Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985 5 Tilraunir með nýtt lyf við kláða: Talið geta komið í stað sauð- fjárböðunar í VETUR hafa verið gerðar til- raunir með að sprauta kindur með nýju lyfi til varnar kláða í stað sauðfjárböðunar. Sauðfjár- böðun á að fara fram í vetur en hún er lögboðin annað hvert ár. I'rátt fyrir baðanir hefur ekki tekist að losna við þær tegundir kláðamaurs og lúsar sem herja á sauðfé landsmanna, mismun- andi þó eftir héruðum. „Þetta er áhugavert lyf sem ver- ið er að kanna. I haust var leyfður takmarkaður innflutningur á því til að kynnast því við aðstæður hér á landi. Enn er þó of snemmt að fella dóm um hvort það er nothæft við íslenskar aðstæður og verkar hér eins og til er ætlast," sagði Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum, í samtali við blaðamann Mbl. er hann var spurður um þetta lyf. Vildi hann engu spá um hvort mögulegt gæti verið að útrýma kláða úr landinu með þessu lyfi eins og raunin mun hafa verið í nokkrum löndum. Lagði hann áherslu á að þó lyfið hefði verið prófað í vetur mætti það á engan hátt verða til að trufla framkvæmd sauðfjárböðun- arinnar sem fara á fram. Böðun sauðfjár er ætlað að út- rýma fjárkláða, fótakláða, færilús og fellilús, en þessar tegundir kláða og lúsa herja allar á sauðfé landsmanna, mismunandi þó eftir héruðum. Það lyf sem hér um ræð- ir var fundið upp í Japan en er framleitt í Bandaríkjunum. Það er jafnframt talið verka á innyfla- og lungnaorma og ýmis kvikindi sem lifa á húð dýranna. Meðferð á fé er talin betri en við böðun, auk þess sem auðveldara ætti að vera að fá bændur til að nota það vegna þess að sprautunin er auðveldari og tekur mun styttri tíma en böðun. Lyfið er hinsvegar enn sem komið er nokkuð dýrt, eins og oft vill verða með lyf sem tiltölulega ný- lega er hafin framleiðsla á. Treg loðnuveiði Veðurguðirnir eru enn óhagstæðir loðnusjómönnum og hefur veiði ver- ið lítil um nokkurn tíma. Ekki hefur gefið á miðin sunnan Langaness en lítils háttar afli hefur fengizt út af Þistilfirði. Síðdegis í gær höfðu 5 skip til- kynnt um afla, samtals 2.620 lestir. Það voru Sjávarborg GK, 740, Súlan EA, 200, Erling KE, 420, Jöfur KE, 460 og Hákon ÞH með 800 lestir. Rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson er nú á miðunum undir leiðangursstjórn Hjálmars Vil- hjálmssonar fiskifræðings. Hjálmar sagði í samtali við Morg- unblaðið, að veður hefðu verið óblíð við þá leiðangursmenn eins og aðra. Þar til brælur hófust hefði svæðið frá sunnanverðum Austfjörðum norður að Héraðs- flóa verið kannað og nú væru þeir rétt að byrja rannsóknir að nýju. Hann gæti því ekkert sagt um stöðu og styrkleika loðnustofnsins að svo komnu máli. Rannsókn- arskipið Árni Friðriksson hefur nú lokið síldarrannsóknum og mun slást í för með leiðangurs- mönnum á Bjarna við loðnuranns- óknirnar eftir helgina. Niðurstöð- ur úr rannsóknum Árna, sem voru undir stjórn ólafs Halldórssonar fiskifræðings, liggja enn ekki fyrir. Leiðin i 8 liða úrslitin: Víkingur/Fjellhammer .... 26:20 Fjellhammer/Víkingur .... 25:23 Samanl.....................49:45 Víkingur/Coronas ..........28:21 Coronas/Vikingur ..........21:28 Samanl................56:42 Vikingur/Crvenka ............. ? Crvenka/Vikingur ............. ? 14 liða úrsllt „íslenskir áhorfendur eru hræöilegir" segja erlend handknattleiksliö sem sækja okkur heim. „íslenskir áhorfendur eru hluti af leiknum" segja okkar menn. Framundan eru tveir hörkuleikir í baráttunni um sæti í 4 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Júgóslavnesku bikarmeistararnir koma og leika báöa leikina viö Víking hér heima. Víkingur: Crvenka í Laugardalshöll. í kvöld föstudag kl. 20:30 og sunnudagskvöld kl. 20:30 íslenskir áhorfendur, Júkkarnir gefa ekkert eftir. Víkingur gefur ekkert eftir. Þiö gefiö ekkert eftir. Þannig skapast baráttuleikur, frábær skemmtun og góöur árangur. Mætum, tökum virkan þátt í leiknum, styðjum Víking, sendum þá beint í 4 liöa úrslitin. Miöasala í Höllinni báða dagana frá kl. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.