Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Bifreiðin
enn ófundin
ÞRÁTT fyrir víðtæka leit að bifreið-
inni X-5571, bæði úr lofti og á landi,
hefur ekkert til bennar spurst. Bif-
reiðin hefur verið týnd frá því um
hádegisbil á sunnudag. Auglýst var
eftir henni í blöðum og útvarpi í gær.
Bifreiðin er Willys-jeepster jeppi, ár-
gerð 1967, blágrá að lit með svörtum
toppi. Þeir sem kunna að hafa orðið
bifreiðarinnar varir vinsamlega láti
lögregluna vita.
Vínartón-
leikar Sin-
fóníunnar
HINIR árlegu Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
verða í Háskólabíói á morgun,
laugardaginn 26. jan., og hefjast
þeir að þessu sinni kl. 17.00. A
efnisskránni eru atriði úr ýms-
um óperettum eftir Johann
Strauss og Franz Lehár. Stjórn-
andi er Páll P. Pálsson og ein-
söngvari á tónleikunum er aust-
urríski tenórsöngvarinn Michael
Pabst.
■, 'm
Morgunblaðið/Bjarni.
SINUBRUNAR
í GÓÐVIÐRINU
Slökkviliðið var í vikunni kallað út vegna sinubruna. Nokkuð
hefur borið á því, að börn hafi kveikt sinu nú í góðviðrinu. Einn
slíkur bruni varð inn við Álfheima á miðvikudag. Mikinn reyk
lagði yfir nágrennið.
Formaður Alþýðuflokksins á fundi formanna á Norðurlöndum:
1 frétt frá Sinfóníuhljómsveit
fslands segir um Pabst: „Hann
hefur starfað við Borgarleikhúsið
í Augsburg og frá 1983 við Volks-
oper í Vín. Hann starfaði við óper-
una í Barcelona 1982 og hefur á
síðustu árum tekið þátt í mörgum
tónlistarhátíðum. I fyrra kom
hann fram á hinni frægu Wagn-
er-hátíð í Bayreuth og er ráðinn
þangað aftur nú í sumar. Á þessu
ári er hann einnig ráðinn til starfa
í Strassbourg og r Houston í Tex-
as. Meðal hlutverka hans eru aðal-
tenórhlutverkin í jafnólikum
verkum og „Seldu brúðinni" eftir
Smetana, „Lohengrin" eftir
Wagner, „Der Freischútz" eftir
Weber og „Sígaunabaróninum"
eftir Richard Strauss."
Tölvukaup
grunnskólanna:
Engin ákvörð-
un um að
kaupa ekki
Apple
segir Grímur Laxdal
framkvæmdastjóri
í Radíóbúðinni
„ÞAÐ er ekki rétt eins og
gefið er í skyn í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins á
fimmtudag, að í grunnskól-
um Akureyrar hafi verið horf-
ið frá því, að kaupa Apple-
tölvur, en þess í stað
BBC-tölvur. Það hefur engin
ákvörðun um tölvuval verið
tekin enn,“ sagði Grímur
Laxdal, framkvæmdastjóri
Radíóbúðarinnar í samtali
við Morgunblaðið.
Grímur sagði staðreynd
málsins þá, að ekki hefði verið
mörkuð nein stefna í tölvu-
kaupum fyrir grunnskólana
og því engin ein tegund enn
tekin fram yfir aðra. Auk
þess væri það ekki rétt, að
Innkaupastofnun ríkisins
hefði markað þessa tölvu-
stefnu. Það hefði verið
menntamálaráðuneytið, sem
það hefði gert. Innkaupa-
stofnun væri hins vegar sá
aðili, sem sæi um viðskipta-
hliðina.
Á móti tillögu um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum
JÓN BALDVIN Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins lýsti yfir andstöðu
við tillögu Ankers Jörgensen formanns Jafnaðarmannaflokks Danmerkur á
fundi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum, sem haldinn var í Osló 16. og 17
janúar sl. Tillaga Jörgensen, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Dan-
mörku, var m.a. þess efnis, að komið yrði á fót kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum og að lýst yrði yfir stuðningi við tillögu svokallaðra Palme-
nefndar um kjarnorkuvopnalaust belti í Mið-Evrópu, að sögn Jóns Baldvins.
Niðurstaða málsins varð sú, einnig að sögn Jóns Baldvins, að Gro Harlem
Brundtland formaður Norska Verkmannaflokksins, sem var gestgjafi fundar-
ins, lagði til málamiðlun, sem samþykkt var á fundinum.
Auk stefnuyfirlýsingar um
skilgreiningu efnahagsmálastefnu
jafnaðarmanna á Norðurlöndum
var umrædd tillaga Ankers Jörg-
ensen formanns danska Jafnað-
armannaflokksins til umræðu. Um
hana sagði Jón Baldvn í viðtali við
blm. Mbl.: „Hún var þess efnis, að
leiðtogar jafnaðarmannaflokka
Norðurlanda lýstu yfir, fyrir hönd
flokka sinna, stuðningi við þá
hugmynd að stofna kjarnorku-
vopna laust svæði á Norðurlöndum
og stuðningi við tillögu Palme-
nefndarinnar um Evrópu. Jafn-
framt var áskorun á ríkisstjórnir
Norðurlanda um að hrinda þessari
hugmynd einhliða í framkvæmd.
Ég lýsti því yfir fyrir hönd jafnað-
armanna á íslandi að þessa hug-
mynd gætum við ekki samþykkt."
Jón sagði, að rökstuðningur sinn
fyrir mótmælunum gegn tillögunni
heföi verið sá að benda í fyrsta lagi
á að þrjú Norðurlandanna væru að-
ilar að Atlantshafsbandalaginu. í
annan stað væru 85% íslendinga
þeirrar skoðunar að aðild að Atl-
antshafsbandalaglnu væri grund-
völlur að öryggis8tefnu íslands.
Þriðja atriðið sem hann sagðist
hafa bent á væri sú staðreynd, að
þrjú Norðurlandanna hefðu með
aðild sinni að Atlanshafsbandalag-
inu kosið að tryggja öryggi sitt með
aðild að varnarbandalagi vest-
rænna lýrðæðisríkja, en hin tvö,
Finnland og Svíþjóð, teldu sig
hlutlaus.
Jón Baldvin sagði ennfremur:
„Ég sagði þvínæst: Ef við erum í
varnarbandalagi, sem hefur
ákveðna varnarðétlun þá eigum við
sem erum í Atlantshafsbandalag-
inu að taka hugmyndir sem þessar
upp innan þess og svara um leið
þeirri spurningu, hvað ætti að
koma í staðinn. Þar að auki sagði
ég, að íslendingar tækju aðild sína
að Atlantshafsbandalaginu alvar-
lega og að við værum andvig slík-
um einhliða yfirlýsingum, án sam-
ráðs við samstarfsaðila. Við teldum
einnig tillöguna í lausu lofti og
merkingarlausa nema því aðeins að
hún væri liður í gangkvæmum
samningum milli Atlantshafs-
bandalagsins annars vegar og
Varsjárbandalagsins hins vegar
um gagnkvæma samning um af-
vopnun í Vestur-Evrópu. Að lokum
benti ég á, að það væru engin
kjarnavopn á Norðurlöndum og
engar áætlanir um að þeim yrði
komið þar fyrir, utan einnar und-
antekningar, en samkvæmt upplýs-
ingum sænskra og norskra hernað-
aryfirvald hefðu Sovétríkin hvað
Vinsældalisti rasar 2:
WHAM! heldur sínu striki
HUÓMSVEITIN Wham! vermir
enn fyrsta sæti vinsældalista rásar 2
og litlar hreyfingar eru á listanum,
enda tiltölulega lítið framboð á nýrri
frambærilegri rokktónlist um þessar
mundir, ísiensku sveitirnar Grafík
og Stuðmenn halda sínu striki og
báðar hafa þær þokast upp listann,
Grafík úr 4. í 3. sæti og Stuðmenn úr
6. í 5. sæti. Vinsældalistinn iítur ann-
ars svona út:
1.(1) Everything She Wants —
Wham!
2. ( 2) Sex Crime — Eurythmics
3. ( 4) Húsið og ég — Grafík
4. ( 6) Búkadú — Stuðmenn
5. ( 5) „16“ - Grafík
6. ( 3) One Night in Bangkok —
Murray Head
7. ( 7) Heartbeat — Wham!
8. (11) Like a Virgin — Madonna
9. ( 8) Love is Love — Culture
Club
10. (13) Easy Lover — Philip
Baily
eftir annað brotið alþjóðasam-
skiptareglur og reyndar landhelgi
þessara ríkja með þvi að vera með
kjarnorkuvopn innanborðs í kjarn-
orkukafbátum uppi í kálgörðum í
Svíþjóð.”
Jón Baldvin sagði að lokum, að
niðurstaða málsins hefði orðið sú,
eftir nokkurt fundarhlé, að gest-
gjafi fundarins, Bruntland, hefði
beitt sér fyrir málamiðlun á þá
leið, að lýst yrði yfir stuðningi við
hugmyndir um gagnkvæmt sam-
komulag milli austurs og vestur um
afvopnun og lækkun spennu í
V-Evrópu og að fullt tillit yrði tek-
ið til ólíkra aðstæðna Noðurlanda.
Blásarakvintettinn frá Falun í Svfþjóð leikur á fyrstu tónleikum Myrkra
músíkdaga í Norræna húsinu nk. laugardag.
Myrkir músíkdagar hefj-
ast með hækkandi sól
Myrkir músíkdagar hefjast á
morgun, laugardag, og standa til
10. febrúar.
Það er Tónskáldafélag íslands
sem stendur að Myrkum músík-
dögum í samvinnu við flytjendur
Háskólatónleika, menntamála-
ráðuneyti og Reykjavíkurborg.
Samtímis músíkdögunum verður
sýning á handritum úr fórum ís-
iensku tónverkamiðstöðvarinnar
á Kjarvalsstöðum dagana 2. til
10. febrúar.
Á fyrsta degi leikur Blásara-
kvintettinn frá Falun í Svíþjóð í
Norræna húsinu klukkan 17.00.
Blásarakvintettinn frá Falun var
stofnaður árið 1976 og að sögn
aðstandenda Myrkra músíkdaga
hefur hann þegar unnið sér sess
sem einn fremsti blásarakvintett
á Norðurlöndum.
Á efnisskránni á laugardaginn
verða blásarakvintettar eftir
Joonas Kokkonen, Leif Þórarins-
son og Hans Holewa, sonata fyrir
einleiksflautu eftir Carin Malm-
löf-Forssling og verkið Déja
Connu — Déja Entendu eftir Bo
Nilsson.
Næstu tónleikar músíkdagana
þar á eftir verða laugardaginn 2.
febrúar kl. 17.00 í Bústaðakirkju,
en þar leikur Strengjakvartett
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Síðan verða tónleikar sunnu-
daginn 3. febrúar, miðvikudaginn
6. febrúar og sunnudaginn 10.
febrúar. Auk þess verða frum-
flutt verk eftir tvö íslensk tón-
skáld. Fiðlukonsert eftir Hafliða
Hallgrímsson verður frumfluttur
á kammertónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands 31. janúar
og sellókonsert Jóns Ásgeirsson-
ar á áskriftartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar fimmtudaginn
7. febrúar.