heftinu. Fyrir nokkrum dögum var brotist inn í Alþýðuprent- smiðjuna og ávísanahefti stol- ið. Eyðublöðin höfðu verið und- irrituð af prókúruhafa og nafn fyrirtækisins stimplað á eyðu- blöðin. Sáttasemjari: Farmenn funda UNDIRMENN á farskipum koma til fundar hjá sáttasemjara í dag, en fundir með fískimönnum, bæði und- ir- og yfirmönnum, verða á þriðju- dag. Undirmenn á farskipum hafa boðað til verkfalls, sem kemur til framkvæmda þann 30. þessa mán- aðar verði kjaradeila þeirra og skipafélaganna ekki leyst fyrir þann tíma. Önnur stéttarfélög sjó- manna hafa ekki boðað verkfall og kjaradeilu yfirmanna á farskipum og viðsemjenda þeirra hefur enn ekki verið vísað til sáttasemjara. eða nánar tiltekið fyrir 10. maí nk. með varanlegu slitlagi, en það bíð- ur þess tíma en öllum undirbún- ingi verður nú lokið ef veður og vinnufriður verður til þess. Með tilkomu þessa vegar verður mikil bót fyrir Stykkishólm auk þess sem þetta gefur umhverfinu mikið gildi. Verktakar fá fyrir þetta verk helming þess sem vegagerðin áætlaði og sést best á þessu að útboðin skila verulegum árangri, að maður tali nú ekki um ef hægt er að fá helmingi lengri vegi fyrir sama pening. Vegagerð fyrir ofan Stykkishólm. Morgunbla8i4/Árni „Ég reikna með að túlkun félagsmálaráðherra sé rétt“ — segir Þráinn Valdimarsson, formaður Húsnæðismálastjórnar um lánrétt Búsetafélaganna „ÉG REIKNA með að þetta sé rétt; að túlkun félagsmálaráð- herra sé í samræmi við lög. Hinsvegar bíða mörg sveitarfélög eftir að fá lán til að byggja verkamannabústaði og verða umsóknir Búsetafélaganna og námsmanna að metast sam- hliða þeim umsóknum öðrum sem fyrir liggja,“ sagði Þráinn Valdimarsson, formaður Húsnæðismálastjórnar, í samtali viö blm. Mbl. vegna túlkunar Alexanders Stefánssonar, félags- málaráðherra, á rétti húsnæðissamvinnufélagsins Búseta til lána úr Byggingasjóði verkamanna. 1 túlkun sinni sem ráðherra sendi Húsnæðsstofnun eftir beiðni hennar, segir að hann telji Húsnæðisstofnun heimilt að veita lán úr Byggingasjóði verkamanna til félagssamtaka, og þar með húsnæðissam- vinnufélagsins Búseta, svo fremi að þau hafi það að markmiði að byggja eða kaupa leiguíbúðir til útleigu fyrir námsfólk, aldraða og öryrkja með hóflegum kjörum. „Umsóknir þessarra félaga verða að afgreiðast í samræmi við það fjármagn sem við höf- um yfir að ráða, hvað aðrir hafa þurft að bíða og þörf þeirra fyrir fjármagn," sagði Þráinn aðspurður um fram- hald málsins. „Það hefur hinsvegar verið skoðun mín að það verkamannabústaðakerfi sem við búum við sé miklu hentugra en leiguíbúðakerfi. Þar er fólkið að leggja húsa- leiguna í að eignast hluta íbúð- anna, öfugt við það sem er hjá Búseta. Það verður hinsvegar óneitanlega forvitilegt að vita hvernig þetta nýja kerfi kemur út,“ sagði Þráinn einnig. BESTU BÍIAKAUPIN ÍDAG! MAZDA 323 Saloon Deluxe árgerö 1985 er ríkulego útbúinn 5 manno bíll, med nœgu plóssi fyrir fjölskylduna og forongurinn. Við getum nú boðið þennon veglego bíl ó mjög hagkvæmu verdi. Opið laugardag frá kl. 10-4 mazDa BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.